Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA —ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977 Róbert Elíasson á skjánum Róbert EHasson: öll hin faglegu og tæknilegu skilyröi eru fyrir hendi. Svosem alþjóð mun kunnugt var sýnt nýtt ís- lenskt sjónvarpsleikrit á skjánum okkar 3. des. s.l. //Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum" hét það, samið af Davið Odds- syni, leikstýrt af Hauki Gunnarssyni, kvikmyndað af Haraldi Friðrikssyni og ,,upptöku stjórnaði Andrés Indriðason". Með stærstu hlutverkin fóru þau Pétur Einarsson, Anna Kristín Arngrimsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Baldvin Hall- dórsson, Sigurður Karls- son, Björg Jónsdóttir og f leiri. Þegar ég nú sest niöur til aö skrifa um þetta leikrit reynist einn erfiðleiki öðrum stærri: að muna, um hvað fjallaði þetta leik- rit? Framhjáhald, já alveg rétt. Framhjáhald hefur frá örófi alda þótt afar gott efni i gamanleiki, og svosem ekkert við þvi að segja. Hér er lika á ferðinni gamanleikur, nokkuð snoturlega gerður, ef ég man rétt. Best man ég eftir forkostulegum andlits- viprum Baldvins Halldórssonar i hlutverki næturvarðar á hóteli. Hinir leikararnir stóðu sig líka með ágætum. Tæknilega séð er myndin snurðulaus, held ég. Útaf fyrir sig er það fagnaðarefni: nú vitum við (og vissum það reyndar áður) að tæknilegir möguleikar eru fyrir hendi, sjónvarpið ræður yfir kunnáttumönnum á öllum stigum framleiðslunnar og leik- ararnir eru orðnir hagvanir i upp- tökusal. Nú vantar ekkert nema innihaldið. Einn ágætur kunningi minn benti mér á tvo möguleika i sam- bandi við túlkun á boðskap þessa nýja leikrits. Hinn fyrr er vel- viljaður og marxleninskur og segirsvo: „Róbert Eliasson kem- ur heim frá útlöndum” er hin hat- rammasta ádeila á islenska borgarastétt. Spilling og siðferði- leg eymd stéttarinnar kemur hvað sterkast fram i þvi, að full- trúi hennar þorir ekki að láta verða af þvi að ljóstra upp um framhjáhald konu sinnar þegar hann kemst að raun um það, að það er yfirmaður hans sem hefur kokkálað hann. Samkvæmt þessu er Davfð Oddsson borgarfulltrúi hinn slóttugasti borgarskæruliði á laun og ætlar sér náttúrlega aö eyðileggja kerfið innan frá. Annar möguleiki, samislenskur og illkvittnislegur, er sá, að hér sé um auglýsingamynd fyrir dag- blaðið Visi að ræða, sem hefur verið færð i búning alllangs gamanleiks til að sjálf auglýsing- in verði ekki eins áberandi. En eins og allir vita er sú auglýsing sniðugust sem þykist ekki vera auglýsing. Áhorfendur muna, að á einum stað er Róbert langa lengi að reyna að komast að þvi hvað stendur i Visi og fær að lok- um blaðið i hendur. Þetta atriði þjónar engum tilgangi öörum en þeim, að þetta er kannski eina ánægjustundin sem Róbert karl- inn hinn kokkálaði eignast i leikn- um. Dagblaðið Visir og lukkan eru hvort öðru nálæg. Kannski eigum við von á þvf að Dagblaðið fái aðra kómediu i sjónvarpi með hliðstæðum tilvisunum svo að hlutleysiskröfum verði fullnægt? Ég get Imyndað mér ótal mögu- leika á túlkun ieikritsins, i viðbót við þessa tvo. Eiginlega má teygja það á alla vegu. Mér fannst þetta betri afþreying en „Undir sama þaki” — flatneskjan var ekki eins flöt og lágkúran ekki eins lág. Það hefur komið fram i fréttum að þessi afurð íslenska sjónvarps- ins verði sýnd á hinum Norður- löndunum á næstunni. Áhorfend- ur þar ættu nú að vera farnir að kannast við innréttingar og hús- búnað i islenskum einbýlishúsum, og varla getur „siðleysi íslensku borgarastéttarinnar” verið þeim nein ný bóla. Hvernig væri nú að fara að spreyta sig á öðrum við- fangsefnum? Hvernig væri t.d. að sýna öðruhverju venjulegt fólk, fólk sem vinnur með höndunum og hugsar með heilanum og býr ekki i snobbhverfunum? Kannski slæddist þá með einhver hugsun, eitthvert innihald? I dag, sunnudag, eru síðustu forvöð að sjá sovésku