Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. desember 1977. ÞJóÐVILJINN — SIÐA # ÁRNI BERGMANN SKRIFAR DÖDuQ ■ E. L. Doctorow: Ragtime. Jóhann S. Hannesson islenskaði. Almenna bókafélagið 1977. Okkur er sagt að þetta sé ein- hver mesta metsölubók sem sög- ur fara af. Allar metsölubækur eru fróðlegar, ef ekki vegna sjálfra sin, þá vegna sambands- ins sem þær hafa komið á við lesendagriíaJÞessi hér þarf ekki á afsökun að halda. Doctorow er mikill meistari i þvi að þjappa saman. Aðferð hans er klókindaleg blanda af söguleg- um tiðindum og persónum og uppdiktuðum. Við hér uppi á hólmanum, sem kannski könn- umst af orðspori við Houdini töframann, Morgan auðkýfing og stjórnleysingjann Emmu Gold- man en þekkjum ekki Bandarikin i upphafi aldarinnar nema litið, við vitum ekki hverjum við eigum að trúa og hverju ekki. Kannski endar það með þvi að við trúum flestu. Allavega trúum við rytma þessa öfgafulla samf.élags, bræðsluofnsins, deiglunnar miklu sem enn á langt i land með að búa til the Joneses, Jón Jónsson okkar tima, en hefur þegar hafist handa um það af fitonskrafti. t þessari bók er ekki verið að rifja upp hinn amriska draum um strákinn i næsta húsi — þó honum geti brugðið fyrir á stöku stað. Miklu frekar kynnumst við hrika- legum þjóðfélagsandstæðum, meðal annars þeim verkföllum og stettastriðum sem Hollywood hefur alltaf forðast að festa á filmu. Við tökum dæmi af hinum hraða og áleitna stil Doctorows: ,,Við kolavinnslu fékk námu- maður einn dal og sextiu sent á dag ef hann gat losað þrjú tonn. Hann bjó i kofa sem félagið átti og keypti i matinn i búð sem félagið átti. A tóbaksekrunum tindu negrar tóbaksblöð þrettán tima á dag fyrir sex sent á timann — karlar, konur og börn. Börn nutu sömu réttinda og fullorðnir. Þau voru i miklum metum hjá öllum sem höfðu þau i vinnu. Þau kvört- uðu ekki eins og fullorðnum hætti til. Vinnuveitendurnir hugsuðu sér þau helst sem glaðværa litla álfa. Ef nokkur vandi fylgdi þvi að hafa börn i vinnu, þá var það helst i sambandi við úthaldið hjá þeim. Þau voru liprari til verka en fullorðnir, en undir kvöldið var hætt við að afkastagetan minnk- aði. Við niðursuðu og önnur verk- smiðjustörf var það helst á þess- um tima dags sem þau misstu fingur eða krömdust á höndum og fótum; það varð að minna þau á aö halda athyglinni vakandi. 1 námunum unnu þau við að skilja kol frá grjóti, og stundum köfn- uðu þau i kolarennunum; þau voru áminnt um að hafa augun hjá sér. Hundráð negrar voru teknir af lifi án dóms og laga á hverju ári. Hundrað námumenn brunnu lifandi. Hundrað börn voru limlest. Allt slikt virtist hafa sinn kvóta. Það voru oliuhringar og bankahringar og járnbrauta- hringar og nautakjötshringar og stálhringar. t höllum i New York og Chicago héldu menn fátæktar- böll. Gestirnir komu klæddir i tötra og átu af blikkdiskum og drukku úr skörðóttum föntum. Danssalir voru skreyttir i námu- stil, með bitum, vagnteinum úr járni og námumannalömpum. Leiktjaldafyrirtæki voru fengin til að breyta görðum i kotbýli og borðstofum i bómullarverksmiðj- ur. Gestir reyktu vindlastubba borna fram á silfurbökkum. Söngvarar málaðir svartir i framan skemmtu. Ein hefðarfrú- in efndi til sláturhúsaballs. Gest- irnir báru siðar hlifðarsvuntur og hvitar húfur. Þeir átu og dönsuðu innan um blóðuga nautsskrokka hangandi i krókum á rennibraut- um meðfram veggjunum. Innyfli ultu út á gólfið. Agóðinn rann til liknarstofnana”. En sú saga sem samfelldust verður af mörgum sögum bókar- innar er af Coalhouse Walker, svertingjanum sem lét ekki auð- mýkja sig,heldur gerði uppreisn við fimmta mann. Verkfallsátök, stjórnleysingjafundir og uppreisn Walkers, þessa borgarskæruliða sem er hálfa öld á undan timan- um, dansa i Ragtime við hliðina á undarlegu upphafi teiknimynda og ævintýralegum duttlungum hinna sönnu kónga Amriku, Morgans og Fords. Þetta er svipuð aðferð og i ann- arri þekktri bók Doctorows, sem fjallar um aftöku Rosenberghjón- anna á timum kalda striðsins og eftirleik hennar. Nema hvað hér eru miklu fleiri járn höfð i eldi. Sem fyrr segir er hans sömþjöppunarkúnst mikil og ögr- andi, og hann er mjög útsmoginn kunnáttumaður i þvi að hnýta saman persónur og reynslusafn sem virðast i fljótu bragði alls ekki rúmast i einni bók. Stundum liggur manniviðað halda að hann sé jafnvel of flinkur. Eigum við ekki að vera á varðbergi? Er hér kominn sá Houdini skáldsögunn- ar sem kemst glæsilega frá hverri þraut — við skemmtum okkur stórri vel, en erum dálitiö ringluð og hinsegin i kollinum á ' ‘eftir og spyrjum: So what? En það er vel liklegt, að þessi skemmtilega bók sé góð æfing