Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977 af eriendum vettvangi Lát Knud Jespersens: Litríkur garpur horfínn af sjónarsYÍðinu Nýlátinn er Knud Jesp- e r s e n / formaöur Kommúnistaflokks Dan- merkur. Með honum er genginn einn aðsópsmesti og svipsterkasti persónu- leikinn í stjórnmálum þess lands og að margra áliti beinskeyttasti og mein- fyndnasti kappræðumaður danska þingsins. Jesp- ersen varð aðeins 51 árs að aldri. Hann haföi marga hildi háö um dagana, og ekki einungis með orðsins brandi. 1 heimsstyrj- öldinni siðari urðu kommúnistar lifið og sálin i andspyrnu- hreyfingunni i Danmörku, eins og i mörgum öðrum Evrópulöndum, sem Þjóðverjar hernámu. Þá gerðist það að kommúnistar, sem að margra áliti voru fjandmenn vestræns þingræðis, urðu ein- dregnastirverjendurþess á sama tima og margir þeir, sem sam- kvæmt eigin orðum voru sann- astir og bestir lýðræðissinnar, héldu að sér höndum eða jafnvel unnu með hernámsyfirvöldum nasista. Pyndaður af Gestapo Faðir Knuds var virkur i Kommúnistaflokknum i Álaborg, og hann var myrtur af Þjóð- verjum. Móðir Knuds sat i þýsku fangelsi á striðsárunum. Sjálfur varð Knud aðeins 17 eða 18 ára að aldri einn helsti leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar i Norður- Jótlandi. Gestapo handtók hann um siðir og pyndaði hann svo hroðalega, að i nokkra mánuði eftir striðið lá hann milli heims og helju á sjúkrahúsi. Vera kann að afleiðingar þeirrar meðferðar hafi dregið hann til dauða fyrir aldur fram. Eftir striðið hófst Knud Jesp- ersen skjótt til áhrifa i flokki sinum, sem fyrst eftir striðið hafði mikið fjöldafylgi, enda var framganga kommúnista i and- spyrnuhreyfingunni mönnum þá i fersku minni. En það fór fljótt af þegar æsingar kalda striðsins hófust, sumpart trúlega vegna þess, að kommúnistar gáfu högg- stað á sér með fylgispekt sinni við Sovétrikin á sviði alþjóðamála. Eftir uppreisnina i Ungverjalandi og hernaðarihlutun Sovétrikj- anna þar klofnaði flokkurinn og Aksel Larsen, leiðtogi hans til þessa, stofnaði Sósialiska þjóðar- flokkinn. Larsen naut mikillar lýðhylli og tókst honum að hafa á burt með sér obbann af fylgi flokksins, en mistókst hinsvegar að ná til sin neinu sem heitið gæti af hinum haröa kjarna hans, sem stóð föstum fótum i verkalýðs- hreyfingunni. Þá tók Knud Jespersen við forustunni i Kommúnistaflokknum. Hann lærði af mistökum, hætti smám- saman að flagga miður vinsælum og þurrpumpulegum slagorðum og rétti flokkinn við, hægt og bit- andi.. Nú hefur flokkurinn, sem um skeið þurrkaðist út af danska þinginu, haft þar nokkuð örugga fótfestu um hrið, sem og i verka- lýöshreyfingunni, enda þótt sósialdemókratar séu þær vissu- lega drottnandi. Knútur svarti og hinn rauði Svo til allir, jafnt samherjar Knuds Jespersen og andstæð- erlendar bækur MuSÍOnS. The Adventures of a Reiuctant Messiah. Richard Bach. Heinemann 1977. Jonathan Livingsone Seagull, fjórða bók þessa höfundar, hlaut mikið lof, þegar hún kom út. Þessi bók „Illusions” er nokkurs konar hliðstæða eða framhald hennar. Seagull var af ýmsum talin mikil opinberun og stór- merkileg. Inntak þessarar bókar er: maðurinn er guð. Forsendan að þeirri skoðun eru ýmsar rugl- kenndar kenningar, sem upp hafa komið undanfarin ár, sem mein- laust andóf við rikjandi kerfi iðn- væddra samfélaga og þá einkum amrisks samfélags. Inntak þessa andófs eru kenningar gervijóga og ýmissra indverskra og ekki indverskra gutiara blandað