Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN baugardagur 4. febrúar 1978 Laugardagur 4. febrúar 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Þeir þekkja ekki nema handfœn og stong ir Gineu-Bissá og Grænhöfbaeyj- ar, og hann er þekktastur undir skammstöfuninni PAIGC. Flokk- urinn stóð fyrir sameiginlegri sjálfstæðisbaráttu landsmanna i Gineu-Bissá og á Grænhöfðaeyj- um, og var sú barátta bæði löng og blóðug. Nú hafa Grænhöföa- eyjar hinsvegar gott samband við Portúgal. /,Við hefðum gaman af að fá að fara að kynnast einhverju öðru en skrif- finnsku og loforðum, eins og við erum orðnir vanir að fá frá stórþjóðum og sum- um alþjóðastofnunum," sagði sjávarútvegsmála- ráðherra Grænhöfðaeyja, Huberto Santos, við mig, og svipað heyrði ég fleiri segja suður þar, sagði Baldvin Gíslason, skip- stjóri, sem nýkominn er heim eftir þriggja vikna dvöl á Grænhöfðaeyjum á vegum Aðstoðar Islands við þróunarlöndin. — Fyr- irhugað er, sagöi Baldvin, að (slendingar beini þróun- arhjálp sinni á næstunni til Grænhöfðaeyja. Þetta er fyrsta verkefnið af þessu tagi, sem islendingar fara út i án aðstoðar annarra landa, og skiptir miklu að vel takist til. — Hvað er i stuttu máli helst að segja um Grænhöfðaeyjar (Kap Verde), land og þjóð? — Eyjarnar eru suður i miðju Atlantshafi, rúmlega þrjú hundr- uð milur frá strönd Vestur-Afriku og eru næstu lönd Máritania og Senegal. Eyjarnar eru aðeins 4033 ferkilómetra að flatarmáli sam- anlagt, en þær eru tiu talsins, þar af niu byggöar. Ibúar eru um 300.000 og er sumsstaðar mjög þéttbýlt. Höfuðborgin er Praia á sunnanverðum eyjunum, ibúar um 60.000, en helsta hafnarborgin Mindelo með 30.000 ibúa. Þar er eina hafskipahöfn eyjanna. Tungumál sitt kalla landsmenn Criola, en það er portúgalska blönduð Afrikumálum, einfalt i formi og auðvelt að læra. Af er- lendum málum kunna menn helst frönsku og þar næst ensku. Landsmenn eru greinilega fyrst og fremst af ættum blökku- manna, en nokkuð blandaðir hvit- um mönnum og má meira að segja sjá mjög ljóst fólk á meðal þeirra. Þetta er mjög myndarlegt og laglegt fólk, geöfellt og kurt- eist,'duglegt og vinnur vel, svo að öll ástæða er til að ætla að sú hjálp, sem þaö fær, nýtist vel. 5 alda nýlendustjórn — Eyjarnar voru til skamms tima portúgölsk nýlenda. — Já, þær urðu sjálfstæðar 5. júii 1975, eftir meira en fimm alda nýlendustjórn Portúgals. Portú- galar fluttu þangað þræla frá Afriku og refsifanga frá heima- landinu, og er trúlegt að eyja- skeggjar séu að miklu leyti af þeim komnir. Einn stjórnmála- flokkur er á eyjunum og er hann sá sami og ræður ríkjum i Gineu- Bissá á meginlandinu, sem einnig var portúgölsk nýlenda. A is- lensku mundi flokkur þessi heita Afriski sjálfstæðisflokkurinn fyr- 4000.000 Græn- höföaeyingar erlendis — Hvað er að segja um efna- hags- og atvinnulif? — 80% gjaldeyristekna sinna fá Grænhöfðaeyingar frá fólki, sem vinnur erlendis, en það er um 400.000 talsins, lauslega áætlað, eða fleira en þeir landsmenn sem búsettir eru á eyjunum. Sumt af þessu fólki er orðið erlendir rikis- borgarar, en annað hefur enn rik- isfang á eyjunum. Flest af þvi er i Bandarikjunum, Portúgal, Bret- landi en einnig margt i fleiri lönd- um. Grænhöfðaeyingar erlendis vinna mikið við fiskveiöar og