Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 4. febrúar 1978 Skýrslur og greinargerðir vegna máls Páls Líndals, fyrrverandi borgarlögmanns Rúmum 5 miljónum ekki skilað til borgarsjóðs Þjóðviljinn birtir ummæli Páls Líndal og endursögn af bréfí hans til rannsóknarlögreglustjóra Eins og skýrt er frá á útsiöu Þjóöviljans i dag, fjailaöi borgar- ráð um mál fyrrverandi borgar- lögmanns, Páls Lindal, á fundi sinum i gær. Var þar samþykkt aö senda máliö til rannsóknsókn- arlögreglu rikisins, aö tillögu borgarstjóra. t tilefni máls þessa sendi borgarráð frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu: Tilkynning borgarráðs ,,t byrjun desember 1977 kom upp grunur um, að i ákveðnum tilvikum hafi ekki verið gerð skil til borgarsjóðs á innheimtum bif- reiðastæðagjöldum, sem Páll Lindal, þáv. borgarlögmaður, hafði veitt móttöku i mars og október 1977. Eftir aö hafa i fyrstu neitaö vanskilum greiddi Páll Lindal föstudaginn 9. desember umræddar fjárhæöir til borgar- sjóös og sagði jafnframt af hans háífu væri ekki um frekari van- skil að ræða. Endurskoðunardeild hafði þá hafið nánari athugun þessara mála, og strax mánudag- inn 12. desember kom fram grun- ur um frekari vanskil. bann dag sagði Páll Lindal starfi sinu lausu. Var honum þá jafnframt tjáð af borgarstjóra, að endur- skoðunardeild óskaði eftir að gera leit að skjðlum i herbergi hans og honum gefinn kostur á að vera viðstaddur, sem hann af- þakkaði. Um þetta efi i fylgir skýrsla borgarendurskotanda. Rannsókn endurskoðunárdéild- ar sem nær allt aftur til ársins 1965 hefur leitt i ljós, að á árunum 1971—1977 hefur Páll Lindal veitt móttöku bifreiðastæðagjöldum að fjárhæð samtals kr. 5.069.729. sem ekki verður séð að skilað hafi verið i borgarsjóö. Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll Lindal 9., 14. og 15. desember s.l. samtals kr. 1.973.704. Skýrslu endurskoðunar- deildar fékk Páll Lindal 31. janú- ar, en hefur siðan ekki sinnt til- mælum endurskoðunardeildar um að koma og gera grein fyrir málinu af sinni hálfu. Ekki verður hjá þvi komist að vekja athygli á, að i bréfi til borg- arráðs 31.1. 1978, sem birt var i dagblööum 2. þ.m., lætur Páll Lindal að þvi liggja að á fundi borgarstjóra 12. desember s.l. hafi honum fyrst verið sagt, að hann „væri borinn alvarlegum sökum af borgarendurskoð- anda”. Þremur dögum áður, 9. desember s.l., hafði Páll Lindal þó greitt tæpl. kr. 774 þús., sem hann veitti viðtöku i mars og október 1977. Aður hafði starfs- maður endurskoðunardeildar rætt nokkrum sinnum við Pál Lindal um þessi vanskil og Ieitað eftir skýringum hans. Samtalið 12. desember s.l. get- ur þvi ekki hafa komið Páli Lin- dal á óvart. 1 fyrrgreindu bréfi til borgar- ráðs og i blaðaskrifum undan- farna daga hefur Páll Lindal i- trekað fundið að rannsókn endur- skoðunardeildar og jafnframt haft i frammi óljósar aðdróttanir i garð borgaryfirvalda. Borgarráð hefur I dag ákveðið að visa málinu til frekari með- ferðar rannsóknarlögreglustjóra rikisins. Reykjavik, 3. febrúar 1978. Frá skrifstofu borgarstjóra.” Athugun borgar- endurskoðunar Fyrir borgarráð var i gær lagt fram bréf endurskoðunardeildar. Segir þar að endurskoðunardeild hafi, vegna gruns um misferli, rannsakað innheimtu bifreiða- stæðisgjalda frá 24. mars 1965 til loka ársins 1977. Siðan segir orðrétt að rann- sóknin hafi leitt eftirfarandi i ljós: „1. Samkv. 