Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1977.
Happdrætti Þjóðviljans 1977:
Umboðsmenn
Reykjaneskjördæmi:
Keflavik:
Sandgerði:
Grindavík:
Gerðar:
Njarðvikur:
Hafnarfjörður:
Garðabær:
Kópavogur:
Seltjarnarnes:
Mosfellssveit:
Vesturland:
Akranes:
Borgarnes
og nágrenni:
Hellissandur-Kif:
Ólafsvik:
Grundarfjörður:
Stykkishólmur:
Búðardalur-Dalir:
Vestfirðir:
A-Barðastr.sýsia:
V-Barðastr.sýsla:
Patreksfjörður:
Tálknafjörður:
Bfldudaiur:
Þingeyri:
Flateyri:
Suðurevri:
Bolungarvik:
isafjöröur:
Djúp:
Hóimavík, Strandir:
Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11
Sigurður Hallmannsson, Heiðarbraut 1
Sigmar Ingason, Þórustig 10.
Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúlaskeiði 26,
Hilmar Ingólfsson, Heiðarlundi 19,
Alþýðubandalagið, Björn Ólafsson
Vogatungu 10.
Stefán Bergmann, Tjarnarbóli 14.
Runólfur Jónsson, Gerði.
Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21,
Flemming Jessen, Helgugötu 6.
Hólmfriður Hólmgrimsdóttir, Bárðarási 1
Kristján Helgason, Brúarholti 5
Matthildur Guðmundsdóttir, Grundargötu 26
Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47.
Kristjón Sigurðsson,
Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu.
Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla.
Bolli Ólafsson, Bjarkargötu 7.
Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum.
Jörundur Garðarsson, Grænabakka 8
Guðmundur Friðgeir Magnússon
Guðvarður Kjartansson
Þóra Þórðardóttir
Guðm. Ketill Guðfinnsson, Þjóðólfsv. 7.
Asdis Ragnarsdóttir, Neðstakaupstað
Ástþór Agústsson, M úla.
Þorkell Jóhannsson, Hólmavik.
Norðurland
vestra:
Hvammstangi-V.Hún:
Blönduós-A-Hún:
Skagaströnd:
Sauðárkrókur,
Skagafjörður:
Holsós og nágr:
Siglufjörður:
EyjólfurEyjólfsson.Strandgötu 7
Jón Torfason, Torfalæk.
Friðjón Guðmundsson,
HuldaSigurbjörnsd., Skagfirðingabr. 37
Gisli Kristjánsson
Kolbeinn Friðbjarnars., Hvanneyrarbr. 2
Norðurland
eystra:
Ólafsf jörður:
Dalvik:
Akureyri:
Húsa vik:
S.-Þing:
Kaufarhöfn, N-Þing:
Viglundur Pálsson, ólafsvegi 45
Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3
Haraldur Bogason Norðurgötu 36
Snær Karlsson, Uppsalavegi 29
Þorgrimur Starri Björgvinsson, Garði
Angantýr Einarsson, Raufarhöfn.
Austurland:
Vopnafjörður:
Borgarfjöröur:
Egilsstaðir:
Hérað:
Gisli Jónsson, Múla
Sigriður Eyjólfsdóttir, Asbyrgi
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Útgarði 6
Jón Loftsson, Hallormsstað
Jón Arnason, Finnsstöðum.
Agúst Þorsteinsson, Logarfelli 7
Seyðisfjörður:
Neskaupstaður:
Eskifjörður:
Reyðarfjörður:
Fáskrúðsfj.:
Breiðdalsv. og nágr:
Djúpivogur:
Höfn-A-Skaft:
Inga Sveinbjarnardóttir, Gilsbakka 34.
Alþýðubandalagið, Kristinn Ivarsson
Blómsturvöllum 47.
Hrafnkell Jónsson, Fossgötu 5.
Arni Ragnarsson, Hjallavegi 3.
Baldur Björnsson, Hafnargötu 11.
Guðjón Sveinsson, Mánabergi.
Már Karlsson, Dalsmynni
Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6
Suðurland:
V-Skaft:
Vík-Mýrdal:
Hella:
Hvolsvöilur:
Selfoss:
Stokkseyri:
Laugarvatn:
Iirunamannahr:
Gnúpvcrjahreppur:
Skeið-Ölfus:
Flói:
Hveragerði:
Þorlákshöfn:
Vestmannaeyjar:
Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri.
