Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1977. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördœmi vestra: Stjórnarkjör ályktanir Riinar Bachmann, rafvirki, Sauftárkróki, Sigurftur Hlöftversson, fram- kvæmdastjóri Siglufirfti, og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri Siglufirfti. Ályktun um atvinnu- stefnu og byggðamál. Kjördæmisráöstefna AB á Norðurlandi vestra haldin 15. og 16. okóber 1977 vekur athygli á þeirri hættu, sem búin er atvinnu- og athafnalifi landsmanna ef stefnu- og áhugaleysi núverandi rikisstjórnar á þessum málum verður fram haldið. Hinni miklu uppbyggingu, sem hófst á dögum vinstri-stjórnarinnar, er stefnt i voða með samdrætti i fjárveiting- um og handahófskenndum vinnu- brögðum núverandi valdhafa. Til að vernda það sem ávannst í tíð vinstri-stjórnarinnar og til að vinna að frekari uppbyggingu at- vinnu og menningarlifs, þarf að fella núverandi rikisstjórn, með þvi að alþýða fólks styrki Alþýðu- bandalagið i komandi kosningum. Ráðstefnan telur að allir helstu þættir opinberra framkvæmda á Norðurlandi vestra séu i hinum megnasta ólestri og vill i þvi sam- bandi benda á eftirfarandi mál sem vinna þarf að með mark- vissri stefnu: Heilbrigðismál Þrátt fyrir ófremdarástand hvaðþennan málaflokk varðar og brýna nauðsyn framkvæmda, sérstaklega i byggingu heilsu- gæslustöðva hafa fjárveitingar, verið hverfandi litlar og hvergi nærri nægt til þess að sinna brýn- ustu verkefnum. Skólamál Ráðstefnan lýsir fullum stuðn- Skirnir, timarit Hins islenska bókmenntafélags er komift út, 151. árgangur. Helga Kress á i þessu hefti ýt- arlega greinargerð fyrir tiltölu- lega ungum straumi i bók- menntafræðum — kvennarann- sóknum. Kristján Arnason skrif- ar um griskar fornmenntir á ís- landi. Sveinn Skorri Höskuldsson skrifar grein sem nefnist „Þegar afiá Knerri brást” þar sem hann ber saman skáldskap og veruleik i Fjallkirkjunni — samskipti Gunnars Gunnarssonar vift móft- urafa sinn og Ugga Greipssonar vift Ketilbjörn á Knerri. I greininni Nokkur menningar- söguleg dæmi úr Njálu fjallar ingi við frumvarp Ragnars Arn alds um fjölbrautaskóla á NLV., en átelur harðlega handhófskennt kák fræðsluyfirvalda sem ein- kennt hefur ákvaðanir i skóla- málum Norðurlands vestra sem og annarsstaðar. Ráðstefnan tel- ur mjög brýnt að á þessum mál- um verði haldið af raunsæi og framsýni og hvetur ibúa i kjör- dæminu að halda vel vöku sinni hvað þetta varðar. Hafna-og vegamál I tið núverandi rikisstjórnar hafa framkvæmdir i hafna- og vegamálum rýrnað að raungildi, þrátt fyrir hækkandi krónutölu fjárveitinga. Góð hafnaraðstaða og gott vegakerfi eru algerar for- sendur þess að þrifist geti öflugt og fjölbreytt athafnalif í kjör- dæminu. Þvi verður aö leggja sérstaka áherslu á auknar fjár- veitingar til þessara mála og tryggja þar með öryggi atvinnu- lifs á Norðurlandi vestra. Þá vili ráðstefnan benda á að aðstoð rikisins við gerð varanlegs slitlags á götur i þéttbýli verði stóraukin, enda er það ofvaxið hinum minni byggðarlögum að standa undir jafn kostnaðarsöm- um framkvæmdum með fullnægj- andi hraða. Auk þess er ljóst að hefja verður stórátak i gerð flug- valla m.a. með það fyrir augum að við hvern þéttbýlisstað kjör- dæmisins sé sómasamlegur flug- völlur. Kjördæmisráðstefnan skorar á islenska alþýðu aö fylkja sér saman um islenska atvinnu- stefnu, gegn undirlægjuhætti