Þjóðviljinn - 22.01.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. janúar 1978| ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
a/ erlendum vetivangi
CIA bjó til
fréttir eða i
rangfærði
Haföi mikinn jjölda blaöamanna
og fréttastofnana á sinum snærum
Mikið hefur verið skrif-
að í bandarísk blöð að
undanförnu um viðleitni
leyniþjónustunnar CIA til
að breyta almenningsáliti í
heiminum Bandaríkjunum
í hag með þvf að „stjórna"
fréttum og búa þær til.
Bæði hefur CIA haft
blaðamenn á sínum snær-
um, ennfremur hefur
þjónustan búið til og dreift
fréttum um blöð og fétta-
stofur heima og erlendis,
sem CIAátti, fjármagnaði
eða fjarstýrði með einum
eða öðrum hætti.
Hópur blaðamanna frá New
York Times hefur starfað að þvi
um þriggja mánaða skeið, að
kanna þessi mál. Hópurinn komst
að þeirri niðurstöðu, að CIA hefði
að visu haft tiltölulega fáa af
mörg hundruð bandariskum
fréttamönnum starfandi erlendis
ásinum snærum,en engu að siður
hafi CIA um þrjátiu ára skeið
með ýmsum ráðum öðrum komið
á framfæri lognum eða afbökuð-
um fréttum. En afar erfitt reynist
að meta það, hve viðtækar þessar
fréttafalsanir hafa verið.
Blöð, bækur, útvarp
CIA sjálf hefur neitað að gefa
itarlegri upplýsingar um sam-
starf sitt við blaðamenn. En þeg-
ar fyrrgreindur hópur ræddi við
fyrrverandi starfsmenn CIA sem
og blaðamenn og aðra kemur
eftirfarandi mynd i ljós:
— CIA átti eða fjármagnaði á
hinum ýmsu timum 50 dagblöð',
fréttastofur, útvarpsstöðvar og
timarit, sum i Bandarikjunum en
flest erlendis. Þessir fjölmiðlar
voru notaðir til að koma á fram-
færi áróðri CIA. t um tylft frétta-
stofnana á erlendri grund til við-
bótar voru starfandi erindrekar,
launaðir af CIA.
— Um það bil tylft bandariskra
útgáfufyrirtækja, og njóta sum
verulegs álits, hafa gefið út um
2250 bækur á ensku sem CIA lét
semja og greiddi fyrir — i mörg-
um tilvikum gerðist þetta án þess
að útgáfufyrirtækin vissu hvað
var á seyði.
— Siðan heimsstyrjöldinni sið-
ari lauk hafa 30-100 bandariskir
blaðamenn, starfandi erlendis á
vegum bandariskra fréttastofn-
ana, verið um leið launaðir erind-
rekar CIA.
— A.m.k. átján bandariskir
fréttamenn hafa neitað tilboðum
CIA um að taka að sér leyniþjón-
ustuverkefni. Voru þau tilboð ein-
att mjög glæsileg.
— Sl. 30 ár hefur CIA komið
a.m.k. 12 af starfsmönnum sinum
fyrir hjá bandariskum frétta-
stofnunum erlendis þannig að
blaðamennskan væri sá hjúpur
sem raunverulegt starf þeirra
fælist undir.
Áróöur i
Bandarikjunum
Ýmsir fyrri starfsmenn CIA
játuðu, að menn hefðu gert
sér grein fyrir þvi, aö
falsanir CIA yrðu teknar
upp sem alvörufréttir I Banda-
rikjunum sjálfum, en eng-
inn lét i ljós áhyggjur af þessu,
enda þótt i lögum um starfsemi
CIA sé þjónustunni bannað að
reka áróður i Bandarikjunum.
Viðleitni CIA til að hafa áhrif á
almenningsálit erlendis var
margvisleg: söguleg skjöl voru úr
lagi færð, breytt var skýrslum
sem annars voru réttar, stundum
var farið með hreina lygi (eins og
i frásögn af þvi, að kinverskar
hersveitir hafi verið sendar til að
hjálpa kommúnistum i Vietnam.
Krúsjof: CIA skrlfaði I hans orfta-
stað um utanrikismál.
