Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 11. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Kóngar ennþá ágæt söluvara Anna prinsessa: „Englandi allt var yfirþyrmt af gleði”. Nú eru næstum 200 ár siðan Frakkar huggu höfuðið af kon- ungi sinum og meira en hundrað ár siðan þeir losnuðu viö hinn sið- asta krýnda þjóðhöfðingja sinn, Napóleon þriðja. Engu aö siður en enn þann dag i dag gefið út I Frakklandi allútbreitt vikurit, sem fjallar nær eingöngu um kóngafólk með mikilli virðingu og aðdáun. Það heitir Point de Vue og kemur út I 400 þúsundum ein- taka. Þá má mikið vera ef dag- biað öflugs stjórnamálaflokks eins og l’Humanité, niálgagn kommúnista, hefur mikið stærra upplag. Ritið hafði búiö til enn eina langlokuna um Farah, drottningu Irans, þegar það á dögunum gat skipt um forsiöu og aðalefni með miklum fögnuði. Fyrirsögnin var: „England yfirþyrmt af gleði — Anna prinsessa eignast barn”. Næsta vika þessa 36 siðna blaðs var og helgað þessu konunglega afkvæmi. Blaðið fjallar mest um evrópskt kóngafólk og svo „konung kon- Laus staða Staða lektors I hjúkrunarfræöi við námsbraut I hjúkrunar- fræði við Háskóla lslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 31. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. desember 1977. Varðeldasögur Tryggva Þorsteinssonar Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út siðara bindi af Varðeldasögum Tryggva Þor- steinssonar sem um langan aldur var helstur íorystumaöur skáta á Akureyri. 1 inngangi eftir sr. Bolla Gústavsson segir á þessa leið: „Tryggvi Þorsteinsson.. kvaðst hafa hripað þær (Varðeldasög- urnar) niöur ef tir þvi sem á þurfti að halda til að segja þær og lesa við varðelda... Þessar gáskafullu frásagnir eru yljaðar af ósvikn- um drengskap og löngun til að rækta menn, sanna Islendinga, sem eru ávallt viðbúnir aö takast á við hvern vanda sem að höndum ber með festu og ráðsnilld”. Fyrra bindi Varðeldasagna kom Ut árið 1973. Anna prinsessa. unganna” i íran og hans fjöl- skyldu. Ritstjórinn segir i nýlegu viðtali við International Herald Tribune að „viö skrifum dálitið um Jórdan af þvi að litli kóngur- inn þar er svo hugprúður og um Japani, og stundum skrifum við um Thailand af þvi að drottningin er svo afskaplega falleg.” Point de Vue er mjög jákvætt blað ef svo mætti að orði komast. Það skrifar ekkert um kónga sem steypt hefur veriö af stóli, nema þegar þeir koma til fjölskyldu- boða — en allt kóngafólk i Evrópu er náskylt. Hinsvegar skrifar blaöið mikið um Hertogann af Paris, sem enn i dag gerir tilkall til frönsku krónunnar og er þar af nógu að taka, þvi hann er barn- margur og á 36 barnabörn. Spánska konungsfjölskyldan er mjög i tísku. Blaðið birti fyrir skemmstu heilmikla grein um það, að Filipe prins var geröur að 35ta prinsi Astrúriu. Felipe þessi er niu ára gamall. En það er ekki hægt aö fylla blaöið alveg af kóngafólki. Point de Vue birtir ýmiskonar ráðlegg- ingar um heilsufar og itarlega stjörnuspádóma og er þetta efni mjög miðað við það, að lesendur séu af léttasta skeiði. Norræn leiklistarfulltrúi Einn þáttur I norrænni menningarsamvinnu samkvæmt menningarmálasamningi Norðurlanda er samstarf á sviði leiklistar, þ.ám. um gistileiksýningar og framhalds- menntun leikhússstarfsmanna. Umsjón með þessu sam- starfi er i höndum norrænnar leikiistarnefndar sem skip- uð er af Ráðherranefnd Noröurlanda og styðst við fjár- veitingar af samnorrænu fé. Með fyrirvara um endaniegt samþykki ráðherranefndar- innar er fyrirhugað að ráöa ritara fyrir norrænu leiklistar- nefndina, og er honum jafnframt ætlað að hafa með hönd- um daglega umsjón lramangreindrar starfsemi. Auglýst er eftir umsóknum um stöðu þessa og ætlast til aö um- sækjendur hafi sérþekkingu á leikhúsmálum og reynslu bæði af leiklistarstarfsemi og stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að verkefnin svari til allt að 2/3 hluta af fullu ársstarfi og aö unnt verði að sinna þeim á þeim stað þar sem viðkomandi hefur búsetu, en starfið verður unnið i stjórnunarlegum tengslum viö Norrænu menningar- málaskrifstofuna I Kaupmannahöfn. Fyrirhugað er að ráðstafa stöðunni sem fyrst eftir 1. mars 1978 til tveggja ára, en framlenging ráðningar kemur til greina. Um laun og önnur kjör fer eftir sérstökum samningi. Umsóknir skulu sendar til Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregada 10, DK-1205 Köbenhavn K (simi 114711) fyrir 28. desember 1977. Viö ráðstöfun stööunnar er ráðherranefndin ekki bundin af framkomnum umsóknum. Aukin eldhætta er óhjákvæmilega samfara hátíðahaldi jóla og áramóta Heimilisfaðir, veittu fjölskyldu þinni það öryggi, sem hún á skilið, með kaupum á eldvarnarpakka frá I. Pálmason h.f. Innihald: kr. 9.850.— 1 stk. heimilisreykskynjari 1 ” A-B-C Duftslökkvitæki 6 kg. á kr. 9.950.— Samtals kr. 19.750.— Takmarkið er - jói og áramót án eldsvoða. Því ekki að gera eitthvað í málinu? Til áramóta, meðan birgðir endast bjóðum við þeim, sem kaupa pakkann sérstakt verð, þ.e. kr. 17.300.— Straxídag ip Pálmason hf Dugguvogi 23. P.0.Box 379 Simi 82466 Reykjavik r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.