Þjóðviljinn - 11.12.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. desember 1977
Árni Bergmann skrifar:
QQDuö [^©IkDiáKBlAlliD'ÖÖD3
Tíminn þandist út og
var kominn með vængi
Tryggvi Emilsson:
Baráttan um brauöið.
Æviminningar.
Annað bindi.
Mál og menning 1977.
398 bls.
I fyrsta bindi æviminninga
sinna.Fátæktfólk, skildi Tryggvi
Emilsson við lesendur 17 ára
gamall: faðir hans var að gefast
upp við búhokur á koti I öxnadal.
Þessi æskulýsing hefur hlotið
verðugt lof og menn hafa beðið
eftir framhaldi með ósvikinni
eftirvæntingu. 1 þvi bindi sem nii
kemur segir Tryggvi frá vinnu-
mennsku i Skagafirði, basli á
tveim kotum i öxnadaí, frá tvi-
sýnni glimu sinni við hvita dauð-
ann, siðan flytur hann til Akur-
eyrar, kemur sér upp húsi, litlu
húsi, tekur þátt i harðri verkfalla-
baráttu kreppuáranna, þá vikur
sögu að umskiptum hernámsár-
anna, pólitiskum sviptingum um
kjör og nýsköpun. Undir lokin er
reyndur og vinsæll foringi verka-
manna á Akureyri að flutja suö-
ur, það er árið 1947.
Gamalt og þó nýtt
Er nú gleöilegt til þess að vita,
aðþessumikla efnihefur Tryggvi
komið til skila af miklum ágæt-
um: það er furðu fátt i þessari
störu bók, á 400 þéttprentuöum
siöum, sem lesanda finnst óþarft
eða dauflegt. Nú fer þvi fjarri aö
Tryggvi sé mestan part að skrifa
um sjaldgæfa hluti, eða rif ja fyrst
og fremst upp stórtiðindi. Til
dæmis kallast itarleg lýsing hans
á vinnumennsku á hinu bókelska
Amesheimili um margt á við al-
menna þjóðháttalýsingu. Þar
segir frá sauðburði, smala-
mennsku, heyskap, kaupstaöar-
ferð, jólahaldi eins og á ótal bók-
um öðrum. En þetta gamalkunna
efni verður ferskt i höndum
Tryggva. Af þvi hann er skáld
mannskrattinn! Hann kann aö
sneiða hjá hinum samviskusam-
legu en dauðu upptalningum,
sem draga svo margar bækur
niöur i leiðindafenið. Hannræður,
þegar vel liggur á honum, yfir
orðgnótt, sem gerir lýsingarnar
rikmannlegar.Hann er forlyftur i
náttúru og mannlegri hlýju af
rómantiskum ákafa, sem við
mundum á stundum likja við til-
finningaeðju, ef við hefðum ekki
gott mótvægi i fullu trausti okkar
á einiægni og tilgerðarleysi höf-
undarins. Hann hefur næmi fyrir
ýmsum þeim smámunum og
spaugilegum hliðum atvika, sem
gefa máli hans fyllingu.
Ævikjör
Kjör Tryggva Emilssonar eru
ekki einsyfirtak ömurleg i þessu
bindi og þau voru i æsku hans. En
hann hefur meira en nóg að bera
samt. Hlutskipti hans er glóru-
laus fátækt, strit, stopul atvinna,
heilsubrestur. Hann tekur
þessum forsendingum öllum af
miklum dugnaöi og finnur jafnan
einhver ráð til þess að láta þær
ekki færa sig i kaf — þótt stundum
hangi afkoma fjölskyldunnar i
veikum þræði. En hann er hvorki
Sumarhúsa-Bjartur né Sturla i
Vogum — sem betur fer. Tveir
aðilar ganga inn i þetta lif i fátækt
og striti, umbreyta þvi og tryggja
um siðir æviminningum Tryggva
Emilssonar verkamanns sigur
góðan: skáldskapurinn og hug-
sjón sósialismans.