CIA hafði „viðvörunarkerfi”
meðal háttsettra bandariskra
íembættismanna, sem varaði þá
við þvi að taka mark á vissum til-
búnum fréttum. En Meðaljóninn
bandariski gat að sjálfsögðu ekk-
ert um það vitað, hvort fréttin,
sem hann var að lesa yfir
morgunkaffinu, var „ekta” eða
hugarfóstur einhvers erindreka
CIA.
Aö komast inn i
erlend blöð
En höfuðviðfangsefni CIA var
að koma sinum fréttum eða
fréttaskýringum á framfæri við
erlend blöð. Um tima hafði CIA
um 800 slik „sambönd” — og þá
aðallega við erlenda blaðamenn.
Þeir sem átu úr örlátum lófa CIA
áttu að koma efni á framfæri sem
CIA taldi ekki nógu vel þekkt, af-
baka annars réttar fregnir, og
stundum lugu þeir upp fréttum að
Alan Dulles: hann fékk blöð öðru
hvoru til að hætta við að birta
óþægilegar greinar.
tilmælum CIA. Einn af fyrrver-
andi starfsmönnum CIA sagði
sem svo, að hann hefði ekki viljað
Walter Lippmann (þekktan
bandariskan fréttaskýranda).
Hann hefði viljað filippinskan
Walter Lippmann. M.ö.o. — mikil
áhersla var lögð á að geta náð
tangarhaldi á þeim útlendingum
sem höfðu þann starfa að leggja
út af fréttum hver i sinu heima-
landi.
Annar sagði að CIA hefði getað
notað leigupenna sina sem
störfuðu við erlendar skrifstofur
hinna voldugu fréttastofnana AP
og UPI til þess að skjóta fréttum
sem CIA hafði smiðað inn á fjar-
rita viðkomandi fréttastofu —
fóru „fréttir” þessar siðan um
allan heim. AP og UPI segjast
núna vera lausar við agenta CIA
— en hver getur i raun og veru
verið viss um það?
Margar adferdir
Ein af þeim tilbúnu sögum sem
viða fór varð til snemma á sjötta
áratugnum. ClA — maður kom
þvi inn i fréttakerfi stórrar frétta-
stofu, að kinverskar hersveitir
væru komnar um borð i skip á leið
til að hjálpa kommúnistum að
berjast gegn Frökkum I Vietnam.
Stundum voru þessar fréttir um
kjarnorkutilraunir i Sovétríkjun-
um, sem aldrei áttu sér stað. í
mörgum tilvikum vissu ritstjórar
erlendra blaða um uppruna slikra
frétta, en þeir voru þá einnig á
mála hjá CIA.
CIA notaði mikið blaðamanna-
klúbba sem starfræktir eru i
helstu höfuðborgum. CIA-menn
Allende: miljónum dollara var
varið til að smiða fréttir gegn
honum sem jafnvel virtustu stór-
blöð gleyptu við.
veittu forstöðu blaðamanna-
klúbbum t.d. i Mexiko og Manila
og notuðu stöðu sina til að „leka”
tilbúnum fréttum i blaðamenn
sem héngu þar á barnum. CIA-
maður sem starfaði á Filippseyj-
um skýrði hópnum frá New York
Times frá þvi, að hann hefði haft
það verkefni að fá forystugreinar
með æskilegu innihaldi inn i blöð
þar i landi. Og auðvitað voru þær
ekki byggðir á efni frá sendiráð-
inu eða Upplýsingaþjónustunni,
sagði hann, heldur á einhverju
sem þekktur fréttaskýrandi á
staðnum hafði sagt (m.ö.o. „hinn
filippinski Lippmann”)
Ýmsar sögur eru sagðar af að-
ferðum CIA til skýringar.
Leyniræöa Krústjofs
CIA-menn voru mjög hressir
yfir þvi hvernig þeir notfærðu sér
leyniræðuna sem Krúsjof hélt um
myrkraverk Stalins á lokuðum
fundi á þingi sovéska
kommúnistaflokksins 1956.
CIA ákvað að ná I textaræðunn-
ar hvað sem það kostaði. I mai
hafði tekist að ná I texta ræðunn-
ar i Póllandi. Nokkrum dögum
siðar var textinn afhentur fjöl-
miðlum og CIA hefur lengi talið
það mikið afrek sitt að ná i skjal
þetta.
