Þjóðviljinn - 22.01.1978, Blaðsíða 17
Sunnúdagur 22. janúar J978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Útvarps-
erindi eftir
Hlöðver
Sigurðsson
„Þar sem mest er þörf á þér”
Höfuðborgin og við hinir
Við, sem búum úti á lands-
byggðinni, fáum stundum að
heyra það, að við séum að fara
ofan i vasa Reykvikinga, þegar
við erum að fara fram á ýmsar
réttarbætur okkur til handa, sem
gætu jafnað aðstöðumuninn milli
okkar og þeirra, sem i Reykjavik
búa eða i nágrenni hennar. Það
gæti þó orðið merkilegt
rannsóknarefni, hvor aðilinn
skuldar hinum meira, lands-
byggðin eða Reykjavikursvæðið.
Ég fyrir mitt leyti óttast ekki, að
landsbyggðin þyrfti að greiða
stóra skuld eftir þá rannsókn, ef
hún færi fram.
Það sem nú kemur mér einkum
til að ræða þetta mál eru reikn-
ingar þeir, sem nú stendur til að
sveitarfélögin sendi hvert ööru
vegna skólavistar nemenda utan
heimahéraðs. Fram til þessa hef-
ur það þó fremur verið talið til
hlunninda fyrir byggðarlögin að
hafa menntastofnanir innan
heimahéraðs. Þar kemur auðvit-
að fyrst til álita, hve mikið það er
ódýrara að kosta börn sin til
mennta i sinu heimahéraði, og þvi
er ekki loku fyrir það skotið, að
þær byggðir, sem hafa mennta-
stofnanir innan sinnar byggðar,
geti haft nokkurn bæði beinan og
óbeinan hagnað af veru nemenda,
sem sækja þangað úr öðrum
byggðarlögum. Þar kemur til
bæði aukin verslun og ýmiskonar
þjónusta, sem utansveitar-
nemendur þurfa að greiða.
Fram að þessu hefur það þótt
sjálfsagt að rlkissjóöur kostaöi
að fullu alla þá skóla sem taka við
að loknu námi i gagnfræðaskólum
og héraðsskólum, og er það
raunar svo sjálfsagður hlutur að
um það ætti ekki að þurfa að
deila. Að velta þeim kostnaði að
einhverju leyti yfir á sveitarfélög
in er fjarstæða, þar sem segja
má, að yfirleitt öll sérfræði þjóni
fyrir þjóðfélagið i heild. Það er
ekki til þess að auka sjálfstjórn
sveitarfélaganna nema siöur sé„
en kannski er meö því hægt að
blekkja og sýna fram á minnk-
andi umsvif rikisins og færa
skattlagninguna yfir á sveitar
félögin, en jafnframt að torvelda
nemendum afskekktra byggða að
leggja inn á menntabrautina. Ef
þetta mál er athugað nánar,
mætti jafnvel segja að lands-
byggðin ætti nokkuð inni hjá
Reykjavik og nágrannabyggðum
hennar. Það er alkunna, að flest-
ar visinda- og þjónustustofnanir
eru staðsettar þar. En mennta-
mennirnir sem gegna störfum i
þessum stofnunum eru siður en
svo allir aldir upp i Reykjavik. Ég
hygg, að jafnvel meiri hluti
þeirra sé utan af landsbyggðinni.
'Þannig hefur landsbyggðin alið
þá upp og kostað þá til mennta, en
þegar þeir eru komnir á starfs-
aldur og farnir að greiða gjöld
tekur Reykjavik við þeim. Ætli
það þætti nú ekki nokkuð frekt, ef
byggðarlögin, sem ólu þá upp,
sendu Reykjavik reikning fyrir
uppeldi þeirra og menntunar-
kostnaði, enda væri það auðvitað
fráleitt, þvi að með nokkrum rétti
má segja að þeir þjóni allri lands-
byggðinni i flestum tilfellum.
Það er fjarri þvi, að þetta sé
mælt af óvild til Reykjavíkur,
enda viljum við gjarnan veg
hennar sem mestan. Vist er
gaman að eiga fagra og velbúna
höfuðborg. En gleymum þvi ekki,
að há og fögur bygging þarf að
standa á traustum grunni. Það er
sök sér þótt Reykjavik framleiði
minni útflutningsverðmæti miðað
við ibúaf jölda en flest eða öll litlu
sjávarþorpin úti á landi; um það
hef ég ekki tölur. En fyrir
skömmu heyrði ég i fréttum, að
Raufarhöfn, sem átt hefur i erfið-
leikum siðan sildin og spekúlant-
ar einkagróðans brugðust henni,
hefði þó á siðasta ári framleitt út-
flutningsverðmæti, sem svaraði
til einni og hálfri miljón á hvern
einasta Ibúa þorpsins.