Lif i skáldskap
Þegar i Fátæku fólki átti skáld-
skapurinn drjúga parta i ungum
pilti. Sá áhugi heldur áfram með
eðlilegum hætti. Baðstofan i Ár-
nesi er full af skáldum, lifs og
liðnum, og hlýleg þeirra vegna,
meira að segja draugarnir, sem
Tryggvi þekkir manna best,
verða mennskir aftur og njóta
virðingar fyrir hagmælsku, fyrir
,,vel sagða setningu á mæltu
máli”. (12). Tryggvi á ekki
margra bóka völ lengst af, en
hann kemst snemma að þvi, að
þær eru „viður heimur innan
þröngra bæjarveggja” (15).
Löngu siðar hafa bókmenntirnar
gengið i hjónaband við hugsjón-
ina i vitund hans: hann þaulles
bækur Halldórs og Þórbergs,
bæði sér til „sáluhjálpar” og til
að kunna utanbókar „til að
standa mig betur i verkalýðsbar-
áttunni” (235).
En aðdáun Tryggva á bókum er
ekki óvirk biðstaða. Hann er
sjálfur með i leiknum — og sam-
kvæmt þvi sem fyrr segir þarf
engan að undra, þótt hann setjist
niður einhverju sinni, þegar vel
vorar og yrki um fyrsta mai og
tengi saman gróanda i náttúrunni
og vonir um bjartara mannlif. En
hann á. einnig það „ópraktiska
næmi sem tekur við dýrðinni i
ásýnd hlutanna'.' „Stundum stóð
ég undir húsvegg að horfa á þetta
undur. Þessa óstöðvandi iðju,
skafrenninginn, og ég ákvað að
yrkja um hann kvæði þegar ég
hefði tima, en svo hafði ég aldrei
tima” (166) segir hann i frásögn
frá 1929: skafrenningurinn er
þessum kotbónda ekki einhver
leiðindauppákoma i veðurfari
heldur „undur”. Skömmu áður
hefur hann sannað lif sitt i skáld-
skapnum með ljóðrænni viður-
kenningu á svo óskáldlegu þingi
og eldavél sem nýkomin var i
Fagranes i öxnadal: „Til þessar-
ar eldavélar orti ég kvseði um
haustið þar sem sagt er að hún sé
neisti af glóð sólarinnar, það galt
eldavélin með þvi að halda lifi i
minu fólki næsta vetur” (158).
Þessar tvær ivitnanir gætu stór-
um bætt skilning á þvi, hvers
vegna Tryggvi Emilsson hefur
skrifaö svo ágætar bækur.
Bið ei lausnarans
Tryggvi les stafróf sósialism-
ans af vörum samsjúklinga sinna
berklaveikra veturinn 1929-30 og
„varð aldrei samur eftir”.
Enginn virðist hafa skirari for-
sendur til að taka þá rauðu
bakteriu en einmitt maður með
lifsreynslu Tryggva Emilssonar á
baki. En um leið sjáum viö af
fróðlegum lýsingum hans á
stéttarbaráttu fjórða áratugsins,
að i þeim efnum er engin sjálf-
virknitil: Það voru einmitt furðu
margir meðal hinna snauöustu
sem áttu erfiðast með að gera að
sinum „hugsjónir um manninnn
sem hættir að biðja og biða lausn-
arans en leysir sig sjálfur i krafti
samtakanna” (235) eins og
Tryggvi orðar lifskoðun sina,
Stephans G. og margra manna
annarra ágætra.
Góðkynjuð kreppu-
rómantik
Kaflarnir um pólitiska sögu
Tryggva Emilssonar eru meðal
þeirra, sem vafalaust verða skoð-
aðir af mestum áhuga, ekki síst
yngri kynslóðar. Það er ekki
nema eðlilegt og sjálfsagt.
