Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 6
6 SlkJA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1977. nd? HeYte RAFAFL 0* framleiðslusamvinnu- rmanna stig 19. Reykjavík 00 2 80 22 “Mtch as&fet. stefö- ,,ollcindais INTERNATIONAL MULTIFOODS /fesí í kaupfélaginu Hjúkrunaríræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar heilsugæslustöðvar eru lausar til umsókn- ar nú þegar: Heilsugæslustöðin á Húsavik Heilsugæslustöðin á Þingeyri Heilsugæslustöðin á Þórshöfn Heilsugæslustöðin i Fáskrúðsfirði Heilsugæslustöðin á Suðureyri Heilsugæslan i Grundarfirði Heilsugæslan i Árneshreppi Strandasýslu Heilsugæslan i Reyðarfirði. Hlutastarf kemur til greina. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og tryggingámálaráðuneytinu fyrir 31. des. 1977. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. nóvember 1977 Bændur fái óskoraðan samningsrétt: Stéttarsamband bænda semji milliliðalaust við ríkisstjórnina Fjórir þingmenn Alþýöubanda- lagsins hafa lagt fram tiliögu þess efnis að Alþingi álykti að fela landbúnaðarráðherra að láta undirbúa frumvarp um breytingu á lögum um framleiðsluráð land- búnaðarins o.fl. er miði að þvi að Stéttarsamband bænda semji milliliðalaust við rikisstjórnina a.m.k. til eins árs i senn um verð- lagsgrundvöll landbúnaðarvara og heildsöluverð þeirra og önnur mál er varða réttindi og kjör bænda. Gert skal ráð fyrir þvf að bændur hafi óskoraðan samn- ingsrétt um málefni sin til jafns við aðrar stéttir. Frumvarp þetta skal iagt fyrir Alþingi eigi siðar en i febrúariok næstkomandi svo að timi gefist til að afgreiða það fyrir þinglok. Flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu eru Stefán Jónsson, Helgi F. Seljan, Geir Gunnarsson og Hagnar Arnalds. I greinargerð með tillögunni segja flutnihgsmenn: Núgildandi fyrirkomulag úrelt Fyrirkomulag það, sem nú gildir um verðlagningu búvöru, hefur þegar fyrir löngu gengið sér til húðar. Sex manna nefndin, er tryggja skyldi umfjöllun fram- leiðenda og neytenda um sam- eiginleg hagsmunamál, er ekki lengur skynsamlegur umfjöll- unaraðili þar eð fulltrúar neyt- enda i nefndinni eru orðnir um- boöslausir. Gerðardómurinn hef- ur i raun reynst skálkaskjól rikisvaldsins með þeim-afleiðing- um að bændastéttin má una skertum launum frá þvi sem kveðið er á um i lögum svo að nú munar riflega fimmtungi frá þeim launum sem tilgreindar við- miðunarstéttir njóta. Eflaust er að rikisvaldið er eini aðilinn sem bændur geta samið við um verðlagsmál framleiðslu- vöru sinnar og önnur kjaramál. Verðlagningarkerfi það, sem nú er stuöst við. hefur leitt til þess að landbúnaðarframleiðslan, sölu- þingsjá málin og þar með kjaramál bænda i heild hafa lent i vitahring i efnahagskerfinu, og er nú svo komið að fulltrúar bænda sjálfra virðast vera farnir að trúa þvi að offramleiðsla sé helsta vandamál stéttarinnar. Markaðurinn nógur við eðlilegar aðstæður Hið sanna i málinu er hins veg- ar að framleiðsla búvöru hefur ekki aukist siðustu árin, þótt slikt hefði raunar verið eðlilegt þegar tekið er tillit til fólksfjölgunar. Aftur á móti hefur verðlagning búvöru með skertum niður- greiðslum, ásamt sveiflum i kaupmætti, valdið þvi aö kaup- geta launastéttanna hefur orkað á neyslu búvöru innanlands. Tvisv- ar hefur það gerst á þessu tima- bili, hið fyrra sinnið i samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, hið siðara sinnið nú i sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, að kaupmáttur launastéttanna hefur verið skert- ur svo, samtimis þvi sem verðlag á búvöru hefur verið hækkaö, að fólk hefur orðið að spara við sig neyslu þessarar hollu fæðu. Af- leiðingin hefur orðið sú, að fyrir hafa safnast birgðir af land- búnaðarafurðum. Reynslan hefur sýnt, að þegar kaupgeta launa- fólks er sæmileg samtimis þvi sem verðlagi búvöru er haldið i eðlilegu horfi, hefur markaðurinn innanlands reynst meira en nógur fyrir framleiðsluvörur bænda. Auknar niðurgreiöslur i stað útf lutningsbóta Af þessum sökum má telja aug- ljóst, að alls ekki sé ástæða til þess að hvetja bændur til að draga úr framleiðslu sinni, heldur brýn nauðsyn að koma verðlags- málum landbúnaðarins i eðlilegt samhengi við kaupgetu alþýðu. Liggur þá beint við að hugleiða hvort ekki sé betur varið þvi fé, sem nú rennur.til útflutningsbóta á búvöru, með þvi að auka niður- greiðslur vörunnar innanlands og auðvelda landsmönnum þannig framfærslu samtimis