Vissulega gegnir Reykjavlk
ýmsum þeim hlutverkum, sem
ekki er hægt aö rækja hvar
sem er á landi, hér. En viö meg-
um ekki gleyma þvl, aö fram-
leiösla alls konar nytjavara
bæði til útflutnings og innan-
landsneyslu er grundvöllurinn,
sem þjóðfélag okkar hvilir á, og
þann grundvöll leggur lands-
byggðin að mestu leyti til, og það
er i rauninni eðlilegt.
Við viljum sannarlega eiga
venjulega fram á eftirfarandi
hátt: Þegar ég loks er búinn að ná
sambandi, er ég beðinn að biða
andartak. Þetta andartak getur
orðið fimm til 10 minútur. Þeir
eru ekki neitt andstuttir á opin-
berum skrifstofum i Reykjavik.
Hver minúta kostar með sölu-
skatti nálægt 90 krónum, og nú er
sjálft samtalið eftir. Innan Stór-
Reykjavikursvæðisins geta menn
talað eins lengi og þeir vilja fyrir
tæpar 9 krónur. Þurfi lands-
byggðin að ráða til sin lækni,
verður hún að láta honum i té
húsnæði með öllum búnaði og öll-
um þeim hlunnindum, sem hann
kann að girnast. Þegar hann hef-
ur siðan efnast svo, að hann hefur
komið sér upp aðstöðu i Reykja-
vik eða aurað saman, svo að hann
geti sótt sérfræðinám erlendis,
kveður hann með virktum og við
þökkum fyrir samveruna. Þá er
hann kannski búinn að vera hálft
ár, i mesta lagi eitt ár. Og ef við
erum nú svo heppin að fá annan
lækni i hans stað, þá er alls ekki
vist að hann sé ánægður með hús-
næðiö, og þá er sjálfsagt aö
inn eitt rýrasta brauð á landi hér,
þegar hann byrjaði prestskap,
lakarien Þönglabakki i Þorgeirs-
firði, sem nú er i eyði. Auk þess að
semja nokkur fögur sönglög, sem
nú eru á vörum allra islendinga,
vann hann stórkostlegt visindaaf-
rek með söfnun þjóðlaga. Ég
efast um að hann hefði orðið þjóð
sinni jafn þarfur ef hann hefði
gegnt annasömu embætti i
Reykjavik eða til dæmis verið
biskup, þótt hann hefði eflaust
haft til þess fullkomna burði. Það
gerðist fyrir 35 árum að til
sjúkrahússins á Siglufirði sem
var litið og illa i stakk búið réðist
ungur skurðlæknir, þá talinn með
færari ungum læknum i sinni
grein. Siðan vann hann þar
meðan starfsævin entist. Hann
mun hafa fylgst með nýjungum i
starfsgrein sinni eins vel og hon-
um var unnt, enda var hann alltaf
talinn heppinn læknir, en heppinn
læknir er auðvitað aðeins sá sem
kann sitt fag; þar getur slembi-
lukka ekki komið að neinu gagni.
Ef til vill hefði hann komist enn
lengra i sinni starfsgrein, ef hann
veglega höfuðborg, en viö viljum
ekki láta hana mergsjúga lands-
byggðina en það teljum við að hún
geri að nokkru leyti, og skal ég nú
reyna að sanna mál mitt. Tökum
litið dæmi, sem liggur I augum
uppi. Flestir heildsalar landsins
eru búsettir i Reykjavik. Sumir
telja að þeir séu óþarflega margir
en um það skal ekki dæmt hér.
Auðvitað þurfa þeir allir að hafa
nokkuð fyrir snúð sinn, og gjöld
sin, ef einhver eru, greiða þeir
auðvitað til Reykjavikuröorgar;
ég er ekki hér með að væna þá um
skattsvik, enda væri það sjálfsagt
ómaklegt. Kostnaður við að flytja
hvert kilógram frá Reykjavik til
Siglufjarðar svo dæmi sé tekið er
14 kr. Sums staöar er þaö vlst
enn dýrara. Sá kostnaður leggst
auðvitað á vöruna, og ofan á það
leggst slöan smásöluálagning,
sem ekki er fjarri lagi að áætla
25% og eflaust meira á sumum
vörum. Hér eru komnar kr. 17.50
á hverg kg. Ofan á þetta leggur
rikið siðan söluskatt 20%, sem
gerir minnst kr. 3.50. Þannig
verður hvert kg. af vöru meira en
20krónum dýrara á Siglufirði en i
Reykjavik, og álitlegur hluti þes&
verðmunar rennur beint i rikis-
kassann. Okkur finnst nú, að rikið
gæti notað eitthvað af þessum
aukna söluskatti til að létta
einhverjum byröum af sveitar-
félögunum, sem framleiða mest
af þeim verðmætum, sem
þjóðfélagið lifir á.
