Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNFöstudagur 2. desember 1977.
Málgagn sósialisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Sföumúla 6, Sfmi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Bændur og
verkafólk
Um þessar mundir er margt rætt og rit-
að um málefni landbúnaðarins á Islandi.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að ástæða sé
til að draga mjög verulega úr land-
búnaðarframleiðslunni og fækka enn
verulega i bændastétt landsins. Þeir sem
lengst ganga halda þvi jafnvel fram, að
skynsamlegast væri fyrir okkur Islend-
inga að flytja inn nær allar landbúnaðar-
afurðir, en hverfa frá bjástri við kýr og
sauðfé.
Segja má að sá áróður, sem haldið hefur
verið uppi i þessum efnum, hafi að einu
leyti orðið til góðs. Hann hefur átt sinn
þátt i þvi, að bændur landsins hafa snúist
til varnar á stéttarlegum grundvelli. Til
marks um þetta voru hinir fjölmennu
bændafundir, sem haldnir voru viða um
land i fyrravetur, og þau fundarhöld, sem
efnt hefur verið til i mörgum héruðum nú
á siðustu vikum.
Bændafundirnir hafa sýnt að bændur
hafa sjálfir fullan hug á að glima við þann
vanda, sem landbúnaðurinn stendur
frammi fyrir, og jafnframt hefur komið i
ljós, að vakandi stéttarvitund er nú að
finna mun viðar i sveitum landsins en áð-
ur var.
Hvort tveggja er þetta mikið fagnaðar-
efni. Stjórnmálasamtök islenskra sósial-
ista hafa alla tið lagt mikla áherslu á
nauðsyn stéttarlegrar samvinnu alþýðu-
fólks i sveitum og þéttbýli. Meginþorri
bænda bg búaliðs er sem kunnugt er lág-
tekjufólk. Hagsmunir þessa fólks fara I
öllum höfuðatriðum saman við hagsmuni
venjulegs launafólks i þorpum og bæjum.
Það er skylda stjórnmálahreyfingar
islenskra sósialista að efla gagnkvæman
skilning milli bænda og verkafólks. Við
ætlumst til þess af fátækum bændum að
þeir styðji baráttu láglaunafólksins i
verkalýðshreyfingunni fyrir bættum kjör-
um, og við ætlumst til þess af verkalýðs-
hreyfingunni að hún styðji lágtekjufólk
sveitanna i þess baráttu fyrir betri hag.
Stéttaróvinurinn er sameiginlegur,
islensk auðmannastétt.
Á landsfundi Alþýðubandalagsins, sem
haldinn var 17. -20. nóv. s.l., var einróma
samþykkt athyglisverð ályktun um land-
búnaðarmál. Þar er snúist hart gegn
kenningunni um að leggja niður islenskan
landbúnað og lágtekjufólki sveitanna heit-
ið fullum stuðningi i kjarabaráttu þess.
í ályktuninni segir m.a.:
„Alþýðubandalagið telur að þjóðin verði
að vera sjálfri sér næg um framleiðslu á
búvörum. Þegar horft er fram hljótum við
að ætla vaxandi f jölda störf við matvæla-
framleiðslu.”
í ályktun landsfundarins var einnig sett
fram sú krafa að stéttarsamtök bænda
semji sem fullveðja aðili við rikisvaldið
urp verðlags- og kjaramál bændastéttar-
innar.
Þessi krafa hefur nú verið flutt inn á
Alþingi i formi þingsályktunartillögu frá
fjórum þingmönnum Alþýðubandalags-
ins, þeim Stefáni Jónssyni, Helga Seljan,
Geir Gunnarssyni og Ragnari Arnalds.
I greinargerð með tillögunni benda þeir
m.a. á þá staðreynd, að framleiðsla land-
búnaðarafurða hefur ekki aukist siðustu
árin. Ástæðan fyrir miklum útflutningi,
sem leiðir til bæði verulegra útgjalda fyrir
rikissjóð og skertra kjara bændastéttar-
innar er þvi ekki aukin framleiðsla, heldur
minnkandi neysla hér innanlands.
