Þjóðviljinn - 24.01.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Page 13
Þriðjudagur 24. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Meöal efnis á Kvöldvökunni: Þorrablót í Suðursveit árið 1915 útvarp Á kvöldvökunni, sem hefst kl. nfu i kvöld, kennir margra grasa. Sigurður Björnsson syngur einsöng, Sigurður ó. Pálsson skölastjóri les kvæði al- þýðuskálda á Héraði, Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi flytur ferðasögu og Liljukórinn syngur islensk þjóðlög. Tveir dagskrárliðir kvöldvökunnar eru tengdir þorranum. Halldór Pétursson flytur þátt sem hann nefnir: Þorranafnið — hvernig komst það á, og Steinþór Þórðarson á Hala segir frá Þorrablóti i Suðursveit 1915. t bók sinni, „Saga daganna”, segir Arni Björnsson þjóWiátta- fræðingur m.a. um þorrann: „Hann er fjórði mánuður vetrar að fornislensku tímatali og hefst með föstudegi I 13. viku vetrar (19.-25. janúar). Nafnið kemur fyrst fyrir i Staðarhóls- bók Grágásar frá 13. öld, en er einnig i Snorra-Eddu, þar sem nöfn mánaðanna eru talin upp. Margir hinna gömlu mánaða báru fleiri en eitt heiti, en þorri virðist ekki hafa átt sér neinn slikan keppinaut. Svo er að sjá sem það hafi verið ævagömul venja að hafa einhvern mannfagnað á heimil- um fyrsta dag þorra og heilsa honum með virktum. Jón Arnason nefnir, að mann- fagnaður á fyrsta degi þorra værikallaður þorrablót.Það orð kemur að fornu aðeins fyrir i Flateyjarbók seint á 14. öld, þar sem segir frá fornkonunginum Þorra! sem var blótmaður mik- ill og hafði hvert ár blót að miðj- um vetri. Það kölluðu þeir Þorrablót. Dóttir Þorra hét Góa, en annað kóngafólk, sem fyrir kemur i þessari frásögn, heitir t.d. Ægir, Logi, Kári, Frosti og Snær. Ljóst má þvi vera, að hér eru höfuðskepnurn- ar og önnur náttúrufyrirbæri persónugerð. I þvi samfloti sýn- - ist eðlilegast að lita á Þorra sem einskonar vetrarvætti eða veðurguð. í tengslum við rómantíkina og sjálfstæðisbaráttuna á 19. öld virðist sú hugmynd hafa kvikn- að að efna til þorrablóta „að fornum sið”. Hafnarstúdentar sýnast hafa riðið á vaðið eins og á mörgum öðrum sviðum, og fyrsta þorrablót i nýjum sið, sem vitað er um, er haldið i Kaupmannahöfn 24. janúar 1873. Næstir taka Akureyringar upp siðinn á þjóðhátiðarárinu 1874, og virðist hann hafa hald- istþaróslitið siðan. 1 Reykjavik sést hinsvegar ekki getið um þorrablót fyrr en 1880, og er það á vegum Fornleifafélagsins, sem þá var nýstofnað. Sumir guðhræddir menn höfðu horn I siðu blótanna, og viröist þráöur- inn hafa verið eitthvað slitrótt- ari i Reykjavik en á Akureyri. Á blótum þessum var reynt að skreyta salarkynnin eftir þeim hugmyndum sem menn höfðu um veisluskála fornmanna meö öndvegissúlur og langelda á gólfi en skjaldarmerki á veggj- um. Menn mæltu fyrir, signdu og drukku full ása og ásynja auk fósturjarðarinnar og merkra 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 Og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Þórhallur Sigurðsson byrjar að lesa söguna „Max bragðaref” eftir Sven Wernström i þýðingu Krist- jáns Guðlaugssonar. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl.9.45. Léttlög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sérum þáttinn. Morguntón- leikar kl. 11.00: Henryk Szeryng og Sinfóniuhljóm- sveitin I Bamberg leika Fiðlukonsert nr. 2 i d-moll op. 22 eftir Henryk Wienia- wski: Jan Krenz stj. / Fil- harmoniusveitin I Varsjá leikur Hljómsveitarkonsert eftir Witold Lutoslawski: Witold Rowicki stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna : Tónleikar. 14.30 Umbælur i húsnæbis- málum og starfsemi á veg- um Reykjavíkurborgar Þáttur um málefni aldraðra og sjúkra. Umsjón: ólafur Geirsson. 15.00 Miðdegistónleikar Yehudi Menuhin, Robert Masers, Ernst Wallfisch, Cecil Aronowitz, Maurice Gendron og Derek Simpson leika Strengjasextett nr. 2 i G-dúr op. 36 eftir Brahms. Benny Goodman og Sinfón- iuhljómsveitin i Chicago leika Klarinettukonsert nr. 1 i f-moll op. 73 eftir Weber: Jean. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Guð- rún Guðlaugsdóttir sér um timann. 