Þjóðviljinn - 03.12.1977, Síða 14

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977. afertendum veiivangi Krataþing í Hamborg Schmidt — frelsun glslanna á Mogadishuflugvelli var mikill sigur fyrir stjórn hans. Vestur-Þýskaland er óumdeilan- lega öflugasta riki Vestur-Evrópu og þar eö sósialdemókratar fara þar ineð stjórn, fer ekki hjá þvi aö flokksþing þeirra, sem nýlega var haldiö i Hamborg, þyki sæta nokkrum tiöindum. Um niður- stöður þess þings er það helst aö scgjaaðþóttþærverðivarla tald- ar stórtiðindi til hins betra, vekja þær þó vissa bjartsýni um fram- tiö vesturþýska þjóðfélagsins, og veitir ekki af, með tilliti til margs þess, sem gerst hefur þar f landi undanfarið. Helmut sambandskanslari Schmidt var svo heppinn, að þeg- ar hann mætti til þingsins hafði álit hans stórvaxið meðal lands- manna, einkum vegna atburðar þess i Mogadishu, höfuðborg Sómalilands, þegar sérþjálfaðri vesturþýskri hersveit tókst að bjarga farþegum og áhöfn vesturþýskrar flugvélar úr hönd- um palestinskra flugræningja, sem kváðust standa i sambandi við Baader-Meinhoffólkið. Þessi velheppnaða aðgerö gerði það að verkum, að stjórn Schmidts, sem legið hafði undir ákúrum hægri- manna fyrir linlega framgöngu gegn hryðjuverkamönnum og meintum stuðningsmönnum þeirra (undir þá flokka hægri- menn alla vinstrisinna og raunar miklu fleiri), gat snúið vörn upp i sókn og til dæmis veitt yfirvöld- um i Baden-Wúrttemberg, þar sem kristilegir demókratar ráða, ofanigjöf i tilefni meintra sjálfs- morða þriggja Baader-Meinhof- skæruliöa i fangelsi þar. Skildi brugðiö fyrir Böll öfgamennirnir hægra megin, með Franz Josef Strauss (sem óbeint hefur hvatt til drápa á „stuðningsmönnum” hermdar- verkamanna fyrir utan lög og rétt) i broddi fylkingar, voru að ala með sér fyrirætlanir um bandalag við Schmidt, þar sem ekki einungis vinstriarmur sósialdemókrata, heldur hinn nokkuð þokukenndi miðjuflokkur írjálsdemókratar og hófsamari armur Kristilega demókrata- flokksins ásamt með flokksleið- toganum Helmut Kohl, yrðu út- lokaðir. Þessar áætlanir Strauss og hans kumpána urðu að engu við frelsun gislanna við Mogadíshu. Sá atburður gerði lika að verkum að staða Schmidts var harla sterk Skriftir Jónasar Jónas Guömundsson stýrimaö- ur mun vera síöasti anginn af endurreisn þeirri sem fór yfir Evrópu fyrir daga Jóns biskups Arasonar. Þá voru uppi karlar sem fengust viö allt. Jónas er stýrimaöur eins og allir vita. Hann málar reiöinnar býsn og skrifar i Tfmann um bókmenntir, kaupfélög, ballett, leiklist, sænsku mafiuna og alla hluti. aöra, nema kannski kvensják- dóma. 1 fristundum frá þessu öllu hef- ur hann svo sett saman fjórtán bækur. Sú fjórtánda var að koma út. Hún heitir Skriftir. Ekki er Jónas þó aö bera hjarta sitt á torg f þessari bók eins og nafnið gæti gefið til kynna. En hann heldur þvi fram að „hér er reynt að draga saman i bók nokk- uð af þvi skásta sem ég hefi sam- ið”. Þetta er safnrit, sitt litið af hverju. Fyrst fara niu viðtöl og frásagnir, ritaðar eftir mönnum. Sjö þeirra eru sjómenn, tveir listamenn. Þá koma sex greinar um inn- lend efni af gerðinni „heyrt og séð” innanbæjar og utan. i þinginu i Hamborg. Þar hafði hægriarmur flokksins yfirtökin svo sem vænta mátti, en vegna sterkrar aðstöðu sinnar sá Schmidt sér engu að siður fært að sýna vinstrimönnum i flokknum, sem jafnan hafa verið honum hb'f- uðverkur, nokkra vinsemd. Meira að segja brá svo við að i aðalræðu sinni tók Schmidt eindregið af- stöðu gegn ofsóknaráróðri hægri- öfgamanna gegn virtustu rithöf- undum