Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 3Alþýöubandalagiö er komið yfir umbrotatímann og ef flokkurinn hugsar sér til áframhaldandi sóknar verður hann að tileinka sér nútímaleg viðhorf ungs fólks til lýðræðis og vinnubragða Gunnlaugur Astgeirsson Lýðrædið og fulltrúar fólksins Um siðustu helgi lauk forvali Alþýðubandalagsins i Reykja- neskjördæmi fyrir framboð til alþingiskosninganna að vori. Þegar þessi áðgerð er um garð gengin er þvi rétt að hugleiða hvernig til hafi tekist og hvort þessi leið sé fær og þarfleg. Aðferðin I stuttu máli er aðferðin þessi: Þátttakendur eru fiokks- menn AB. Áfangar forvalsins eru tveir. 1 fyrri áfanga skrá menn tiu nöfn á blað, algjörlega óbundið og óraðað. Talið er i hverju flokksfélagi og hljóta þeir tiu menn sem oftast eru nefndir tilnefningu félagsins til að taka þátt i seinni áfanga. Félögin eru sex. Þátttakendur i seinni áfanga geta þvi verið allt að 60, en vegna sameiginlegra tilnefninga verða þeir færri. f reynd urðu þeir 34. 1 siðari áfanga raða menn tiu nöfnum i tölusetta röð, þ.e.a.s. setja upp framboðslista eins og þeir vilja hafa hann. Úr þessu er unnið þannig að sett er upp tafla þar sem sýnt er hvað hver mað- ur hefur hlotið mörg atkvæði i hvert sæti. Þannig eru þær upp- lýsingár sem fram koma i for- valinu lagðar fyrir félagsmenn án þess að beitt sé neinni reikni- reglu sem sennilega gerði ekki annað en að skekkja niðurstöð- una, hver sem reglan væri. Kostir Fyrri áfanginn kemur i stað- inn fyrir framboð. Kostir þess eru: 1. Leitað er beint til félags- manna og þeir spurðir að þvi um hvaða menn þeir vilji velja i seinni áfanga. Mönnum eru ekki settir neinir kostir fyrirfram, sem hugsanlega væru allsendis ófullnægjandi. 2. Með þessu móti er unnt að kalla fram fólk sem annars gæfi engan kost á sér til framboðs, þó svo að einstaklingar eða hópar færu þess á leit við það. 3. Með þessu er dregið úr þeirri ofuráherslu á einstak- linga sem oft fylgir prófkjörum, reynt er að komast hjá mikilli togstreitu i upphafi og úthýst er þeirri seðlavæddu auglýsinga- mennsku og lýðskrumi sem fylgt hefur prófkjörum ihalds og krata i haust. 4. Með tilnefningu úr hverju félagi er tekið eðlilegt tillit til svæðaskiptingar kjördæmisins (les: hreppapólitik). 5. Tiltölulega'auðvelt er að koma á fram f æri mönnum sem smærri hópar eða byggðarlög vilja fá i framboð. I seinni áfanga forvals er hið eiginlega val á framboðslistann. Með þvi að reikna ekki út neina niðurstöðu eftir reikniformúlum er reynt að hindra að spilað sé á þá formúlu og þvi meiri likur á að menn setji listann upp eins og þeir vilja raunverulega hafa hann. Til viðbótar þessu má nefna að þátttaka er bundin við flokksfélaga og er annað reynd- ar fáránlegt fyrir ekki stærri flokk en AB ennþá er, og á með- an við búum við núverandi kosningakerfi og burðumst við að halda uppi stjórnmálaflokk- um. Lýdrædi og fulltrúalýðræði Okostur þessarar aðleröar er fyrst og fremst sá að fólk þarf að koma tvisvar á kjörstað. Framboðum mætti vissulega koma fyrir öðruvisi. En hér er reynt að hafa i heiðri grund- vallarreglu lýðræðisins: að sem allra flestir taki þátt i að móta ákvarðanir frá upphafi. Þetta sýnist að visu vera sjálfsagður hlutur, og rikjandi hugmynd er að unnt sé að tryggja þetta með þvi fulltrúalýðræði sem við bú- um við á flestum sviðum. En fulltrúalýðræðið er i reynd mjög takmarkað. Kjörnir full- trúar hafa alltaf tilhneigingu til þess að fjarlægjast umbjóðend- ur sina. t stað þess að leita eftir vilja og frumkvæði umbjóðend- anna hneigjast fulltrúarnir tii þess að þröngva sinum vilja og skoðunum uppá umbjóðend- urna. Það má að visu segja að það sé hlutverk foringja og ann- ara kjörinna fulltrúa að móta stefnu og taka ákvarðanir og ef