Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. febrúar 1*7* ÞJOÐVILJINN — SIÐÁ 3 Niðurfærsla verðlags: Tillögur okkar gegn yeröbólguþróuninni Rætt við Lúðvík Jósepsson formann Alþýðubandalagsins Söluskattslækkun úr 20 í 13% jafngildir heiidarlækkun verölags um 16-17 miljarða Tillögur Alþýðubanda- lagsins um niðurfærslu verðlags hafa vakið mikla athygli/ og hafa stjórnar- blöðin fjallað sérstaklega um tillögurnar. Viðbrögð stjórnarblaðanna eru yfir- leitt afar neikvæð. Þjóð- viljinn ræddi í gær við Lúð- vík Jósepsson, formann Alþýðubandalagsins, og gerði hann grein fyrir út- færslu tillagnanna í nokkr- um orðum. Lúðvík sagði: Tillögur okkar eru um niður- færslu á verðlagi og i þeim felast tvö meginatriði: 1. Lækkun á söluskatti úr 20 prósentustigum i 13 prósentustig. Þetta jafngildir þvi að verð á öll- um söluskattskyldum vörum og þjónustu lækkar um 16—17 miljarða króna. 1 tekjutapi fyrir rikissjóð þýðir þetta 13,3 miljarða á ári. Um leið gerum við þvi ráð fyrir sérstökum aðgerð- um til þess að bæta rikissjóði þetta tekjutap. 2. Við leggjum til að sú hækkun á verslunarálagningu sem heimiluð var nýlega,verðitekin til baka en það þýddi lækkun vöru- verðs um 3 miljarða. Þetta gerir samtals um 20 miljarða króna lækkun alls verð- lags i landinu á einu ári. Tillögur okkar um verðlags- lækkanir eru auðvitað um skammtimaaðgerðir i efnahags- málum. Þær eru hugsaðar til þess að hamla gegn verðbólguþróun- inni sem gengið hefur yfir og til þess að skapa grundvöll fyrir frekari efnahagsaðgerðir. Tillög- ur þær sem rikisstjórnin er að fjalla um miðast hins vegar við það að rifta grundvelli kjara- samninganna og fella niður þá 10% hækkun launa sem koma á til framkvæmda um næstu mánaða- mót, 1. mars. Okkar tillögur gera ráð fyrir þvi, að kjarasamn- ingarnir fái að standa óbreyttir, en i stað þess að rifta samningum og strika út 10% launabót leggj- um við til, að verðlagið verði lækkað og vandanum mætt þann- ig- Tillögur okkar gera ráð fyrir sjö prósentustiga lækkun sölu- skatts. Að sjálfsögðu kemur til mála að haga verðlækkuninni öðruvisi, en að lækka allar vörur um sömu prósentustig. Til mála kæmi að lækka sérstaklega mikil- vægar neysluvörur almennings einsog mjólk kjöt og rafmagn til heimilisnota. Þá yrði hin almenna lækkun söluskattsins til- svarandi minni. En heildarverð- lækkun á vörum yrði eftir sem áður sú sama og i tillögunum felst. Væri sú leið valin yrði að velja úr þýðingarmestu vöru- tegundir, en þá mætti lika lækka framfærsluvisitöluna um 10% eða um jafnmörg prósentustig og gert er ráð fyrir i kauphækkanir um næstu mánaðamót. Leiö stjórnarinnar: Veröhækkun. Okkar tillaga: Verðlækkun Blöð rikisstjórnarinnar hafa sérstaklega veist að þessum til- lögum Alþýðubandalagsins um lækkun verðlags. Þeir treystasér til að gera litið úr 20 miljaröa króna verðlækkunum! Sá vandi sem við er að glima i efnahags- málum nú stafar hvorki af afla- leysi né lækkandi verölagi út- flutningsafurða og heldur ekki af vaxandi kaupmætti launa. LúAvlk JósepssM. Kaupmátturinn batnaði 1977 um 8—9%,en þjóðartekjur hækkuðu á sama ári um 9%. Astæðan til þess að kaup hefur hækkað miklu meira i krónutölu en að kaup- mætti stafar af þvi að rikisstjórn in hefur haldið þannig á verðþró- unarmálum að hún breytti 8—9% kaupmáttaraukningu i 50—60% verðlagshækkun. Þessi mikla hækkun verðlags stafar þess vegna af rangri stjórnarstefnu. Tillögur okkar miðast við það að skapa eðlilegt svigrúm fyrir þær kauphækkanir sem um hefur ver- ið samið. Það svigrúm er hægt að skapa, en aðeins með þvi að lækka verðlagið. Leið rikis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir gengislækkun og niðurfellingu visitölubóta á launin. Hún leysir engan vanda, hún frestar honum etv. um örfáa mánuði, en siðan yrði vandinn enn meiri og erfiðari en nokkru sinni fyrr. Tillögur Alþýðubandalagsins um niðurfærslu yerðlags gera því ráð fyrir 20 miljarða heildarlækkun Niðurfærsla verðlags um 20 miljarða: Tillögur um tafarlausar aögeröir í efnahagsmálum Tillögur þessar eru um skammtimaað- gerðir, sem að því