mis- skilinni lágkristni. Blómabörnin og Jesúbörnin flæktust um og liföu aö þvi er þau álitu sam- kvæmt háleitustu kenningum um kærleikann og töldu sig feta i fót- spor Krists, þessu blandaðist indversk falsspeki guöspeki- braskara og fals-jóga, sem töld- ust vera hinir mestu leiðbeinend- ur og mannkynsfræðarar, en sú tegund manna var og er ósvifnir prakkarar sem draga einfeld- inga á asnaeyrunum. Oft var svo, að þegar sá misliti hóp- ur, sem var orðinn þreyttur á afþreyingarvarningi markaðs- samfélagsins og var fyrir tengslalaus við arfleifð og umhverfi, gein við hliðstæðu þess varnings I gervi þess, sem þeir álitu andlegan þroska og innlifun i eilif sannindi. Þessi andlega gervifæöa hentaði vel þeim einstaklingum, sem ekki áttu sér né eiga nein tengsl við þjóðdjúpið, land, þjóö og s'ögu, voru og eru einhverskonar andleg og menningarleg reköld og hlaupa eftir útsöluvarningi þeim og þeim tilbreytingum, sem gutl- ararnir bjóða. Gurú-gutlið átti upphaf sitt i Bandarikjunum, og var það eðlilegt aö slíkt fyrir- brigði hæfist þar, meðal sögu- lausrar þjóðar. Siðan flæddi þetta yfir þau lönd sem voru efnahags- lega tengd þvi riki. Þetta andlega dóp fylgdi þvi bandariskri innræt- ingu og fjárhagstengslum. Bók þessi „Illusions” á sér sögusvið I Bandarikjunum, þar sem bifvélavirki nokkur og flug- maður verður einhverskonar Jesús eða Siddharta og tekur að boða kenningar sinar um aö mað- urinn sé guð, jafnframt gerir hann ýms kraftaverk og segir lærisveinum sinum að þeir geti einnig iðkað þau og svo segir spámaðurinn mönnum auðvitað hvernig heimurinn sé, og er þetta allt mjög auðvelt, enda flykkist að þessum nýja messlasi fjöldi manna. Allt verður sjálfsagt og fyrir- höfn engin, þroskinn kemur eins og kallað sé á þjón á veitinga- húsi og speki og vizka pöntuö og sjá eftir fimm minútur er þetta allt komið á borðið. Þeir sem lengst hafa gengið i aðdáun á bók- um Bach., álita að þær og þá vita- skuld þessi, geti gjörbreytt lifi einstaklinga þeirra, sem hafa þær sem resept. I stuttu máli, er bók þessi útþynntur gervispekisam- setningur, fiflsleg munnkristni og hún hlýtur að verka sem argasta guðniö á kristið fólk. A stæðurnar fyrir þvi að svona rugl er tekið alvarlega hljóta að vera meira en litil brotalöm i hugarheimi við- komandi einstaklinga. Það mun þurfa talsverð andleg þrengsli, þekkingarleysi og andlega átta- villu til að finna eitthvað jákvætt i svona skrifum og auk þess vænan skammt af sljöleika og heimótt- arskap. t stað þess að taka afstöðu til ástandsins I veröldinni eins og það er nú á dögum, og leggja á það raunsætt mat og reyna að berjast gegn þeim djöfullegu öfl- um sem ógna öllu lífi, þá hyllast ýmsir til þess að faðma að sér dellu á borð við þá sem kynnt er i þessari bók eða daðra við „innhverfa ihugun” sem er nú mikil markaðsvara vitt um heim, ætluð sljóum neytendum afþrey- ingarmarkaðsins. Bókin er nokkuð sérstæð að ytra útliti i Heinemannsútgáf- unni, prentun vönduð og letursið- ur smekklega settar upp, en inni- haldið er ómerkilegt og I rauninni mannskemmandi. Ku Iturgeschichte der Antike I. Griechenland. Von einem Autorenkollektiv unt- er Leitung von Reimar Miiller. Veroffentlichungen des Zentral- instituts fiir Alte Geschichte u. Archáologie der Akademie der Akademie der Wissenschaften der DDR. Herausgegeben von Joachim Herrmann. Band 6.1. Akademie-Verlag 1976. Hópur fræðimanna hefur unnið þessa bók, sem er hluti safnrits um sögu