En fleiri dæmi mætti taka.
Yfirleitt er öll þjónusta dýrari úti •
á landsbyggðinni en i Reykjavik.
Tökum simann til dæmis. Þurfi
ég að hringja til dæmis i hæstvirt
ráöuneyti menntamála, fer
breyta því. Svipaða sögu er oft aö
segja um kennara, hjúkrunar-
konur og jafnvel presta, þótt
þessar stéttir séu yfirleitt vægari
i kröfum. En læknir sem lokið
hefur sérfræðinámi þarf helst að
vera I Reykjavik,og svipað er að
segja um sérfræðinga á öðrum
sviðum, þótt þörfin úti á landi sé
oft ekki minni.
Frændur okkar sviar og norð-
menn hafa i sumum tilvikum tek-
ið upp þann hátt að rikið greiði
hærra kaup þeim starfsmönnum
sinum, sem búa afskekktir og i
einangrun, svo ég dirfist nú ekki
að vitna til Sovétrikianna. enda
þaöþarf ég ekki aö leita svo langt,
þetta gera eflaust fleiri þjóðir.
Þessar þjóðir skilja að byggðin út
um landið jafnvel á afskekktustu
stöðum er þjóðfélaginu lifsnauð-
syn. Hér virðist það vera trúar-
setning, að úti á landsbyggðinni
geti enginn afburöamaður, jafnvel
enginn menntamaður, notið
menntunar sinnar og hæfileika.
Það er auðvitað rétt, að afskekkt-
ir fámennir staðir geta ekki boðið
hverjum sem er upp á skilyrði til
að njóta menntunar sinnar og
hæfileika eins og höfuðborgin og
umhverfi hennar. Þó tel ég að i
þessu efni gæti allmikils mis-
skilnings, og langar mig að færa
að þvi nokkur rök. Ég tel, að þeir
menn séu nokkuð fljótfærir i dóm-
um, sem halda, að úti um lands-
byggðina sé hvorki hægt að njóta
menntunar né hæfileika. Ég þarf
ekki aö seilast langt til aö sanna
hiö gagnstæöa. Þess vegna byrja
ég þar sem næst mér er.
Séra Bjarni Þorsteinsson var
prestur á Siglufirði alla sina emb-
ættistlö. Þá var Sigiufjörður tal-
hefði unniö viö fullkomnari skil-
yrði, en þá hefði hann ekki bjarg-
að þeim mannslifum, sem hann
hefur bjargað á Siglufirði.
Kannski hefðu aðrir gert það, en
um það getur enginn sagt.
Vestur i Dýrafirði er héraðs-
skóli, sem stofnaður var og rek-
inn i fyrstu fyrir áhuga og fórn-
fýsi eins manns, séra Sigtryggs
Guðlaugssonar.sem lika kunni að
laða til sin ágæta samstarfsmenn.
Ég hika ekki við að telja hann
með merkustu skólamönnum
okkar á þessari öld. Ég veit að
áhrifa hans, meðal annars I sam-
vinnu við ungmennafélagshreyf-
inguna, hefur gætt og gætir enn
um alla Vestfirði. Ég held, að
hann hefði ekki notið sin betur eða
áhrif hans orðið giftudrýgri, þótt
hann hefði búið i Reykjavik.
Vestur á Isafirði er blómlegt
tónlistarlif. Þar hafa ágætir hæfi-
leikamenn notið sin hið besta.
Óvist er að þeir hefðu notið sin
betur i Reykjavlk. Þetta eru
aðeins örfá dæmi af mörgum. En
mig vantar bæði kunnugleika og
auk þess væri litill timi til að
rekja öll þau dæmi, sem hér
mætti færa fram. En visindastörf
er þó ekki hægt að vinna á þessum
afskekktu stöðum við ónóg
skilyrði, eða hvaö?
