Þjóðviljinn - 04.02.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. febrúar 1978 r—r — AF ÞIÓÐARSORG Ég held að það sé sem betur fer fátítt að þjóðarsorg ríki á (slandi. Þó er fyrirbrigðið ekki með öllu óþekkt, en með sanni má segja aðærna ástæðu þurf i til þjóðarsorgar svo ekki sé meira sagt. Óhætt er að reikna með þjóðar- sorg þegar svipleg slys verða f jölda manns að grandi og munu sjávarháskar fortíðarinnar og stórslys síðari tíma ásamt öðrum hrikalegum hörmungum helst hafa orðið íslendingum til- efni til þjóðarsorgar um dagana. Þá erótaliðþaðfyrirbrigði sem löngum hef- ur valdið Landsmönnum hvað þyngstum harmi nist þjóðarhjartað meiri sársauka en annað böl og hvað eftir annað orðið öðrum hörmungum frekara tilefni til þjóðarsorgar. Hér er að sjálfsögðu átt við hinar ægilegu hrakfarir og hina hroðalegu niðurlægingu, sem öll íslenska þjóðin verður að axla þegar fulltrúar hennar fara að keppa í boltaleikjum á erlendri grund. Mér er nær að halda að handknattleikur sé mesta þjóðarböl íslendinga um þessar mundir a.m.k. ef marka má pressuna að undanförnu. Þriðji hluti allra morgunblaðanna í vikunni var helgaður þessari óheillaíþrótt en helming- ur siðdegisblaðanna. Það fer ekki milli mála að gæfa, gengi og þjóðarheill markast að verulegu leyti af því hverja framvindu bolta- leikir f á, þ.e.a.s. ef íslenskir boltaleikarar eru þar viðriðnir. Ég er sannfærður um það að þótt allar sveitir norðaustanlands leggðust í auðn vegna náttúruhamfara og eldsumbrota, yrði ekki hægt að fjalla um þau tíðindi af meiri f jálgleik en gert hefur verið að undan- förnu í fjölmiðlum vegna einhverra úrslita í einhverjum boltaleikjum suður í Danmörku. f Morgunblaðinu, sem alla tíð hef ur — þrátt fyrir allt- verið einna orðvarast blaðanna, þegar stóryrði eru annars vegar, getur að líta fyrirsagnir með heimstyrjaldarletri: „Áfall fyrir þjóðariþrótt" — „Martröð í Thisted" — Engu líkara en menn stæðu yfir moldum ís- lensks handknattleiks". l Þjóðviljanum er það aftur á móti „Martröð Islands" og í undir- fyrirsögn „Frábær frammistaða íslensku áhorfendanna". Ég er búinn að týna Dagblað- inu og Vísi f rá í gær, en það eru f yrirsagnirnar áreiðanlega enn meira krassandi ef að vanda lætur. Ég er einn af þeim, sem alltaf kaupi öll dag- blöðin og ber það vissri klikkun vott. En við það að fletta þeim í áranna rás hef ég sann- færst um það að enginn hópur manna hefur valdið þjóðinni jafn miklu hugarangri og ís- lenskir íþróttamenn á erlendri grund. Hér eiga orð Churchills svo sannarlega við: „Sjaldan hafa jafn fáir valdið jafn miklu með jafn litlu". Sannleikurinn er sá að ekki er mannlegum manni ætlandi að þola að hafa á samviskunni jafn tíða og mikla þjóðarsorg og íþróttamenn hafa hvað eftir annað leitt yfir landslýð. Það sem bjargar sálarheill íslenskra íþrótta- manna er að sjálfsögðu sú staðreynd að ófarir þeirra í útlöndum eru sjaldnast þeim sjálfum að kenna, heldur oft loftslagi, mataræði, og öðrum ytri aðstæðum. Ef marka má niðurbrotinn forsvarsmann handknattleiksmanna í sjónvarpinu á dögun- um, þá eru ófarirnar þjálfaranum (sem er ekki íslenskur g.s.lof) aðkenna, en vegna þess að hann sveikst um að koma, urðu óf arirnar í Danmörku „sálrænar og hvarflar að mér" eins og forsvarsmaðurinn sagði „ofreynsla, leikleiði, þreyta, taugaspenna og sem sagt sál- ræni þátturinn". Stundum hafa liðin æft of lítið, þó að þjálf- arinn haf i verið viðlátinn, en nú gerðist það að liðið æfði of mikið að þjálfaranum f jarstödd- um. Ef hinsvegar má marka blöðin, þá eru ófar- irnar dómurunum að kenna, en helst er að skilja að Danir hafi með vilja valið rúmenska dómara vitandi að f rá alda öðli hafa rúmenar og íslendingar alið á óvild og hatri. Þetta létu rúmensku dómararnir bitna á íslendingum með eftirminnilegum hætti. Að