Tryggvi er i návigi við atburði,
beinlinis þátttakandi í frægum
átökum kenndum við Krossanes,
Nóvu, Borðeyri. Þarna er að
finna margar upplýsingar nyt-
samlegar. Ég segi fyrir mina
parta, að ekki hafði ég fram að
þessu vitneskju um það t.d., hve
fast það var sótt að smala fólki i
hvita liðið, i aðstoðarlögreglu til
að berja á verkfallsmönnum, en
Tryggvi skýrir frá þvi að bæði
var hvítliðum greitt næstum tvö-
falt verkamannakaup og þeim
einnig hótað háum sektum og
öðrum kárínum sem ekki gegndu
útboði gegn verkafólki. Það er
lika mjög holl upprifjun að lesa
um Borðeyrarundrið sem
Tryggvi kallar svo. Þá þegar
„furðaði margan á þvi hve miklu
var til kostað vegna örfárra
verkamanna á Borðeyri, sem að-
eins gerðu þá kröfu að þeirra
verkalýðsfélag yrði viðurkennt
sem samningsaöili um kaup og
kjör á staðnum” (304). Þessi frá-
sögn er lifandi og persónuleg.
Hún er vel til þess fallin að auka
skilning okkar úr siðari kynslóð-
um á þvi, hve dýrmætur þessi
timi er þeim sem lifðu hann, efia
virðingu á svonefndri „kreppu-
rómantik”. Hjá Tryggva er sú
rómantik góðkynjuð vegna þess,
að hann stillir sig um að fegra
fyrir sér og öðrum timann, eða
lýsa ófrjóum söknuði eftir honum.
Hinsvegar dregur hann vel fram
Hver kemur
með jólin?
Arni Björnsson:
Saga daganna.
Hátiðir og merkisdagar á
tslandi og uppruni þeirra.
Bókaforlagið Saga.
128 bls.
Efni þessarar bókar er kynnt i
sjálfu heiti þess. Árni Björnsson
er manna þjóðháttafróðastur og á
sinum tima skrifaði hann bók
ágæta um jól á Islandi. Þessi bók
hans er yfirlit yfir hátiðir allar og
merkisdaga af ólikum uppruna —
fyrsti mai er með i dæminu og
sjómannadagur ekki siður en
geisladagur og Pálsmessa. Hann
rekur uppruna þess að menn geri
sér dagamun, getur um það
hvernig að þvi var farið fyrr og
nú. 1 leiðinni fá lesendur yfirlit
yfir fornt islenskt timatal.
Er nú skemmst frá þvi að segja
aö bók þessi er hiö mesta þarfa-
þing: ég geri ráð fyrir að tveir
þriðju til þrir fjórðu af efni
hennar séu flestum lesendum
nýlunda að mestu. Að minnsta
kosti þeím meðalfróðum les-
endum sem eru undir fimmtugu.
Hér skal aðeins nefna tvennt i
þessa veru fyrir utan almennt lof
sem réttum fróðleik ber. 1 fyrsta
lagi er handhægt að hafa slika
bók sér til leiöavisis, að menn
haldi betur áttum og timaskyni
þegar þeir lesa eldri rit, þar sem
nú dauðar hátiðir eru lifandi
viðmiðun og fyrri heiti mánaða
gjaldgeng einnig. 1 annan stað
mun mörgum koma það á óvart,
hve mikið af hátiðahaldi sam-
timans er tiltölulega nýtt af
nálinni. Það var einmitt verið að
rifast út af þvi i blaði á dögunum,
að aðventukransar væru partur
af gömlum islenskum sið. Svo er
ekki, eins og spurnir má hafa af i
bók Arna Björnssonar, þetta er
fremur nýlega innfluttur danskur
siður. Bolluát er heldur ekki gam-
alt, sem kannski er ekki nema
von, en þó kemur það meira á
óvart, hve bæði jólasveinastúss
og þó sérstaklega þorrablót eru
ung fyrirbæri i þeirri mynd sem
við nú þekkjum.