fornaldar. Höfundarnir byggja á sögulegri efnishyggju og verja þvi talsverðu rými I útlistun framleiðsluaflanna og hagsögu. Sagan spannar timabilið allt frá upphafi mykenska timabilsins til loka hellenismans. Hér er fjallað um þróun framleiðsluhátta, lifn- aðarhætti hinna ýmsu stétta og þjóðflokka, siði þeirra og hætti, hugmyndir þeirra um heim og umhverfi og endurspeglun jarð- legs kerfis i guðshugmyndum. Höfundarnirsýna fram á þróun heimspekihugmynda og rekja þann bókmenntalega blóma sem einkenndi Aþenu á vissu timabili. Þeir rekja ástæðurnar fyrir þvi á hvern hátt Hellenar sigruðust á mystiskri heimsmynd frum- stæðra trúarbragða og tóku að beita útskýringum sem byggðu á þvi sem nú er kallað visindaleg aðferð til þess að gera sér grein fyrir umhverfi og heimi. Heimspekikenningar Platons og Aristotelesar og fleiri eru ræddar og sýnt fram á upphaf humanismans i griskri heim- speki, sem er eitt þeirrar arfleifð- ar sem höfundar telja að hafi þok- 'að mannkyninu fram á við. Höf- undarnir eru eins og áöur segir fylgjendur sögulegrar efnis- hyggju i sögulegum útlistunum og Knud Jespersen — i þingræðum voru fáir beinskeyttari en hann. ingar, eru sammála um að hann hafi verið maður hjartanlega hrifandi, alþýðlegur i bestu merkingu þess orðs, glaðvær og viðmótshlýr. Vinsældir hans fóru sivaxandi, ekki sist eftir að hann komst á þing, og kann að vera að nokkru hafi valdið þar um að hann reyndist vera mikill sjón- varpssjarmör, eftir að sá sérstaki fjölmiðill kom verulega til skjal- anna. Hann var framan af kallað- ur Knútur svarti (Sorte Knud), enda þá svartur á hár og gjarnan i svörtum jakka, samlitri skyrtu og með silfurlitt bindi við. Siðar, þegar hann var orðinn grá- hærður, fór alþýða að kalla hann Röde Knud. Hlynntur vestrænum kommúnisma Rætur Knúts svarta og hins rauða voru i verkalýðshreyf- ingunni og hann þekkti sitt fólk þar. Hann einbeitti sér lengstum að innanlandsmálum, en gaf utanrikismálum minni gaum og mun að miklu leyti hafa látið aðra framámenn I flokknum um að ráða ferðinni þar. Kommúnista- flokkur Danmerkur hefur löngum verið mjög sovétsinnaður og er það I meginatriðum enn. Hins- vegar er ljóst að Knud Jespersen var langt I frá fyllilega ánægður með það og talið er að hann hafi verið sá af forustumönnum flokksins, sem hlynntastur var Evrópukommúnismanum. Hann tók afstöðu gegn innrás Sovét- manna og bandamanna þeirra i Tékkóslóvakiu og sömuleiðis gegn ofsóknum tékkóslóvaskra stjórnarvalda á hendur 77-mann- réttindasamtökunum. Hann fór að visu i báðum tilfellum heldur tekst mjög vel að skýra ýmis fyr- irbrigði á grundvelli þeirrar söguskoðunar. Einkum á þetta við hagsöguna og stéttarátök, en þeir kaflar eru mjög svo skýrir og vel framsettir. Verslunarpólitik Aþeninga er útlistuð á skilgóðan hátt og tengd viðari skilningi á gerð hins forna hagkerfis. Rit þetta er mjög vandað, vel unnið og skilmerkilegt á allan hátt og auk þess er það skemmti- legt aflestrar, án þess að tapa nokkru um fræðilegt gildi. Það má mæla mjög ákveðið með þessu bindi menningarsögunnar. Myndaval er hnitmiðað og i bók- arlok eru bókaskrár og index. Ritið er 534 blaðsiður i stóru broti. The Psychology of Place. David Canter. The Architectural Press, London. St. Martins Press, N.Y. 1977. Sérhver staður, borg, bær, þorp, bær og sveit hafði og hefur viða sin séreinkenni, sem mótar hverjum stað sina „sál”. 