þeir séu komnir i andstöðu við umbjóðendur sina verði þeir ekki framar kjörnir. En málið er ekki svona einfalt. í stjórnmálahreyfingu og reyndar annarsstaðar er nauð- synlegt að jákvæð vixlverkan sé milli kjörinna fulltrúa og um- bjóðenda. Þessa vixlverkan er erfitt að tryggja. Hefðbundin fundahöld ná ekki þessu marki nema að mjög óverulegu leyti. Það er vegna þess að okkar meðaljón og gunna komast ekki yfir þann tjáningarþröskuld sem hindrar allt of marga i að taka til máls á fundum þó að þau hugsi sitt. Þetta eiga full- trúarnir og foringjarnir erfitt með að skilja, enda eru þeir oft- ast að meira eða minna leyti at- vinnukjaftaskar. Auk þessa er forræðistrú alin upp i okkur gegnum allt skólakerfið og for- ræði af ýmsu tagi er rikjandi valdbeitingar-form i okkar þjóð- félagi og gerir það foringjunum mun auðveldara að mata og móta umbjóðendur sina. Alþýdubandalagið Af þessum ástæðum er full þörf á að leita nýrra leiða. Draga úr foringjaveldi og efla áhrif meðaljóns og gunnu. Þetta á alls ekki aðeins við um fram- boð til alþingis, heldur er þetta eitt af meginverkefnum i okkar þjóðfélagi, verkefni sem sósial- iskur flokkur á að beita sér fyr- ir. Árangurs er ekki að vænta nema flokkurinn byrji á sjálfum sér. Það hafa engar patentlausnir verið fundnar, en þau skref sem stigin eru i áttina eru jákvæð. Forvalið i Reykjaneskjördæmi er eitt þessara skrefa. Það voru skiptar skoðanir um hvort þessi leið skyldi farin. Óttuðust menn einkum að svæðaskipting, kyn- skipting osfrv. yrði óeðlileg á listanum sem út kæmi, þátttaka yrði litil og menn nenntu yfir höfuð ekki að taka þátt i þessu veseni. Reynslan sýnir að þessi ótti var með öllu ástæðulaus. Veruleg þátttaka og niðurstað- an sýna ótvirætt að flestir flokksmenn eru gæddir viðun- andi pólitiskri ábyrgð;artilfinr ingu (þó það nú væri) og að lokaðar stofnanir þar sem að 'fulltrúanna mati rikir bestu manna yfirsýn eru óþarfar. Það er nauðsynlegt að gera tilraunir og fikra sig áfram, þvi kyrrstaðaog stöðnun eru iauði fyrir róttækan flokk. Sú tauga- veiklunarkennda hræðsla við nýjungar og breytingar, hreyf- ingu og óróleika sem stundum verður vart i Alþýðubandalag- inu og er arfleifð frá árunum kringum 1970, er allsendis ástæðulaus og mjög neikvæð. Alþýðubandalagið er komið yfir þann umbrotatima, og ef flokk- urinn hugsar sér til áframhald- andi sóknar verður hann að til- einka sér nútimaleg viðhorf ungs fólks til lýðræðis og vinnu- bragða. Það er nefnilega æskan sem á framtiðina. Nærri 200 myndir Nú stendur yfir i Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigarstig sýning á nærri 200 myndum eftir 43 iðnaðarmenn. Er þetta i fyrsta sinn sem efnt er til slikrar sýning- ar hér á landi. Sýningin verður opin til 11. desember. Virka daga er sýningartiminn frá kl. 16—22, en um helgar frá 14—22. Myndin var tekin við opnun sýningarinn- ar. Askorun á yfirstjórn Ríkisútvarpsins Á fjölmennum fundii Félagi isl. fræða i Amagarðivið Suðurgötu i Reykjavik hinn 10. nóvember 1977 fóru fram talsverðar umræður um málfar og framburð þula og stjórnenda fastra þátta i hljóð- varpi og sjónvarpi. M.a. gerði Baldur Jónsson dósent grein fyrir málfarslegum leiðbeiningarstörf- um, sem hann hefur haft með höndum fyrirfólk, sem þegar hef- ur verið ráðið til starfa við rikis- útvarpið. 1 lok fundarins var með sam- hljóða atkvæðum samþykkt áskorun, sem hljóðar þannig: „Almennur félagsfundur i Félagi isl. fræða haidiun 10. nóvember 1977 skorar á útvarps- ráð.