Þjóðviljinn - 03.12.1977, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977. AF RÁÐHERRAGÁFUM Þó að íslendingar séu í alþjóðaskýrslum taldir til vanþróaðra þjóða, vita landsmenn betur. Hvert mannsbarn á íslandi veit að hér er við lýði blómleg hámenning, sem nær hámarki í svokölluðum vísindaiðkunum hinna ýmsu vísindastofnana, sem reknar eru í land- inu af almannafé. Um langan aldur hef ur það verið viðtekin skoðun vitmanna að ,,vísindin efli alla dáð" og hefur það því verið draumur hugsjónamanna að nota vísindin til að hafa vit fyrir heimskum og illa lesnum valdhöfum sem stundum, eða oftast þurfa að taka ákvarðanir um málefni sem þeir ekki bera skynbragð á. Þannig var það von manna að sjávarútvegsráðherra gæti verið heimskur og illa lesinn sveinn án þess að valda með því teljandi skaða, ef hann færi að ráðum sér vit- urri og lærðari manna, og mun Rannsóknar- stofnun sjávarútvegsins hafa verið stofnuð með það fyrir augum að hafa vit fyrir þeim valdhafa, sem ekki hrasaði um gáfur og þekkingu. Þannig hef ur verið gengið frá hnút- unum í landbúnaði, að landbúnaðarráðherra getur að skaðlausu verið kjáni, því hann getur ef í nauðirnar rekur ausið úr viskubrunni vísindalegra sérfræðinga Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins. Þekkingar og vitsmuna- legur öryggisventill iðnaðarráðherra eru margar vísindastofnanir eins og til dæmis Rannsóknastof nun iðnaðarins, Rannsókna- stofnun f iskiðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og undir hverja deild heyra svo margar aukastofnanir svo að enginn skaði væri skeður þótt iðnaðarráðherra væri algerlega ,,gú-gú" eins og krakkarnir segja. Þannig hefur hver ráðherra sérstaka vísindastofnun skipaða hálærðum vísinda- mönnum hverjum i sinni grein til að hafa vit fyrir sér. Og ef einhver ráðherranna yrði nú einhvern tíman alveg glórulaus (þetta er að vísu aðeins fræðilegur möguleiki) má benda á síðustu Rannsóknastofnunina í simaskránni, en það er Rannsóknastofnun vitundarinnar Bergsstaðastræti 13. Af þvi sem að framan er skráð mætti ef til vill ætla að ekki sé mikil kúnst að vera ráðherra, en málið er því miður ekki svo ein- falt. Það er lítill vandi að vera heimskur og illa lesinn ráðherra, en málið tekur að vandast þegar í ráðherrastólana veljast menn, sem eru vitsmunaverur og það i svo ríkum mæli að þeir vita betur en ráðgjafarnir, þótt þeir hafi eytt árum og áratugum í það að afla sérfræði- legrar þekkingar hver í sinni grein. Um þessar mundir ber íslenska þjóðin gæfu til þess að eiga á að skipa ráðherrum, sem ekki aðeins vita allt, sem sérf ræðilegir vísindamenn hinna ýmsu rannsóknastofnana vita, heldur vita þeir betur. Þess vegna kvaka vísindamenn og sérfræðingar fyrir tómum eyrum, þegar þeir reyna að láta skoðanir, sem varða alþjóðar- heill, í Ijós, skoðanir sem byggðar eru á ára- löngum rannsóknum. Nöldur sérfræðinganna er hjal, sem ástæðulaust er að taka mark á. Þegar svona er komið, fer ósjálfrátt að f lökra að ýmsum, að ef til vill væri réttast að leggja hinar ýmsu rannsóknastofnanir niður og treysta alvísum ráðherrum, en ekki er það þorandi, vart er hættandi á að treysta þvi, að endalaust veljist í ráðherrastólana sömu gáfnaljósin og þar sitja nú. Það líður varla svo dagur, að sjávarútvegs- ráðherra vefengi ekki niðurstöður fiski- f ræðinga. Þegar það á dögunum var orðað.að banna tiltekið veiðarfæri vegna hættu á óhóf- legri rányrkju, vissi hann að sjálfsögðu betur einsog endranær og sagði, að það væri þá eins vel hægt að banna dýptarmælinn, og verður sennilega ofaná að banna hvorugt. Hvers vegna ætti lika Matthías að vera að sækja ráð til annarra? Hann rak um árabil djúpbátinn Fagranes, sem bæði flutti fólk og mjólk um inndjúp ísafjarðar. Þessi reynsla aflaði honum að sjálfsögðu staðgóðrar reynslu í málefnum sjávarútvegsins. Nú, landbúnaðar- ráðherra hefur sjálfur verið bóndi og þess vegna þarf ekki að segja honum neitt um það hvort sauðfé eigi að vera háfætt eða lágfætt. Orkumálaráðherra ætti að vita allt um ris og sig Hann er lögf ræðingur. Og óhætt er að slá því föstu að menntamálaráðherra viti meira um byggingarmál en Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Það