1 þess- ari bók er f jallað um rannsóknir á varlega í sakirnar, að likindum til að styggja ekki um of sovétsinn- ana, sem ennþá ráða mestu I flokknum. Hann lét einnig i ljós, að flokkurinn ætti að varpa fyrir borð þvi gamla og fræga vfgorði um alræði öreiganna, sem hann taldi úrelt. En þar hafa flokks- bræður hans ekki farið að vilja hans. Mannskaði Þvi er spáð að ekki liði á löngu áður en veruleg átök hefjist um það i danska kommúnista- flokknum, hvort hann eigi að vera áfram hliðhollur Sovétrikjunum eða taka afstöðu með vestrænum kommúnistum. Staða þeirra sovétsinnuðu er allsterk, þar eð tengsli flokksins við austur- evrópsku kommúnistaflokkanna eru allnáin og margháttuð, ekki sist við þann austurþýska. Náin sambönd danskra og þýskra kommúnista standa vitaskuld á gömlum merg, svo sem eðlilegt er þegar svo menningarlega nákomnar þjóðir eiga I hlut. Þar að auki nýtur blað danska kommúnistaflokksins, Land og Folk, riflegs fjárstuðnings frá lesendum, sem þó eru áreiðan- lega flestir ekki meðal þeirra tekjuhærri i þjóðfe'laginu. Og ein- mitt þeir stuðningsmenn eru ekki liklegir til þess að taka Evrópu-i kommúnismanum eða öðru álika með neinum bllðskap. Þvi er spáð að Knud Jespersen, með sitt breiða bros og alþýðlegu kimnigáfu, hefði verið öllum betur tjl þess fallinn að koma flokknum klakklaust út úr hvers- konar reipdrætti milli sovétsinna og Evrópukommúnista. Og sá mannskaði, sem flokkurinn hefur orðið fyrir við fráfall Knuds, liggur I fleiru en þvi. Persónu- legar vinsældir hans náðu langt út fyrir raðir flokksins og i þvi kemst enginn af núverandi forustumönnum flokksins þar til jafns við hann. Jörgen Jensen Talið er vist að eftirmaður Jespersens verði Jörgen Jensen, þingmaður og formaður lands- sambands bifvélavirkja. Hann er eins og Knud úr verkamanna- stétt, hefur eins og hann starfað mestan hluta ævinnar i verka- lýðshreyfingunni og var i and- spyrnuhreyfingunni á hernáms- árunum eins og hann. Eftir stríðið vann hann um hrið fyrir sér sem visnasöngvari i sænskum skemmtigörðum. Engu að siður er taliö að i augum almennings verði hann ekki eins skemmti- legur, aðsópsmikill og hrifandi og Knud Jespersen var. Um dugnað hans og þekkingu á verkalýðs- málum efast enginn. Jörgen Jensen er talinn hafa svipuð viðhorf i aiþjóðamálum og Jesp- ersen, en óliklegt er talið að hann fari geyst i þaö að breyta flokknum I átt til vestræns kommúnisma, eins og viðhorfin eru I þeim flokki. dþ mismunandi umhverfi til þess að finna i hverju staðarsálin liggur, hvað gerir hvern stað sérlegan, eða einstakan. Sumir staðir bera ekki i sér nein sérstök einkenni, að þvi er mörgum finnst, nema þá ömurleikann. Baráttan við að skapa „manneskjulegt” um- hverfi hefur reynst mörgum erfið og I þessari bók eru þeim gefin mörg góð ráð, sem ástunda þá iðju. Höfundurinn hefur uppi mik- ið orðskrúð, sem stundum verður hálfgert moldviðri, en manninum gengur gott til. Höfundurinn styð- ur sig við texta bækur i sálfræði, og fléttar ýmsar sálfræðikenning- ar hugmyndum sinum um sköpun „staðarsálna”. Bók þessa ættu höfundar „grænu bylting- arinnar” hér i borg að kynna sér og myndu þá afla sér nokkurrar frekari vitn- eskju um á hvern hátt er hægt að koma upp manneskjulegu um- hverfi án mjög mikils tilkostnað- ar og án þess að ganga i berhögg við hagsmuni lóðaeigenda og verktaka og arkitekta, Höfundur- inn er starfandi við háskólann i Surrey, en hefur dvalið langdvöl- um i Japan og Bandarikjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.