i- Nanna ólafsdóttir um kvenlýs- ingar Njálu: Þær eru yfirtak mannlegar i mætti og vanmætti og hafa meiri reisn en Njálukarl- ar” eru lokaorð þeirrar greinar. Kristján Albertsson útskýrir „hverfanda hvel” Hávamála, Þórhallur Vilmundarson útskýrir hebreskulega hljómandi viður- nefni úr Sturlungu (chaim). Ey- steinn Sigurðsson fjallar um far: aldur Gisla Brynjúlfssonar. Her- mann Pálsson ber saman Gisla sögu og Droplaugarsona sögu og Sverrir Tómasson skrifar um Bandamanna sögu. Magnus Pét- ursson skrifar greinina Hljóð- fræði»|visindagrein i þróun. halds og afturhalds við erlent auðmagn. Ráðstefnan bendir á aö islensk atvinnustefna er nú og verður á næstu árum það málefni sem úrslitum mun ráða um sjálf- stæði þjóðarinnar, atvinnustefna sem hefur að leiðarljósi vald fólksins yfir framleiðslutækjum og vinnuskipulagi. Ráðstefnan leggur áherslu á að i landinu sé fylgt raunhæfri byggðastefnu, sem markist af þvi, að gæöi landsins verði nýtt á skynsamleg- an og hagnýtan hátt fyrir þjóðina alla. Þvi vill ráðstefnan vekja at- hygli á nokkrum möguleikum á þátttöku Norðurlands vestra i is- lenskri atvinnustefnu: a) Nú er flutt til landsins erlendis frá stór hluti þess kjarnfóðurs er bændur nota, þrátt fyrir þá staðreynd að með framleiðslu grasköggla og nýtingu fiski- mjöls gætum við orðið sjálfum okkur nógir. b) Nú nýlega hefur komið i ljós að i Viðidalsf jalli eru möguleikar á vinnslu verðmætra málma, s.s. titans. Þessi uppgötvun bendir á að þekking á mögu- leikum á jarðefnavinnslu á Norðurlandi vestra er mjög takmörkuð og ber að efla rann- sóknir á þessu sviði. Leiði þessar rannsóknir i ljös grund- völl fyrir jarðefnavinnslu, verður að tryggja að rekstur- inn verði alfarið i eigu islend- inga. c) Talið er að islendingar fram- leiði nú um helming af köfnun- arefnisáburðarnotkun bænda og fullvist er að við gætum framleitt allan þann köfnunar- efnisáburð, sem við þurfum, auk þess, sem möguleikar eru taldir á útflutningi sliks áburð- ar. d) Alkunnugt er að möguleikar til efiingar ýmiskonar úrvinnslu- iðnaðar á afurðum landbúnað- ar og sjávarútvegs eru miklir og hafa heldur vaxið á undan- förnum árum, t.d. i tengslum við sókn i fleiri tegundir sjáv- arafla. Gera verður heildar- úttekt á þessum möguleikum, með eflingu smáiðnaðar i huga. Ályktun um málefni aldraðra, öryrkja, ein- stæðra foreldra og fleira. Kjördæmisráðstefna AB NLV telur með öllu ósæmilegt að öldr- uðu fólki og öryrkjum sé ekki séð fyrir mannsæmandi lifeyri og að þetta fólk skuli þurfa að sæta þvi að óðaverðbólga skuli skerða kjör þess svo að við örbirgð liggur. Þvi telur kjördæmisráðstefnan nauðsyn að sett verði hið fyrsta löggjöf, sem feli i sér tryggingu sómasamlegrar framfærslu þessa fólks. Ráðstefnan vekur sérstaka athygli á bágum kjörum einstæðra gamalmenna og ein- stæðra foreldra, sem ekki geta unniðúti. Þá vekur ráðstefnan at- hygli á þvi að ströng skerðingará- kvæði koma i veg fyrir að fjöldi öryrkja og aldraðs fólks njóti þess að fá fri afnotagjöld sima og sjónvarps svo sem lagaheim- ildir eru þó fyrir. Felur ráðstefn- an þvi alþingismönnum flokksins að beita sér fyrir slikri löggjöf, svo sem á er-minnst, og rýmkun á- kvæða svo lausn fáist á vanda þess fólks, sem hlut á að máli. Ályktun um verkalýðs- mál Kjördæmi^ráðstefnan AB NLV haldin 15. og 16. okt. 1977 beinir þeirri hvatningu til Alþýðubanda- lagsmanna, að þeir taki