Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 1
UÚOVIUINN
Föstudagur 2. desember 1977 — 42. árg. 270. tbl.
Ná ttúruhamfarirnar
'
Borgarfulltrúar
Alþýdu-
bandalagsins:
r
A œtlun
um
rymis
BorgarfulUrúar Alþ.vöu-
bandalagsins lögðu f gær
fram tiilögu á borgar-
stjórnarfundi um aö borgin
taki til jafnaöar á næstu átta
árum i notkun 240 dagvistar-
rými fyrir börn. Viö lok
þessa tímabils, i árslok 1985,
skuli þannig hafa bæst 1920
dagvistarrými við þau sem
nii eru fyrir. f tillögunni
segir aö þessi áætlun miði að
þvi að minnst 2/2 hlutar
rcykviskra barna á forskóla*
aldri njóti dagvistar og er þá
gert ráð fyrir aö aðrir aðilar
(svo sem sjúkrahús) haldi
áfram byggingu dagvistar-
heimila likt og verið hefur.
Gert er ráð fyrir að félags-
málaráð geri nánari til-
lögur um framkvæmd þess-
arar áætlunar og taki m.a.
afstöðu til eftirtalinna at-
riða:
a. Hve mörg rými skuii ætla
fyrir börn á aldrinum 0-5
ára.
b. Hve mörg rými skuli ætla
fyrir 6 ára börn og eldri,
c. Hvaða hlutfall skuli rikja
milli rýma fyrir heilsdags-
vist og rýma fyrir vist
hluta úr degi,
d. Hversu háa upphæð þurfi
að ákveða á fjárhags-
áætlun 1978 til þess að
ofangreind áætlun standist
fyrir það ár.
/ Gautaborg:
Þannig er nú umhorfs I einbýiishúsahverfinu Tuve I Gautaborg, þar
sem um 100 hús skemmdust og 40 eyðilögðust algerlega. Miklar
skemmdir hafa einnig orðið á öðrum eignum.
HRÆÐILEG SJON
Gautaborg 1. des. Frá fréttarit-
ara Þjóðviljans Gunnari Elis-
syni:
Það var hræðileg sjón
sem mætti mönnum í
morgun þegar birti í Tuve-
hverfinu á Hissingen í
Gautaborg# eftir náttúru-
hamfarirnar, sem áttu sér
stað þar i gærkveldi, þegar
jarðsigið varð og 40 íbúöar-
hús eyðilögðust og mörg
skemmdust illa. Manni
datt fyrst í hug náttúru-
hamfarirnar í Vestmanna-
eyjum á sínum tima, þar
sem við blöstu 40 hús sokk-
in í leðjuna og var margt
líkt með þeirri sjón og þeg-
ar húsin voru að fara undir
hraunið i Eyjum.
Það kom i ljós við könnun eftir
að birti, að jarðsigið varð á svæði
sem er 300x400 m. Og að yfir 100
ibúðarhús hafa skemmst mikið,
þar af eru 40 ónýt eins og áður
segir.
Þegar hafa fundist 6 lik og yfir
20 manns er saknað og 72 hafa
slasast. misjafnlega mikið. En
það sem hefur valdið miklum
erfiðleikum við að kanna mann-
tjón, er að ekki hefur enn náðst til
nema um helmings ibúanna á
svæðinu. Margir hafa flúið að
heiman og ekki látið vita um sig,
og mjög margir eru taldir vera i
vetrarfrii, en hvað margir, það
veit enginn ennþá.
Hér i Gautaborg hefur verið
mikil isþoka i dag og varð það
ekki til að bæta úr hinum mjög
svo erfiðu björgunaraðstæðum.
Björgunarmenn bera burt börn sem sloppift hafa Iffs af úr náttúruhamförunum f Gautaborg. óttast er
fleiri kunni aft vera grafnir I rústunum og eftjunni.
r
Þing Verkamannasambands Islands hefst i dag:
V arnaraðgerðir
verða aðalmál þingsins
i dag kl. 14.00 verður þing
Vcrkamannasambands islands
sett að Hótel Loftleiðum. Þar
verða mættir á annað hundrað
fulltrúar allsstaðarað af landinu,
en félagar i aði Idarfélögum
Verkamannasambandsins eru
um 20.000.