25. gr. byggingar- samþykktarinnar, getur borgar- stjórn, i þeim tilvikum, þar sem ekki verður komið fyrir á lóð, nægilegum bifreiðastæðum, leyst lóðarhafa undan þeirri kvöð, ef hann greiðir andvirði þess lóðar- hluta sem á vantar. Skal þá and- virðið miðað við verðmæti þeirr- ar lóðar, sem byggt er á. 2.1 ljós hefur komið, að þáver- andi borgarlögmaður Páll Lindal, sá um samninga þessa við við- komandi húseigendur um greiðslu bifreiðastæðagjaldanna og virðist sem að greiðslur þessar hafi verið inntar af hendi I formi peninga, vixla og i nokkrum til- vikum skuldabréfa. Skuldabréfin hafa þá borið vexti, en ekki vixl- ar. Einnig hefur komið i ljós, ab Páll Líndal hcfur i mörgum til- vikum sjálfur tekið við peninga- greiðslum og vixlagreiðslum. Eftirfarandi greiðslum hefur ekki, svo séð verði, verið skilað til borgarsjóðs: A 30:6. 1971 greiðir Mugnús bor- geirsson vegna húseignarinnar nr. 7 við Bergstaðastræti kr. 131.750.- með ávisun á Otvegs- banka tslands. Avisunin er framseld af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera. B 6/10. 1971 greiðir Guðjón And- résson vegna húseignarinnar nr. 17 við Fálkagötu kr. 52.000.- C 25/5. 1973 gengur borgarlögm. frá samkomul. við Samvinnu- banka tslands varðandi hús- eignina nr. 7 við Bankastræti. 30/4. s. á hafði hann sent kröfu- bréf til bankans um gjald, sem næmi alls kr. 8.750.000,- Sam- komulagið við Samvinnubank- ann er munnlegt og á þá leið að þeir greiði samsvarandi upp- hæð og Landsbanki tslands greiddiárið 1967. Þessi ákvörð- un er ekki borin undir aðra stjórnendur borgarinnar svo vitað sé. Samkv. henni er svo Samvinnubankanum gert að greiða alls kr. 3.500.000,- Upp- hæðin er greidd með tveim á- visunum, önnur að upphæð kr. 3.000.000,- sem framseld er af Páli Lindal og borgargjaldkera og er henni skilað i borgarsjóð. Hin ávisunin kr. 500.000.- er framseld i Landsb. tsl. 29/5. af Páli Lindal.en ekki af borgar- gjaldkera. Birgir Itleifur; sendir mál fyrrv. borgarlögmanns til rlkissaksókn- ara. D 22/10. 1974 greiðir Pétur Ey- feld vegna húseignarinnar nr. 65 við Laugaveg með ávisun á Verslunarbanka Islands að upph. kr. 100.000.- Ávisunin er frams. af Páli Lindal án fram- sals borgargjaldkera E 11/8. 1975 greiðir Islensk end- urtrygging vegna húseignar- innar nr. 6 viö Suðurl.br. með ávisun á Landsbanka Islands að upph. kr. 540.000.- Ávisunin er framseld af Páli Líndal án framsals borgargjaldkera. F 13/8. 1975 greiðir Byggingarfé- lagið Búr hf. vegna húseignar- innar nr. 39 við Sólvallag. samkv. kvittun Páls Lindals Kr. 170.000.- G 24/6. 1976 er gengið frá sam- komulagi við sameignarfélagið Skólavörðustig 16 vegna hús- eignarinnar aðheildarupph. kr. 3.000.000.-. Greiðslur fóru þann- ig fram: t 24/6. 1976 gr. með ávisun á Al- þýðubankann kr. 450.000.- Avis- unin er framseld af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera 25/6. 24/6. 1976 gr. með ávisun á Al- þýðubankann kr. 550.000.- Avfs- unin er framseld af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera 16/7. 30/9. 1976 gr. með ávisun á Al- þýðubankann kr. 200.000.- Avis- unin er framseld af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera 1/11. 