Þjóðviljinn - 22.01.1978, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 22.01.1978, Blaðsíða 24
DJODVIUINN Sunnudagur 22. janúar 1978 A&alsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og surinudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Éitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- slma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima-- skrá. Hugsjónamaðurinn og rithöfundurinn HANS KIRK Fiskimennirnir eru dýr- asti myndaflokkur, sem danska sjónvarpið hefur framleitt. Kvikmyndatak- an tók næstum þrjú ár, u.þ.b. jafn langan tíma og Hans Kirk var að skrifa söguna. Vorið 1925 ferðaðist ungur blaðamaður, Hans Kirk, frá Kaupmannahöfn til Norður-Jót- lands til að heimsækja föðurbróð- ur sinn Niels Kirk, sem bjó i litlu fiskiþorpi, Gjol, við Limafjörð, 20 km fyrir vestan Álaborg. Þarna eyddi hann sumrinu og þegar hann kom heim, hafði hann fengið efnið i bókina, sem átti eftir að gera hannfrægan : Fiskimennina. Nákvæmlega fimmtiu árum siðar, i mai 1975, fór leikstjórinn Jens Ravn ásamt 55 leikurum og 27 starfsmönnum sjónvarpsins sömu leið til að gera sjónvarps- leikrit i sex þáttum eftir sögunni. Niels og Marie Kirk fluttu frá Harboore til Gjol árið 1922. Niels átti 21 systkini. Elsti bróðir hans var hið eina þeirra sem sett var til mennta og hann varð læknir i Hadsund. Hann var faðir rithöf- undarins Hans Kirks. Hans Kirk fæddist 1898 og i æsku dvaldist hann oft i sumar- leyfi sinu hjá fjölskyldunni i Har- boore, og þess vegna þekkti hann innviði þessa litla samfélags, er hann hélt til Gjol árið 1925 til að safna efni i bókina um fiskimenn- ina. En margir fiskimenn höfðu einmitt flutt frá Harboore til Limafjarðar á fyrstu tveim ára- tugum aldarinnar. Sjálfur var Kirk ekki trúaður, og þvi siður heimatrúboðssinni, en hann hafði mikla samúð með þessu fólki og skilning á lifsháttum þess. Kirk var kommúnisti og hann dreymdi um lif i algerri samheldni. Meðal fiskimannanna fann hann slikt samfélag. Þegar bókin kom út 1928 fékk hún ekki sérlega góðar viðtökur. Þýtt og endursagt Hans Kírk áriö 1928, þegar Fiskimcnnirnir kom út. En hún var lesin upp til agna i Gjol. Þetta var nefnilega eins- konar lykilróman. Allir vissu hver var hver i bókinni þrátt fyrir breytt nöfn, og hinir dramatisku atburðir höfðu einnig átt sér stað. Samt var mikill hluti sögunnar skáldaður eða atburðum vikið viö. Fiskimennirnir i Gjol, sem voru orðheldnir menn, áttu erfitt með að skilja, hvernig Hans Kirk gat látið þá segja eitthvað i sög- unni, sem aldrei hafði þeim vitan- lega farið þeim um varir og þvi siður komið þeim i hug.ð En eins og Hans Kirk útskýröi seinna fyrir Marie, konu Nielsar föður- bróður sins, en hún er fyrirmynd hinnar eirðarlausu Teu Ron i bók- inni: — Þér finnst ég kannski hafa sýnt þér óréttlæti, en það átti nú að verða úr þessu bók. „Fiskimennirnir” öfluðu Hans Kirk mestrar frægðar i lifinu, en hann var iðinn við skriftir allt sitt lif. Hann dó árið 1962. Vinir hans sögðu, að með honum væri geng- inn vingjarnlegasti og hugsjóna- rikasti maður i Danmörku. — eös TABITA: Dálítill uppreisnar- maður Tabita kemst kannski næst þvi að vera hetja i Fiskimönn- unum. Anne Wedege lék Tabitu. — Tabita er sú persóna i sög- unni, sem visar fram á veginn. Hún fær vinnu i bænum og hneykslar fiskimennina heima með nýju fötunum sinum, og með þvi að trúlofa sig og verða siðan ólétt. Strax i fyrsta skipti sem ég las bókina, fannst mér, að Tabita væri lik mér — svona dálitill uppreisnarmaður. Og það eru vist flestir á vissum aldri. En þegar timar koma byrjar maður aö leita sér að fót- festu i tilverunni. Anne Wedege er uppalin i Kaupmannahöfn. Hún vill helst starfa i þjóðfélagsgagnrýnu leikhúsi. — Það er nú varla hægt að segja að Fiskimennirnir séu þannig veyk, en það er a.m.k. mjög nærfærið i lýsingum sin- um á umhverfi og örlögum. Það var mjög gaman að segja þaö, sem Hans Krik skrifaði. — Ég er sósialisti. Það hljóm- ar kannski einsog ég sé frelsuð, en ég vil helst gera eitthvað, sem er á einhvern