sannaði hann ótví- rætt með athyglisverðri grein í Tímanum f yrir nokkru, þar sem hann varpaði fram þeirri kenningu að með hliðsjón af þeirri náttúru vatns að renna niðurímóti, ættu hallandi þök fremur að halda vatni en flöt. Ráðherrarnir gætu sem hægast allir í einum kór sungið gömlu góðu vísuna: Ef að betur að er gáð, ætlum vér megi sannast, að visindin efla enga dáð, ættu þvi að bannast. Flosi Bókaverslun Snæbjarnar fímmtíu ára Nú um þessar mundir á Bóka- verslun Snæbjarnar hálfrar aldar afmæli en hún var stofnsett 3. desember árið 1927. Upphafsmaður og stofnandi verslunarinnar var Snæbjörn Jónsson, skjalaþýðari, og rak hann verslunina allt til ársins 1947. Snæbjörn reyndi frá upphafi að reka bókaverslun sina sem menningarfyrirtæki með þvi að reyna eftirfremsta megniað hafa aðeins þær bækur á boðstóium sem eitthvert gildi höfðu og sem hann talöi vera til aukinnar menningar. Jafnframt bóksölunni vann Snæbjörn ötullega að útgáfu nokkurra ágætra bóka og má þar nefna Ljóðmæli Grims Thomsens og Númarimur Sigurðar Breið- fjörð og fleiri merkar og vandað- ar bækur. Þegar Snæbjörn hætti bóksöl- unni seldi hann verslunina þeim Ólafi Bergmann Erlingssyni, prentsmiðjustjóra og Gunnari E. Kvaran, stórkaupmanni. Arið 1953 var svo stofnað hlutafélag um bókasöluna og gerðist þá Ingi- mar Brynjólfsson, stórkaupmað- ur, meðeigandi, og nokkru siðar Steinarr Guðjónsson. Snæbjörn hafði á sfnum tima umboð fyrir Oxford University Press i London, sem er stærsti bókaútgefandi i Bretlandi og i gegnum árin hefur fyrirtækið tek- ið að sér umboð margra annarra stórra bókaútgáfa og ennfremur dreifingu bóka fyrir ýmsar al- þjóðastofnanir. 1 dag leggur fyrirtækið mesta áherslu á að hafr, sem best ogfjöl- breyttast úrval bóka frá Bret- landi, Bandarikjunum, Norður- löndunum, Frakklandi, Spáni og Italiu svo og islenskar bækur. Bókaverslun Snæbjarnar er nú til húsa að Hafnarstræti númer 4 og 9 og i tilefni að 50 ára afmælinu Þessir munir ásamt mörgu fleiru verða til sölu á jólabasar Sjálfs- bjargar . félags fatlaðra i dag iaugardaginn 3. desember ki. 13.30 f Lindarbæ. Enn fremur verður úrval jóiaskreytinga, kökur og hiö vinsæia skyndihappdrætti, með fjölda góðra vinninga. Aö HafnarsL4 eru bæöi isienskar og erlendar bækur. I ensku versluninni að Hafnarstræti 9. hefur verið gerð gagnger breyt- ing og stækkun á innréttingu ensku bókaverslunarinnar í Hafnarstræti 9 til þess að gefa bókaunnendum tækifæri til að fylgjast enn betur með þvi besta i bókaútgáfu i fremstu menningar- löndum heimsins. Stjórn fyrirtækisins skipa Bogi Ingimarsson, hrl. Einar G. Kvar- an, framkvstj. og Steinarr Guð- jónsson. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði Starfsfólkid fái full- trúa í útgerðarráði A alnieniuim félagsfundi i þarf samráðs félagsins ef taka á lagsins að fá fram leiðréltingu i Verkamannafélaginu HHf i Hafn- upp bónuskerfi, og felur stjórn fé- þvi máli. arfiröi i sl. viku var samþykkt að skora á bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar og sainþykkja tiliögu Ægis Sig- urgeirssonar um setur fulitrúa starfsfólks Bæjarútgerðar Hafn- aríjarðar i útgerðarráði. Á fundinum var ennfremur gerð þessi samþykkt: Fundur haldinn i Verkamanna- félaginu Hlif fimmtudaginn 24. nóv. 1977, telur orðalag á um- sóknareyðublöðum sem notuð eru þegar sótt er um vinnu hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar, brot á gerðum samningum við Verka- mannafélagið Hlif, þar sem leita Þroskaþjálfaraskólinn: Nemendur halda basar Nemcndur Þroskaþjálfaskóla islands halda basar i Miðbæjar- skóianum i dag, laugardaginn 3. desember. A basarnum verða margir fal- legir, handunnir munir, leikföng prjónuð og hekluð, mussur (engar tvær eins), jóladúkar, jólahengi, póstpokar, dúkkuföt, blómahengi og margt fleira. Ekki má gleyma heimabökuðum kökum, sem þar verða einnig til sölu. Kaffi með góðu islenzku meðlæti verður selt á staðnum. Allur ágóði af basarnum rennur i námsfararsjóð nemenda skólans. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna i Miðbæjarskólann strax og opnað verður, kl. 10 um morg uninn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.