Þjóðviljinn - 22.01.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. janúar 1978
'
fil hnífs og skeidar
Að verka
saltsíld
Penisilín
læknar best
eyrnabólgu
Eyrnabólga er líklega
algengasti barnakvillinn
hér á landi á eftir kvefi
og hálsbólgu, en hún fylg-
ir raunar oft í kjölfarið,
ef börn fá slæmt kvef.
Eyrnabólga er ekki
aðeins algengur kvilli hjá
börnum 1-7 ára, heldur
einnig mjög sársaukafull
og oft reynist erfitt að
lækna hana. Sum börn fá
bólgu í eyrun nokkrum
sinnum á ári allt fram á
skólaaldur og fylgja því
margar andvökunætur
fyrir foreldrana, en
eyrnaverkurinn er oftast
verstur þegar legið er út-
af.
Þaö er óhætt aö hugga for-
eldra eyrnaveikra barna meö
þvi, aö slikt lagast meö árunum
eftir þvi sem barniö stækkar og
þrengslin i eyrnagöngunum
minnka. Þaö er heldur engin
ástæöa fyrir foreldra aö kviöa
margra ára veikindum, þótt
ungabörn fái bólgu I eyrum.
Slikt er mjög algengt og þarf
alls ekki aö endurtaka sig, þótt
dæmi séu um börn sem fá
eyrnabólgu allt aö átta sinnum á
einu og sama árinu.
Lyfjagjöf (antibiotika) fyrir
börn er ali umdeild af læknum,
en þó eru flestir sammála um aö
penisilingjöf sé nauösynleg ef
um eyrnabólgu er aö ræöa. Er
þá fyrir mestu aö hefja lyfja-
gjöfina strax ogveikinnarveröur
vart, en lyfið tekur aö verka
fyrir alvöru eftir 36-48 tima.
Nauösynlegt er aö læknir skoöi
barniö þvi einnig getur verið um
útbrot aö ræöa, eöa aö nauösyn-
íegt reynist aö stinga á hljóö-
himnunni til aö hreinsa vökva
út.
Eyrnabólga kemur sem fyrr
segir oftast I kjölfar nefkvefs
eöa háisbólgu. Þaö er þvi ekki
alltaf nóg aö klæöabörnin i góö-
ar húfur, þótt þaö hafi vissulega
mikiö aö segja. Hins vegar er
varaö viö þvi aö vera aö snýta
börnum I tima og ótima. Slikt
gerir aöeins illt verra, eykur
þrýstinginn á hljóöhimnuna.
Hvað
kostar
brauð-
bitinn
núna?
Rétt áður en smjörklípan lækkaði í verði, hækkaði
verð á brauöum, þótt ekki væri sú hækkun nærri eins
mikil og lækkunin á smjörverðinu.
Hér er svo nýja verðið á brauðinu, en smjörkilóið kostar nú 880
krónur i stað 1342 áöur.
Heildsöluv. Smásöluv.
Kúgbrauö, seydd 1500 gr....................kr. 163.00 kr. 190.00
Maltbrauð, 675 gr..........................kr. 82.00 kr. 94.00
Normalbrauð 625 gr.........................kr. 71.00 kr. 83.00
Sigtibrauð 625 gr..........................kr. 71.00 kr. 83.00
Fransbrauð500gr............................kr. 83.00 kr. 96.00
Franskbrauð, form. 500 gr..................kr. 86.00 kr. 100.00
lleilhveitibraub, 500 gr...................kr. 83.00 kr. 96.00
Heilhveitibr. form. 500 gr.................kr. 86.00 kr. 100.00
Tilgreind þyngd miöast við nýbökuö brauð. Séu nefnd brauð
sundurskorin eöa bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir,
skulu þau verðlögð i hlutfalli við ofangreint verð.
Heimilt er þó að selja sérbökuö 250 gr. franskbrauð og heilhveiti-
brauðá kr.43.00 i heildsölu og kr. 50.00 i smásölu.
A stöðum þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta
sannanlegum flutningskostnaði við hámarksveröiö.