En CIA skýrði ekki frá þvi, að
sá texti sem leyniþjónustan hafði
fengið var ekki frumtextinn. I
hann vantaði 34 málsgreinar um
sovéska utanrikisstefnu, vegna
þess að leyniræða Krúsjofs var
lesin upp i misjafnlega itarlegum
útgáfum, og sá texti sem starfs-
menn kommúnistaflokka i
Austur-Evrópu áttu að heyra var
án fyrrgreindra málsgreina. Þess
i stað bjuggu sérfræðingar CIA til
nýjar 34 málsgreinar og komu á
framfæri viða um lönd — og er
það innskot sagt hafa valdið mik-
illi skelfingu i Moskvu. Sovét-
menn áttu erfitt með að gera
athugasemdir, þvi þeir birtu
aldrei neitt af ræðu Krúsjofs opin-
berlega.
Herferö
gegn Allende
En mestu og áhrifarikustu á-
róðursherferð sem CIA skipu-
lagði var stefnt gegn forseta
Chile, sósialistanum Allende, og
alþýðustjórn hans. Herferöin
hófst áður en hann næði kjöri 1970
og hélt áfram þar til Allende var
steypt og hann myrtur 1973.
Samkvæmt vitnaleiðslum fyrir
þingnefndum eyddi CIA miljón-
um dollara til að búa til fréttir
■gegn Allende i ýmsum löndum
Suður-Ameriku og dreifa þeim
um heimsbyggðina. Og ekki að-
eins fre'ttir heldur og forystu-
greinar og útvarpserindi.
Einmitt i þvi dæmi kom það
greinilega fram, að CIA reyndi að
æsa bandariskt almenningsálit
'upp gegn Allende (og þar með
undirbúa jarðveginn fyrir að
valdaráni hersins yrði vel tekið).
Þegar eftir að Allende var kosinn
forseti 1970 var tekið að „spila
upp aftur og aftur” Chilefréttir i
höfuðborgum Rómönsku
Ameriku, sem virt bandarisk
stórblöð eins og New York Times
og Washington Post tóku siðan
upp.
Ritskoöun
CIA reyndi einnig að koma á
ritskoðun heima fyrir,mest um
hluti sem vörðuðu starfsemi
leyniþjónustunnar. CIA tókst til
dæmis að fá David Kraslow
blaðamann við Miami Herald, til
að hætta við að birta grein um
þjálfun kúbanskra útlaga á Flor-
ida fyrir Svinaflóainnrásina á
Kúbu 1961. Dulles, yfirmaður
CIA, hafði hóað i ritstjórana og
sagt, að það væri „ekki i þjóðar-
hag” að birta slíka grein.
1954 fékk Allen Dulles Times til
að halda vissum blaðamanni frá
Guatemala. Times varð við þeim
óskum, en þessi blaðamaður,
Sydney Gruson, hafði þá nokkra
nasasjón af þvi, að það var ein-
mitt CIA sem var að undirbúa að
vinstrisinnuðum forseta Guate-
mala, Jacobo Arbenz, yrði steypt
af stóli með aðstoð málaliða.
Reynt að sverta
Che Guevara
CIA hefur látið gefa út um það
bil þúsund bækur. I þeim eru
margskonar áróðursbrellur allt
frá smávægilegum uppspuna til
stórlyga. Til dæmis gaf CIA út
árið 1965 bók sem hét „Penkov-
ski-skjölin” (Gott ef Morgunblað-
ið lét ekki þýða hana). Þessi bók
átti að vera dagbók sovéska
njósnarans Penkovski, sem vann
fyrir tvo húsbændur, var hand-
tekinn i Moskvu og tekinn af lifi.
Þessi bók var fölsuð, Penkovski
hafði ekki haldið dagbækur. En
hún var að sönnu að mestu byggð
á samtölum CIA-manna við
Penkovski.
Eina blekkingarherferð skipu-
lagði CIA til að sverta minningu
kúbanska byltingarmannsins Che
Guevara. Þýsk kona að nafni
Tamara Bunke hafði um skeið
verið með skæruliðasveit Che
i Boliviu áður en hann var felldur.
CIA kom á framfæri við útgef-
anda minnisbóka Che frá Boliviu
„upplýsingum” um að Tamara,
sem kallaði sig Tanja i skæruliða-
flokknum, hafði verið njósnari
sovésku leyniþjónustunnar KGB.
(ABbyggðiá International Her-
ald Tribune)