hver og einn sem öflugastan þátt í starfi stéttafélaga sinna og reyni að efla stéttarvitund og þroska félags- manna. Alþýðubandalaginu ber að marka heildarstefnu í verka- lýðsmálum, byggða á sóslalisk- um forsendum og stefnumiðum heildarsamtaka verkalýðsins. Kjördæmisráðið telur óviðunandi að þeirri stéttasamvinnustefnu, sem borið hefur á innan verka- lýðshreyfingarinnar verði fram haldið. Stettarbarátta og kjara- barátta eru verkefni, sem Al- þýðubandalagið verður að beita sér að frekar en verið hefur, ef flokkurinn á að rísa undir stefnu sinni og markmiðum. Ályktun um landbúnað- armál Kjördæmisráðstefna AB NLV 1977 telur fráleitt að bændur stilli sér upp við hlið atvinnurekenda i kjarabaráttu og verkföllum. Þess i stað eiga bændur að taka virkan þátt i kjarabaráttu þeirra lægst launuðu. Ennfremur bendir ráðstefnan á nauðsyn þess að Alþýðubanda- lagið haldi ráðstefnu til undirbún- ings stefnumörkunar i landbún- aðarmálum og itrekar samþykkt flokksráðsfundar Alþýðubanda- lagsins 1976 þess efnis. Aðalfundur kjördæmis- ráðsins á Norðurlandi vestra. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi vestra hélt áriegan aðalfund sinn f félags- heimilinu á Hvammstanga helg- ina 15. og 16. okt. s.l. Formaður fráfarandi stjórnar kjördæmis- ráðsins, örn Guðjónsson, málari á Hvammstanga, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna, en siðan hófust umræður um flokksstarfið i kjördæminu. Siðari hluta laugardagsins efndi Alþýðubandalagið til almenns fundar i félagsheimilinu og sóttu hann um 50 manns. Ragnar Arnalds og Hannes Baldvinsson sátu f.yrir svörum, en fundarstjóri var Eyjólfur Eyjólfsson. Urðu mjög liflegar umræðurá fundinum, einkum um skólamál og atvinnumál. Efnt var til kvöldvöku á laugar- dagskvöld en á sunnudagsmorgni hófust nefndarstörf. Fundinum lauk siðla dags og höfðu þá ýmsar ályktanir verið afgreiddar, og er þeirra getið hér á siðunni. Meðal samþykkta um flokks- starfið varsúákvörðun fundarins, að næsta sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra yrði farin siðari hluta júli- mánaðar n.k. um Vatnsdal, á Hveravelli og i Þjófadali. Stjórn 1 stjórn kjördæmisráðsins á Norðurlandi véstra voru kosin: Sigurður Hlööversson, formaður, Hinrik Aðalsteinsson, ritari, Ina Illugadóttir, gjaldkeri. Til vara: Július Júliusson, Flóra Baldursdóttir, Jóel Kristjánsson. Stjórn kjördæmisráðsins er kjörin til skiptis frá þéttbýlis- stöðum kjördæm isins, og eru stjórnarmenn að þessu sinni allir frá Siglufirði. Verkamannafélagid Hlíf i Hafnarfirði: Þingið styðji MFA og bréfaskólann Á almennum félagsfundi i Verkamannafélaginu Hlif i Hafn- arfirði i sl. viku var samþykkt að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp það til laga er Svava Jakobsdóttir o.fl. flytja um fjár- hagslegan stuðning rikisins við frasðslustarfsemi Menningar og fræðslusambands alþýðu og Bréfaskóla SIS og ASl. Fundurinn lagði sérstaka áherslu á mikil- vægi þeirrar fræðslu sem Félags- málaskóli MFA veitir verkalýðs- hreyfingunni. Nokkrir fundarmenn spjalla saman I fundarhléi — frá vinstri: Pétur Sigurftsson bóndi Skeggstöftum I Svartárdal, Einar Albertsson, Siglu- firfti, Ingibjörg Ilafstaft, Vlk, Skagafirfti og Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauftárkróki. Skírnir kominn út: Konur i bókmenntum. — Njálukonur og afi áKnerri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.