Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1977. Þekkt danskt jazztríó í Norræna húsinu Þrir danskir jazzleikarar eru væntanlegir til landsins i boöi Norræna hússins og halda þar hljómleika'um næstu helgi. Jazzleikararnir eru allir þekkt- ir og vinsælir i Danmörku, hafa verið i fremstu röð þar i landi um árabil, hafa allir getið sér orðs á hljómleikaferðum erlendis, og hafa leikið á fjöldann allan af plötum. Niels-Henning örsted Peder- sen, bassaleikari, er sennilega frægastur þremenninganna, 31 árs, og fæddur i östed á Sjálandi. Hann byrjaði i barnæsku að læra á pianó, en sneri sér brátt aö kontrabassa. Hann stundaði nám i tónlistarháskólanum i Kaup- mannahöfn, og lék jazz i fristund- um með slikum árangri að 18 ára gamall var hann valinn,,Árets danske jazzmusiker”. Um svipaö leyti var N.H.Ö. Pedersen ráðinn bassaleikari Danmarks Radios Big Band, og hefur starfað þar siðan, en þar að auki leikið með öllum fremstu jazzleikurum i Skandinaviu á skemmtistöðum og jazzhátiðum, með bandariskum meisturum, sem eru tiðir gestir á Norðurlöndum, stjórnað eigin hljómsveitum og hljóðritað nokkra tugi af plötum. Um nokk- urra ára skeið hefur Niels- Henning örsted Pedersen verið aðalbassaleikari i hljómsveitum Oscars Petersons, og ætla þeir félagar að leggja leið sina á Listahátið i Reykjavik að vori. Ole Kock Hansen, pianóleikari, er 32 ára, fæddur i Osager á Sjá- landi. Hann stundaði nám hjá Finn Savery i nokkur ár, og lauk prófi i tónfræði við tónlistarhá- skólann i Kaupmannahöfn 1967. Allt frá unglingsárum hefur Ole Nieis-Henning. Kock Hansen verið i fremstu röð jazzpianista á Norðurlöndum, og var valinn i fyrsta Nordjazzkvint ettinn árið 1974. Kvintettinn kom hingað til lands i hljómleikaferð þá um haustið eins og kunnugt er. 1 hittifyrra var O.K. Hansen kjör- inn „Árets danske jazzmusiker”, og þótti mörgum að ekki mætti seinna vera. Hann var þá búinn að gefa út margar plötur með eig- in hljómsveit, hljóðrita mikið með fremstu jazzleikurum heima og erlendis og hafði verið pianó- leikari i Radioens Big Band um árabil. Axel Riel er elstur þremenn- inganna, fæddur 1940 i Kaup- mannahöfn. Hann hefur verið að spila á trommur siðan i barn- æsku, og verið hljóðfæraleikari að atvinnu siðan hann var 17 ára. Alex Riel hafði verið fremsti jazz- trommari Danmerkur i mörg ár, þegar hann var kjötinn „Arets danske jazzmusiker” 1965, 25 ára gamall. Siðan hefur vegur hans aukist, hann er tiðum fulltrúi Dana á jazzfestivölum i Evrópu, spilaði á Jazzhátiðinni i New Port i Bandarikjunum 1968 með eigin hljómsveit, og hefur hljóðritaö ótal plötur með ýmsum jazzistum Evrópu og Ameriku. Álex Riel var nokkur ár i Radiojazzgruppen iKaupmannahöfn og þykir þar að auki einn snjallasti popp-tromm- ari, sem völ er á; hefur t.d. hljóð- ritað mikið með Savage Rose - flokknum. Niels-Henning örsted Peder- sen, Ole Kock Hansen og Alex Ri- el hafa á undanförnum árum starfað mikið saman, leikið á plötur, — i hljómsveitum hvers annars og á hljómleikum og skemmtistöðum. Trióið, sem leikur i Norræna húsinu i Reykjavik, hefur þvi að baki töluverða reynslu i samleik. og hljómleikahaldi. Fyrstu