sjó- mennsku. Hin 20 prósentin fá landsmenn fyrir salt, sem unnið er úr sjó, sjávarafurðir, kaffi, og fleira, sem ræktað er, einkum á syðstu eynni, Fago. Landsmenn framleiða einnig vin og rækta mais og fleiri korntegundir, sem eru mikill liður i fæðu þeirra. Þó framleiða þeir hvergi nærri nóg af matvörum til þess að fæða landsfólkið. Mikið af matvörum er flutt inn, einkum frá Suður- Afriku og Portúgal. Ekki ringt í 14 ár á sumum eyjum — Hvernig er landslag og jarð- vegur? — Eyjarnar eru til orðnar á svipaðan hátt og tsland, það er aö segja við eldsumbrot. Þær eru fjöllóttar, jarðvegurinn nokkuð sandborinn en einnig mikið i hon- um af mold, svo að ekki er hægt að segja að eyjarnar séu illa fallnar til akuryrkju. En þurrk- arnir, sem hrjáð hafa Sahel-beltiö i Afriku sárlega undanfarin ár, hafa einnig komið mjög illa niður á Grænhöfðaeyjum, enda eru þær á sömu breiddargráðum og þaö belti. A sumum eyjanna hefur ekki rignt i niu ár og ekki i fjórtán ár á öðrum. Jarðvegurinn er þvi orðinn sviðinn og þurr, og vatns- þörfin er gífurleg. Kinverjar veita landsmönnum nú aðstoð við að bora eftir vatni, en annars er rétt að geta þess að Grænhöfða- eyingar eru opnir fyrir aðstoð hvaðan sem er, jafnt úr vestri og austri. 7000-9.500 tonna ársafli — Aðstoð íslands við Græn- höfðaeyjar myndi einkum vera á svibi sjAvarútvegs og þú fórst Löndnn, hafin, þessi bátnr fékk fimm túnfiska af svipaftri stærft og þennan«óvenju góftur afli. Hver fiskur vegur 55-60 kg. Nýkomnir úr róftri meft 30—40 kg. afla af smá botnfiski veiddum á handfæri. Myndin er tekin i höfuftborginni Praida en þaftan eru gerftir út 55—60 smábátar af þessari stærö. þina för i þvi sambandi. Hvernig er háttað i þeim málum hjá Grænhöfðaeyingum? — Þar er ástandið mjög bág- borið. Fiskaflinn er þetta 7-9.500 tonn á ári. Þeir göptu af undrun þegar ég sagði þeim dæmi þess, að eitt islenskt fiskiskip fiskaði þetta 30.000-40.000 tonn yfir árið. Þeir eru með þrjú ágæt skip, 185 tonn nettó, byggð i Vestur-Þýska- landi. En á þeim veiða þeir bara á stengur, og það ekki nema þrjá mánufti á ári. Vertiðin er i Hafiö svo til órannsakað — Veiðiaðferðirnar eru sem sagt mjög frumstæðar? — Jú, það er óhætt að fullyrða það. Þeir þekkja engin veiðarfæri nema handfæri og stöng, auk þess sem þeir leggja gildrur fyrir- humar á grunnsævi og veiða hann lika með þvi að kafa eftir honum. Þar að auki eru þeir oft i vand- ræðum meö beitu. Þeir beita einkum sardinellu, smáfiski sem rannsóknum og bættum veiðiað- ferðum. Hafið þarna i kring er svo til órannsakað. Svo er brýn nauðsyn á þvi að kenna lands- mönnum að fara með almennileg veiðarfæri og útvega þeim al- mennilega báta. Verkefni mitt var i stuttu máli sagt að athuga, hvað þjóð með tiltölulega litla peningagetu en mikla tæknigetu, eins og við Islendingar, gætum gert til að hjálpa þessari þjóð, sem er ekki miklu fjölmennari en við, til eflingar fiskveiðum og fiskiðnaði. Ég heffti mikinn áhuga Kröpp kjör Tveir 14-16 feta bátar I smlftum I Prafa, annar nær fullgerftur en hinn styttra á veg kominn. Sllkir bátar kosta um 500 sterlingspund efta rúm- ar 200 þúsund krónur islenskar. september, október og nóvember. En um 75% fiskaflans er veiddur á smábáta, sem róið er eða siglt, og eru þeir svona fjögurra