17.50 Að tafli Guömundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Molar á borði framtíðar Séra Arellus Nielsson flytur erindi um auðlindir Is- lenskra eyöibyggða. 20.00 Strengjakvartett i Es-dúr opl 97 eftir Antonin Dvorák Dvorák-kvartettinn leikur Steinþór Þórðarson á Hala segir frá þorrablóti árið 1915. samtiðarmanna. Einkum hafa menn þó drukkiö minni Asa-Þórs, enda var vinsæl sú skýringartilraun á nafninu þorri, að þaö væri gælunafn á Þór. Úti i sveitum munu þorrablót hefjast austur á Fljótsdalshér- aði 1896 eða 1897, síðan I Eyja- firði laust eftir aldamót. Smám saman breiðist siðurinn út um landið austanvert, en virðist varla stinga sér niður vestan- lands fyrr en upp úr 1920. Þó er óviða um árvissan atburð að ræða. Milli 1940-50 taka sum átt- hagafélög i Reykjavik aö halda þorrablót, og hafa Eyfiröingar liklega verið fyrstir til þess. En það er naumast fyrr en um 1960, sem þorrablót fara að verða sjálfsögð athöfni hverri sveit og kaupstað. Þá kemur og til sög- unnar orðið þorramatur, sem a.m.k. mun ekki hafa sést á prenti fyrr en 1958.” 20.30 Útvarpssagan: „Sagan af Dafnis og Klói” efUr Longus Friðrik Þórðarson þýddi. Óskar Halldórsson les (4). 21.00 Kvöldvaka aEinsöngiir: Sigurður Björnsson syngur lagaflokkinn „1 lundi ljóðs og hljóma” eftir Sigurð Þórðarson við ljóð eftir Da- viö Stefánsson frá Fagra- skógi. Guðrún Kristinsdóttir leikur undir á pianó. b. Þorranafnið, — hvernig komst það á? Halldór Pét- ursson segir frá. c. Þorra- blót I Suðursveit 1915Stein- þór Þóröarson á Hala rif jar upp gaman á góðri stund. d. Alþýðuskáld á Héraði Sig- urður ó. Pálsson skólastjóri les kvæði og segir frá höf- undum þeirra. e. 1 gegnum öræfin Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi flytur ferðasögu frá 1943. f. Kór- söngur: Liljukórinn syngur islensk þjóðlög i útsetningu Jóns Þórarinssonar. Söng- stjóri: Jón Asgeirsson. 22.20 Lestur Passiusálma (2). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Harmonikulög Kvartett Karls Grönstedts leikur 23.00 A hIjóðbergi„An Enemy of Ihe People”, Þjóöniðing- ur, eftir Henrik Ibsen I leik- gerð Arthurs Miller. Leik- arar Lincoln Center leik- hússins flytja undir stjórn Jules Irving. Seinni hluti. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Flugsýning i Frakklandi (L) Sænsk mynd frá flugsýningu, sem haldin var á Le Bourget-flugvelli i fyrrasumar. Sýndar eru ýmsar tegundir flugvéla, bæði til hernaðar og almennra nota. Einnig er lýst framförum á sviði flug- og geimtækjabúnaðar. Þýð- andi og þulur ómar Ragn- arsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.00 Sjónhending. Erlendar myndir og málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 21.20 Sautján svipmyndir að vori. Sovéskur njósna- myndaflokkur. 10. þáttur. Efni niunda þáttar: Pleischner lendir I höndum Gestapomanna I Bern og styttir sér aldur. Möller handtekur Stierlitz. Ket er sagt, að hún eigi aðeins um tvennt að velja, annað hvort segi hún allt af létta um starfsemi Stierlitz eöa barn- ið verði tekið af llfi. Helmut, sem litið hefur eftir barn- inu, siðan Ket var handtek- in, þolir ekki að horfa upp á þaö tekið af lifi og skýtur SS-manninn, sem stjórnaði yfirheyrslunum. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 22.25 Dagskrárlok Leiklistarkennsla fyrir börn og unglinga hefst fimmtudaginn 2. febr. 1978 að Fri- kirkjuvegi 11: upplýsingar gefa Kjuregej Alexsandra og Sigriður Eyþórsdóttir i simum 32296 og 29445 Frá Alliance francaise i kvöld kl. 20.30 verður kynning á verkum Boris Vian i Franska bókasafninu Laufás- veg 12, fyrirlesturinn er á islensku og öllum heimill aðgangur. Stjórn Alliance Francaisc LAN úr Lifeyrissjóði ASB og BSFÍ Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðfélaga. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. febrúar 1978. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrif- stofunni Laugavegi 77 kl. 12-15. Simi 28933. HELLUVER Milliveggjaplötur, 5 og 7 centimetra. Simi 33 5 45

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.