„Það verða kjaramálin og
varnaraðgerðir, ef stjórnvöld
hyggjast skerða að einhverju
leyti kjarasamningana frá þvi i
vor, sem verða helstu mál þings-
ins”, sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður Verka-
mannasambandsins er við rædd-
um við hann i gær.
Þá verður einnig rætt um starf
og skipulag verkalýðsfélaganna
og þá staðreynd að þrátt fyrir að
allir séu sammála um að hækka
beri laun verkafólks meira en
annarra, þá biasir sú staðreynd
við að verkafólk er lægst launaða
fólkið i þjóðfélaginu, sagði Guð-
mundur.
Guðmundur benti á að vegna
þessa væri mikill flótti úr al-
mennri verkamannavinnu. Þessi
þróun væri afar alvarleg; ungt
Þing stéttarsambands bænda
• Heimild til að innheimta • Samið verði beint við
kjarnfóðurgjald ríkisvaldið um
•Heimild til að beita kvótakerfi verðlagningu búvara
• Felldur verði niður söluskattur á kjöti
Útilokað er að koma stórvirkum
vinnuvélum við i björgunarað-
gerðunum, þar sem kantarnir
umhverfis jarðsigssvæðið eru svo
veikir, að jafnvel titringurinn
einn frá vinnuvélum, getur orsak-
að frekara jarðsig.
Svæðið þar sem jarðsigið átti
sér stað er eitt eðjusvæði sem
mjög erfitt er fyrir björgunar-
menn að fara yfir og athafna sig
á.
Búið er að flytja alla ibúa á eins
ferkilómetra svæði umhverfis
svæðið burtu af ótta við írekara
jarðsig. Og menn óttast mjög að
svipaðir atburðir gerist á öðrum
stöðum i borginni. Orsökina fyrir
þessu telja jarðfræðingar vera
þá, að svæðið sem Gautaborg
stendur á er gamall hafsbotn,
þannig að yfirborð þess er leir-
botn. Undir leirnum er hella, og
el'tir miklar rigningar sl. sumar
og einnig i nóvember-mánuði og
þó alveg sérstaklega i siðustu
viku, hali leirinn verið orðinn
vatnssósa, þar sem rigningar-
vatnið sigur ekki niður vegna
hellunnar sem undir er. Siðan
hafi ekki þurft nema smá titring
til þess að koma jarðsiginu af
stað.
Fréttir blaðanna af þessu hafa
verið mjög yfirborðskenndar og
ráðamenn hafa ekkert viljað
segja. Aðeins slökkviliðsstjórinn i
Gautaborg, sem stjórnaði fyrstu
björgunaraðgerðum, áður en her-
inn tók við, hefur rætt við frétta-
menn. Borgarstjórinn eða aðrir
ráðamenn hafa forðast að ræða
við fréttamenn. En málin skýrast
vonandi næstu daga. — S.dór.
Guftmundur J. Guftmundsson.
fólk leitaði i flest önnur störf,
enda eru þau mun betur borguð.
Þetta mál verður eflaust tekið til
umræðu á þinginu, sem hefst i
dag.
—S.dór
Lá við
látinnar
móður
sinnar
Gautaborg 1. des. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans, Gunnari
Ellssyni:
Allt björgunarstarf á
Tuve-svæðinu i Gautaborg er
ólýsanlega erfitt. Drullu-
lcðja umlykur allt á svæðinu
og afteins er hægt aft notast
við handaflið.
i gærkveldi fannst kona
látin i sundur brotnu húsi, en
3ja ára gömul dóttir hennar
fannst ekki þráttfyrir mikla
leit. Þegarbirtii morgun var
enn leitað I rústunum og
fannst þá litla telpan heil á
húfi. Hafði hún legið við hlið
móður sinnar látinnar, en i
leðjunni og brakinu urðu
björgunarmenn hennar ekki
varir i myrkrinu um kvöldið.
Lá litla telpan þarna ein og
yfirgefin alla nóttina og
fannst ekki fyrr en birti i
morgun.
—S.dór