myndina „Ham- let" í kvikmyndaklúbbi framhaldsskólanna Fjala- kettinum. Þessi frábæra mynd er frá árinu 1964. Leikstjóri er Grigori Kosintsef, sá hinn sami og gerði Lé konung, sem Fjalakötturinn sýndi fyrir stuttu. Tónlistin i Hamlet er samin af Dmitri Sjostakovits, sérstaklega fyrir þessa mynd. Aðalhlutverkið leikur Innokenti Smoktúnofski og hlaut hann heimsfrægð fyrir þessa túlkun á Hamlet. Smoktúnofski er með af- brigðum fjölhæfur leikari og má segja að hann spanni yfir allt sviðið,allt frá léttasta farsa yfir i .dýpsta harmleik. Af öðrum fræg- um hlutverkum hans má nefna Vanja frænda og Tsjækofski i samnefndum kvikmyndum. Anastasia Vertinskaja leikur Ófeliu. Hún kom hingað til lands fyrir nokkrum árum ef ég man rétt, I tilefni af sovéskri kvik- myndaviku. Vertinskaja er vin- sæl leikkona i heimalandi sinu og hefur leikið i ótal kvikmyndum. Kosintsef var einn af frum- kvöðlum sovéskrar kvikmynda- listar, aöeins nokkrum árúm yngri en Eisenstein. Fyrstu kvik- mynd sína gerði hann árið 1925, en þá siðustu (Lé konung) 46 ár- um síðar eða 1971. Sfðustu ár ævi sinnar var hann löngum niður- sokkinn i Shakespeare og árangurinn af þvf grúski sjáum við i tveimur sérlega athyglis- verðum kvikmyndum einsog áöur getur. myndir eins og „El” og „King Kong”. Áhersla er ekki lögð á að sýna persónurnar frá ýmsum hliðum, heldur að sýna sveiflur milli sterkustu tilfinninga og of- stopafyllstu aðgerða. Welles reynir að ýta áhorfandanum inn i heim martraðar. Myndavélin er oftast kyrr. Persónurnar eru hinsvegar á stöðugri hreyfingu og sjálf orðin eru litt undirstrikuð af myndatök- unni... Welles sýnir Macbeth sjálfan sem mann er eyðingaröfl- in hafa náð taki á frá byrjun myndarinnar. Nornirnar spinna honum örlagavef og hann gerir enga tilraun til að brjótast undan þeim.” Þeir Kosintsef og Welles túlka Shakespeare hvor á sinn hátt. Kosintsef leggur áherslu á sögu- legan bakgrunn verkanna, túlkun hans byggist á sögulegri efnis- hyggju. Persónurnar eru settar I rökrétt samhengi við umhverfi sitt og samtima. Þetta þýðir þó ekki að þær fjarlægist okkur og verði að safngripum. Skilningur Kosintsefs á sögunni og lögmál- um hennar er ekki skematfskur heldur djúpur og mannlegur. Orson Welles beitir öðrum að- feröum sem eiga meira skylt við sálfræöi en sagnfræöi. Gallinn við mynd hans um Macbeth er sá aö hún byggist á stjörnuleik hans sjálfs. Það er ekki einsdæmi I kvikmyndasögunni aö svo fari þegar leikstjórinn leikur sjálfur aðalhlutverkið. Þá er stundum einsog hinar persónurnar gleymist, hverfi I skuggann. En þrátt fyrir þennan galla er mynd- in talin sigild, enda Orson Welles einn af snillingum samtiðarinnar. túlkun sinni. Hann hefur gert ýmsar tilraunir, t.d. sviðsetti hann Macbeth I Harlem með svertingja I öllum hlutverkum, gerði nornirnar að woodoo-læknum og lét leikinn gerast á Haiti. 1 annað sinn setti hann Júllus Cesar i nú- timabúning kem hliðstæðu fasismans. Þróunin hefur orðið sú að Welles hefur orðið textanum æ trúrriog lagt meira upp úr túlkun persónanna. Hann reynir að sýna áhorfendum inn f innri heim per- sónanna. Þetta gerir hann i kvik- myndinni um Macbeth. Hann sýnir aðalpersónuna Macbeth sem mann firrtan hinum ytri heimi, lausan frá reglum sam- félagsins. Verkið er langt frá öllu raunsæi, áhorfandinn er staddur i leikhúsi undirmeðvitundarinnar. Macbeth-útgáfa Welles minnir stundum á gamlar hryllings- Orson Welles I Macbeth En fleiri hafa kvikmyndað verk Shakespeares.og i næstu viku er Macbeth á dagskrá Fjala- kattarins I útgáfu Orson Welles. Welles gerði þessa mynd árið 1948 og lék sjálfur titilhlutverkið. í sýningarskrá Fjalakattarins segir m.a.um þessa siðustu mynd sem á dagskrá er á þessu ári: „Welles hefur ævinlega farið sinar eigin leiðir f Shakespeare- Shakespeare í Fjalakettínum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.