Mestur vandi við samantekt
slikrar bókar er sá, að segja
mátulega mikið. Fyrir mina
parta hefði ég kosið lengri bók um
þetta skemmtilega efni, Árni
Björnsson getur þá skrifað hana
seinna þegar þessi er uppseld.
Hann hefur komið að ýmsum
góðum dæmum og athuga-
semdum, sem ekki aðeins skýra
trúarleg rök fornra hátiða heldur
og þau rök sem lúta að þörfum at-
vinnuvega og hagstjórnar.
A.B.
Tryggvi Emilsson
hvilikur aflgjafi til þroska barátt-
an, samstaðan, hin nýja lifssýn
var: „Timinn, sem áður var mið-
aður við næstu máltið eða þá hvað
næsti dagur kynni að felaískauti
sinu, þangist út og var kominn
með vængi” (256).
Stéttabarátta og týndur
sauður
Hin pólitiska saga Tryggva er
ekki gallalaus. Það skortir
nokkuð á það, að hún sé nægilega
vel skipulögð. Þá hættirhonum til
að þræða um of syndir hátiða-
ræðumanns, þegar hann rekur al-
menna pólitiska þróun, og um-
getning um samherja og forystu-
menn kommúnista og sósialista
er helst til ágripskennd og óper-
sóriuleg i samanburði við margt
annað i bókinni. Þetta stingur
nokkuð í stúf við beina pölitíska
upplifun Tryggva á tiðindum.
Hann gerir til dæmis mjög
skemmtilega úttekt á fjölskrúð-
ugu safnaðalifi Akureyrar með
ópiumkenninguKarlsMarx á bak
við eyrað. Hann lýsir yfirtak
dapurlegri reynslu sinni af starfi i
framfærslunefnd Akureyrar. Og
hann minnir á þær sérstæðu, is-
lensku uppákomur, sem setja sitt
strik i reikning stéttabarátt-
unnar. Eitt sinn finnur Tryggvi i
eftirleitkind með hrútlambi og er
bæjarstjórinn eigandinn. Sá varð
glaður mjög, og nú sameinast
þessir hörðu andstæðingar,
bæjarstjórinn og bolsinn eldrauöi,
um stund i hlýhug til sauöa sinna,
og bæjarstjórinn býður Tryggva
skömmu siðar hálfs dags vinnu
við að ganga i hús og rukka fyrir
rafmagn. Hinn týndi sauður
bæjarstjórans gerði meira en að
leysa að nokkru afkomuvanda-
mál Tryggva — hann bókstaflega
sendi hann inn i öll hús meðal
annars tilskrafsog ráðagerða um
stjórnmál: „hugsjónin mikla var
mér ætið efst i hugahvarsemmig
bar að garöi” (219).
Samlíðan
Sósialismi Tryggva Emilssonar
eraðlaðandi vegna þess, að skiln-
ingur hans á auði og örbirgð,
reynsla hans af kúgun og réttleysi
fléttast með eðlilegum og sjálf-
sögðumhættisamanviðsterka og
lifandi samúð, einlæga samliðan,
sem ekki truflast af fræðilegri
andarteppu. Við höfum I þessari
ævisögu kynnst ágætum fulltrúa
kynslóðar sem vann mikið afrek i
þágu þeirra sem yngri eru og
telja sig vinstra megin i tilver-
unni. Það hefur oft verið sagt á
siðari árum að þessi kynslóð hafi
verið bjartsýn og vonglöð eða þá
trúgjörn úr öllu hófifram. Þaðer
sitthvað til i þeim athugasemd-
um. Og hugsjónamenn veröa
fyrir vonbrigðum, stórum eða
smdum, þá nú og framvegis. Þvi
miður. En ef i þessu tali er bein-
linis reynt að fela ákæru, sakar-
áburð, þá er rétt og sjálfsagt aö
taka upp andmæli. Ef þörf
krefur: æviminningar Tryggva
Emilssonar verkamanns eru i
sjálfu sér svo ágætur vitnisburður
um merkilega kynslóð, að torvelt
verður að finna annan áhrifa-
meiri.
A.B.