til sjö metra langir. Þessir bátar eru alls um 800 talsins. Landsmenn smiða bátana sjálfir og gera það af mikilli list, vinna til dæmis böndin út úr heilum við. Trjávið- urinn i þá er fluttur inn frá Portú- gal og Gineu-Bissá. Fiskurinn sem þeir veiða er að- allega túnfiskur, þrjár tegundir af honum. Stærsta tegundin, sem kölluð er Yellowfin, getur orðið allt að 180 kilóum á þyngd. stundum er hörgull á. Sardinell- urnar veiða innfæddir i litla nætur eða ádráttarnet á grunnsævi. En ég er sannfærður um aö það er nógur fiskur i sjónum, svo að hægt væri að stórauka aflann með nútima vélðiaðferðum. Strauma- mót eru þarna svipuð og við Is- land. Þarna' mætast straumur, sem kemur að norðan meðfram ströndum Afriku og Evrópu og annar sem kemur að sunnan, frá miðjarðarlinu. — Að hverju beindust athugan- ir þinar fyrst og.fremst? — Að möguleikum á fiskveiði- Brunnurinn sem tbúar Mosquito sækja allt vatn sitt i. Hann er um 5 km veg frá þorpinu. Allt vatnift er boriö í fötum á höfftinu þessa löngu leiö. A þessari mynd sést grænn gróftur, en hann er á þeim fáu stöftum þar sem næst i vatn. á að prufa þarna togveiöarfæri, bæði flottroll og botntroll, svo og netaveiðar og veiðar með humar- gildrum úti á miklu meira dýpi en þeir geta nú stundað veiöar á. Humarinn þarna er stór og góður, kiló að meðaltali. Þarna er sem sagt mikið órannsakað, en ég tel mikið atriði að sýna viðleitni, gera eitthvað, þvi að þegar fariö er til þess, sér maftur kannski betur hvað helst þarf að gera en maður getur sagt um eftir aöeins þriggja vikna heimsókn. Ofan á frumstæðar veiðiaðferð- ir bætist lélegt dreifingarkerfi. Fiskur er kannski aðalfæða margs fólks við sjóinn, en fólk sem býr inni á eyjunum fær litið af honum, og er þó að sjálfsögðu hvergi langt til sjávar. Fólk inni á eyjunum borðar að meðaltali ekki nema 17-20 kiló af fiski á ári og sumsstaðar ekki nema 4-5 kiló, en til samanburðar má geta þess að i Noregi og Japan er árleg fisk- neysla á mann um 60 kiló. En sumir sjómenn á Grænhöfðaeyj- um borfta um 130 kiló af fiski á ári. — Það segir sig sjálft að lífs-. kjörin eru heldur kröpp á eyjum þessum. — Jú, menn eru flestir fátækir og við stærstu borgirnar eru hörmuleg fátækrahverfi. Þó varð ég ekki var við beinan sult eða næringarskort. En atvinnuleysi er mikið, 25-30% á sumum eyj- anna. En ástandið i þessum efn- um hefur batnað siðan eyjarnar urðu sjálfstæðar og straumur fólks úr landi stórminnkað. Húsa- kynni eru tiltölulega góð miðað við það sem gerist i þróunarlönd- um, veggir oft hlaðnir úr grjóti og þök úr bárujárni. Kaupgetan til sveita er um 50 dollarar á ári, i borgum 150 dollarar, en i smásölu fer tonnið af fiski upp i 900 doll- ara. Aðeins 30% landsmanna eru læsir og skrifahdi, en mikiar framfarir eru nú i gangi i þeim efnum. 