Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Bók um dulræna
hæfileika:
Tveggja
heima
tengsl
Bókaútgáfan Örn og örlygur
hefur gefið út bók um Matthew
Manning og nefnist hún „Tveggja
heima tengsl.” Ævar Kvaran
þýddi bókina og ritaði formála.
Matthew Manning er maður
sem er gæddur ótrúlegum sál-
rænum hæfileikum, en bókin er
ævisaga hans.
í návist hans hafa ýmiss konar
hlutir farið á kreik með óskiljan-
legum hætti, flust til innan og
milli herbergja. Hvers konar
áletranir hafa birst á veggjum og
lofti i herbergjum Matthew og á
heimili foreldra hans.
t ágústmánuði s.l. voru sálræn-
ir Hæfileikar hans prófaðir i út-
varpi i Lundúnum með þeim
árangri að ströngustu sér-
fræðingar telja tilviljun með öllu
útilokaða. A þessum stundar-
fjórðungi gerðust þar að auki
furðulegustu fyrirbæri heima hjá
hlustendum og streymdu bréf til
dagblaðanna um þeu.
Bókin er filmusett i prentstofu
G. Benediktssonar, prentuð i
Offsettækni hf og bundin i Arnar-
felli hf.
Mjólkurmál
Nýtt tímarit
mjólkur-
tækni -
félags
íslands
Mjólkurtæknifélag tslands hef-
ur hafið útgáfu á timariti um
mjólkurmál. Fyrsta tbl. kom út
26. nóv. og er gert ráð fyrir að út
verði gefin 3-5 tbl. á ári.
I þessu fyrsta tbl. eru þrjár
greinar um stjórnun og skipulag
mjólkuriðnaðarins, eftir þá Pétur
Sigurðsson, Sævar Magnússon og
Grétar Einarsson. I þessum
greinum er gerð úttekt á stöðu
mjólkuriðnaðarins i dag og
hvernig mætti breyta skipulagi
hans. Þá er i heftinu þýtt erindi
sem prófessor P.E. Jacobsen við
Landbúnaðarháskólann i Kaup-
mannahöfn flutti á sl. sumri um
næringargildi mjólkurafurða. 1
þessu erindi hélt Jacobsen þvi
fram að það væri meira fitandi að
neyta svokallaðs megrunar-
smjörlikis i stað smjörs. Sam-
kvæmt tilraunum sem hann stóð
fyrir, telur hann að sá, eða sú sem
neytir daglega 50 gr. af megrun-
arsmjörliki i stað sama magns af
smjöri, safni 2.5 kg. af likamsfitu
umfram hina, á einu ári.
Margvislegur annar fróðleikur
er i þessu fyrsta tbl. Mjólkur-
mála. Ritstjóri timaritsins er
Sævar Magnússon mjólkurverk-
fræðingur hjá Osta- og smjörsöl-
unni.
— mhg
Vef skrifad. tóztatí
t>8 boiíwft aj
iesoodfon ttetnkf!
s»f» fffi
þogof ktemíkim
GEORG6 J.
HOUSEÍ?
Siilmn,' Shelthm
rniönœtti
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI
Franíiii
hter
g
au
hrirn
Þjóðsagnasafn Odds Björnssonar
ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR
kom fyrst út árið 1908 og hefur verið upp-
selt og næsta torfengið um langt árabil.
Síra Jónas Jónasson á Hrafnagili bjó safn-
ið upphaflega til prentunar og skrifaði
merkan formála um þjóðtrú og þjóðsagnir
og menningarsögulegt gildi þeirra. í tilefni
af 80 ára afmæli Bókaforlags Odds Björns-
sonar kemur nú út ný og aukin útgáfa af
þessu skemmtilega þjóðsagnasafni. Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum annaðist út-
gáfuna, en sagnamenn og skrásetjarar eru
hátt á annað hundrað. GerSu góSum vini
dagamun og gefSu honum ÞJÓÐTRÚ OG
ÞJÓÐSAGNiR. — Verð kr. 9.600.
ÍSLENZKAR DULSAGNIR
Skrásett hefur Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi.
Hér eru skráðar frásagnir af ýmsum dul-
rænum atburðum, sem sannanlega hafa
átt sér stað hér á landi, en erfitt mun að
útskýra með vísindaaðferðum, fyrirbæri
eins og framtíðarskyggni, hugsanaflutn-
ingur, berdreymi, hugboð og huglækning-
ar, svo nokkuð sé nefnt. Hór kemur Margrét
frá Öxnafelli víða við sögu, en sem kunn-
ugt er munu ófáir islendingar telja sig
standa í ómetanlegri þakkarskuld við Mar-
gréti fyrir veitta aðstoð á örlagastund.
Frásögnin er öll fyrirhafnarlaus og blátt
áfram. — Verð kr. 3.600.
Sidney Sheldon:
FRAM YFIR MIÐNÆTTI
Þegar einn maður elskar tvær konur getur
það orðið vandamál. En þegar tvær konur
elska sama manninn — þá er voðinn vis.
Ef þú vilt fá spennandi, hispurslausa og
berorða ástarsögu sem verður á hvers
manns vörum, þá lest þú Fram yfir miS-
nætti, nýju metsölubókina eftir Sidney
Sheldon. Lesandinn stendur þvi sem næst
á öndinni þegar hámarkinu er náð ... —
Verð kr. 4.920.
Frank G. Slaughter:
SPÍTALASKIP
Þetta er 55. skáldsaga þessa mikilvirka
metsölubókahöfundar, sem skrifaði m. a.
„Eiginkonur læknanna" og „Hvítklæddar
konur". Hér er hraði og spenna I hverju
orði. Skemmdarverk, svik, hefnd, ást og
hatur — allt tvinnast þetta saman um fólk-
ið sem berst fyrir lífi sinu í þessari æsi-
spennandi, nýju læknaskáldsögu. — Verð
kr. 3.840.
George J. Houser:
SAGA HESTALÆKNINGA
Á ÍSLANDI
Stórmerkileg, þjóðleg og fróðleg bók, sem
fjallar á sérstakan hátt um samskipti
manns og hests á Islandi allt frá söguöld
til vorra daga. Hér er m. a. dreginn fram
merkur þáttur i menningarsögu íslands og
gerð grein fyrir aðalástæðu þess, að sá
þáttur er einstakur i sinni röð á Norður-
löndum. Bókin skiptist [ 38 kafla auk heim-
ildaskrár og nafnaskrár. Hér er kjörin bók
handa islenzkum hestamönnum og unn-
endum þjóðlegs fróðleiks. — Verð kr. 9.600.
Guðmundur L. Friðfinnsson:
MÁLAÐ Á GLER (Ijóð)
Með þessari fyrstu Ijóðabók Guðmundar L.
Friðfinnssonar birtist nýr flötur á skáldskap
hins listfenga og vandvirka rithöfundar.
Ljóðin í þessari bók eru hugþekkur skáld-
skapur. — Verð kr. 3.840.
Katrín Jósepsdóttir:
ÞANKAGÆLUR (Ijóð)
I þessari snotru Ijóðabók Katrínar Jóseps-
dóttur eru rösklega 40 Ijóð. Hún fylgir gam-
alli hefð í formi 'og er laus við allt tísku-
tildur. Góðvild til allra og einlæg guðstrú
er baksvið Ijóðanna. — Verð kr. 2.880 (ób.).
r*