í greinargerð með tillögu sinni benda
þingmenn Alþýðubandalagsins á, að
reynslan sýni, að hækkun á verðlagi land-
búnaðarafurða til neytenda hér leiði til
samdráttar i neyslu, en neysluna sé hægt
að auka með lækkuðu verði. Með tilliti til
þessa vekja þingmennirnir máls á þvi i
greinargerð sinni, hvort þvi fé, sem nú er
ráðstafað til útflutningsuppbóta yrði ekki
betur varið með þvi að auka niðurgreiðsl-
ur vörunnar hér innanlands til að hækka
kaupmátt og örva neysluna. Hér sýnist
reyndar vera um sjálfsagt mál að ræða,
og af sama toga er einnig tillaga sú sem
Garðar Sigurðsson flutti á Alþingi fyrir
nokkru um afnám söluskatts af kjöti og
kjötvörum. —k.
Afram Hannes
Klippt og skorið hefur verið
beðið að koma á framfæri eftir-
farandi hvatningu frá Eddu:
,,Ég legg til að Samtök her-
stöðvaandstæðinga vindi bráð-
an bug aö fjársöfnunarherferö
til styrktar Hannesi Gissurar-
syni, svo að hann geti gefið sig
óskiptan að erindrekstri sinum.
Hannes Gissurarson
Takmarkiö verði: Hannes um
allt land fyrir kosningar i vor.
Astæðan er sú að hann er einn sá
besti maður sem fram hefur
komið til aö auka skilning fólks
á nauðsyn þess að losna undan
yfirsetu NATÖ á íslandi. —
Afram Hannes!”
Félagsleg deyfö
í verkalýðs-
hreyfingunni
Fræðslumiðstöð bygginga-
manna hefur nú byrjað útgáfu
Blaðs SBM (Sambands bygg-
ingamanna) á ný eftir talsvert
hlé. Meðal annars efnis i blaðinu
er viðtal Helga Guðmundsson-
ar, ábyrgðarmanns Blaðs SBM,
við Benedikt Daviðsson, for-
mann sambandsins. Þar er
meðal annars komið inn á
félagslega deyfð i verkalýös-
hreyfingunni. Þessi viðhorf eru
reifuð á þennan hátt i samtali
þeirra:
,,— Hver er skýringin að þinu
áliti á litlum félagslegum áhuga
i verkalýðshreyfingunni?
— Ég kann nú ekki neina al-
gilda skýringu á þvi. Og mér
skilst að það sé ekki bara i
verkalýðshreyfingunni, sem um
slikt sé að ræða hér á landi. Mér
skiist að ýmis félagssamtök
sem hafa starfað áður með
miklum blóma og mikilli al-
mennri þátttöku, þar sé ástand-
ið svipað og hjá okkur. Hinn
félagslegi áhugi hafi á undan-
förnum 20 árum eða svo, mjög
verulega minnkað og menn liti
almennt á félög eins og stofnan-
ir. Ekki bara verkalýðsfélögin,
heldur lika t.d. bindindishreyf-
inguna, sem starfaði með mjög
miklum félagslegum blóma, þar
er lika farið að lita svona á
þetta. Forystumenn hennar
kvarta sáran undan þátttöku-
leysi.
Ég var að fá fréttir af þvi
núna, að einn félagi okkar sem
var að koma frá Sviþjóð segir
sömu sögu þaðan. Hann vildi
starfa af lifi og sál i verkalýðs-
hreyfingunni og segir að þetta
sé á nákvæmlega sama hátt hjá
þeim. Þetta hefur dottið niður á
svona siðustu tuttugu árum.
Starfiö út á
vinnustaöina
— Er þetta eðlilegt?