þvi sem vandamál útflutningsins yrðu leyst. Eðlilegt er að reikna með riokkurri umframframleiðslu bú- vöru i góðæri og má þvi búast við að jafnan þurfi að gripa til út- flutningsumbóta öðru hverju. Þyrfti þá að koma málunum fyrir á þá lund að miðað verði við ákveðna hlutfallstölu, — 10 — 15% af verði hlutaðeigandi fram- leiðsluvöru á viðkomandi verð- lagsári, fremur en við heildar- framleiðslu búvöru. Að dómi flutningsmanna er varla ástæða til að ætla að samn- ingar geti ekki tekist milli stéttarsamtaka bænda og rikis- valdsins um kjaramálin. Fari hins vegar svo að samkomulag takist ekki, verður að ætla bænd- um sama rétt og öðrum stéttum til þess að knýja á um kjör sin. Að endingu leggja flutnings- menn megináherslu á það, að fulltrúar stéttarsamtaka bænda þurfi að taka rikara tillit, fram- vegis en hingað til, til þess órjúf- anlega samhengis, sem hlýtur að veröa milli kaupgetu launastétt- anna yfirleitt og hagsmuna bændastéttarinnar, og íelja að erindrekum bænda sé nú sæmra að rýna eftir pólitiskum orsökum þeirra þrenginga, sem bænda- stéttin á nú i, heldur en að telja kjark úr bændum i kjarabarátt- unni með þvi að velta yfir á þeirra herðar ábyrgð á rangri rikis- stjórnarstefnu. Frumvarp Helga F. Seljan um breytingu á leiklistarlögum: Aukin studningur viö atvinnuleiknús Hclgi F. Seljan inælti á miö- vikudag fyrir frumvarpi scm hann flytur um breytingu á nú- gildandi leiklistarlögum sem sett voru á siðast liðnu vori. Leggur Helgi til að liður 4 í 2. gr. laganna oröist svo: „til leiklistarstarf- semi áhugafélaga”, þar sem áður stóð „til almennrar leikiistar- starfsemi”. Þá komi nýr liður, sem verði 6. liður og orðist svo: „til annarar leikiistarstarfsemi”. Merk lagasetning. Helgi sagði að þau leiklistarlög sem sett voru á siðasta þingi hefðu verið um margt mjög merk lagasetning og fyrst og framst sett til eflingar hinni blómlegu en fjárvana starfsemi áhugaleikfé- laganna. Forsögu þeirrar laga- setningar mætti rekja til sam- þykktar þingsályktunar 1972 sem hann hefði flutt ásamt Karvel Pálmasyni og nefndarskipunar i kjölfar þeirrar samþykktar. Sú nefnd sem þá samdi drög að frumvarpi til leiklistarlaga hefði gert ráð fyrir þeirri skipan mála sem hann legði nú til i sinu frum- varpi, þ.e. beinu ákvæði um fjár- hagsstuðning hins opinbera við aðra aðila en upp eru taldir i lið- um I-V i lögunum, svo sem at- vinnuleikhús, sem störfuðu sjálf- stætt og reglubundið. Gagnrýni á lögin. Mjög mikil gagnrýni hefði kom- ið fram á það, að i endanlegri gerð var þessi liður felldur á brott, þar eð ýmsir sjá enga möguleika á fjárhagsstuðningi við atvinnufólk i leiklist utan Leikfélags Reykjavikur og Akur- eyrar, ef staðið er fast á ákvæð- um gildandi laga. Túlkun gagn- rýnenda á þessu væri að visu ekki óumdeilanleg, þvi möguleikar ættu i raun að felast bæði i IV. og V. liö, ef sá skiiningur rikti i heild á þessum málum, að til skipta kæmi viðunandi fjárupphæð. Þvi fari hins vegar viðs vegar fjarri og þar sé vandamálið mest, en ekki fyrst og fremst skortur á lagaákvæöum eins og margir hafi langt um of einblint á. Þannig sé t.d. fjárhagsvandi áhugaleikfé- laganna alvarlegri en oft áður, þrátt fyrir ný og betri lagaákvæði. Ekki nægilegt fjarmagn. Staðreyndin væri sú að fjár- magn til leiklistarstarfsemi væri blátt áfram hvergi nægilegt. t fjárlagafrumvarpi þvi sem nú liggur fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir 26 miljónum til leiklistar (fyrir utan Þjóðleikhúsið) i stað- inn fyrir 22 milljónir i fyrra. Hér sé um innan við 20% aukningu að ræða og haldi hvergi i við hækkun fjárlaganna. Samþykkt leiklistarþings Þó að lagaákvæði væri ekki end- anleg trygging fyrir fjárhags- stuðningi, þá væri ljóst að laga- ákvæði veittu viðspyrnu varðandi fjárveitingar, og þvi teldi hann rétt að það lagaákvæði er fælist i frumvarpi hans væri ótvirætt fyrir hendi. Þá hefði leiklistar- þing sem háð var um helgina 21. nóvember óskað eftir breytingum á leiklistarlögunum i þá átt er hann legði til. Sagði Helgi að eðlilegt væri að rikið styrkti þá leiklistarstarf- semi, sem sýndi sig að eiga til- verurétt, en væri engin loftbóla, heldur vakandi, listrænt starf, svö- sem Alþýðuleikhúsið væri lýsandi dæmi um. Til að tryggja leikhópum eða atvinnuleikhúsum af þvi tagi lagalegan rétt til fjár- —hagsstuðnings af hálfu hins opin- bera væri frumvarp þetta flutt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.