Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 11
«. 1*78 ÞJOÐVILJINN — StÐA 11 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aöalsteinsdóttir ,Ég lærði mest af Matthildi og öðrum öskukellingum Fyrir viku birtum viB kafla úr bók MálfriBar Einarsdóttur, Samastaður i tilverunni, en þaö er fyrsta bók höfundar sem orö- inn er 78 ára. Okkur langaöi til aö kynnast Málfriði nokkru betur en við höföum þegar gert meö lestri bókar hennar og þvi lögöum viö leið okkar til hennar á sunnudag- inn var og röbbuðum við hana dagstund. Fer viötalið hér á eftir: Fyrir 30 árum Þaö er langt siðan þú byrjaðir að skrifa þessa bók, er það ekki? „Þaö eru bráöum 30 ár siöan. Ég hitti einn öldurmann i Kaupmannahöfn, sem ég trúði á eins og páfa. Hann sagöi mér aö byrja og ég byrjaði. Uppistaöan i bókinni var skrifuö á sjúkrahúsi i Kaupmannahöfn. Þá var ég mikið veik. Hann vildi aö ég skrifaöi ævisögu mina eöa skáldsögu. Ég haföi eitthvaö fengist viö aö vinna fyrir blöð og þýtt dálitiö af kvæö- um fyrir Helgafell en ekkert skrifaö af þessu tagi. Ég þýöi úr Norðurlandamálunum, þýsku, ensku og frönsku, og meira aö segja úr spænsku, þótt skömm sé frá aö segja, þvi ég sem kann hana ekki”. Reyndirðu ekki fyrr en núna aö fá þessa bók gefna út eða eitthvað annað eftir þig? Útgefendur höfnuöu mér lengi vel, Ragnar i Smára og fleiri. Kristinn E. Andrésson sá þessi blööog vildi fá miklar leiörétting- ar á þau. Svo hvarf hann frá þvi aö gefa þau út. Sigfús Daöason var eins og likandi engill. Hann vildi engu breyta, lét allt halda sér. Sigfús vill fá meira frá mér. Meiri ævisögu. En ég er orðin hræsigömul (eins og formóðir mfn ein Helga biskupsfrú i Skál- holti, sem svo gömul varö aö hún mundi ekki eftir aö hún heföi nokkurn tlma komiö aö Skál- holti.) og veit ekki hvort ég get nokkuð meira. Alltaf sjálfstæð Heldurðu að þér hefði gengiö betur hefðir þú verið karlmaöur? ,,Ég veit það ekki, þaö er ekki vist. Aörar konur fengu allt sitt gefiö út. Halldóra B. Björnsson var ekki I vandræðum með þaö. Og Sigriöur systir min, hún gaf Ut ljóðabækur. Reyndar varð hún aö gefa þá fýrstu Ut sjálf. Ég veit samt um eina konu sem á efni i heila ljóðabók. Hún vill koma henni út en gengur ekki vel. Þetta eru góö ljóö og einn ágætis menntamaður sagöi viö hana þegar hann sá þau: „Hér áttu fjársjóð.” HUn á efni I aðra bók, óbundiö mál. Hún hefur huga á aö ljóðabókin komi út i haust. Þú virðist alltaf hafa verið sjálfstæð manneskja, jafnvel þegar þú varst barn. „Ég vildi aldrei láta boöa mér neitt. Frænka min ein vildi einu sinni boöa mér trú, þaö var áöur en ég varð sex ára. En ég vildi ekkert slíkt heyra.” Varstu ómannblendin þegar þú varst ung? „Ómannblendin? Ég gat talaö við þá sem vildu tala viö mig. En það urðu ekki margir slikir á minni leiö, þótt margt Urvalsfólk væri aö alast upp i grennd viö mig. Éghittiþaö fólk ekki fyrr en seinna, Magnús Ásgeirsson og fleiri.” Var mikið tii af bókum I Þing- nesi? „Fornritin voru til — og svo einhver kynstur af guösoröabók- um sem var búiö aö láta Ut á pakkhúsloft. Og fleira var til þ.