1976. 5/11. 1976 gr. með ávisun á Al- þýðubankann kr. 300.000.- Avis- unin er framseld sama dag af Páli Lindal án framsals borg- argjaldkera. Eftirstöðvar kr. 1.500.000.- voru greiddar með sýninvarvixli, sem ekki var fyrir hendi I vörslu borgarsjóðs, en Páll Lindal skilaði honum til borgarstjóra, þegar hann var inntur eftir honum i lok desem- ber 1977. H 28/12. 1976 er gengið frá sam- komulagi við Guðmund Axels- son vegna húseignarinnar nr 71 við Laugaveg að heildarupp- hæð kr. 1.473.704. Greiðslur fóru þannig fram, að upphaf- lega var gr. með reikn. kr. 400.000.-, sem færður er i borg- arsjóð 28/12. 1976, og eftirst. með vixlum. Hluti af vixlunum er greiddur þannig: 31/3. 1977 með ávisun á Ctvegs- banka íslands sem framseld er af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera kr. 373.704,- 24/10. 1977 gr. með ávfsun á Útv.b. Isl. sem framseld er af Páli Lindal án framsals borg- argjaldkera kr. 400.000,- Sýn- ingarvixili kr. 300.000,- fannst Páll Llndal; skilaðl ckkl fimm miljónum. við athugun i skrifborði Páls Lindals 12/12. 1977. 1 14/2 1977 er gengið frá sam- komulagi v. Þorstein Krist- jánsson vegna húseignarinnar nr. 14 við Skólavörðustig að upphæð kr. 1.235.250. Þar af er greitt með ávisun á Lands- banka Islands kr. 635.250.- Ávisunin er framseld af Páli Llndal án framsals borgar- gjaldkera. Vixill i gjaldd. 25/2 1978 fannst við athugun i skrifborði Páls Lindals 12/12 1977 að upph. kr. 600.000.- J 15/2 1977 gr. Karl Steingrims- son vegna húseignarinnar nr. 39-41 v. Bræðraborgarst. m. áv. á Sparisj. Pundið og er hún framseld af Páli Lindal i mai án framsals borgargjaldkera kr. 67.025.- K 5/7.1977 gr. Bernhard Petersen hf. vegna húseignarinnar nr. 12 v. Holtsgötu/Ananaust á Landsbanka Islands kr. 600.000,- Avisunin er framseld af Páli Lindal án framsals borgargjaldkera Tveir vixlar i gjalddaga 15/12. 1977 og 1/10. 1978, hvor að upp- hæð kr. 600.000.- fundust við at- hugun i skrifborði Páls Lindals þann 12/12. 1977. Samtals eru þannig kr. 5.069.729, sem vantar skil á i borgarsjóð þann 8/12. 1977. Þann 9/12. greiddi Páll Lindal i borgarsjóö m. ávisun kr. 773.704,- þann 14/2. voru greiddar f. hans hönd i borgarsjóð kr. 600.000.- og þann 15/2. voru greiddar f. hans hönd i borgarsjóð kr. 600.000.-. Þannig vantar nú þann 30/1 1978 skil á kr. 3.096.025,- Endurskoðunardeildin mun gera könnun ú þeim þætti þessa máls, sem snýr að þvi, hvort far- ið hafi verið eftir reglum bygg- ingarsamþykktar Reykjavikur- borgar um útreikninga á upphæð- um bifreiðastæðagjaldanna. Stjórn endurskoðúnardeildar- innar hélt fyrst fund um þetta mál 7/12. 1977 og hefur alls haldið átta fundi um málið. 1 stjórn endurskoðunardeildar Bergur Tómasson Hrafn Magnússon Bjarni Bjarnason” Páll sagðist engar upplýsingar geta gef ið borgarendurskoðanda Þá hefur blaðinu og borist bréf undirritað af borgarendurskoð- anda og staðfest af Birni Bjarna- syni og Hrafni Magnússyni, kjörnum endurskoðendum borgarinnar. Þar segir meðal annars: I byrjun rannsóknar á máli Páls Lindals, varðandi meðferð innheimts fjár vegna bifreiða- stæðagjalda, kom fram, að ekki voru nein gögn fyrir hendi um greiðslumáta, samkomulag eða útreikninga á þvi tilviki, sem varð upphaf að rannsókn þessari, svo og siðari mála, sem upp komu. Páll Lindal hafði verið inntur eftir gögnum i málum þessum oftar en einu sinni og kvað hann engin gögn um þetta vera i sinum fórum og gæti hann engar upplýsingar gefið. Þegar svo Páll segir starfi sinu lausu 12.12. 