Þjóðviljinn - 03.12.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977. Múlgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóbviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Slíkt köllum við ekki árangur Það heyrist oft frá talsmönnum rikis- stjórnarinnar um þessar mundir, að eigin- lega hafi stjórnin nú verið um það bil að kveða niður verðbólguna á íslandi, þegar verkalýðshreyfingin knúði fram kjara- samningana i júni s.l. og spillti þar með öllu fyrir vesalings ráðherrunum. Þegar talsmenn rikisstjórnarinnar ræða um þetta þá segja þeir gjarnan sem svo að i maimánuði s.l. hafi hraði verðbólgu- hjólsins verið kominn niður i 26% á ársgrundvelli og skylt sé að klappa fyrir rikisstjórninni fyrir slikan árangur. Við skulum skoða þetta nánar. Á árunum 1970-1973 hækkaði fram- færslukostnaður samkvæmt opinberri visitölu sem hér segir (breytingar frá fyrra ári): Árið 1970 um 13,2%, árið 1971 um 6,4%,árið 1972 um 10,3% og árið 1973 um 22,2%. Þetta sýnir að þarna var verð- bólgan aðeins um 13% á ári að jafnaði. Hér er á fleira að lita. Á árunum 1970-1973 hækkað kaupmáttur meðaltima- kaups verkamanna um fullan þriðjung, það er 33% samkvæmt viðurkenndum opinberum upplýsingum kjararann- sóknarnefndar. Laun hækkuðu á fyrr- greindu árabili, sem sagt ekki bara til jafns við verðhækkanir á vörunum-heldur fullum þriðjungi betur. Svo kom árið 1974. Þá var vinstri stjórn- in búin að missa meirihluta sinn á þingi vegna upplausnar i flokki Samtaka frjáls- lyndra. Þáverandi stjórnarandstöðuflokk- ar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn lýstu þvi yfir, að þeir myndu nota atkvæðamagn sitt á þingi til að hindra all- ar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, hvort svo sem þeir teldu þessar ráðstafan- ir efnislega góðar eða slæmar. Þeir stóðu við þessa fáheyrðu yfirlýsingu. Á þessu sama ári, 1974, gerðistþað einnig að erlent verð á okkar innfluttu vörum hækkaði á einu ári um hvorki meira né minna en 34%, sem auðvitað hlaut að segja til sin i verðlagi hér innanlands. Erlent verð á innfluttum vörum hafði einnig hækkað mjög mikið á árinu 1973, eða um 14%, en aftur á móti ekki nema sáralitið, örfá pró- sent á ári, næstu árin þar á undan. Kosn- ingar fóru fram á árinu 1974, og rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við um mitt það ár. Við árslok 1974 var ljóst, að visitala framfærslukostnaðar hafði það ár hækkað um 43% frá fyrra ári (ársmeðaltöl borin saman). Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra lýsti þvi þá yfir i fyrstu stefnuræðu sinni, að verðbólgan skyldi komin niður i 15% á ári við lok fyrsta valdaárs núverandi rikisstjórnar. En hvað gerðist? Á árinu 1975 hækkaði verðlag meira en nokkru sinni fyrr eða siðar, eða um 49% á einu ári samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Og þegar framfærsluvisi- talan var siðast mæld, þann 1. nóv. s.l. reyndist hún vera 840 stig, hafði hækkað um hvorki meira né minna en 183% frá þvi i ágúst 1974, er núverandi rikisstjórn tók við stjórnartaumunum. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að verðhækkanir i tið núverandi rikisstjórnar hafa ekki að- eins verið jafn miklar og á árum vinstri stjórnarinnar, heldur nákvæmlega helm- ingi meiri á jafnlöngum tima, 38 valda- mánuðum hvorrar rikisstjórnar um sig. Samt hefur erlent verð innfluttrar vöru aðeins hækkað um 5-8% á ári á árunum 1975-1977. Og hvað um kaupið? Kaupmáttur verkamannalauna hækkaði, sem áður segirum 33% frá 1970-1973, — þetta er fyr- ir kjarasamningana i ársbyrjun 1974. Á fyrstu valdamánuðum núverandi rikisstjórnar voru launakjör almennings, kaupmátturinn hins vegar skertur um 20-25%. Þessi gifurlega kjaraskerðing stóð óhögguð allan timann, þar til verkalýðs- hreyfingin knúði fram kjarasamningana i júni á þessu ári, eða i nær þrjú ár. Þessi kjaraskerðing stóð enn óhögguð i mai i vor, þóttþá væri orðið ljóst, að þjóðartekj- ur okkar íslendinga yrðu á árinu 1977 hærri á hvert mannsbarn en nokkru sinni fyrr i sögunni. — En framundan var spáð 20-30% hækkun á ári á framfærslukostn- aði, þótt engar raunverulegar launa- hækkanir hefðu komið til. Rikisstjórnin þykist hafa unnið afrek að hafa komið verðbólguhraðanum niður i 26% á ársgrundvelli i örstuttan tima, þótt hækkanir erlends verðlags á ári væru ekki nema 5-8%. En þetta er ekkert afrek, þvi að hver var aðferðin? Aðferðin var sú, og sú ein að halda kaupinu langt fyrir neðan allt velsæmi á sama tima og þjóðarbúið skilaði meiri arði en nokkru sinni fyrr. Það er auðvitað hægt að koma verðbólg- unni niður i núll með þvi að færa kaup verkafólks niður i núll. En slíkt er ekki árangur i viðureigninni við verðbólgu heldur valdniðsla gegn verkalýðsstéttinni. Nú er ljóst að verðbólgan stefnir á ný á fyrra met frá árinu 1975. Baráttan gegn verðbólgunni verður jafnframt að vera barátta fyrir hagsmun- um verkafólks. Sá „árangur”, sem bygg- ist á kjaraskerðingu láglaunafólks er verri en enginn árangur. Það eru verð- bólgubraskararnir, sem eiga að skila launastéttunum til baka þeim ránsfeng, er þeir nú sitja yfir í skjóli rikisstjórnarinn- ar. k. Sveitasímans sárt saknað Pistil vikunnar i Norðurlandi 24. nóvember ritar Óttar Einarsson og saknar sárt sveitasimans frá æskudögum sinum. Hvað er að frétta úr sim- anum? heitir pistillinn: „Hvað er að frétta úr siman- um? var stundum spurt i minni sveit i þá góðu, gömlu daga, þegar túnin voru græn og him- inninn blár til sveita á íslandi. 1 þann tið var það svo, eins og viða er enn, að heilu sveitirnar voru tengdar saman á einni linu, þannig, að allir gátu talað við alla og það sem betra var allir hlustuðu á alla að vild sinni. Opinberlega viðurkenndi þó enginn, að hann hleraði sim- töl nágranna sinna, en það var með ólikindum, hve frétt, sem sögð var i tveggja manna tali i sima, fékk skjóta og breiða vængi. Sumir bæir lágu undir sterkari grun en aðrir, hvað varðaði frjálslega umgengni við þetta ágæta tæki, simann. Þóttust menn þekkja þá úr t.d. á slætti stofuklukkunnar, eða þá þvi að hlerandi gat ekki á sér setið að skjóta inn athugasemd eða jafnvel fyrirspurn i hita augnabliksins, — einkum er talað var um kindur. Sagnir hef ég heyrt af bónda einum, sem var svo áhugasam- ur simnotandi, að hann neytti engrar máltiðar öðruvisi en hafa simtólið undir vanganum á meðan. Vildi þá stundum glamra i taltrektinni, ef fiskbiti eða kartafla datt ofan i hana og bóndi fór að bisa við að veiða aðskotahlutinn upp með hnif eða gaffli, án þess að missa af neinu i samtali nágranna sinna á með- an. t þessum dúr voru fyrstu kynnin, sem ég hafði af þessari ágætu uppfinningu