Vestur-Þjóðverja, Heinrich Böll, Giinter Grass og Luise Rinser, sem ihalds- og afturhaldsmenn saka um samúð með hermdarverkamönnum. Þetta er út af fyrir sig ánægju- legt, þvi að undanfarið hafa sósialdemókratar verið vægast sagt deigir gagnvart þessu of- stæki hægrimanna og jafnvel bergmálað það. Frisch varar við nýjum „kristals-nóttum" Svo sem til þess að undirstrika þessa, afstöðu forustumanna flokksins var boðið til þingsins hinum fræga og. róttæka svissneska rithöfundi Máx Frisch. Var hann ákaft hylltur af þingfulltrúum er hann varaöi við endurvakningu „kristals-nætur- hugarfars” i Vestur-Þýskalandi. (Kristalsnóttin svokallaða var ein af fyrstu meiriháttar ofsóknarað- gerðum nasista gegn gyöingum eftir valdatöku Hitlers.) Jafn- framt var þvi lýst yfir á þinginu að rithöfundurinn Peter Weiss, sem er yfirlýstur marxisti, fengi bókmenntaverðlaun frá einu ráðuneytinu. A þetta er sérstak- lega litið sem vináttubragð i garð vinstrisinnaðra menntamanna i flokknum, sem jafnan eru gagn- rýnir á stefnu hans. Varla þarf að taka fram að sú verðlaunaveiting vakti mikla hneykslan æsifrétta- blaða Springers, sem hafa gifur- leg áhrif á mótun almenningsálits i landinu. Af hálfu vinstrimanna i sóSial- demókrataflokknum var and- staðan gegn ráðamönnum flokks- ins með vægasta móti, og túlka sumir það sem upgjöf. Eins lik- legt er að vinstrimennirnir i fiokknum telji að með tilliti til núverandi ástands sé ekki á ann- að hættandi en að sýna honum hollustu. Meðal vesturþýskra sósialdemókrata, jafnt til hægri sem til vinstri, kann nú að rikja skilningur á þvi, að þrátt fyrir margt sem á milli ber hljóti þeir Jónas Guömundsson t þriðja lagi fimm greinar frá útlöndum, flestar tengdar sjómennskuminningum. í fjórða lagi tvær smásögur. I formála segir höfundur frá þvi, að þetta hafi upphaflega átt að verða safn frásagna sem hann hefur flutt i útvarp. En með þvi að það sem er samið fyrir munnleg- an flutning fer ekki alltaf vel á bók, þá hafi hann heldur kosið að velja úr ýmsu sem hann hefur skrifað i blöð og timarit. að standa saman gegn hinum eiginlega höfuðóvini, afturhald- inu. Þetta kemur meðal annars fram i þvi, að vinstrisinnaðir rit- höfundar hafa tekið upp „vörn fyrir lýðveldið” gegn æsingunum frá hægri. Þeir hafa lika gagnrýnt útlendinga, sem undanfarið hafa veist að Vestur-Þjóðverjum vegna skerts lýðræðis þar i landi, ekki sist Frakka, sem margir mæla að hafi ekki af miklu að státa á þvi sviði fram yir Vestur- Þjóðverja. Vont gæti versnaö Flokksþingið i Hamborg olli vissulega engum timamótum. Hið fólskulega atvinnubann gegn vinstrimönnum, sem einkum kemur niður á stjórnmálahópum sem eru eindregið andvigir hryðjuverkum, er enn i gildi. Stjórn sósialdemókrata hefur sett lög, sem skerða réttindi ákærðra og verjenda þeirra i réttarhöld- um. Bækur, sem túlka „öðruvisi” hugsunarhátt hverfa úr bókasöfn- um og þeir sem biðja um þær eru settir á skrá. Sósialdemókrötum hefur verið fært það fram til af- sökunar að þeir gangist fyrir þessu og láti þetta liðast af ótta við að missa annars völdin til afturhaldsafla. Þetta er vitaskuld klén afsökun, en fullyrða má að ástandið i þessum efnum yrði enn verra en það þó er, ef hægrimenn kæmust til valda. Varðandi efnahagsmál urðu engin teljandi tiðindi á þinginu, enda ekki við að búast. Flokkar þeir, sem kenna sig við sósial- demókrati og sósialisma (en ekki kommúnisma) eru ekki siður sundurleitir en kommúnista- flokkar, ef vel er að gáð. Þótt Sósialistaflokkar Suður-Evrópu og kratar Norður-Evrópu séu saman i