Þjóðviljinn - 24.01.1978, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Qupperneq 6
6 SIÐA— ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 24. janúar 1978. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hvað er í húfi — Hvað er framundan? Alþýðubandalagið boðar til fundar í Hótel Selfoss, Sel- fossi fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.30. Garðar Sigurðsson aiþingismaður, Gils Guðmundsson alþingismaður, Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna og Baldur óskarsson starfsmaður Alþýðubandalagsins flytja stuttar framsögu- ræður og sitja fyrir svörum. Á fundinum verður rætt um orsakir fjármalaspillinar- innar i íslensku þjóðfélagi, íslenska atvinnustefnu Alþýðubandalagsins og hvernig vernda má kaupmátt launanna og réttinda verkafólks gegn þeim árásum sem yfir vofa. Fundurmn er öllum opínn Burt með rikisstjórn braskaranna Skattframtöl og reiknmgsuppgjör Fyrirgreiðsluskrifstofan Vesturgötu 17 — Simi 16223. Þorleifur Guðmundsson, heimasimi 12469. Frumvarp um viðskiptabanka ríkisins er vœntanlegt: Ákvæði um sérstakan eftirlitsmann ólafur Jóhannesson skýrði frá því utan dag- skrár á Alþingi í gær að á næstunni muni lagt fyrir Alþingi frumvarp um við- skiptabanka ríkisins. I þessu frumvarpi eru m.a. ákvæði sem heimila þingsjé bankaráðum viðkomandi banka að ráða sér sérstak- anstarfsmann er hefði rétt til að fylgjast með öllu í starfsemi bankans í sam- ræmi við reglur er banka- ráð myndi setja. Jafn- framt yrði í þessu frum- varpi ítarlegri ákvæði um endurskoðun en eru í nú- gildandi bankalögum. Þessi atriöi komu fram er bankamálaráöherra svaraði fyrirspurn frá Sighvati Björg- vinssyni um Landsbankamáliö svokallaöa, en Sighvatur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár til að ræöa það mál. Beindi Sighvatur fyrirspurn til bankamálaráö- herra i þremur liðum. t fyrsta lagi að ráðherra upplýsti hvað raunverulega hefði gerst i mál- inu, hversu umfangsmikið þaö væri. I ööru lagi að skýrt yrði frá þvi til hvaða aögeröa hefði veriö gripið til að upplýsa málið og i þriðja lagi til hvaða ráða hefði verið gripið til að hindra að slikt mál endurtæki sig. Ólafur Jóhannesson sagðist ekki við þvi búin aö veita svör viö þessum fyrirspurnum, en hann myndi koma þessum spurningum á framfæri við stjórnendur Landsbankans og myndi hann skýra Alþingi frá svörum þeirra jafnskjótt og hann heföi fengið þau. Varðandi frumvarp það um viöskiptabankana er hann mun leggja fram á næstunni, sagðist Ólafur Jóhannesson vilja taka fram að þaö hefði veriö samið áð- ur en fjársvikamálið kom upp i Landsbankanum og væri þvi ekki sérstaklega miðað viö það mál. Jafnframt kom fram hjá ráð- herra að hann mun á næstunni leggja fram á Alþingi skýrslu um stöðu dómsmála. VllfANI auglýsir Veggfóður 15-85% afsláttur Veggdúkur. Somvil 20% afsláttur Kontakt pappír 20% afsláttur GóIfdúkur 10% afsláttur Málning 10% afsláttur Byggingavöruverslunin VIRKNI Ýmis lökk 40% afsláttur Opið til kl. 10 á föstudögum og til hádegis á laugardögum H.f. Armúla 38, sími 85466 og 85471 Frumvarp um geymslufé 1 gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um geymslufé. Frumvarp þetta er rikisstjórnar- frumvarp. i athugasemdum við frumvarpiö kemur fram aö i gildandi lögum eru ekki almenn ákvæöi um geymslufé (deposit- um), en hins vegar er viöskipta- bönkum i rikiseign faliö þaö hlut- verk aö taka viö geymslufé sam- kvæmt lögum um viðkomandi banka. 1 1. gr. frumvarpsins kemur fram að hver sá, sem inna á af hendi peningagreiöslu, en fær ekki greitt kröfueigenda vegna aðstæðna eða atvika, sem kröfu- eigandi ber ábyrgö á, getur full- nægt greiðsluskyldu sinni meö þvi aö greiða skuldina á geymslu- reikning i rikisviðskiptabanka eða annarri þeirri innlánsstofnun, sem heimild hefur lögum sam- kvæmt til þess að taka við geymslufé. Vill fulit stjórnmála- samband viö Kína WASHINGTON 17/1 Reuter — öidungadeildarþingmaöurinn Al- an Cranston, demókrati frá Kali- fornlu og aöstoöarieiötogi þing- flokks demókrata i öldungadeild Bandarikjaþings, hvatti i dag tii þess aö Bandarfldn slitu stjórn- máiasambandi viö stjórn kin- verska Kúómintang-flokksins á Tavían og tækju upp fullt stjórn- málasamband viö Kfna. Cranston er nýkominn úr tveggja vikna heimsókn til Kina ásamt niu öðrum bandariskum þingmönnum og segir hann að þeir séu allir samamála sér um þetta.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.