lokum f innst mér ástæða til að geta þess að íslenska landsliðið í handknattleik hefur ekki alltaf valdið þjóðarsorg. Stundum hafa menn glaðst vegna frábærrar frammistöðu þeirra. En mér f innst ástæða til að af létta nú- verandi þjóðarsorg með því að taka undir orð framámanna í íþróttamálum: „Það er ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í drengilegri keppni". Eða hvað segir ekki gamli húsgangurinn: Þótt löngum tapi liðin vor er Ijúft að mega skilja að ósigrarnir auka þor og efla sigurvilja". Flosi Sterkasta skákmót til þessa á íslandi 10 stórmeistarar lyfta móthnu uppí 11 styrkleikaflokk 1 dag kl. 14.00 hefst aö Hdtel Loftleiöum Reykjavlkurmótiö i skák, sem er sterkasta skákmót sem haldiö hefur veriö hér á landi. Það eru 10 stórmeistarar, sem lyfta þvf uppf 11. styrkleika- flokk, en hæsti styrkleikaflokkur skákmóta er 15. Og menn eru aö gera þvi skóna, aö elostig sovéska stórmeistarans Kuzmins, séu fieiri en Skáksambandiö hefur fengiö uppgefið, þannig aö von sé til þess aö mótiö fari I 12. styrk- leikaflokk. Og auk þessara 10 stórmeistara tekur einn alþjóðlegur meistari þátt I mótinu, Norömaöurinn Leif ögaard og svo 3 af efnilegustu skákmönnum okkar, þeir Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Jón L. Arnason. Helgi hefur þeg- ar náö fyrri áfanga alþjóðlegs meistaratitils og ef hann nær 6 vinningum útúr þessu móti nær hann siöari áfanganum og sömu sögu er aö segja meö þá Margeir og Jón L. Arnason, nái þeir 6 vinningum ná þeirri fyrri áfanga alþjóölegs skákmeistara. Nái mótiö hinsvegar 12. styrkleika- flokki, nægir þeim 5,5 vinningar útúr mótinu til þess aö ná þessum fyrrnefndu áföngum. Þaö sem einna mesta athygli vekur i þessu móti, fyrir utan hinn glæsta hóp stórmeistara, sem þátt taka i þvi, er hiö nýja keppnisform, sem tekiö veröur upp og felst i þvi aö i hverri skák veröa tvö timamörk, I staöinn fyrir dtt, sem er hiö klassíska, auk þess sem skákmennirnir veröa aö skila 50 leikjum á 5 tim- um i stað 40. Fyrri timamörkin i hverri skák eru eftir 3 tima, þá eiga menn aö vera búnir aö leika 30 leikjum, annars falla þeir á tlma. Siöari mörkin eru svo 20 leikir á 2 timum, eöa samtals 50 leikir á 5 klukkustundum, I staö 40 leikja á 5 klukkustundum. Hug- myndin aö þessu nýja formi er is- lensk og hefur verið reynd einu sinni erlendis og þótti gefast vel. Fyrir áhorfendur veröur hver umferö mun skemmtilegri, þar sem mun hraöar verður teflt en eila. Venjulega gerist lítiö viö skákboröiö 3-4 fyrstu klukkutim- ana en nú verður hraöi og spenna allt frá byrjun til enda, vegna tveggja timatakmarkanna. Þátttakendur i mótinu verða: Walter Brown frá Bandarikjun- um, fæddur 12/10 1946, stórmeist- ari meö 2550 elostig. Friörik ölafsson, Islandi, fæddur 26/1 1935, stórmeistari með 2530 elostig. Guðmundur Sigurjónsson, Is- landi, fæddur 25/9 1947, stór- meistari meö 2500 elostig. Helgi ölafsson, Islandi, meö hálf- an alþjóðlegan meistaratitil, fæddur 15/8 1956, meö 2420 elo- stig. Vlastimil Hort, Tékkóslóvakiu, fæddur 12/1 1944, stórmeistari með 2620 elostig. Jón L. Arnason, Islandi, fæddur 13/11 1960, meö 2470 elostig. Gennady Kuzin, Sovétrikjunum, fæddur 19/1 1946, stórmeistari með 2535 elostig. Bent Larsen, Danmörku, fæddur 4/3 1935, stórmeistari meö 2620 elostig. William Lombardy, Bandarikj- unum, fæddur 1937, stórmeistari meö 2540 elostig. * Margeir Pétursson, Islandi, fæddur 15/2 1960, meö 2350 elostig. Antony Miles, England, fæddur 1955, stórmeistari meö 2565 elostig. Lev Polugaevsky, Sovétrikjun- um, fæddur 20/11 1934 stórmeistari, með 2620elostig. Jan Smejkal, Tékkóslóvakiu, fæddur 23/3 1946, stórmeistari með 2555 elostig. Leif ögaard, Noregi, fæddur 5/2 1952, alþjóðlegur meistari meö 2435 elostig. —Sdór.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.