I framhaldi af upp-
skriftunum í síðasta
sunnudagsblaði af síld í
legi, hef ur verið beðið um
leiðbeiningar við verkun
á saltsild, þ.e. áður en
hún er settf kryddlöginn.
Saltsild er hægt aö fá i flestum
fiskbúöum en kilóið kostar 450
krónur. Agætt er að kaupa 1-2
kfló, eftir þvi hversu mikið á að
leggja niður. Sildin á aö vera
stinn og falleg, en alls ekki
meyr. Slldina má aldrei geyma i
stofuhita, hvorki i leginum eöa
áöur, og best er aö hafa sæmi-
lega kalt i eldhúsinu þegar hún
er verkuö. Það er mjög mikið
atriði að farið sé rétt meö sfld-
ina, þvi hún er viökvæm og
finnst fljótt á bragöinu ef ekki er
fariö rétt aö.
Sfldin er flökuö þannig, aö
fyrst er annaö flakiö skoriö frá,
þannig að hryggurinn verður
eftir á hinum helmingnum. Siö-
an er hryggurinn skorin frá og
bæöi flökin hreinsuð af himnum,
uggum og sjáanlegum beinum.
Flestir kjósa að roödraga sfld-
ina áöur en hún er sett i lög en
þaö er einnig mjög auövelt ‘þvi
roöiö er fremur laust á fiskin-
um. Tekiö er i roöiö viö hrygg-
inn og þaö dregið af. Reyniö aö
merja sildina ekki. Sföan eru
flókin afvötnun i allt að sólar-
hring og er ágætt að skipt oft um
vatn og setja jafnvel svolitla
mjólk út i löginn, en siöasti lög-
urinn þarf aö vera hreint vatn.
Hér er svo enn ein uppskrift af
legi til viöbótar:
1 dl. boröedik
1 1/2 dl. vatn
1 3/4 dl sykur
hvit og svört piparkorn, lárviö-
arlauf og negulnaglar, Mikiö af
lauki og sólselju.
Lögurinn og sykurinn hitaö I
potti og kælt. Sildarflök skorin i
litla bita, laukurinn i hringi og
raðað til skiptis i gott ilát meö
þéttu loki. Vökvanum og krydd-
inu hellt yfir. Geymt I isskáp.
Einnig er mjög gott aö setja
sterka tómatsósu (coctailsósu)
sem fæst i flöskum út i þennan
lög i staöinn fyrir sólseljuna og
púrrusneiðar i staðinn fyrir
laukinn og fæst þá fyrsta flokks
tómatsfld. Sildin er svo oröin
neysluhæf eftir nokkra daga og
má þá boröa hana beint úr
krukkunni eöa setja i salat t.d.
meö creme fraice, oliusósu
(majonesi) og þeyttum rjóma,
sem kryddaö er t.d. meö pipar-
rót eöa karrýi og bætt út i epl-
um, soönum kartöflum, rauö-
rófum eða ananas (i karrisild).
Nefrennsli sem er þunnt og
gagnsætt, e -ölilegt og oftast
bakteríulaust, an ef þaö likist
greftri eru oftast komnar bakt-
eriur i spilið og þá er hætta á
eyrnabólgu. Aldrei á aö fara inn
i eyrnagöngin meö eyrnapinna.'
Auk þess sem barnið á aö fá
penisilin, má gefa hálfa magnyl
og eyrnadropa til aö lina verk-
inn, en eyrnadropar drepa hins
vegar engar bakteriur, eins og
sumir halda.
Fái barniö slendurtekna
eyrnabólgu, getur þurft aö gripa
til alvarlegri ráða. Stundum
þarf aö setja plaströr I eyraö til
að halda eyrnagöngunum opn-
um, blása i þau, eða jafnvel að
fjarlægja nefkirtla sem geta
bólgnaö og orsakað eyrnaverk.
Þá er einnig mikið atriöi aö al-
menn heilsa barnsins sé góö og
það fái nóg af A, D og C vitamin-
um, og sé vel klætt þegar það er
úti.
mr* lAMk