Edisons, eða hver sem það nú var. Siðan hef- ur mikið vatn til sjávar runnið, — timarnir breyst og mennirnir með. Sem einn af skattgreið- Hvað er að frétta úr símanum endum hins islenska rikis hef ég fengið lagðan inn til min náttúrulausan og húmorlausan sima, sem oftar en hitt er upp- spretta leiðinda og vandræða. Hygg ég, að þar muni margur hafa svipaða sögu að segja.” Landssíminn og uppeldis- hlutverk hans Svo sem kunnugt er, er hverju simtæki af þessari gerð skammtaður ákveöinn fjöldi simtala eða skrefa árs- fjórðungslega og er sá skammt- ur svo naumt við neglur skor- inn, að það má kallast algerlega vonlaust fyrir visitölufjölskyld- una að halda sig innan þess ramma. Umframsimtöl svo- kölluð hafa svo aftur i för með sér talsverð útgjöld, sem hin sama visitöluf jölskylda á oft æði erfitt með að inna af hendi. Tak- ist það ekki innan tilskilins tima, er viðkomandi sima lokað og áðurnefnd visitölufjölskylda sambandslaus við afganginn af veröldinni þar til skuldin er að fullu greidd ásamt hæfilegri sekt fyrir í>að að eiga ekki hand- bært fé á réttum tima. Ég hef stundum verið að velta þvi fyrir mér, hvort ekki væri hægt að hafa þetta fyrirkomu- lag bara einhvern veginn öðru- visi. Óneitanlega væri skemmti- legast að taka upp þetta góða, gamla kerfi, að allir gætu talað við alla — og þar með allir hlustað á alla — hvenær, sem þeim dytti i hug og greiddu t.d. fyrir það árlegt afnotagjald af simtæki sinu, eins og útvarps- tæki og sjónvarpstæki. Þvi miður er þetta sennilega ófram- kvæmanlegt, a.m.k. hvað varðar hlustunarmöguleika og verðum við þvi að una við svo búið enn um hrið. En þvi er ekki að neita, að með refsiaðgerðum sinum á hinum almenna simnotanda leggur Landsimi íslands sitt af mörkum til þess að ala þjóðina upp i nákvæmni, reglusemi og stundvisi og gengur þar á undan með góðu fordæmi. Þvi var það, að kellingin glotti út i annað, þegar hún sá auglýs- ingu frá landsimanum i blöðun- um þess efnis, að áætlað væri, að simaskráin fyrir 1978 kæmi að öllum likindum út fyrri hluta ársins. Lái henni hver sejn vill. Góð kenning Góðar samsæriskenningar eru ætið skemmtilegar og hafa það yfirleitt til sins ágætis að þær gera meintum samsæris- mönnum upp meiri fláttskap og kænsku en þeir hafa til að bera. Það þarf nefnilega töluvert vit og góða skipulagsgáfu til þess að standa að vel heppnuðu sam- særi. Finnbjörn Hjartarson prentari mærir foringja sinn i grein i Morgunblaðinu i gær en rekur i framhjáhlaupi siðasta sameiginlega meistarastykki framsóknarmanna og komma. „Eftir að framsóknarmenn og kommúnistar komu Dagblaðinu á laggirnar með fjárhagsstuðn- ingi, til þess augljóslega, að reyna að koma á ófriði innan Sjálfstæðisflokksins, hafa þeir nagað sig i handarbökin vegna þess að útbreiðsla siðdegisblað- anna hefur komið harðast niður á þeim sjálfum. Sá, sem þetta skrifar, hefur áður minnst á fæðingarhriðir Dagblaðsins, og fullyrti þá eins og nú, að það hefðu verið framsóknarmenn og kommúnistar, sem komu Dag- blaðinu af stað með fjárstuðn- ingi, og hefur það verið stað- fest. T.d. var Dagblaðsmönnum lánaður allur pappir til að byrja með, ásamt prentunarkostnaði, en framsóknarmenn birtu reikninga þar að lútandi upp á nokkrar miljónir. —e.k.li. 'T

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.