tónleikar danska jazz- triósins verða i Norræna húsinu laugardaginn 3. desembcr kl. 16.00; aðrir tónleikar verða sunnudag 4. des. kl. 16.00, Og þriðju og siðustu tónleikarnir verða inánudagskvöld 5. des. kl 20.30. Eins og fyrr segir verða allir tónleikarnir i Norræna húsinu. Aðgöngumiðar verða seldir i Norræna húsinu frá og með fimmtudegi 1. des. frá kl. 9.00 til 19.00. Aðgangseyrir er 600 krónur. Norræna húsið ! Leikfélag Þorlákshafnar Sýnir „Legunauta” í Kópavogi í kvöld Leikfélag Þorlákshafnar frum- sýndi gamanleikinn LEGUNAUTA eftir Þorstein Marelsson i Félagsheimili Þorlákshafnar 18. nóvember sl. Siðan hefur verkið verið sýnt i Þorlákshöfn og annarstaðar á suðurlandi. Verk þetta samdi Þorsteinn sérstaklega fyrir Leikfélag Þor- lákshafnar og var það sett upp i hópvinnu undir verkstjórn Vern- harðs Linnets. Hlutverk eru 9 talsins og fara Margrét Aðalsteinsdóttir og Ingis Ingason með þau viðamestu. 1 kvöld föstudag, 2. desember, sýnir L.Þ. Legunauta i Félags- heimili Kópavogs og hefst sýning- in kl. 21.00. Verður þetta eina sýn- ingin á höfuðborgarsvæðinu. Legunautar er þriðja íslenska leikritið sem L.Þ. frumflytur. Hin eru; Skirn eftir Guðmund Steins- son, 1975, og Venjuleg fjölskylda eftir Þorstein Marelsson, 1976. Atriði úr „Legunautum” Þorsteins Marelssonar sem sýnt verður f Kópavogi i kvöid. Tímaritid Saga komið út Út er komiö XV. bindi af Sögu, timariti Sögufélags. Þetta timarit hóf göngu sina við áramót 1949-50, og á þeim tima, sem siðan er liðinn, hefur birst í þvi mikill og margvislegur fróðleikur um sagnfræðileg efni. Ritið kem- ur nú út einu sinni á ári, og er þetta hcfti ársins 1977. Fremst i heftinu er að finna afmælisgrein eftir Einar Laxness vegna 75 ára afmælis Sögufélags- ins i marz s.l. Siðan skýrir Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum frá fundi merkilegs bréfs ögmundar Páls- sonar Skálholtsbiskups til páfans árið 1524. Bréf þetta var áður óþekkt, en fannst i Rómaborg i fyrra, og er það hér prentað bæöi á latinunni og i islenskri þýðingu. Þá birtist i Sögu áður óþekkt álitsgerð Skúla Magnússonar landfógeta um brottflutning Islendinga vegna Móðuharð- indanna, og mun hún rituð haust- ið 1784 i Kaupmannahöfn. Á siðari árum hafa orðið ritdeilur meðal fræðimanna um þessar brott- flutningshugmyndir, en nú ætti ekki lengur að þurfa að deila þar um, þvi að fullljóst er m.a. af orð- um Skúla, að til greina komu flutriingar til Jótlandsheiða. Aðalgeir Kristjánsson bjó þetta stórmerka skjal til prentunar. Peter Foote, prófessor i norrænum fræðum við Lundúna- háskóla, á hér allrækilega ritgerð um þrælahald á Islandi til forna. — Bergsteinn Jónsson birtir 2. hluta af þáttum úr dagbók Jóns Jónssonar frá Mjóadal i Bárðar- dal, og segir hér m.a. af för Jóns og fjölskyldú hans til Vesturheims 1872. — Séra Sigur- jón Einarsson á hér ritgerð um þann forna og sérkennilega sið að leiða konur i kirkju eftir barns- burö. Framhald á bls. 14. Myndlistarsýning í Keflavík Laugardaginn 3. desember kl. 4 sildegis opnar Charles O. Phillips rafmagnsfræðingur frá Okla- homa myndlistarsýningu i Iðnað- armannasalnum i Keflavik. Charles hefur