A Lækjarmóti i Viöidal bjó
bóndi fram á þessa öld. Ekki er
mérkunnugtum skólagöngu hans
eða hvort hann naut hennar nokk-
urrar. Að minnsta kosti mun hann
litillar skólakennslu hafa notið i
þeirri visindagrein sem hann
helgaöi sig. Hann geröi samt
merkilegar uppgötvanir i jarð-
fræði, sem fræðimenn á þvi sviði
hafa fyllilega viðurkennt, að þvi
er ég best veit. Um stéttarbróður
hans austur i Tjörnesi er svipaða
sögu að segja. Og nú skulum við
leggja upp i langa ferð þvert yfir
landið, alla leið suður I Skafta-
fellssýslu. Út I frá hafa Skaftfell-
ingar reyndar verið kunnastir
fyrir verklegar menntir. Skyldi
það ekki vera algert einsdæmi, að
algerlega sjálfmenntaðir menn
hafi raflýst heilar sveitir og ekki
látið sig muna um að smiða sjálf-
ir hluta af búnaði stöðvanna, svo
sem eins og túrbinurnar. En þeir
hafa ekki allir látið við það sitja.
A einum allra afskekktasta bæ
þessa lands, skammt þaðan sem
Jökulsá á Breiðamerkursandi
kemur undan jökli, búa bræður.
Ég held að enginn þeirra hafi
notið nokkurrar kennslu nema
stuttrar og stopullar farkennslu
fyrir fermingu, væntanlega hjá
góðum kennara, sem þó hefur
varla haft tök á öðru en að glæða
fróðleiksþrá þeirra. Hinn stutti
i.imi, sem farkennurum er ætlað-
iv. getur, þegar best lætur, vakið
á.iugann tit mennta, en það er
heldur ekki svo litils virði. Þessir
bræður hafa af sjálfsdáðum aflað
sér svo staðgóðrar þekkingar á
mörgum sviðum, einkum þó i
nátiúrufræðum, að aðdáun og
undrun vekur hjá lærðustu fræði-
mönnum og visindamönnum.
Þetta eru t rfá dæmi um menn-
ingarafrek, sem unnin hafa verið
útum hinar dreifðu byggðir
Islands. Ég hef helst. dvalið við
þau dæmi, sem mér voru kunnug-
ust. Hin eru eflaust mikið fleiri,
sem mér er litið eða ekkert
kunnugt um. En hvað skal þá
segja um bókmenntir, skáldskap
og þjóðleg fræði. sem allt hefur
veriö stolt þjóöar okkar? Nægir
þar ekki að nefna skáld eins og
fyrrverandi bónda á Kirkjubófi I
Hvitársiðu, eitt af bestu og list-
fengustu skáldum þessarar
þjóöar fyrr og slöar. Engan
þekki ég, sem ég get jafnaö
viö hann, nema einn Islenskan
bónda vestur I Albertafylki
I Kanda. Svo ólikir sem þeir
annars eru, viröist mér ævi-
starf þeirra og afrek á svo svip-
uöu sUgi, aö ég get ekki stillt
mig um aö jafna þeim saman. En
marga fleiri mætti nefna, bæöi
skáld og fræðimenn. Ég skal þó
aðeins nefna eitt dæmi. Þótt ég
telji Hvitársiðubónda fremstan,
þá á hann lika nafna á öðru
Kirkjubóli vestur á fjörðum, sem
gott er að kynnast, og svo mætti
lengi telja. Það er ekki meining
min með þessum hugleiðingum
að vekja rig milli höfuðborgar-
innar og landsbyggðarinnar.
Hvort tveggja hefur sinu hlut-
verki að gegna. Ég vildi fremur
auka gagnkvæman skilning milli
þessara aðila. En okkur út um
landsbyggðina þykir það ómak-
legt að vera taldir nokkurs konar
ómagar á þjóðfélaginu, sem gott
væri að losna við. Ég held það
væri likast þvi að rifa grunninn
undan veglegri byggingu. En ég
vildi jafnframt sýna fram á það,
að landsbyggðin er ekki andleg
eyðimörk, og sumir lærðu menn-
irnir okkar, sem viö höfum lika
átt nokkurn þátt i að skaffa
þjóðinni, gætu lika notið mennt-
unar sinnar og hæfileika viðar en
i Reykjavik. Kannski einhverjir
þeirra vildu minnast orða Kletta-
fjallaskáldsins, sem ég vil gera
að lokaorðum minum: „Þar, sem
mest er þörf á þér, þar er best að
vera.”