Magnús Þórðarson, Vik
Guðrún Haraldsdóttir
Birna Þorsteinsdóttir,
Gyða Sveinbjörnsdóttir, Vallholti 23
Einar Páll Bjarnason
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Jóhannes Helgason, Hvammi.
Halla Guðmundsdóttir, Asum.
Ólafur Auðunsson, Fossbniði 26
Selfossi.
Bjarni Þórarinsson, Þingborg.
Sigmundur Guðmundsson, Heiðmörk 58,
Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut5
Jón Traustason, Hásteinsvegi 9.
— Þeir sem hafa fengið senda giróseðla eru
beðnir að greiða þá sem fyrst.
— Giróreikningur Happdrættisins er hlaupa-
reikningur 3093 i Alþýðubankanum i Reykja-
vik.
— Skilum er veitt móttaka á skrifst. Alþýðu-
bandalagsins að Grettisgötu 3, Reykjavik —
simi 17-500, og i afgreiðslu Þjóðviljans að
Siðumúla 6, Reykjavik.
Safn á haustdegi.
Rafmagn vantar á 5 bæi
og sjónvarp sést ekki
— segir Pétur Sigurðsson
á Skeggjastöðum í Svartárdal
Góður og gegn Húnvetningur
I leit inn til Landpósts í fyrradag,
■ Pétur Sigurðsson á
| Skeggjastööum I Svartardal.
■ Ekki þó i þvi skyni sérstakiega
I að segja fréttir, sem scttar
m skyldu á biað, heldur öliu frem-
■ ur til þess að viöhalda gömlum
* og góðum kynnum. Það varð nú
■ samt úr, að Pétur leyfði mér að
I hripa niður eftir honum það,
J sem hér fer á eftir.
■ Veðurfar
— Heyskapartið var ágæt, —
■ sagði Pétur,— eftir að upp stytti
I um 16. helgina i sumar. Fram
■ að þeim tima var tiðarfar mjög
■ stirt og sóttist seint heyskapur-
■ inn. Ekki nýttist nógu vel að
■ súgþurrkun, vegna rakamett-
I aðs lofts og síður þurfti svo á
! henni að halda eftir að til batn-
| aðar brá með veðrið. Hey eru
■ með meira móti en frekar léleg
I til fóðurs, enda staðfesta hey-
| Utflutnings-
Í uppbætur
j í Danmörku
m Það er viðar enn á tslandi,
■ sem greiddar eru útflutnings-
■ uppbætur með landbúnaðaraf-
m urðum. Fyrstu 8 mánuði þessa
I árs var greitt úr landbúnaðar-
5 sjóði Efnahagsbandalagsins
| með útflutningi á dönskum
■ landbúnaðarafurðum sem svar-
| ar til 85 miljörðum ísl. kr. Hlið-
stætt og hér á landi er mikill
munur á hve mikið vantar upp á
að innlenda verðið náist fyrir
útflutninginn, en það mun láta
nærri, að fyrir útfluttar land-
búnaðarafurðir fáist greitt um
70% af innlenda verðinu til jafn-
aöar. Landbúnaðarsjóðurinn
greiðir þau 30% sem á vantar.
Danir greiða til landbúnaðar-
sjóðs EB, samkv. fjárlögum
þessa árs, sem svarar til 51 mil-
jarði isl. kr. en gera ráð fyrir að
fá greitt úr sjóðnum samtals 170
miljarða isl. kr., eða rétt um 5
miljarða danskra kr.
Rikissjóður Dana greiðir auk
þess beina styrki til land-
búnaðarins að upphæð 1.222
milj. danskra kr., eða 42 milj-
arða isl. kr. Til rannsókna og til-
raunastarfsemi á sviði búfjár-
ræktar munu Danir verja i ár
277 milj. kr. eða 6.019 milj. isl.
kr.
(Heimild: Uppl.þjón.landb.)
—mhg
sýni, sem ráðunautar hafa tek-
ið, að svo sé. Tún voru viða úr
sér sprottin, þvi menn fóru sér
hægt við sláttinn á meðan
úrfellin stóðu.