teiknað mikið i blöð og timarit erlendis og er þekktastur fyrir skopmyndir sin- ar, svo og skipa- og skútumyndir, sem hann hefur sérhæft sig i að teikna. Einnig verða nokkrar ljós- myndir á sýningunni. Charles hefur verið búsettur hér á Islandi tvö siðast liðin ár og er kvæntur islenskri konu. Sýningin verður opin daglega frá kl. 17-22 fram til 11. desember n.k. A sýningunni verða 35 myndir og eru allar til sölu. Ballettdagskrá í skólum tökur.og er ætlunin þvi að halda áfram og heimsækja fleiri skóla fyrir jól. Islenski dansflokkurinn hefur að undanförnu, ásamt Þórhalli Sigurðssyni leikara.kynnt og sýnt i ýmsum skólum I Reykjavik dag- skrá sem ballettmeistari Þjóö- leikhússins hefur tekið saman. Þessi dagskrá tekur 30 minútur og sýnir helstu atriðin úr daglegri þjálfun listdansarans, allt frá byrjunarstöðum og þar til hann er tilbúinn að dansa, og skýrir Þór- hallur um leið frá tilgangi hverr- ar æfingar. Einnig eru sýndir 3 dansar úr ballettinum Hnotu- brjótnum, sem verður frumsýnd- ur i Þjóðleikhúsinu á annan i jól- um. Nú þegar hafa verið heimsóttir 4 skólar; dansflokkurinn hefur allsstaðar fengið mjög góðar viö- Sigríður Sigriöur EHa Magnúsdóttir Ella gefur út plötu með jólalögum Hin ágæta söngkona Sigriður Ella Magnúsdóttir hefur ráðist i að gefa út hljómplötu með 13 klassiskum jólaiögum upp á eigin spýtur. Þessi plata kemur út ein- hvern næstu daga. Sigriður Ella sagðist hafa gengið I fyrra inn i búð og spurt eftir hljómplötu með islenskum jólalögum, en þar hafi ekki verið um auðugan garð að gresja nema þá i poppbúningi. Hafi hún þá ákveðið að ráðast i þetta fyrirtæki. Platan er tekin upp i Háteigs- kirkju og syngur kór Langholts- kirkju með undir stjórn Jóns Stefánssonar organista þar. Mikil áhersla var lögð á vandaöan hljóðfæraflutning, og auk orgels er t.d. blásarasveit og strengja- sveit. Pétur Steingrim sson stjómaði upptökunni. Lögin eru ýmist islensk eða út- lensk, en allir textar á islensku. Þar á meðal eru tveir nýir textar, annar eftir Daniel Danielsson við Ave Maria eftir Schubert.en hinn er Nóttin helga eftir Sigurð Björnsson verkfræðing. Sigriður Ella syngur flest lögin en eiginmaður hennar, Simon Vaughan, syngur lika nokkur lög. A plötunni eru eftirfarandi tón- verk: 1. Nóttin var sú ágæt ein, eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson. 2. Syngið Guði sæta dýrð, úr Graduale 1594. 3. Jólanótt, þjóðlag við texta Þorsteins Valdimarssonar. 4. Komið þið, hirðar; þjóðlag. 5. Kemur hvað mælt var, þjóð- lag við texta Þorsteins Valdi- marssonar. 6. Heims um ból, eftir Grllber og Sveinbjörn Egilsson. 7. Betlehem hjá; þjóðlag og texti Ingólfs Jónssonar. 8. Ave Maria, eftir Sigvalda Kaldalóns og Indriða Einarsson. 9. Nóttin helga, eftir Adam og Sigurð Björnsson. 10. Ave Maria, eftir Schubert og •Daniel Danielsson. 11. Hljóða nótt, eftir Griiber og Matthias Jochumsson. 12. Sofðu barnið bliða góða, eftir Berlioz og Ingólf Jónsson. 13. Ave Maria, eftir Þórarin Jónsson. Útsetningar eru margar, eftir þá Pál P. Pálsson, Árna Björns- son, Sigurð Ingva Snorrason og Róbert A. Ottósson. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.