Þjóðviljinn - 02.12.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Allt á suðupunkti þegar
KR-ingar sigruðu Valsmenn
Sjö lelkmenn útaf
KR-ingar báru sigurorð af Valsmönnum í einum mest
spennandi körfuboltaleik sem fram hefur farið hér um
árabil. Lokatölurnar í leiknum urðu 86-77# en í hálfleik
leiddi KR39-31. Leikurinn verður lengi í minnum hafður
fyrir það# að sjö leikmenn fengu 5 villur og fóru útaf# og
tveir KR-ingar, þeir Kolbeinn Pálsson og Birgir
Guðbjörnsson,meiddust báðir og er óvíst hvort þeir verði
með á næstunni. Eftir þennan leik er KR í öðru sæti í 1.
deildinni, hefur tapað einum leik eins og Valur og IS, en
Njarðvikingar eru enn ósigraðir.
KR-ingar byrjuðu leikinn i gær-
kvöld mjög vel og komust þeir i
13-4 og siðan i 25-12, en stórgóður
kafli hjá Valsmönnum i lokin lag-
færði stöðuna i 35-31, en i hálf-
leiknum var staðan 39-31 KR i
hag. Strax á 5. minútu siðari hálf-
leiks misstu Valsmenn Kristján
Agústsson útaf með 5 villur, en þá
var staðan 48-43 og tókst KR-ing-
um að komast i 53-43 en þá meidd-
ist Kolbeinn og örskömmu siðar
fór Jón Sig. útaf með 5 villur.
Þrátt fyrir að KR missti tvo af
lykilmönnum sinum, tókst þeim
að halda þessum mun og voru það
ungu mennirnir, þeir sem hafa
vermt skiptimannabekkina i vet-
ur, sem tóku við liðinu og þeir
stóðu sig mjög vel undir hinum
mikla þrýstingi og færðu þeir KR
sigurinn. Þeir „mötuðu” Einar
Bollason mjög vel og það dugði til
sigurs.
En áður en yfir lauk fóru Einar
Bollason og Bjarni Jóhannesson
útaf með 5 villur og Birgir meidd-
ist, og Valsmenn misstu Þóri
Magnússon, Torfa Magnússon
og Hafstein Hafsteinsson alla útaf
með 5 villur. KR-ingar verðskuld-
uðu þennan sigur fyllilega og
sýndi enn einu sinni hversu mikil
breidd er i liðinu.
Allir áttu KR-ingar mjög góðan
leik. Einar var iðinn við að skora
og oftast eftir frábærar sendingar
frá hinum ýmsu leikmönnum, en
Jón Sig og Andy Piazza voru þar
drýgstir. Ágúst Lindal lék mikið i
þessum leik og stóð hann sig með
' stakri prýði og sýndi að á hann er
hægt að treysta þegar mest ligg-
ur við. Jón Sig og Kolbeinn áttu
báðir frábæran leik, meðan
þeirra naut við, en Andy Piazza
fékk 4 villur i fyrri hálfleik og gat
litið beitt sér i þeim siðari. Bjarni
og Gunnar Jóakimsson áttu báðir
ágætan leik, sérstaklega i vörn-
inni. Aðrir leikmenn stóðu sig vel.
Rick Hockenos, þjálfari Vals
var tvimælalaust besti maðurinn
á vellinum. Hann er frábær leik-
maður hvort heldur er i vörn eða
sókn. Hann er útsjónarsamur hitt
inn, og i vörn er hann klettur.
Kristján Agústsson stóð sig mjög
vel þann tima sem hann var með,
en það sem brást einna helst hjá
hinum leikmönnum Vals var
hversu smeykir þeir voru við að
brjótast i gegn úm vörn KR-inga.
Þórir Magg. sýndi litið af sinum
gömlu töktum, aðallega vegna
þess hversu sjaldan hann fékk
boltann. Torfi og Hafsteinn
Hafsteinsson áttu báðir góðan
leik, en aðrir leikmenn voru dapr-
ir. Baráttan hjá Valsliðinu var
mjög góð, en hún dugði ekki gegn
KR-ingum, en er Valsmenn leika
gegn fS og UMFN þá má búast
við að verði jafn heitt i kolunum
og i leiknum við KR. Þessi fjögur
lið koma til með að berjast hat-
rammri baráttu um toppinn i 1.
deild i vetur og verða þau einnig i
aðalbaráttunni i bikarnum i vor.
Stigin fyrir KR skoruðu: Einar
33, Piazza 14, Jón Sig. 13, Bjarni
12, Eirikur Jóhannesson 8 og
Kolbeinn 6.
Fyrir Val: Hockenos 36, Þórir
12, Rikharður Hrafnkelsson 9,
Torfi 6, Kristján 6, Lárus Hólm 4
og Hafsteinn 2 og Helgi Gústafs-
son 2.