99% kennara eru innfædd- ir, sem er sjaldgæft i þróunar- löndum. Háskóli er enginn á eyj- unum, en margir fara i háskóla- nám til Portúgals, Frakklands og Belgiu. Menntun i skólum upp að háskólanámi er sögð góð. Þægilegt veöur — vidfelldid fólk Kjaramismunur er tiltölulega litiil og ekki mikið um auðsöfnun einstakra manna. Efnuðustu mennirnir eru þeir, sem korhist hafa i álnir erlendis og svo flutt heim. Þeir eiga t.d. oft nokkra báta. „Pole and line” veiftar stundaftar um borft i „Pedra Badejo” einu af þremur umrædd- uin skipum. Ahöfnin er venjulega 21-24 menn. Fiskurinn á dekkinu er „ship-jack” túnfisktegund. Skipin eru eingöngu gerft út á þessar veiftar og aöeins I fjóra mánufti á ári. Beitufiski er dreift stöðugt I sjóinn til þess aft halda túnfiskinum i nánd vift bátinn. Myndin er tekin i október sl. — Hafa erlendir fiskiflotar ruplað miö Grænhöfðaeyja likt og okkar? — Nei, það hefur ekki verið mikið um það. Rússar fiska sunn- ar úti fyrir Afrikuströndum og fá að landa 300 tonnum á viku i Mindelo. Þar er frystihús, sem þeir fá að geyma fiskinn i. Japan- irhöfðu samskonar aðstöðu áður. Fiskveiðilögsagan er nú 50 sjó- milur, en þeir tala um útfærslu i 200 milur i ár. — Túrismi? — Það er litið um túrista, en grundvöllur ætti að vera fyrir þvi að fá meira af þeim. Þarna eru sæmileg hótel og veðurfar er ekki til baga. Hitinn er þægilegur, venjulega um 30 gráður. Norð- austanátt er rikjandi, að jafnaði 4-5 vindstiga strekkingur, en sjaldan stormar. Og fólkið er við- felldið og glaövært og litið um af- brot. Mér var sagt af kunnugum aö maður þyrfti aldrei að óttast árásir ofbeldismanna, hvar sem maður væri á ferð og hvenær sem væri. Samskiptin við Suöur-Afriku — Þú minntist á aft mikiö væri flutt inn frá Suður-Afríku. Hvern- ig stendur á þvi, þar eð flest Afrikuriki eru Suftur-Afriku mjög andvig vegna kynþáttastefnu stjórnarinnar þar? — Grænhöfðaeyjar eru mjög háðar Suöur-Afriku vegna inn- flutningsins þaðan, og i staðinn fær Suður-Afrika að nota alþjóð- lega flugvöllinn sem er á einni eynni, Ilha du Sal. Það kemur sér mjög vel fyrir Suður-Afrikumenn, þar eð þetta er eini alþjóðlegi flugvöllurinn i Afriku, sem flugfé- lag þeirra fær að lenda á á leið- inni til Evrópu og Ameriku. Hér sem nýkominn m 'jv >nd - . . ; Takift eftir árunum. Þær eru venjulega þrfsamsettar, mjög stórar og þungar. Vift mælingu kom i ijós aft 12-14 feta árar eru notaöar á báta sem eru 14-15 fet á lengd. Fiskimönnunum þykja þær ekki þungar i meftförum þvi þeir þekkja ekki annað. er þvi um að ræða samband, sem báðir telja sér mjög i hag. Suðurafriska flugfélagið hefur alltaf áhöfn biðandi á alþjóðlega flugvellinum og ég kynntist þar einum áhafnarmeðlim, sem er mikill radióamatör. Hann bað mig að koma sér i samband við einhvern slikan á tslandi og gaf mér upp kallmerki sitt. Ef ein- hver hefur áhuga, getur sá hinn sami snúið sér til min og er ekki nema velkomið að ég láti hann hafa kallmerkið. Takmarkadir möguleikar — Hvað gerist svo næst i þess- um málum, nú þegar þú ert kom- inn heim? — Ég hef skilað stjórnarvöld- um skýrslu um ferð mina og nú er það þeirra að meta og vega, hvað beri að gera. Þvi miður eru möguleikar Aðstoðar Islands við þróunarlönd takmarkaðir, þvi að aðeins 40 miljónum króna er veitt til hennar á siðustu fjárlögum, og partur af þvi fer sem hlutdeild ts- lands i samnorrænu hjálpar- starfi. — Þess má að siðustu geta að Baldvin Gislason er enginn við- vaningur á þessu sviði. Hann er Akureyringur, skipstjóri og vél- stjóri að menfit og hefur stundað hvorttveggja hér á lantíi, auk þess sem hann var um sVeið út- gerðarstjóri, rekstursstjóri verk- smiðju og bókhaldari hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja h.f. Vorið 