Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977 LllÐVÍK JÓSEPSSON: Gengislækkunarstefnan og spariféð Liklega er ekkert mál sem búiö er aö flækja jafn hroöalega fyrir almenningi og veröbólgumálið. Aö visu skal játaö að veröbólgu- máliö er ekkert einfalt eöa auð- skiliö mál enda er þaö svo aö um þaö er deilt af hagfræöingum i flestum löndum. En þrátt fyrir misjafnar skoöanir sérfræöinga á orsökum og eöli veröbólgu, þá er þó alla jafna ekki deilt um vissar þýðingarmiklar staöreyndir málsins. bannig er t.d. ekki þörf á að deila um þá staöreynd að gengislækkun fylgir verðlags- hækkun.ogaö hækkun söluskatts, leiöir til hækkunar verðlags. Hið sama er aö segja um hækk- un vaxta, hUn leiöir jafnan til hækkunar á verölagi eöa aukinn- ar dýrtiöar. Deilurgeta aö sjálfsögðu staöiö um það hvort réttog nauðsynlegt hafi veriö aö lækka gengiö og eins um það hvort nauðsynlegt hafi verið að hækka söluskatt eöa hækka vexti. En um afleiðingarnar á ekki að deila. Það er staðreynd sem ekki verður gengið fram hjá, aö nú- verandi rikisstjórn hefir tekiö ákvaröanir sem leitt hafa til þess að erlendur gjaldeyrir hefir hækkaö gagnvart islenskri krónu um 120% frá 1. september 1974 til 1. nóvember 1977 eöa á 38 fyrstu starfsmánuöum sinum. Þessi gifurlega mikla gengis- breyting hefir leitt til þess aö inn- fluttar vörur hafa hækkað I verði um 120%. Til viðbótar viö þessi verð- hækkunaráhrif hafa svo komið afleiöingarnar af skattahækkun- um og há-vaxta-stefnunni. Veröbólgan hér á landi siðustu árin stafar þvi óumdeilanlega af ákvörðunum rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum. HUn hefir talið „rétt” að lækka gengið, talið „rétt” að hækka skatta og talið „rétt” að hækka vexti. Eða meö öörum oröum: rikisstjórnin hefir taliö „rétt” að beita veröbólgunni sem hag- stjórnartæki i þvi skyni aö ná fram þeim „jöfnuði” i tekju- skiptingu i þjóðfélaginu, sem hUn hefir talið nauðsynlega. Gengislækkun og spariféð Gengislækkun leiðirekki aðeins til hækkandi verös á innfluttum vörum og aukinnar dýrtiðar al- mennt. HUn leiöir til þess að spariféö i bankakerfinu, rýrnar að verðgildi. Þann 1. nóvember s.l. var sparifé landsmanna i inniáns- stofnunum 63.8 miljaröar króna. Gengislækkun sem nemur 20% og framkvæmd er á sama hátt og nUverandi rikisstjórn geröi 1. september 1974, eða rétt eftir aö hún kom til valda, myndi skera niöur verögildi þessa sparifjár um 12,8 miljaröa króna gagnvart erlendum vörum. Hér er ekki um neinn smáræöis niöurskurö aö ræöa. Gengislækkun enn til viöbótar, einsog sú sem rikisstjórnin fram- kvæmdi aftur i febrúar-mánuöi 1975 eða um 25% myndi skera niður verögildi þessa sparifjár um 16 miljarða króna. Þannig hefir gengislækkunar- stefna rikisstjórnarinnar veriö að kurla niöur verögildi sparifjárins sem geymt hefir verið i islensk- um krónum. Vaxtahækkunar- stefnan Þeir aöilar sem þannig hafa staðið að verörýrnun sparifjárins sem nemur tugum miijaröa á undanförnum þremur árum, segjast n U vilja bæta hag spari- fjáreigenda meÖ vaxtahækkun. Sú vaxtahækkun hefir þd komið sparifjáreigendum aö litlu gagni fram til þessa. Frá 15/7-1974 til 21/11-1977 eða nú fyrir skemmstu, voru innláns- vextir af sparisjóösbókum óbreyttir eða 13% af almennum sparisjóðsbókum og 16% af 12 mánaðabókum. A slikum bók- um er meginhluti sparifjárins. Vaxta-aukareikningar voru teknir upp 1. mai 1976 og þar var um 22% vexti aö ræöa. Vextir á þeim reikningum voru siöan hækkaðiri 26%þann l.ágústl977 og f 29% 21. nóv. s.l. Vissulega er hér um hækkun á innlánsvöxtum aö ræöa þegar um vaxta-aukainnlán er aö gera. Envextirafööru innlánsfé hafa ekki hækkað frá 15/7-74 fyrr en nú þann 21/11-1977. Þann 1. nóvember s.l. nam sparifé á vaxta-aukareikningum 14,7 miljörðum króna en á öðrum sparireikningum48,7 milj. króna. Það eru þvi einvöröungu þeir sparifjáreigendursem hafa getaö notfært sér vaxta-auka-reikning- ana sem notiöhafa vaxtahækkun- araö undanförnu. Þeiraöilar sem þá reikninga eiga eru oft ýmis- konarsjóöir og stofnanirog aöilar sem eiga all-mikiö sparifé. Hinn almenni sparandi virðist geyma fé sitt I almennum bókum.enda á hann oftekkihægtum vik aö festa fé sitt til lengri tima. En aö hve miklu leyti hefir svo vaxta-hækkunin komiö sparifjár- eigendum að gagni? Vaxta-tekjur sumra hafa aukist nokkuö en á samá tima hefir gengið sigið og verðrýrnun peninganna orðið miklu meiri af þeim sökum. Há-vaxta-stefnan hefir hækkað verðlag — aukiö veröbólguna og ýtt undir gengislækkunarkröfur. Þegar allt er taliö hafa spari- fjáreigendur tapaðá öllu saman. Hverjir borga háu vextina? 