hátt tengt lifsskoðun minni. En ég er ekki viss um hvernig ég á að fara að þvi. Ég samdi leikrit, sem var sýnt i „Húsinu” i Kaupmanna- höfn, og gagnrýnendurnir löðr- unguðu mig fyrir vikið. Að mörgu leyti var leikritið ekki nógu gott, það sé ég vel nú, en að öðru leyti var það lika pólitiskt, og það geta þeir ekki þolaö. Mig langar gjarna til að skrifa meira, en það tekur sinn tima að öðlast aftur sjálfstraust eftir slika útreið. KATRÍN: Mikil upplifiin Hanne Jyfrna er 28 ára og hún lék hiutvcrk Katrinar, gengil- beinu á hótelinu. — Það var stórkostleg upplif- un fyrir mig að vera með i Fiskimönnunum. Að kynnast þessu heimatrúboðsandrúms- lofti, sem enn er til, og að vera i snertingu.við hafið og finna hve mikil áhrif það hefur á mann, er alveg einstakt. Á hverjum morgni, áður en kvikmyndun hófst, fór ég i göngutúr á strönd- inni — og þá var ég vel undirbú- in fyrir vinnuna. Nýlega lauk sýningum á sjónvarpsþáttum, sem danska sjónvarpið gerði eftir sögu Hans Kirks, „Fiskimennirnir”. I kveðjuskyni við þessa ágætu þætti bregðum við upp myndum af nokkrum þeirra leikara, sem þar komu við sögu, og segjum i stuttu máli frá Hans Kirk. ADOLFÍNA: Örlög hennar táknrœn jyrir kágunina Ulla Koppel lék hið litla en mikilvæga hlutverk Adolfinu. Ulla er 29 ára gömul. Hún heldur þvi fram að hún hafi neytt Jens Ravn leik- stjóra til að láta sig hafa hlut- verkið. Þegar hún komst að þvi, hvað til stóð, flýtti hún sér að lesa bókina og ákvað að hún yrði að leika Adólfinu. — Ég lappaði svolitið upp á hana, svo að hún væri ekki bara óhamingjusöm og við- ; TEN: Fátæktin \ var grund- \ völlur I trúarinnar Avi Sagild lék Teu, konu fá- tækasta fiskimannsins. Hún er 44 ára, fædd og uppalin i Bandarikjunum og kom fyrst til Danmerkur þegar hún var fullorðin þvi að hún giftist Dana sem hún skildi reyndar fljótlega við. Þau áttu son, og henni fannst aðstæðurnar betrifyrir börni Danmörkuen i Bandarikjunum og þess vegna var hún uni kyrrt. — Ég er hreykin af þvi að Ihafa fengið þetta hlutverk. Þegar ég fékk hlutverkið, var ég mjög önnum kafin, svo að ég vissi i rauninni ekki fyrst hvað hér var um að ræða. En svo fannst mér mikil ábyrgð hvila á herðum mér. Ég hafði ekki lesið bókina áður, en ég komst fljótt að þvi, að þetta er stórkostleg skáldsaga með ótrúlega raunsæjum lýsingum á félagslegum aðstæðum fólksins. Avi hefur ekki fengið mörg tækifæri i leiklistinni, þó að hún hafi verið þekkt sem framúrskarandi leikari eftir að hún útskrifaðist frá Leik- listarskóla Konunglega leik- hússins. Sjálf telur hún það að kvæm. Ég bætti við dálitlum mótþróa hjá henni, — það hljóta aö vera einhverjar töggur i henni, úr þvi að hún heldur þetta út. Mér finnst mest spennandi að lýsa persónu, sem er mjög kúguð. Sjálf er ég ekki heittrú- uð á nokkurn hátt, en samt fann ég mig i þessari persónu. örlög hennar eru táknræn fyrir undirokandi lifsmáta, og það er alltaf þess virði að segja frá þvi. kenna framburði sinum. Og i lika ef til vill þvi, að hún hefur ; lengi verið kennd við pólitiskt [ leikhús. Avi er kommúnisti.og [ eitt sinn árið 1969 kaus hún t fremur að leika i leikriti i Fiol- I teatret um þýsku byltinguna, I i stað þess að leika i Pétri a Gaut i Alaborgarleikhúsi. Hún ; hefði gjarna viljað leika i báö- ii um leikritunum, en nú bar j hvorttveggja upp á sama tima, og þar sem þetta gerðist þegar æskan var áhugasöm 5 um að koma á framfæri vekj- | andi þjóðfélagsgagnrýni, þá fannst henni að meira máli skipti að vera með i einhverju, sem fjallaði um eitthvað ann- að en veniulegt leikrit. — Mér þótti vænt um hlut- verk mitt sem Teu, og mér lærðist að skilja, hvers vegna hún breytir eins og raun ber vitni um. Fátækt hennar og hinna i hópnum var grundvöll- ur trúar þeirra. 1 stað þess að segja: „Við erum fátæk, við viljum að okkur liði eins vel og ykkur — lika andlega,” segja þau: „Þið eigið að vera jafn fátæk og við.” Allt rikidæmi [ var synd — á þann hátt voru |;j þau byltingarsinnuð......

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.