Þjóðviljinn - 03.12.1977, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977.
Hátiöarsamkoma í Þjóðleikhúsi;
Minnst full-
veldis Finna
Á þriðjudaginn kemur (>.
desember minnast finnar «0 ára
(ullveldis sins. Af þvi tilefni held-
ur Suomifélagið — samtök finna
og Finnlandsvina á tslandi — há-
tiðasamkomu i Þjóðleikhús-
kjallaranuin og hefst hún kl.
31.15.
Þar flytur formaður félagsins
frú Barbro Þórðarson ávarp. Há-
Eero og Risto skemmta á hátfð
félagsins Suomi
RAFAFL
framleióslusamvinnu-
félag iðnaóarmanna
Skólavörðustig 19. Reykjavík
Símar 217 00 2 8022
tiðarræðu heldur Matti Reinilá,
sendiráðsfulltrúi finna á Islandi
með aðsetri i Oslo.
Þá syngur karlakórinn Fóst-
bræður undir stjórn Jónasar Ingi-
mundarsonar.
Fram verður borinn léttur
kvöldverður. Siðan syngja og
leika finnsku listamennimir Eero
Piirto og Risto Ala-Ikkálá. Þessir
listamenn eru hingað komnir i
boði Suomifélagsins og norræna
hússins.Báðir eru þeir úr Austur-
botnum ættaðir. Eero er bóndi og
þjóðlagasöngvari. Hann hefur
ferðast viða og kynnt list sina
m.a. i Austurriki og á Englandi.
Til Ameriku hefur hann farið
tvisvar sinnum til hljómleika-
halds ásamt félaga sinum Risto,
sem hér er lika kominn með
harmonikurnar sinar. Hann leik-
ur bæði einleik og undirleik og er
kunnur af list sinni heima i Finn-
landi sem og viða erlendis.
Samkomunni lýkur svo með
dansi. Verði aðgöngumiða er
mjög i hóf.i stillt að venju kr.
2000,- og er maturinn innifalinn i
verðinu.
A undan hátiðarsamkomunni
kl. 19.30 er finnsk leikdanssýning
á vegum Þjóðleikhússins á stóra
sviðinu. Þekktur leikdansflokkur
„Raatikko” gerir hér stuttan
stans á leið til Ameriku. Hann
sýnir leikdans eftir Mario Kuu-
sela sem byggður er á skáld-
verki hins kunna finnska verð-
launahöfundar Váinö Linna
„Fólk án valds” og fjallar um
Þióðfrelsisbaráttu finna.
Sunnudaginn 11. des. kl. 14.00
halda finnsku konurnar i
félaginu basar á vegum félagsins
i Glæsibæ.
(Frá Suomifélaginu).
WASHINGTON 2/12 Rcuter —
Verkamálaráðuneyti Bandarikj-
anna tilkynnti i dag að yfir 92
miljónir manna hefðu nií vinnu i
Bandarikjunum, eða fleiri en
nokkru sinni fyrr. Aðeins litið dró
þó lilutfallslega úr atvinnuleysinu
i landinu i nóvemberlok. Er at-
vinnuleysið i Bandarikjunum nú
6.9% og eru 6.8 miljónir manna
atvinnulausar, samkvæmt skrán-
ineu.
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að
greiða framlag sitt til flokksins fyrir árið 1977 hið
fyrsta.
Alþýðubandalagið á Akureyri — Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn I Eiðsvallagötu 18 þriðjudaginn 6. desem-
ber kl. 21.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga. 2. Sagðar fréttir af landsfundi. 3. Bæjarmál og
undirbúningur bæjarstjórnarkosninga: Soffía Guðmundsdóttir. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Kópavogi Myndakvöld
Mánudaginn 5. desember verður myndakvöld i Þinghól kl. 20.30. Þeir
sem eiga myndir úr Strandaferðinni i sumar — vinsamlega takið þær
með. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. — ferðanefndin
Alþýðubandalagið i Borgarnesi
Fundur um hreppsmá! efní verður haldinn mánudaginn 4. desember
kl. 20.30 að Klettavik 13 (hjá Eyjólfi). Dagskrá: 1. Inntaka nýrra
félaga. 2. Hreppsmálefni; Halldór Brynjðlfsson hefur framsögu. 3.
Afstaða tekin til þogarakaupa á vegum hreppsfélagsins. 4. Skemmti-
nefnd gerirgrein fyrir störfum sinum. 5. Onnur mál. — Stjórnin.
Aðalfundur kjördæmisráðs i Suðurlandskjördæmi.
Aðalfundur kjördæmisráðsins verður haldin að Bárugötu 9 i Vest-
mannaeyjum laugardaginn 3. desember og hefst kl. 17. Farið verður
með Herjólfi frá Þorlákshöfn.
Dagskrá: I. Venjuleg aðaifundarstörf. 2. Kosið i fastanefndir. 3. Fram-
boðsmál. 4. Æskulýðsmál. 5. önnur mál. — Stjórnin.