G.Jóh
Bjarni Jóhannesson kominn upp og skorar. Þrátt fyrir góð tilþrif tekst Hafsteini ekki aft stöftva hann
Fram sigraði KR
Framarar bættu enn tveimur
stigum i safn sitt i Reykjavikur-
mótinu i handknattleik i gær-
kvöldi er þeir gersigruðu lélegt
KR lið með 26 mörkum gegn 22,
eftirað staðan i leikhléi hafði ver-
ið 15:8.
1 fyrri hálfleik höfðu framarar
ávallt forystu og virkaði leikur
liðsins mjög sterkur á köflum.
Siðari hálfleikur var slðan hálf-
gerð afslöppun hjá Fram, en KR-
ingar tóku að siga hægt og bitandi
á.forskot framara sem sigruðu
örugglega eins og áður sagði
26:22.
Skástir hjá Fram voru þeir
Amar Guðlaugsson og Einar
Birgisson i markinu, en hjá KR
voru allir frekar daufir nema þá
helst Simon Unndórsson sem
skoraði nokkur falleg mörk.
Mörk Fram:
Ámar Guðlaugsson 6 (2v), Jens
Jensson og Árni Sverrisson 4
hver, Björn Eiriksson 3, Pétur Jö-
hannsson og Ragnar Hilmarsson
2hvor og þeir Gústaf Björnsson,
Óskar Jóhannsson og Sigurberg-
ur Sigsteinsson allir eitt mark.
Mörk KR:
Simon Unndórsson og Haukur
Ottesen 5 hvor, Björn Pétursson
4, Þorvarður Höskuldsson og
Ólafur Lárusson 3 mörk, og þeir
Ingi Steinn og Kristinn Ingason
eitt mark.
Seinni leikur kvöldsins var á
milli Vikings og Þróttar, og var
það nánast leikur kattarins að
músinni. Þróttarar höfðu ekkert i
hendur hálfgerðs varaliðs Vik-
ings að gera og töpuðu leiknum
; með 29 mörkum gegn 16. Staðan i
hálfleik var 14:8 Viking i vil. 1
seinni hálfleik var sem úthald
þróttara væri lokið og á timabili
skoruðu vikingar 12 mörk gegn
aðeins einu marki Þróttar og
gerði þessi góði kafli Vikinga
endanlega út um leikinn. Eggert
Guðmundsson var maður leiksins
og varði hann mark Vikings af
stakri snilld allan leikinn ag með-
al annars þrjú vitaköst. Einnig
var PáU Björgvinsson góður. Hjá
Þrótturum voru allir jafn slappir
— enginn reis upp úr meðal-
mennskunni.
Mörk Vikings: Jón Sigurðsson 5,
Páll Björgvinsson 6, Steinar
Birgisson 5, Skarphéðinn Óskars-
son 4, Magnús Guðfinnsson, Sig-
urður Sveinsson og Þórður Hall-
dórsson allir 2 mörk, og þeir Sig-
urður Gunnarsson, Magnús Sig-
urðsson og ólafur Jónsson allir
eitt mark
Mörk Þróttar: Konráð 6, Svein-
laugur 3, Ari Einarsson 2, Einar
Sveinsson, Sigurður Sveinsson
Jóhann Frimannsson Halldór
Bragason og Haraldur, allir eitt
mark.
SK.
Iþróttir um
helgina...
Handknattleikur:
Sunnudag: kl. 1900.
lfl. kvenna Fram-Valur
lfl. karla A-riðill Armann-tR
lfl. karla A-riðill Fylkir-Vik-
ingur.
lfl. karla B-riðill Valur-KR
lfl. karla B-riðill Þróitur-Fram
Körfuknattleikur:
Laugardag: Iþróttaskemman
Akuréyri Þór-KR 1. deild karla
kl. 15.30 og strax á eftir Þór og
KR i Mfl. kvenna.
tþróttahús Hafnarf jarðar
Haukar-UMFN i 3. fl. og strax á
eftir Haukar-UMFG I 2. deild
karla.
Akranes sama dag kl. 14.00
leika i 2. deild Snæfell og
Breiðablik.
Sunnudag:
tþróttahús Hagaskóla kl. 19.00
leika i 4. fl. Armann og Valur,og
að þeim leik loknum leika 1R og
1S kl. 20.00 og siðan Fram gegn
Val strax þar á eftir.
Blak:
Laugardag: 1. deild karla kl.
16.30 i Hagaskóla tS-Þróttur. 1.
deildkvenna kl. 13.30 UBK-tS. 2.
deild karla kl. 15.00 Þróttur-tSB
Sunnudagur:
tþróttahús Hagaskóla 1. deild
kvenna Vikingur-Þróttur og
strax að þeim leik loknum verð-
ur háður pressuleikur milli
landsliðsins, sem leikur gegn
Færeyjum hér um næstu helgi,
og pressunnar.
SK