1 áróöri þeirra sem ábyrgö bera á há-vaxtastefnunni, er þvi mjög haldið fram, aöháu vextim- ir séu ákveðnir til þess aö bæta sparifjáreigendum upp verörýrn- un peninganna i hinni miklu verö- bólgu. Þessi áróöur er rangur i veiga- miklum atriðum eins og hér hefir verið sýntfram á. Háu vextirnir renna ekki nema að litiu leyti til hins almenna sparifjareiganda. En hvaö er svo aö segja um háu Utlánsvextina þar sem víxilvextir eru nú orönir 20,5% og vextir af vaxta-auka-lánum 30% og dráttarvextir 36%? Eins og nú er komið munu flest- argreinaratvinnurekstrar greiöa 22-28% i vexti að meöal-tali. Hverjir greiöa þessa vexti? Þvi er fljót-svaraö. Þessa okur- vexti verður almenningur aö greiða, sparifjáreigendur jafnt sem aðrir. Þessa háu vextileggur verslun- in á hiö almenna vöruverö. Hið sama gerir iðnaðurinn og sömu- leiöis allur þjónusturekstur. Allir þessir aöilar velta vöxtunum af sér Ut í verðlagið. Og hvaö um verö á land- bUnaðarafurðum? Auövitaö er það hækkaö sem vaxtahækkun- inni nemur. Þannig eykur vaxta- hækkunarstefnan verðbólgu-vandann Gagnvart Utflutningsatvinnu- vegum verka þessir háu vextir sem hver önnur rekstrar-Utgjöld sem siöan leiöa til þess aö annað hvort þarf aö lækka laun eöa hráefnisverð eöa þá aö gripið er til nýrrar gengislækkunar. Vextir eru i mörgum atvinnu- greinum mjög háir Utgjaldaliöir og yfirleitt þvi hærri sem fram- leiðslustigið stendur lengur yfir eins og t.d. i allri fullvinnslu. Samkvæmt Utreikningum Þjóö- hagsstofnunar námu vaxtagjöld i Utflutningsiönaöi 32,4% af öllum launum og launa-tengdum gjöld- um miðaö við haustiö 1976. Óhætt er aö fullyröa aö margar Utflutningsgreinar verða nú aö greiða 40-50% i vexti miðað við aiiar launagreiðslur og launa- tengdar greiöslur. Þaö þykir sjálfsagt af hálfu at- vinnurekenda og rlkisvaldsins aö standa I verkföllum i lengri tlma vegna deilna um 5-10% kaup- hækkun en hins vegar viröast þessiraöilar lltiö segja viö þvi þó aö vaxtaútgjöld séu aukin um miklu hærri upphæð. Það er blekking sem sparifjár- eigendur þurfa að átta sig á, aö há-vaxtastefnan sé þeim I hag. Þaö eru jafnt sparifjáreigendur sem aörir landsmenn sem veröa að borga hina háu vexti. Þaö sem væri sparifjáreigend- um mest trygging i þessum efn- um er aö gengi krónunnar fengi að vera í friöi, þ.e. aö horfið yrði frá gengislækkunar-stefnu rikis- stjórnarinnar. Verðbólgubraskið og vaxtastefnan Stundum heyrist sU kenning að best sé að hafa vextina sem hæsta, þvi annars græði skulda- kóngarnir á lántökum sinum til steinsteypufjárfestingar. Þeir aöilar sem lán fá úr bankakerfinu og öörum lána- stofnunum til steinsteypu-fjár- festingar borga aldreisín vaxta- Utgjöld sjálfir. Þeim er gjörsam- lega sama hve háir vextimir eru. Vaxta-Utgjöldin leggja þeir viö annan byggingarkostnaö og velta þeim Ut I verölagiö. Þeir standa eftir sem áður meö sinn verð- bólgu-gróða. Meö hækkandi vöxt- um og aukinni dýrtíö hækka eign- irþeirra i veröi: aöeins meira og hraðar en áöur. En þaö er annað sem gerist meö si-hækkandi vöxtum. Allur venjulegur atvinnurekstur kemst I þrot. Innlendur iönaöur veröur ósamkeppnisfær viö erlendan og Utflutningsframleiðslan lendir i vanda og þó alveg sérstaklega öll framleiösla sem miðar aö full- vinnslu. Hávaxta-stefnan ógnar þvi eðlilegu atvinnulifi og þar með þeirri tekju-myndun sem er undirstaöa sparifjármyndunar i landinu. Hávaxta-stefnan er veröbólgu- stefna. —0— Margt hefir veriö vitlaust gert I verðbólgumálum hér á landi einkum siðast-liðin 3 ár, þó má örugglega segja aö sU ákvörðun að tengja bankavexti á sjálfvirk- an hátt viö verðbólguskrúfuna sé það heimskulegasta af þvi öllu. Fái þaö gangvirki að snúast áfram verður þess ekki langt að biða aö veröbólgubraskarar sem alltaf græöa mest á vaxandi verð- bólgu, sitji einir aö bankalánum. Innlendur iðnaöur, sem keppa verður viö erlendan iönaö, sem býr við allt önnur vaxtakjör og allar Utflutningsgreinar sem bundnar eru erlendu markaös- verði munu hinsvegar ekki taka mikið af lánum meö 40-50% vöxt- um, heldur beinlinis stöðvast af sjálfu sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.