Happdrætti Norðurlands
Miðar fást i bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 og á skrifstofu
Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3 og hjá sfmavörðum Þjóðviljans.
Vinningur: Kinaferð fyrir 2 að verðmæti 600.000 kr. Dregið 7. desem-
ber.
Ekkja Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal, Lydia Pálsdóttir, gaf
iþróttahúsinu tvær höggmyndir.
Myndirnar gerði Guðmundur
vegna Olympiuleikanna i Hel-
sinki 1952 og hlutu þær 1. verðlaun
þar.
íþróttahús
vígt ad
Varmá
Á morgun, sunnudaginn 4. des.
kl. 16 fer fram vigsluhátið
iþróttahúss að Varmá i Mosfells-
sveit. Salur hússins er nú tilbúinn
til notkunar en hann er 25x45 m að
flalarmáli. Búningsherbergin eru
i kjallara sundlaugarinnar en þar
er innangengt á milli.
t tilefni af vigslunni hefur Ung-
mennafélagið gefið út blað með
ýmsum upplýsingum um húsið,
sveitina og félagsstarfið. Það ætl-
ar ennfremur að sjá um móttöku
gesta á vigsluhátiðina en henni
mun stjórna Jón Baldvinsson
sveiarstjóri. Skólanemendur
munu fara i hópgöngu, lúðrasveit
leikur, sr. Birgir Asgeirsson flyt-
ur bæn, karlakórinn Stefnir syng-
ur, Jón M. Guðmundsson flytur
ræðu og fleiri ávörp verða flutt.
Þá eru á dagskrá handknattleik-
ur, knattspyrna, fimleikar og
blak. Auk sérstakra gesta er öll-
um ibúum Mosfellssveitar boðið
til vigslunnar.
—GFr
Athugasemd
Framhald af 16. siðu.
„launajöfnunarstefna” þverbrot-
in án afskipta Verðlagseftirlits
rikisins sem virðist hafa tekið að
sér að sjá um framkvæmd launa-
jöfnunar á þann hátt að upp-
mælingartaxtar fái sérstaka
fyrirgreiðslusamkvæmtfrásögn i
fréttagrein Jóns Sigurðssonar.
Af þvi sem hér hefur verið rakið
er ljóst að fullyrðingar Jóns
Sigurðssonar i fréttagrein Tim-
ans frá I. des. eru með öllu ósann-
ar og hljóta að byggjast á van-
þekkingu eða andúð á launþegum
i málmiðnaði og skipasmiðjum.
Hér fylgir með kauptaxti málm-
iönaðarmanna og skipasmiða
sem gildir frá 1. des. 1977 sem vér
óskum sérstaklega eftir að verði
birtir.
2. desember 1977
Guðjón Jónsson járnsmiður
Smiöa
Framháld af bls 8.
varahlutalager verið aukinn
mjög, starfsmenn verið sérþjálf-
aðir til þessara viðgerða, og eins
og áður segir, nýjar vélar og
áhöld fengin til að geta veitt betri
þjónustu við viðgerðir og viðhald.
Rekstur Landssmiðjunnar
gengur mjög vel og eru forráða-
menn hennar afar bjartsýnir á
framtiðina. Undanfarin ár hefur
smiðjan skilað verulegum hagn-
aði, enda hefur verið fyrir komið
margskonar hagkvæmni i rekstri
hennar. -S.dór.
Gúttóslagur
Framhald af bls. 3>.
son og Guðmundur Skarphéðins-
son, formaður Verkalýðsfélags-
ins, koma við sögu. Ýtarlega er
og greint frá atvinnuleysisslagn-
um i Reykjavík 7. júli. Lýst er
fangelsunum upp á vatn og brauð
og sagt frá einu konunni á Islandi,
sem afplánað hefur fangelsisdóm
fyrir pólitiskar sair. Þá er mann-
lifinu á kreppuárunum gerð skil i
sérstökum kafla. 1 lok bókarinnar
eru raktir þeir þræðir sem liggja
frá 9. nóvember 1932 og árinu 1932
til verkalýðsbaráttu seinni ára.
I bókinni er fjöldi ljósmynda og
teikninga, og meðal þeirra eru
frábærar teikningar Tryggva
Magnússonar úr Speglinum frá
þessum árum.
Bókinni fylgir itarleg heimilda-
skrá og nafnaskrá, og eru til-
vitnanir prentaðar neðanmáls á
hverja siðu. Bókin er 296 siður,
prentuð i Prentsmiðjunni Eddu.
Kápugerð annaðist Hilmar
Helgason.
I eftirmála komast höfundar
svo að orði: „Islendingar hafa
sinnt samtimasögu sinni, ekki sist
verklýðssögu, ósæmilega illa.
Hafi höfundum tekist að kynda
undir áhuga á að sinna þessum
þætti betur er tilganginum náð.”
Bókaútgáfan örn og örlygur
hyggst halda áfram að gefa út
bækur um pólitisk átök úr sam-
timasögunni, en i fyrra kom út
hjá útgáfunni bókin 30. mars.