á.m. þær fáu skáldsögur sem Ut voru komnar. Hvernig þótti þér að búa i hjónabandi? „Ég vildi ráöa mér sjálf, en ég hef haft meiri peningaráð eftir aö ég missti fyrirvinnu mína. Reyndar er óhægt um samanburö á þessum veröbólgutimum. Ég átti góöan mann. Hann hét Guöjón Eiriksson og viö eignuö- umst einn son. Viö flæktumst milli leiguhjalla i Reykjavik þangaö til hann varö húsvörður hjá póstinum. Þvf starfi fylgdi ibúð, stærri enég haföi haft áður. En þar voru alltaf veikindi, berkl- ar. Ég var veik og sonur minn fékk berkla lika ársgamall. Þetta fór um allan likamann á mér, i bæöi nýrun meöal annars. Læknirinn sagöi aö þaö væri furöa aö ég skyldi vera lifandi, og Fólk talar yfirleitt ekki um berklafaraldurinn sem þú lýsir svo átakanlega i bókinni þinni. „Nei, fólk vill ekki breiöa þetta Málfrlður Einarsdóttlr svona vel lifandi. 1. Kaupmanna- höfn fékk ég þúsund ljósböö, svo mörg haföi enginn fengiö áöur. Ég átti met i ljósbööum”. Var maðurinn þinn fastheldinn á fé við þig? „Já, hann var þaö fremur. Hann haföi heldur sjaldan vel- launaða stööu. Eftir aö ég fór aö skrifa og þýöa haföi ég dálitiö milli handanna. Égreyndi aöeins ab kenna, en mér féll þab ekki”. út. Fólk vill þegja um allt sem máli skiptir. Þvi finnst ljótt af mér aö tala um þetta. Þaö er margt fólk reitt viö mig út af bók- inni minni. Ég er að reyna aö breiða yfir þetta meö þiö vitiö hver ju, en þaö er svo húmorlaust, fólkið.” Þú minnist nokkuð á nauð- ungargiftingar I bókinni. Voru þær algengar? „Það var litiö um aö hjón skildu, en nauöungargiftingar voru algengar. Getiö þiö hugsaö ykkur nokkuð andstyggilegra en veröa aðgiftasteinhverjum karli, sem maöur hefur engan áhuga á? Ungum mönnum sem áttu ekki neitt var meinaö aö giftast. Voru þó stundum fengnir til að giftast vinnukonu sem var meö barni eft- ir húsbóndann. Ég man þó ekki eftirþvi i minni sveit en þetta var alsiöa, liklega viöa um land. Ekki er það haft i hámælum. Þú hafðir vist ekki mikið sam- band við föður þinn, en var hann ekki góður við þig? Nei, nei, hann var aldrei til- takanlega góöur viö mig. Ekki vondur heldur. En mér fannst gaman að honum. Mér fannst svo gaman i húsinuhjá honum og þaö ætlaöi aldrei aö fara af. Þaö var einhver daufingjaskapur i hon- um, það hefur vist veriö skaöi aö móöir min dó. t>að skolaðist ekkert til. Svo að við vikjum aftur að rit- mennsku þinni. Af hverjum hef- urðu lært mest um stfl og frá- sagnarlist? „Églæröi mest af Matthildi og öörum öskukellingum. Konunum heima, þær voru allar i öskunni og vatnsburöinum. Þessar konur lásu mikiö, fornritin, þjóösögurn- ar og fleira. Þaö skolaöist ekkert til hjá þessum konum. En nú eru gamlar konur settar á gamal- mennahæli og fá ekki aö kenna börnum. Svo haföi ég ákaflega gaman af Halldóri Laxness —ég má ekki segja meöan hann var og hét! Ertu ánægð með viðtökurnar? „Já, ég er mjög ánægö meö dómana sem bókin fékk, lika Jó- hann Hjálmarsson, sem segir að ég sé bölvuð rót — náttúrlega á kurteislegri hátt eins og siðuðum manni sæmir. Hvað finnst þér um pólitikina? „Ég veit ekki hvar ég er i póli- tik—en ætli ég sé ekki einhvers staðar I grennd viö ykkur? Ann- ars hefur mér alltaf fundist aö kvenréttindi ættu ekki aö vera til. Þaö ætti ekki aö vera til aö kúga konur —þótt þaö viögangist enn.” Gaf 1,1 miljón Skákþing Kópavogs hefst 12.febrúar Vestur-Skaftfellingurinn. Einar Þorkelsson ánafnaði Thor Thors- sjóðnum 1,1 miljón isl. króna i erfðaskrá sinni. 