Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977
Gunnar Gunnarsson
skrifar
frá Stokkhólmi:
5. des. i Stokkhólmi.
Það var um daginn i dimmum
Vasastað siðla kvölds og fáir
komnir i jólaskap, að ungur
námsmaður islenskur rölti eftir
gangstétt og var kannski einum
of annars hugar en hollt er i svo
skuggalegu hverfi. Kannski var
hann að hugsa um Lánasjóð,
þennan skitlega hallæriskontór
uppi á tslandi, sem stöðugt lætur
það henda sig að halda fólki
svöngu og smánarlega blönku,
áður en hann lætur af þvi verða
að lima aftur umslagið með okur-
láninu. Kannski var hann bara
að flýta sér heim i kuldanum og
hugsaði ekki neitt. Og kannski
var hann ögn sljór að forma upp-
byggjandi hugsanir vegna þess að
hann var að koma af ölkrá nokk-
urri þar sem umræður teygjast
fram á kvöldið. Hvað um það —
heilinn hrökk i gang á einu
andartaki, rétt i þann mund sem
vinur vor var að brugga Lána-
sjóði banaráð, þegar hvitur bill,
nokkuð aldurhniginn, stansaði
nokkra metra frá honum og út
stigu tveir menn. Nei — heilinn
rauk ekki i gang vegna þess að
Met í spretthlaupi
Hann snerist vitanlega á hæli
og hljóp eins og Tóti tófusprengur
forðum hentist yfir götur og
gatnamót, þandi sig á sprettinum
meðfram dökkum húsveggjum
eins og Hilmar Þorbjörnsson áð-
ur eða Orn Clausen, hljóp eins og
vitlaus maður og þorði aldrei,
ekki i eitt einasta skipti, að lita
við til að athuga hvort litli karlinn
með skeggið og kringlóttu augun
hefði við honum, eða hvort sá
langi i hvolpaburðinum hentist
lika sem fætur toguðu og héldi
fast i svarta hákolluna. Eða
sneru þeir við og tóku billinn til
að ná honum fyrr, drepa hann og
ræna?
Um þetta frétti landi vor aldrei,
þvi hann létti ekki á trylltum
sprettinum fyrr en hann hafði
teygt sig yfir allan miðbæ Stokk-
hólms, framhjá Dramaten og ein-
hvern fjandann upp á Gerði.
Otrúlegt? Já.
Þar þorði þessi nýi , óviður-
kenndi heimsmethafi i sprett-
hlaupi, loks að lita við. Hann var
einn i.bænum. Allir aðrir farnir að
sofa. Kannski einn og einn kaup-
maður að búa sig i jólaslaginn,
Rándýr,
j ólaköttur og lánasj óður
vinur okkar sá þessa tvo sem
voru ósköp hversdagslegir —
annar langur og hokinn, bar
hvolpa, sagði vinur okkar, hafði
greinilega mikinn komplex yfir
að verá með skalla, enda hafði
hann limt á sig ódýra, svarta
hárkollu, hrukkóttur, rauð-
eygur áaðgiska sextugur. Með
honum tritlaði litill kúluvambi
með mikið alskegg, rétt týrði i
kringlótt augu i feitu andliti og sá
litli náð þeim með hárkolluna i
öxl — og gengu beint framan að
vini vorum. Islendingurinn ætlaði
að skjóta sér milli þeirra og
halda siðan sina leið og átti ekki
nema þrjá metra ófarna að þeim,
þegar hann sá hnifsblöðin blika i
höndum þeirra, bévitans fant-
anna, sagði hann með áherslu,
borubrattur eftir að hafa lifað
draugana af.
stöku sjúkrabill fór æpandi gegn-
um borgina, einn og einn siðbúinn
drykkjumaður, nokkrir ræn-
ingjar, fjórtán raggarar i eltinga-
leik, fimm flækingshundar og ein
kerling full. Að öðru leyti sýndist
honum sviöið autt. Þá ákvað hann
að stytta sér leið heim, svo hann
kæmist fyrr i að brugga Lána-
sjóði banaráð, eða finna út hvern
féíaga sinna hann gæti hugsan-
lega slegið fyrir mat á morgun.
Og gekk hnarreistur inn i blind-
götu sem hann þekkti ekki.
Fyrir enda götunnar var stór
garður. 1 garðinum fallegt hús,
ljós i glugga og sá I skiðgarð bak
við húsið og handan við það önnur
gata. Vinur vorákvaðað laumast
inni þennan fina garð, hlaupa
gegnum hann, fleygja sér yfir
skiðgarðinn og komast þannig á
rétta leið heim.
Mannsins besti
vinur
Hann var staddur i miðjum
garðinum, þegar dyr lukust upp á
húsinu og hann bæði sá og heyrði i
ljósskimunni sem skaust fram
milli stafs og hurðar, að Messias
Handels snerist á fóninum, og
stórum úlfhundi var sleppt á eftir
þeim sem þannig tróð frosið gras-
ið villubúans. og nú varð landi
vor að taka á honum stóra sinum.
Hann vissi um leið og hundurinn
smaug út, að hér dugði ekki að
segja hvutti litli voff voff. Eina
ráðið var að reyna aftur að
bjarga sér undan glefsandi rökk-
um næturinnar. Og hann hljóp.
Varðhundur borgarans i dyra-
gættinni gelti eins og Mogginn
fyrir kosningar og kom yfir flöt-
ina i' nokkrum stökkum og ber-
aði tennurnar. Islendingurinn
komst að skiðgarðinum, gat velt
sér yfir hann og var að hugsa um
að fara aö róa taugarnar, þegar
hundhelvitið, birtist á götunni,
hafði komið út gegnOm gat og
vildi nú éta Mörlandann þar á
malbikinu þótt mjór væri og
beinaber, þökk sé Lánasjóði. En
lifskraftur leyndist enn með okk-
ar manni. Beint framundan á
miðju bilastæði eða einhvers kon-
ar hringtorgi stóð simaklefi.