Leikfélagið
Framhald af bls. 3.
dóttur. Leikendur eru aðeins
tveir, þau Erlingur Gislason og
Sigurveig Jónsdóttir en leikstjóri
er Brynja Benediktsdóttir.
Þaö gerast víðar merkileg-
ir hlutir en i Reykjavík.
Það má með sanni segja að
Leikfélag' Akureyrar standi
atvinnuleikhúsunum i Reykjavik
fyllilega á sporði bæði hvað snert-
ir fjölda verkefna i uppfærslu og
aðsókn að sýningum. Frum'sýn-
ingar eru 6 á ári og fjöldi leikhús-
gesta um 13.000. Þó er fjárveiting
til L.A. mörgum sinnum minni en
til leikhúsanna i Reykjavik sem
vafalaust hafa úr of litlu að spila.
Aðspurð um ástæðuna fyrir þvi að
fjárveiting væri svo miklu minni
til L.A. taldi Brynja einkum vera
þá að það tæki svo geysilega lang-
an tima að koma fólki i skilning
um að viðar gerðust eftirtektar-
verðir og merkilegir hlutir en á
höfuðborgarsvæðinu.
Öllum sagt upp.
Málin standa þannig hjá Leik-
félaginu nú að allt er i fullum
gangi eins og áður segir en þó hef-
ur öllum verið sagt upp störfum
frá og með 1. desember og er upp-
sagnarfresturinn 6 mánuðir.
Útlitið er þvi ekki gott en við von-
um það besta sagði Brynja.
#WÓÐLEIKHÚSIfl
RAATIKKO
Finnskur ballettflokkur —
gestaleikur
Frumsýning i kvöld kl. 19.30
Verkefni: Valdalaust fólk
2. og siðasta sýn. miðvikudag
kl. 20
Verkefni: Salka Valka
GULLNA HLIPIÐ
aukasýning föstudag kl. 20
Siðasta sinn.
DÝRIN í HALSASKÓGI
laugardag kl. 15.
TÝNDA TESKEIÐIN
laugardag kl. 20
Litla sviöið;
FRÖKEN MARGRÉT
fimmtudag kl. 21.
Miðasala 13,15-20.
LHlKFElAC',
RKYK|AVlKUR "
SKJALDHAMRAR
i kvöld kl. 20.30
Miðvikudag kl. 20.30
GARY KVARTMILJÓN
Sunnudag kl. 20.30
Fimmtudag kl. 20.30
Næst siðasta sinn
SAUMASTOFAN
Þriðjudag kl. 20.30
Föstudag kl. 20.30
Siðasta sýningarvika fyrir jól
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30
Simi 16620
BLESSAÐ BARNALAN
Miðnætursýning i Austur-
bæjarbiói i kvöld kl. 20.30
Næst siöasta sýning á þessu
ári.
Miðasala i Austurbæjarbiói kl.
16-23.30 Simi 11384
Gautaborg
Framhald af 1
gerði það auðveldara fyrir um
allar athuganir. Þá hefur og
mörgum létt vegna þess, að tala
þeirra sem saknað er hefur mjög
lækkað. Samkvæmt opinberum
tölum i gærkvöldi var þá tólf
manna enn saknað, en fáeinum
klukkutimum siðar var trlkynnt
að sú tala væri komin niður i
fjóra.
Komið hefur i leitirnar 13 ára
gamalt skjal frá jarðfræðingum,
þar sem kemur i ljós að jarð-
fræðingarnir höfðu þá varað við
þvi að byggt yrði á þesu svæði.
Hefur sú uppgötvun að vonum
vakið mikla ólgu. Gautaborg er
að miklu leyti byggð á fyrrver-
andi sjávarbotni, þar sem er leir
lag sem safnar i sig miklu va,tni
i rigningum. Sérstaklega eru
svæðin meðfram Gautelfi, sem
skiptir sér i margar kvislir er
dregur nær ósnum, og þverám
sem þar falla i hana talin hættu-
leg. Hefur það raunar lengi verið
álitið.
Enn er talin mjög mikil hætta á
áframhaldandi skriðuföllum.
Mikill fjöldi manna vinnur að
björgunarstarfi. I þvi sambandi
hefur það orðið nokkurt vanda-
mál að fólk hefur farið inn á
svæðið og stolið úr yfirgefnum
húsum, og hefur það orðið til þess
að valda lögreglunni, sem þarna
vinnur ásamt með öðrum að
björgunarstarfinu, nokkrum
töfum. Yfirvöld hafa verið þögul
um það, hverjir það séu sem
staðnir hafi verið að hnuplinu.
Jólakaffi
Hringsins
Komist i jólaskap og drekkið eftirmiðdagskaffi hjá Hringskon-
um að HÓTEL BORG sunnudaginn 4. desember kl. 3.
Þar verður einnig á boðstólum:
jólakort Hringsins, jólaplattar Hringsins, skyndihappdrætti
með fjölda góðra vinninga, m.a. ferð til Kaupmannahafnar.