Þjóðviljinn - 11.12.1977, Side 9

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Side 9
Sunnudagur 11. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Æ,auma skammdegi Vindurinn stynur þungt við svef nherbergisglugg- ann minn og augnalok mín eru þung sem blý. Æ erf ið- ara verður að opna augun með hverjum morgni sem liður. Skammdegis- myrkrið verður þyngra og þyngra. Einn svartan morgun sit ég á rúmstokk og nugga augun. Eftir langa mæöu tekst mér að standa upp. Svo hægt. Kófdrukkinn af svefni gægist ég út á milli glugga- tjalda eftir veðri. Hvað sé ég? Tvö tungl á lofti. Skýran hálf- mána og annan daufari fyrir neðan. Annars hugar sný ég frá glugg- anum, silastútá ganginni átt að eldhúsinu. Á miðri leið stoppa ég eins og viðutan, geng til baka og gægist aftur út um gluggann. Jú, það ber ekki á öðru. Tvö tungl á lofti. Ég velti vöngum um hríð, aula- legur og þrælkenndúr af svefni, smeygi mér hægt i fötin, fer fram i eldhús, hita kaffi og drekk. Svo fer ég enn á ný inn i herbergið og lit nú vandlega út um gluggann i þriðja sinni og þar eru tvö tungl á lofti. Ég fer nú að reyna að hugsa. Er ekki eitthvað til um mörg tungl á lofti. Þrjár sólir á lofti. Þær eru vist til. Ég fer inn i stofu og tek Jónas á Hrafnagili út úr bóka- skápnum, en ekkert er að finna um mörg tungl á lofti i henni og ekki heldur hjá Jóni Arnasyni. Svo fer ég út og hugsa svo stift að ég gleymi að gá eftir tungl- unum minum. Sviplaus sit ég i strætó og hugsa og hugsa. Þegar ég kem á vinnustað er orðið svo bjart að tunglskammirnar eru horfnar. Þetta hlýtur að vera stórfrétt — að sjá tvö tungl á lofti. En enginn annar á ritstjórnar- skrifstofunum hefur séð þessi tvö tungl og fólk hallast jafnvel að þvi að gera grin að mér. Ég verð bæði sár og reiður. Ég hringi á Veður- stofuna og þar hefur enginn séö neitt. Veöurfræðingurinn sem ég tala við er samt fullur samúðar og reynir að finna skýringu á þessu, kemur með alls konar eðlisfræðilegar útskýringar, en viðurkennir samt að hafa aldrei séð eða heyrt talaö um fyrir- bærið. Að lokum hringi ég til Páls Bergþórssonar. Jafn glöggur maður og hann er hlýtur að hafa séð þetta. Þegar ég er búinn að segja honum sýn mina segir hann: „Heyrðu, hefur þetta ekki bara verið speglun i rúðunni?” Vindur stynur þungt við svefn- herbergisgluggann minn. Næsta svarta morgun lit ég blindauga- fullur af svefni út um hann. Og hvað sé ég? Tvö tungl á lofti sem fyrr. Og enn lit ég út og i þriðja sinn. Svo opna ég gluggann. Og hvað sé ég? Barasta einn hálfmána og karl- inn i tunglinu glottir meinfýsinn til min. Æ, auma skammdegi. —GFr Dömu- og herra- skyrtur íalgjömm sérflokki, nýjar sendingar --elfur TIZKUVERZLUN Laugavegi 38 Sími 10765 Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Kveniélag sósíalista Fundur verður haldinn mánudaginn 5. desem- ber 1977 í Félagsheimili prentara, Flverf isqötu 21 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Minnst 60 ára afmaelis Sovétlýðveldanna: Gestur f undarins, ræðir um nokkur atriði úr hinni nýju stjórnarskrá Sovétlýðveldanna. Upplestur. 2. Þrjár telpur flytja tónlist. 3. Bögglauppboð. 4. Hátíðaveitingar. Félagskonum er velkomið að taka með sér 9esti- Stjórnin C^UOTl ódýrar og einfaldar Canon margbrotnar m/homaf. Canon hraðvírkar prentandi CaHOB sterkar og einfaldar VERSLIÐ VIÐ FAGMENN við ráðleggjum yður hentuga gerð ATH: IAFNVEL í JÓLAÖSINNI ERU NÆG BÍLASTÆÐI HJÁ OKKUR Shrifuélin hf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.