1 tilefni af þessu hefur blaöinu borist eftirfarandi fréttatilkynn- ing Islensk-ameriska félaginu: Thor Thors sjóönum I New York, sem starfar á vegum Ame- rican Scandinavian Foundation hefur nýlega bæst vegleg gjöf að upphæð $48.500.- Eins og kunnugt er hefur sjóöur þessi m.a. það markmiö aö styrkja Islendinga til náms I Bandarikjunum. Gjöf þessi barst sjóönum frá dánarbúi Einars Þorkelssonar I samræmi við erföaskrá hans. Einar Þorkelsson fæddist i Vestur-Skaftafellssýslu áriö 1917. Hann fluttist til New York 1942 og starfaöi þar sem tiskuhönnuöur til dauöadags. Hann lést i New York 1975. I erföaskrá sinni geröi Einar ráðstafanir til þess að fé þetta gengi til styrktar islenskum námsmönnum i Bandarikjunum svo og til styrktar ameriskum námsmönnum á Isiandi. 1 sam- ræmi viö þaö hefur fé þessu nú veriö ráöstafaö til Thor Thors sjóösins. Siguröur Helgason, formaöur félagsins, sem var nákunnugur Einari persónulega lýsir honum þannig: „Einar var hvers manns hugljúfi og vildi allra götu greiBa. Þótt hann byggi svo lengi fjarri ættlandinu þá var hugurinn ávallt á Islandi, enda ráöstafaöi hann eigum sinum til málefnis sem hann taldi uppbyggilegt og gæti oröið islensku þjóöinni til góös. Einar var frábærlega hæfur maö- ur og komst mjög langt i sinni grein, enda mikils metinn af stéttarbræörum sinum.” Gjöf þessi samsvarar kr. 1.1. milj. og hefur sjóðurinn eflst mjög ás.l. mánuðum þar sem af- hending á $60.000.- I tilefni af 200 ára afmæli Bandarikjanna hefur bæst við sjóöinn,auk fyrrgreindr- Efaiar Þorkelsson ar upphæöar. Þannig hefur sjóö- urinn aukist um samtals $108.500,- sem samsvarar kr. 2.3. milj. Miðvikudaginn 1. febrúar var haldinn 12. aðalfundur Taflfélags Kópavogs, en starfsemi félagsins , hefur verið mjög lifleg undanfar- ið. I stjórn voru kosnir Sverrir Kristjánsson, form. Egill Þórðar- son, gjaldkeri, Hjalti Karlsson, ritari, Jón Pálsson, meðstj. og Ólafur Þór meðstjórnandi. Félagiö hefur tekiö upp þann starfsmáta aö halda „15 minútna mót” i lok hvers mánaðar og veröur þeim hætti framhaldið þetta ár. Sunnudaginn 12. febrúar hefst Skákþing Kópavogs 1978. Veröur teflt i þrem eða fjórum riölum og verða 8 manns i hverjum riöli. Auk sigurlauna veröa að þessu sinni veitt sérstök verðlaun fyrir fegurstu skákina á þinginu. Tekiö veröur við þátttökutilkynningum fram til kl. 13.30 á sunnudag er mótið hefst. Vilji menn fá nánari upplýsingar um félagið og eða skákþingiö geta þeir snúiö sér til einhvers sem er i stjórn félagsins. Nýr fógeti r 1 Neskaup- stad Forseti Islands hefur hinn 30. þ.m., að tillögu dómsmálaráö- herra, skipað Þorstein Skúlason, fulltrúa viö borgarfógetaembætt- iö i Reykjavik, bæjarfógeta i Nes- kaupstað frá 1. febrúar 1978 að telja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.