— Ég held að þetta sé kannskí
ekki óeðlilegt miðað við þá þró-
un, sem orðið hefur i ýmsri fjöl-
miðlatækni og öðru sliku. Það
sem ég held að sé að, er það að
við höfum ekki náð tökum á að
aðlaga okkur þessum breyttu
aðstæöum. Við þessar aðstæöur
þá held ég að við hefðum þurft
að flytja okkar starf miklu
Benedikt Davfösson
meira út á vinnustaðina. Með
þvi að starfsmenn félaganna
tengdust miklu meira út á
vinnustaðina, þannig að skrif-
stofurnar yrðu ekki eins og
stofnanir. Þetta held ég að við
höfum yfirleitt vanrækt, og
þarna þurfum við að bæta okk-
ur.
— Þýðir þetta ekki aukið
starfsmannahald hjá félögun-
um?
— Jú, það mundi þýða það.
— Starfsmennirnir sem fyrir
eru hafa yfirleitt nóg að gera?
— Já, en ég held að það verði
varla hjá þessu komist, að gera
þetta; þvi að við verðum að
flytja samskiptin við félags-
mennina frá þvi að vera óper-
sónuleg samskipti skrifstofu-
fólks við félagsmennina i það að
vera samskipti trúnaðarmanna
félagsins er gangi á milli vinnu-
staða og ræði við menn á vinnu-
staðnum. Það er lika það ástand
hér að vinnuþrælkunin er mjög
Helgi Guömundsson
mikil, viðast er mjög langur
vinnudagur. Þegar menn koma
heim þá nenna þeir ekki að fara
i félagsmálastarf. Það er hins
vegar hugsanlegt að nota fri-
timann á vinnustaðnum eða ein-
hvern tiltekinn tima á vinnu-
staðnum og einnig er hugsan-
legt að ná samkomulagi við at-
vinnurekendur um einhvern
tima, sem mætti taka i þetta til
dæmis vikulega.
Menningarstarf
innan verka-
lýöshreyfingar-
innar
— En telurðu ekki að þörf sé
breyttra starfshátta að öðru
leyti? Fjöldi manna virðist gcta
eytt miklum tima i ýmiskonar
klúbbastarf. Þarf vcrkalýðs-
hreyfingin ekki að vera meira
aölaðandi i starfsháttum?
— Jú, það er vafalaust rétt.
En ég held nú að þessi klúbba-
starfsemi, sem er all útbreidd,
sé ekki verulega til trafala okk-
ar starfsemi, þvi að okkar fólk
er tiltölulega litið i þvi. Nema þá
þeim klúbbum, sem eru starf-
andi á vegum hreyfingarinnar.
— Hvaða klúbba áttu við?
— Ég á við ýmsa félagsmála-
starfsemi. Ég get nefnt hér hjá
okkur til dæmis, að all stór hóp-
ur manna vinnur mikið félags-
málastarf i sambandi við lúðra-
sveit og kór. Þetta er starfsemi
sem gerir það að verkum að það
er ekki liklegt að þetta fólk sé
lika á kafi i annarri starfsemi.
Fólk sem eyðir kannski 10-20
timum á viku i þetta.
— En er ekki þýðing þessarar
starfsemi fyrir hreyfinguna al-
veg óvefengjanleg?
— Á þvi er enginn vafi.
— Mætti ekki, i framhaldi al
þessu, hugsa sér að aðilar eins
og kór, leikhús og lúðrasveit
taki virkan þátt i baráttunni,
eins i verkföllum eða þegar
eitthvað annað stendur til?
— Jú, vissulega, og það hefur
þegar raunar gerst. Lúðrasveit-
in er elst i þessu hjá okkur og
hefur oft komið fram. Tré-
smiðakórinn var við setningu
Alþýðusambandsþingsins og 1.
mai. Alþýðuleikhúsið var með
dagskrá i Reykjavik og viðar 1.
mai i fyrra. Svona starf álit ég
virkilega jákvætt. En þetta þýð-
ir lika það að ekki er réttlátt að
krefjast þess að þetta fólk sé
jafnframt á kafi i öðru starfi,
sem við þurfum að hafa i gangi
samtimis.
— En kemur ekki þetta starl
sem viöbót við annað starf frek-
ar en það taki frá öðru?
— Jú, það tel ég, þvi þetta
hvetur til annars starfs.”