1977, skýrði borgar- stjóri Páli frá þvi, að borgar- endurskoðandi teldi nauösynlegt að hirslur Páls yrðu skoðaðar til þess að ganga úr skugga um að ekki væru þar gögn til upplýs- ingar i málinu. Borgarstjóri spurði Pál hvort hann vildi vera viðstaddur, en hann kvað nei við. Að svo búnu fór Páll af skrifstofu sinni, en borgarendurskoðandi ásamti Birni Bristjánssyni, starfsmanni endurskoðunar- deildar, og skrifstofustjóra deildarinnar, Kjartani Gunnars- syni könnuðu gögn i skrifborði Páls með vitund borgarstjóra og skrifstofustjóra borgarstjóra. Teknir voru úr skrifborðinu fjórir vixlar varðandi bifreiða- stæðagjöld samkvæmt með- fylgjandi kvittun innheimtu- deildar, en innheimtudeild voru afhentir vixlarnir til varðveislu og innheimtu. Ennfremur gögn um þær greiðslur er þeir þrir aðil- ar, sem samþ. vixlana, áttu að greiða fyrir bifreiðastæðagjöld. »-nema eina skúffu" Loks hefur blaðinu borist það, sem i sendingu heitir „Minnis- blað” og undirritað er af Birni Kristjánssyni. Þar segir ma.: „Borgarstjóri taldi best, að i skrifborð Páls yrði skoðað eftir vinnutima. Kl. 16.15 mætti ég á skrifstofu borgarstjóra og þar voru mættir auk borgarstjóra borgarritari og skrifstofustjóri. Nokkru siðar mætti borgarendur- skoðandi og skrifstofustjóri hans. Um kl. 17.00 ræddust þeir við borgarstjóri og borgarendur- skoöandi og var þá rætt um leit i skrifborði borgarlögmanns. Lykl- ar að skrifborðinu voru á staðn- um, nema að einni skúffu, sem hægt var að opn'a á auðveldan hátt, án þess þó að sprengja upp lásinn og i þeirri skúffu voru þau plögg, sem leitað var að.” Framhald á bls. 14. Af Krötum á Reykjanesi Það var kosið um 3ja sætið Steingrimur Steingrlmsson að kosið hefði verið á milli Gunn- hringdi i undirritaöan til þess að laugs og Ólafs Björnssonar á lýsa óánægju sinni yfir frásögn fundinum i kjördæmisráði um sem birtist ú forsiðu Þjóðviljans i það hvor þeirra skyldi sitja i gær um að „fcratar hafi kastaö þriðja sætinu, en eining varð ekki jóni Armanni fyrir róða” eins og um það. Hlaut Gunnlaugur 49 yfirskriftin var á greininni. atkvæöi, en Ólafur 46 atkvæði. Sagði Steingrimur að ekki væri ’ Þá sagði Steingrimur að kosið rétt að ætlun uppstillingar- hefði verið um það hvort Ólafur nefndarhafiveriðsúaðláta kjósa eða Guðrún Helga Jónsdóttir úr i milli Jóns Armanns og Gunn- Kópavogi skyldi skipa 4. sæti laugs Stefánssonar um þriðja listans. 1 þeirri kosningu fékk sætið á listanum. Vera mætti að ólafur 53 atkvæði, en Guðrún 34 það hefði komið til tals á ein- atkvæði. hverju stigi málsins, en það heföi Þrátt fyrir andmæli Steingrims aldrei verið ákveðið. Óskaði ser undirritaður ekki ástæðu til að Steingrimur eftir að fá að vita rengja heimildarmann sinn fyrir hver væri heimildarmaður undir- þvi að ætlun uppstillingarnefndar ritaðs, en slikar upplýsingar hafi verið sú á ákveðnu stigi liggja sjaldnast á lausu hjá blaða- málsins' að láta kjósa á milli mönnum. Gunnlaugs og Jóns Armanns um Þá skýrði Steingrfmur frá þvi 3ja sætið. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.