Þetta var simaklefi sem litur út
eins og risastór hjálmur af kross-
ferðariddara, dökkgrár á lit meö
viravirki eða einhverju neðst og
hurð sem nær ekki nálægt þvi nið-
ur á götu. Mig minnir að svona
klefa hafi Heimdellingar eða ein-
hverjir sprengt i loft upp i
Reykjavik fyrir löngu.
Okkar maður hentist inn i klef-
ann. Og það gerði hundurinn
lika. Ægilega grimmt, logandi
tryllt og i fullkomnu morðingja-
æði tróð skrimslið sér undir hurð-
ina og ætlaði að éta vin okkar, áð-
ur en hann gæti hringt á lögguna.
En á neyðarstund leynist stund-
um einn og einn adrenalindropi
þar sem maður taldi útilokað að
nokkur lögg væri eftir. Og land-
inn snari flaug upp i rjáfur sima-.
klefans, gat einhvern veginn
skorðað sig þar uppi svo að hund-
ur burgeisans, málpipa eigna-
mannsins, stoð hans og stytta,
verndari og besti vinur, gat ekk-
ert gert annað en gelt.
Eðlilegur endir þessa ævintýris
Mörlandans i Stokkhólmi er vit-
anlega sá að setja nú punkt.
Skilja þann sem hugsar dökkleit-
ar hugsanir heim til Lánasjóðs
eftir hangandi skjálfandi af
hræðslu uppi i rjáfri simaklefa i
höfuðborg konungsrikisins^ Svi-
þjóðar. En væri það ekki fúl-
mannleg framkoma? Fjanda-
kornið —þeir sem vilja hafa dólg-
inn þarna áfram, hætta þá að lesa
hér, hinir geta lesið eitthvað
áfram.
Hugurinn reikar
víða
Nú er bókatið hér i landi eins og
heima. Vinur okkar, mikill
lestrarhestur, hefur eflaust farið
að hugsa um nýútkomnar bækur,
velta fyrir sér ástandinu i pólitik-
inni eöa jafnvel lofað þvi að skrifa
hrósgrein i Moggann um Lána-
sjóð, slyppi hann lifandi frá
varnarliði villueigandansog heim
á gott hjónarúm sitt einhvern
tima fyrir jól. Kannski hefur
hann lika lofað bót og betrun á
fleiri sviðum, jafnvel gengið svo
langt að heita þvi að skrifa nið-
grein um Svia og sænskar bók-
menntir i Moggann slyppi hann úr
prisundinni fyrir helgi. (Þaö er
allt i lagi að gefa svona loforö,
maður svikur þau bara sagði
skepnan mér seinna). Og kannski
hefur hann ætlað aö skrifa grein i
Alþýöublaðið um hin miklu áhrif
sem formaður félags ungra
jafnaðarmanna á Reykjanesi
haföi á Olof Palme, Ég veit það
ekki. Og eflaust væri landi vor
enn sambandslaus og skoröaður I
simaklefann, ef varðhundur
borgarans hefði ekki brugðið við
eins og varnarkanarnir á Kefla-
vikurflugvelli gera alltaf þegar
þeir sjá rússneska þotu á flugi
einhvers staðar i norðurgeimn-
um: Hann gelti nokkrum sinnum
með klögunartóni og fór svo
heim.
Vin vor var svo fastur i klefan-
um, að hann ætlaði ekki að kom-
ast niður. Og þegar hann loksins
hafði jarðkringluna aftur undir
iljum sér, gáfu hnén eftir og ör-
magna af þreytu og með
taugarnar i hnút, hné hans niður
skjálfandi, hikstandi (eflaust
grátandi, þótt hann léti það ekki
fylgja með i sinni útgáfu sögunn-
ar) og gat ekkert annað en setið.
Hefði hundfiflið komið aftur til að
athuga með hann, hefði hann i ró
og næði getað dundað sér við það i
froststillunni að fækka Islending-
um um einn. En hann kom ekki.
✓
Eg geng í hring...
En þótt söguhetja vor hafi
sloppið við hundskjaftinn um
daginn, þá er hann ekki með öllu
laus við rándýr og dóna. Það er
nefnilega þónokkur hætta á að
hann fari I jólaköttinn. Tittnefnd-
ur Lánasjóður hefur nefnilega
fundið upp svakalega slungið
kerfi (ég var reyndar undrandi
yfir að enginn sem þekkir það
kerfi vel, t.d. af eigin raun, skuli
ekki skrifa um það lærða ritgerð
og ná sér þannig i t.d. sænskan
styrk). Þetta kerfi er þannig, að
Lánasjóður dregst hugsanlega á
aö lána blönkum námsmanni með
hæstu vöxtum og er lániö jafn-
framt visitölubundið. Þetta eru
verstu kjör sem nokkur lántaki á
Islandi fær. Siðan fer stúdentinn
að stúdera, en aldrei kemur lánið.
Þá verður stúdentinn að hætta að
stúdera, amk. i bili, og fær sér
vinnu til að bjarga sér frá hungri.
Og vegna þess að hann er kominn
i vinnu, kannski hálfan daginn á
póstinum, þá verður timasóknin
slakari og námspunktum hans
fækkar. Það merkir að Lánasjóð-
ur hættir við að lána. Sá sem ekki
stendur sig nógu vel, eða heldur
timaáætlun i námi, fær ekki lán.
Þannig var fariö með þennan úr
simaklefanum. Hann fékk vinnu á
aðalpósthúsi Stokkhólmsborgar
og flokkar nú jólapóstinn i djöfuí-
móð.