Haustveðráttan var góð og
fyrri hlutinn af nóv. en þá skipti
mjög til hins verra. Snjór er þó
ekki mikill. Það gekk á með
éljagangi, slyddu og rigningu,og
svo voru öðru hvoru hörkufrost,
allt upp i 15 stig. Menn tóku fé 'i
hús og mun það nú viða á fullri
gjöf-
Heimtur hygg ég sæmilegar.
Þó voru eftirleitarmenn
óheppnir með veður, en til hefur
staðið að farið yrði aftur á
Eyvindarstaðaheiði, en það hef-
ur dregist vegna illviðranna.
Vel má þó vera að farið hafi
verið frameftir á snjósleðum nú
um helgina.
Stafnsrétt
Og úr þvi að við erum að tala
um búfé og eftirleit þá liggur
beint við að vikja að Stafnsrétt.
Að þvi er nú að koma, að endur-
byggingu hennar verður ekki
lengur skotið á frest. Það er nú
ár og dagur siðan fyrst var
réttað I Stafnsrétt. Það mun
hafa verið 1814, ef ég man rétt.
Áður var réttað á Eyvindarstöð-
um. Stafnsrétt hefur sennilega
alit frá upphafi verið af svipaðri
gerð og hún er nú. Eins og nærri
má geta mun oft hafa verið upp
á hana hresst þessi 160 ár, sem
hún er búin að standa. Og nú er
hún orðin það léleg, að það mun
borga sig að byggja hana að
nýju. Fleiri dilkum verður
heldur ekkikomiðvið hana en
þar eru nú. En menn sækja
mjög á að fjölga dilkum. Það fer
alltaf i vöxt að fjáreigendur
flytji féð á bilum úr réttinni og
þá er þægilegra að vera sér um
dilk. Trúlega verður almenn-
ingurinn steyptur en dilkarnir
úr léttara efni.
Þvi er ekki að leyna, að ýmsir
hafa áhuga á að varðveita rétt-
ina i núverandi mynd en það
verður erfitt nema að
þjuðminjavarslan komi til.
Byggingar
Ekki hefur verið mikið um
byggingaframkvæmdir hér i
Bólstaðarhliðarhreppi i ár. Þó
var byggt ibúðarhús i Vatnshlið
og peningshús voru byggð i
Hvammi. Aftur á móti mun
talsvert um það að bændur hér
hafi sótt um lán til útihúsabygg-
inga að ári.
Vegamál
Góð umbót var gerð á vegin-
um hér fram Dalinn i sumar.
Lagður var ágætur kafli á milli
Kúfustaða og Stafns. Var vegur-
inn færður niður úr brekkunum
og ofanað ánni, en þetta var
áður einhver versti og erfiðasti
parturinn á öllum veginum. Má
nú heita að kominn sé sæmileg-
ur vegur fram i Fossa. Veitir
heldur ekki af þvi. Mjög mikil
umferð er um veginn að vorinu
þvi það færist sifellt i vöxt, að
Skágfirðingar flytji fé sitt i bil-
um á Eyvindarstaðaheiðina.
Fara oft margir fjárbilar um
veginn á dag. Hægt er orðið að
aka alla leið fram að Ströngu-
kvisl a.m.k. i þurrkatið.
Rafmagn og sjonvarp
Ennþá er rafmagn ókomið
á fimm bæi hér i dalnum á þvi
herrans ári 1977. Þeir eru
Hvammur, Stafn, Fossar, Þver-
árdalur og Gautsdalur. Rætt
hefur verið um að þess
megi vænta á næsta ári,
hvað svo sem reynist. Sjón-
varp sést ekki hér i Svart-
árdal og illa sumsstaðar i
Blöndudal. Flogið hefur fyrir að
úr þessu eigi að bæta á næsta ári
en ekkert loforð held ég að liggi
nú fyrir um það.
Félagslif
Félagslif getur nú ekki talist
mjög fjörugt hér i hreppnum.
Það er þá helst karlakórinn og
mundi mikill sjónarsviptir að
honum. Hann æfir jafnan af
kappi á hverjum vetri og tók
þátt i Heklumótinu, söngmóti
Sambands norðlenskra karla-
kóra, i vor. Æfingar eru nú ekki
hafnanen að þvi kemur eflaust
innan skamms.
ps/mgh
VQf
(Jmsjón: Magnús H. Gíslason