1975réðist hann til Saméin-’ uðu þjöðanna og var i tvö ár á þeirra vegum i Norður-Jemen við að kenna þar landsmönnum ný- tisku vinnubrögð viö fiskveiöar. Varhann þarskipstjóri á fiskibát. Með Baldvin dvöldust i Norður- Jemen kona hans, Helena Sig- Framhald. á bls. 14. ", sX , ' ' . ■H M ■■■■ H V erðlauna- afhending Aft lokinni sýningu Þjóftleik- hússins á leikritinu „Stalín er ekki hér” á sunnudagskvöldift var afhentur styrkur úr Minningar- sjófti frú Stefaniu Guftmundsdótt- ur leikkonu. Sjóftur þessi hefur þaft markmift aft styrkja Islenska leikara til utanferfta og var stofn- aftur árift 1965. Þetta er 1 7. skipti sem úthlutaft er úr sjóftnum. Sjóft- urinn var á sinum tima stofnaftur af önnu Borg, dóttur frú Stefaniu, og Poul Reumert, manni hennar. Styrkinn hlaut að þessu sinni Sigurður Sigurjónsson, leikari, en styrkurinn nemur 350 þúsund krónum. Sigurður Sigurjónsson er yngsti leikarinn, sem hlotift hefur styrkinn til þessa. Hann er 22ja ára. Sigurður lauk prófi frá Leiklistarskóla Islands vorið 1976, en þaft var I fyrsta skipti, sem skólinn útskrifafti nemendur. A skólaárum sinum tók hann þátt i tveimur sýningum i Nemenda- leikhúsinu: „Hjá Mjólkurskógi” og „Undir Suftvesturhimni”. I fyrravetur lék hann hjá Þjóöleik- húsinu I sýningunum: Dýrin i Hálsaskógi, Lér konungur og Skipið. I vetur hefur hann leikið hlutverk Kalla i leikritinu „Stalin er ekki hér” og vakift þar athygli og einnig leikur hann i barnaleik- ritinu öskubusku, hlutverk læri- sveins töfradisarinnar. Þá má geta þess að Sigurður lék I ára- mótaskemmtiþætti sjónvarpsins og einnig hefur hann leikið i fleiri sjónvarpsþáttum, ósýndum. ' Formaður sjóftstjórnar, Þor- steinn 0. Stephensen, afhenti Sig- urði styrkinn á sunnudagskvöld- ift, en aftrir i sjóftstjórn eru Torfi Hjartarson og Davift Scheving Thorsteinsson. Frá afhendingn verftiaonanna Háskólatónleikar Camilla Söderberg blokkflautu- leikari og Snorri örn Snorrason gitar- og lútuleikari leika saman á Háskólatónleikum laugardag- inn 4. febrúar. A efnisskrá eru renaissance-dansar fyrir blokk- flautu og lútu eftir Bossinensis, Jacob van Eyck, Caroso og Dowland, fantasia fyrir blokk- flautu og gitar eftir sama. Einnig verfta flutt verk eftir 20. aldar tónskáld, Nocturnal op. 70 fyrir gítar eftir Benjamín Britten og Musica da Camera eftir Hans Martin Linde, sem er fæddur 1930. Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason stunda framhalds- nám i Basel. Þau komu fram nokkrum sinnum á tónieikum i Skálholtskirkju i fyrrasumar og vakti leikur þeirra mikla athygli. Tónleikarnir verfta haldnir i Félagsstofnun stúdenta vift Hringbraut og hefjast kl. 17. Aö- gangur er öllum heimill og kostar 600 kr. Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason. Saxast á smjörið Ennþá liggur ekki fyrir hve miklu smjörsalan nemur alls siðan verðið var lækkað. Osta- og smjörsalan hefur ekki fengið fregnir af sölu úti á landi en þær munu berast næstu daga. En að þvi er Kristinn Guðnason hjá Osta- og smjörsölunni tjáði okkur i gær þá hefur sala hennar numið 110-115 tonnum. Ætla mætti án þess að um þaft yrði full- yrt að salan á öllu landinu gæti numið um 200 tonnum. En þaft skýrist sem sagt upp úr helginni. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.