til dæmis fyrir þá sem lesa mest afþreyingu en hefðu ekki á móti þvi að reyna eitthvaö bragö- meira. Þýðing Jóhanns S. Hannesson- ar rennur einkar ljúflega ofan i lesandann, sem ekki lætur sér til hugar koma að hiksta á henni. A.B. r I deiglu Hefðin og maðurinn Jóhann J.E.Kúld: t stillu og stormi Ægisútgáfan 1977. Höfundur rifjar upp bernsku- og uppvaxtarár sin að ökrum á Mýrum, vinfengi við menn og hesta, fyrstu mannraunir, föður- missi sem bindur endi á áform um skólagöngu, en sendir fjórtán áradrengúti harða lifsbaráttu til lands, en þó einkum sjós. Bókinni lýkur þegar höfúndur, rúmlega tvitugur, nær i skottið á skútuöld- inni og upphaf kreppu og þá stéttaátaka. Bókin er fyrst i ritröð, sem i verða endurútgáfur af fyrri verk- um Jóhanns og framhald minn- ingarþátta. Þessi bók er mjög hefðbundin að allri gerð. Stillinn er skilgetið afkvæmi mótunarára höfundar- ins. Málsmeðferö einkennist af vissri hlédrægni: i bókum þess- arar ættar er sem höfundur sé að spjalla við kunningja, en ekki mjög nána, hann hleypir þeim ekki mjög nálægt sér — hvort þeim likar betur eða verr. Sumir leggja mikla rækt við persónu- lega smámuni, en það gerir Jóhann Kúld ekki. Hann leyfir sér rómantiska lýsingu á álfakirkju i klettavegg og vökunóttum við sjóinn, en allt er það mjög i hófi. Hann er heldur á hinum minn- ingabuxunum, þeim að segja frá sjálfum sér með fróðleiks- slagsiðu. Ævi þin er merkileg tal- in af þvi, að kynslóð þin liíði og gerði merkilega hluti. Jóhann Kúld er ekki i vafa um að svo sé : hann er af aldamótakynslóð þeirrisem skapaði forsendur fyr- ir lifskjarabyltingu með ærnu striti, sem bókin er reyndar full af. „En þráttfyrir óteljandi erfið- leika á þessari leið (sóknarbraut) um áratuga skeið... þá gleðst ég núyfiraðhafa verið þátttakandi i þessari för” (106). Það almenna hefur mjög yfir- höndina yfir hinu sérstæða i þess- ari frásögn. Of margt kemur kunnuglega fyrir sjónir eins og i mörgum skyldum bókum. Krydd- ið er smátt skammtað. En það er gott sem það er: Það er sóttur sjór i fötu til að deyjandi formað- ur geti fundið réttan ilm á bana- stund. Björn Kristjánsson, sem varð kaupmaður á frumlegan hátt, mylur kletta i gullleit. Fimmtán ára vermaður fær blautan sjóvettling framan i sig fyrir að missa út færi i fyrsta róðri og hleypur á formann sinn ofan i bræði. Sjónarhorn á minningabækur er misjafnt: sumir leita að mannfræði, aðrir rifja upp sílSl RAFAFL framleióslusamvinnu- félag iönaöarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 2 17 00 2 80 22 atvinnusögu. Þroskasaga sögu- manns hlýtur samt að skipta mestu, hvað hann segir um hana, um hvað hann þegir. Af þessari frásögn mættihelst ætla, að iupp- vexti sé enn einn Sumarhúsa- Bjartur: Drengurinn dáist að áræði þess manns, sem reynir nýjarslóðir, að dugnaði, hann vill finna sjálfur úrræði, æðrast ekki. Hann þráir að vera fullorðinn og fullsterkur eins og Theódór gerði Friðriksson og margir fleiri. Hon- um finnst gott að vinna i saltfiski með konum sem voru „hetjur og kvörtuðu sjaldan þó aðstæður væru slæmar” (105). Þrátt fyrir mikið strit „rikti hvergi svartsýni meðal ungs fólks sem ég kynntist eða umgekkst. Fólk gerði miklar kröfur tilsjálfssin og treystifyrst og fremst á eigin getu”. Hugsjón- in er dugmikill, úrræðagóður ein- staklingur, sem á sem bestan fé - lagsskap við aðra slika. Það er I þessum anda, að Jóhann er mjög fámáll þegar hann segir i einni setningu frá þvi, að tveggja vetra undirbúningur undir menn.ta- skóla kemur ekki að notum, vegna fráfalls föður hans. „Ég var staðráðinn i að duga eins og kraftar frekast leyfðu”, segir hann — og bætir við, að líklega hafi lestur tslendingasagna orðið sér gottfararnesti þegar að heim- an var haldið. Það fer semsagtekki mikið fyr- ir þeim „veikleika” sem siðar kemur fram i ritstörfum, saman- tekt sjö bóka. Né heldur róttækni i fæðingu — enda þótt ágæt svip- mynd úr hvita striðinu gegn Ölafi Friðrikssyni gefi nokkuð til kynna. Það er fyrst og fremst heimska atvinnuleysis sem manndómspiltur af Mýrum getur ekki fyrirgefið þjóðfélaginu. „All- an sjálfstæðan metnað stjórn- valda vantaði i þessum efnum og virtust þau lita á atvinnuleysi sem náttúrulögmál sem varhuga- vert gæti verið að ráðast gegn”. Það er þetta úrræðaleysi sem stælir gagnrýnistaugina i bjart- sýnum aldamótam anni miklu frekar en sjálfur þrældómurinn eða þá stéttaskiptingin. AB Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvseöið meft stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstaft. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLLSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.