útvarpsstjóra og fram- kvæmdastjóra hljdðvarps jafnt sem sjónvarps að sjá til þess, að eftirleiðis verði ekki ráðnir i þularstörf eða til stjórnunar fastra þátta'i þcssum fjölmiðlum menn með framburðargalla og takmarkaöa tilfinningu fyrir töl- uðu og rituðu islensku máli. Fundurinn telur nauðsynlegt, að komið verði á fót námskeiðum i islensku, einkum eðlilegum og áheyrilegum lestri islensks máls, fyrir þuli hljóðvarps og sjón- varps, enda verði þeim gert bæði kleift og skyldt að sækja slik námskeið. Á þetta bendir fundur- inn sökum þess að hann telur að ekki verði lengur unað við það lestrarlag, sem æ meir hefur rutt sér til rúms i hljóðvarpi og sjón- varpi á siðustu árum.” Búnaðarsamband Suðurlands hyggst efna til Landbúnadarsýníngar á Selfossi í sumar Stjórn BúnaðarsambandsSuður- lands hefur ákveðið aö halda stóra alhliða landbúnaðarsýningu á Selfossi sumarið 1978. Akveðið heíur vcrið að sýningin verði opn- uð 11. ágúst og standi til 20. ágúst. Er það ein vika með tveimur helgum dögum. Kosin hefur verið fimm manna sýningarstjórn, og eiga sæti i henni: Stefán Jasonarson, Vorsa- bæ, Hermann Guðmundsson, Blesastöðum, Hjalti Gestsson, Selfossi, Kjartan Ólafsson, Sel- fossi og Einar Þorsteinsson, Sól- heimahjáleigu, sem er formaður. Hefur sýningarstjórn haldið nokkra fundi og er undirbúningur sýningarinnar hafinn af krafti. Kom þetta fram á fundi, sem sýningarstjórn hélt með frétta- mönnum s.l. þriðjudag. Tilefni sýningarinnar er afmæli Búnaðarsambands Suðurlands, en það verður sjötugt á næsta ári. I sambandi við sýninguna hefur Búnaðarsambandið efnt til rit- gerðasamkeppni meðal nem- enda i öllum grunnskólum á Suð- urlandi, serú eru um 30 að tölu. Eru ritgerðaefnin þrjú: 1. Fyrir- myndar sveitabú. 2. Eftirlætis- húsdýrið mitt. 3. Starfsdagur i sveit. Verðlaun verða veitt fyrir bestu ritgerðina i hverjum flokki og tvær aðrar viðurkenningar. Verða verðlaunin afhent á vænt- anlegri landbúnaðarsýningu. Stjórn landbúnaðarsýningar á- kvað að stofna tii sýningarráðs. Eiga sæti i þvi fulltrúar frá helstu stofnunum og fyrirtækjum, sem samskipti hafa við landbúnaðinn, eða 19 aðilar alls. Hlutverk sýn- ingarráðs er að gefa þessum aðjl- um kost á að fylgjast með undir- búningi sýningarinnar og að hafa áhrif á skipulagningu og uppsetn- ingu hennar. Sýningardeildir verða 7. Mun verða skipuð nefnd, sem sér um undirbúning i hverri deild. t hverri nefnd verða 3—5 menn. Deildirnar eru: Búfjárræktar- deild, Jarðræktardeild, Heimilis- iðnaðardeild. Bygginga- og bú- tæknideild. Garðyrkjudeild. Þró- unardeild. Afurðadeild. Sýningin hefur til umráða gagnfræða- og iþróttahúsin, og landssvæði það, sem til ráðstöf- unar verður, er um 25 þús. ferm. Landbúnaðarsýningar eru ár- legur viðburður i nágrannalönd- um okkar og þykja þýðingar- miklar til kynningar á landbúnað inum. Nokkrar landbúnaðarsýn- ingar iiafa verið haldnar hér á landi. en fyrsta alhliða sýningin var i Reykjavik 1947, á vegum Búnaðarfél. Islands. Siðan var mjög stór sýning á vegum bænda- samtakanna i Reykjavik 1968 og vafalaust stærsta sýning, sem haldin hefur verið hér á landi. Búnaðarsamband Suðurlands hélt alhliða landbúnaðarsýningu á Selfossi 1958. Heppnaðist hún mjög vel og var fyrst slikra sýn- inga haldin á vegum einstakra búnaðarsambanda. Á hverju ári eru haldnar fjöl- margar búfjársýningar um allt Iand en flestar smáar i sniðum og fyrir eina búfjártegund á hverj- um stað. Stórar, alhliða landbúnaðar- sýningar eru mjög dýrar i upp- setningu og rekstri. Þær eru mjög öflug tæki til kennslu og kynning- ar og gefa innsýn i fjölbreytileik landbúnaðarins og gildi hans fyr- ir þjóðarbúskapinn. Eins og fyrr segir verður sýn- ingin haldin á Selfossi og ætlar Selfosshreppur að leigja Gagn- fræðaskólann og sambyggt i- þróttahús, sem er t smiðum, og nærliggjandi landssvæði. Hefur hreppsnefnd Selfosshrepps sýnt þessu máli mikinn skilning og velvilja. —mhg Séð yfir sýningarsvæöið á Selfossi sumarið 1958.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.