alþjóðasambandi, ber þeim margt á milli. Sósialista- flokkar Spánar og ttaliu vilja alls ekki telja sig sósialdemókrata, og þrátt fyrir nafn sitt getur flokkur þeirra Wiilys Brandt og Helmuts Schmidt vart talist sósialdemó- kratiskur lengur. Eftir siðari heimsstyrjöld tók fiokkurinn fljótlega upp meginstefnu, sem er miklu fremur i ætt við svokallaða frjálslynda flokka i Bretlandi, Sviþjóð og viðar. Þjóðfélagsleg tímasprengja Vinstrimenn i flokknum eru óhressir með þá linu, en einnig á þvi sviði náði flokksstjórnin máiamiðlun með þvi að sýna bæði ákveðni og lempni. Stefna flokksráðamanna i kjarnorku- málum — sem eru eitt viðkvæm- asta deilumálið i landinu — var samþykkt, þó með þvi fororði að orkunýting úr kolum yrði látin hafa forgang. Burtséð frá þvi að þetta kann að verða umhverfis- verndarmönnum til einhVerrar huggunar, fær þessi samþykkt á- reiðanlega góðar undirtektir i Ruhr, einu sterkasta vigi sósial- demókrata, þar sem kolanámu- menn eru farnir að óttast um at- vinnu sina. Hitt er alvarlegra að ekki kom neitt það fram á þing- inu, sem benti til þess að ráða- menn hyggðust gripa til nokkurra teljandi aðgerða gegn atvinnu- leysinu, sem er mikið vandamál i landinu og kemur verst niður á æskufólki. Þar gæti vel verið um þjóðfélagslega timasprengju að ræða. Að öllu samanlögðu má segja að útkoma flokksþings vesturþýsku kratanna boði samt sem áður gott heldur en hitt. Svo á eftir að sjást hvort nýir atburðir leiði ekki til þess, að hermdar- verkamönnum og hægriöfga- mönnum takist i sameiningu að snúa þjóðarstemmningunni aftur á leið til kristalsnæturhugaríars- ins. dþ. Mótmæla sýndarályktun LÍÚ um flotvörpubann Afturhaldssj ónarmið sem bera þekkingar- skorti þeirra vitni Yfirlýsing: Við lýsum yfir furðu okkar á þeirri yfirlýsingu sem aðalfundur L.t.tJ. sendi frá sér og samþykkt var þar með maunum meirihluta atkvæða, að banna skyldi flot- vörpu-veiðar næsta ár. Þvilik aft- urhaldssjónarmið, sem þar komu fram og bera vitni um þann þekk- ingarskort bæði á fiskveiðum og rekstri fiskiskipa, sem þessir að- ilar viröast búa yfir: og séu þar sömu sjónarmið á ferð og komið hafa fram áður varðandi fisk- vinnslu I landinu, þar sem fyrst er fjárfest og siðan er barist inn- byrðis um aflann sem á land kemur með yfirborgunum og fjölgun vinnslustöðva þar sem enginn rekstrargundvöllur er fyr- ir hendi, þá er þrautalending þessara framsýnu manna að fara i betlileiðangur i Rikiskassann. Þessir menn eru mjög fundvisir á leiðir, sem auðvelda sjómönnum vinnuna, og ef fara ætti eftir þeirri stórsnjöllu hugmyndum þá værum við sjómenn enn að fiska með gömlu hampþorskanetunum, nótabátar okkar væru kraft- blakkarlausir ög við værum að öðru leyti langt á eftir okkar sam- tið. Stjórnvöld hafa valið þá leið að takmarka sókn með veiðistöðv- unum, sem að okkar áliti er rétt stefna til takmörkunnar á heild- arafla,ef nauðsyn þykir. Vinna til sjós er enginn grinleikur sem út- gerðarmenn geta sett á svið níeð fölskum leiktjöldum til að skapa sér leiðir að tjaldabaki i sam- eiginlega fjárhirslu landsmanna, og við lýsum vantrausti okkar á hugmyndir þeirra i þessu máli, sem við héldum að hefðu verið jarðsettar fyrir mörgum árum, en birtast nú á útvegsheimilinu sem afturganga liðins tima vinnuþrælkunnar til sjós. Við skorum á stjórnvöld aö hafa að engu sýndarályktanir 'sem forusta L.l.Ú. hefur fengið sam- þykktar á aðalfundi sinum meö naumum meirihluta. Guðjón Kristjánsson . skipstjóri, lsafirði Brynjólfur Halldórsson skipstjóri, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.