miða að hamla nokkuð gegn þeim miklu verðhækkunum, sem yfir- hafa gengið og leitt hafa til sívaxandi vanda í efnahagsmálum. Hér er um að ræða leið, sem miðar að lækkun verðlags og er þvi andstæð þeim leiðum sem farnar hafa verið í efnahags- málum og allar hafa leitttil hækkandi verö- lags. Tillögurnar fela í sér lækkun söluskatts um 7% stig — úr 20 í 13 og lækkun verslunar- álagningar sem nemur 2—3% í verðiagi. Verðlækkun af þessum ástæðum yrði um 9—10% á öllum söluskattsskyldum vörum og þjónustu, eöa um 51/2—6% lækkun framfærsluvísitölu. Verðlagslækkun samkvæmt þessum til- lögum gæti einnig orðið með öðrum hætti, þ.e.a.s. að 7 stiga lækkun söluskattsins yrði ekki látin ganga jafnt yfir allar söluskatts- vörur, heldur á misjafnan hátt. Heildar- lækkunin yrði eftir sem áður svo næmi 7 stiga lækkun söluskatts. Þá yrði t.d. 2—4% lækkun söluskattsins almennt, en verulega meiri lækkun í þýðingarmiklum neysluvör- um eins og mjóik og kjöti og rafmagni til heimilisnota ofl. Væri sú leið valin gæti f ramfærsluvísital- an lækkað um 9—10%. Bein verðlækkun á vörum og þjónustu yrði að sjálfsögðu ekki eins mikil og fram- angreindar tölur benda til. Lækkunarað- gerðir samkvæmt tillögunum yrðu hins vegar f yrst og f remst til þessa aö draga úr verðhækkunum, sem annars yrðu. Hér er um verðlækkunarleið að ræða í þeim tilgangi aö nýgeröir kjarasamningar fái aö standa óbreyttir. Tillögurnar eru þessar: Söluskattur yeröi lækkaöur um 7%-stig Skýringar: Lækkun söluskatts um 7 stig myndi kosta ríkissj. 13.3 milljarða kr. Tekjutapi rikisins yröi mætt með eftir- farandi ráðstöfunum: a. Strangari söluskattsinnheimta. Margvislegar ráöstafanir yrðu gerðar til að auka eftirlit með innheimtu söluskatts m.a. settir upp sölu- kassar i ýmis fyrirtækiogsamanburður á viðskiptum fyrirtækja stórlega aukinn. Tekjuauki rikissjóðs metinn 2.3 miljarðar kr. b. Breyting á lögum um tekju- og eignarskatt. Stefnt yrði m.a. að eftirtöldum breytingum: Fyrningarreglui breytt með aukn. skattgreiðslu i huga. Stéttir og starfshópar, sem sloppið hafa frá skatt- greiðslum, m.a. vegna eftirlitslauss reksturs, greiði hærri skatt. Vaxtafrádráttur verði minnkaður verulega, Skattur á háum tekjum og miklum eignum verði aukinn. Tekjuauki rikissjóðs metinn 3.0 miljarðar kr. c. Aðstöðu- eða veltugjald af rekstri. Lagt verði á sérstakt veltugjald á rekstur. Miðað verði við gjaldstofn aðstöðugjalds til sveitarfélaga. -Gjaldið verði 0.8% að meðaltali á veltu, en mishátt eft- ir tegundum reksturs. Til greina kemur að undanþiggja með öllu útflutn- ingsgreinar frá þessu gjaldi og einnig að mestu land- búnað og sjávarútveg. Tekjuauki rikissjóðs 5.0 miljarðar kr. d. Sparriaður i rekstri Settar verði reglur sem miða að sparnaði i útgjöld- um rikisins, sem fyrst og fremst miðist við hrein rekstrargjöld þar með talin yfirvinna og aukagreiðsl- ur og rekstrarleg aukning frá fyrra ári. Útgjaldasparnaður metinn 2.4 miljarðar kr. e. Skyldusparnaður félaga. Lagður verði 10% skyldusparnaður á skattskyldar tekjur félaga til samræmis við skyldusparnað einstakl- inga 0.6 milljarðar kr. Alls 13.3 miljarðar kr. Þjónustugjöld opinberra stofnana sem ekki greiða söluskatt lækki einnig um 7%. Útgjö'.d slikra stofnana lækka vegna niðurfærsluaðgerðanna frá þvi, sem annars hefði orðið. Öll verslunarálagning lækki, sem nemur siðustu heimilaðri hækkun álagning- ar. Þvi sé stranglega fylgt eftir, að útsöluverð ^vöru lækki i samræmi viö þaö. Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðir samkvæmt fjárlögum verði hagað þannig að þær gangi beint til Framleiðsluráðs landbúnaðarins og komi til lækkunar á grundvallarverðinu til bænda. Oll söluþóknun á Iandbúnaðarvörum standi slöan ó- breytt i prósentum frá þvi sem verið hefir. Útsöluverð- ið lækki samkvæmt því. Vaxtalækkun Vextir af öllu rekstrar- og afuröalánum atvinnuveg- anna lækki um 3%. Lækkun útgjalda a. Hlutafjárframlag milj.kr. i járnblendifélag 820 b. Hafnargerö Grundartanga 250 c. Útgjöld vegna Viðishúss ca. 300 Alls 1.370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.