Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. febrúar 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Pálsson Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Siðumúla 6, Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Blaðaprent hf. Árni Bergmann. Velta 300 mil- jöröum en sleppa við skatt Fyrr i þessari viku lagði Ragnar Arnalds fram á Alþingi tillögu um breyt- ingu á skattalögum. Tillaga Ragnars miðar m.a. að þvi að tryggja, að atvinnu- reksturinn i landinu greiði skatta af tekj- um sinum og veltu með eðlilegum hætti en jafnframt að létta skattbyrði lágtekju- fólksins og lækka óbeinu skattana svo sem söluskatt. í greinargerð með tillögu Ragnars kem- ur fram, að heildarvelta islenskra fyrir- tækja er talin hafa verið um 426 miljarðar króna á árinu 1976, þar af var velta fyrir- tækja i félagsformi (hlutafélög, samvinnufélög o.s.frv.) um 343 miljarðar. Fjöldi fyrirtækja i félagsformi, sem greiða annað hvort engan tekjuskatt eða innan við 100 þús. krónur hvert, og ná þó ákveðinni lágmarksstærð, reynist vera 1584 fyrirtæki á árinu 1976. Þetta er rétt um helmingur allra fyrirtækja i félags- formi og velta þeirra á árinu 1976 reynist hafa verið um 160 miljarðar samkvæmt skattskrá, eða tæpur helmingur af heildarveltu allra slikra fyrirtækja, sem var alls 343 miljarðar. Greihargerðinni með tillögu Ragnars Arnalds fylgir listi yfir öll þessi nær 1600 fyrirtæki, sem sleppa að heita má við tekjuskatt, og er listinn unninn upp úr upplýsingum, sem fram koma i hinni opinberu skattskrá. Vert er að minna sérstaklega á, að hér eru allar tölur miðaðar við árið 1976, og má gera ráð fyrir að væri hins vegar mið- að við árið i ár, þá megi um það bil tvöfalda allar upphæðir, en það þýðir að velta hinna skattlausu, eða nær skatt- lausu, fyrirtækja verði a.m.k. um 300 miljarðar króna. Þetta er hvorki meira né minna en tvöföld velta islenska rikisins. 1 greinargerð með tillögu Ragnars Arnalds kemur einnig fram, að skatt- greiðslur fyrirtækja i félagsformi námu aðeins 1.6% af veltu að jafnaði, og þætti vist flestum alþýðuheimilum i landinu, slikt vel sloppið. Til samanburðar bendum við á að til að velta i ár álika upphæð og hin nær 1600 skattlausu fyrirtæki þá þarf um 100.000 heimili með 3 miljónir i árstekjur hvert eða kr. 250 þús. á mánuði. Svo mörg heimili eru ekki til i landinu, og slikar tekjur eru meira en helmingi hærri en þau lágmarkslaun, sem verkafólki er boðið upp á. Ætla menn svo að trúa þvi, að i allri þessari 300 miljarða veltu fyrirtækjanna finnist hvergi króna, sem réttlátt sé að hirða i skatt, fremur en ráðast á launakjör alþýðufólks? Ragnar Arnalds segir i greinargerð sinni: ,,Ljóst er að skýringin á þvi, að fyrirtækin greiða almennt svo litinn tekju- skatt, er ekki léleg afkoma, heldur eru ástæðurnar i fyrsta lagi ivilnunarreglur skattalaga, m.a. fyrningarreglur og vara- sjóðsheimildir, en i öðru lagi verður að hafa i huga, að á miklum verðhækkana- timum koma aðeins hin neikvæðu áhrif verðbólgunnar fram i bókhaldinu og hagn- aðurinn telst þá að sama skapi minni, en raunverulega er um að ræða stórfelldan leyndan verðbólgugróða hjá flestum fyrir- tækjum.” Hér er einmitt komið að kjarna málsins, sem flestir þekkja, hvernig fyrirtækin hlaða upp stóreignum, þótt samkvæmt bókhaldinu sé tap á rekstrinum. 1 tillögu Ragnars segir á þessa leið: I. Fyringar atvinnutækja séu miðaðar við eðlilegan endingartima þeirra og ákvæði um fyrningu samkvæmt verð- hækkunarstuðli og flýtifyrningu verði afnumin. II. Reglur um skattfrjálsan söluhagnað og varasjóð félaga, svo og aðrar óeðlileg- ar heimildir til ivilnunar verði endurskoð- aðar. III. Álagning tekjuskatts á fyrirtæki og hvers konar rekstur verði greinilega að- greind frá skáttgreiðslum þeirra, sem eiga reksturinn. Tekjur, sem einstakling- ar hafa úr öðrum áttum, skerðist ekki við skattálagningu, þótt rekstur i eigu þeirra skili bókhaldslegu tapi. IV. Til að tryggja, að þegar á þessu ári greiði atvinnureksturinn hæfileg framlög til samneyslu i þjóðfélaginu, verði lagður á sérstakur veltuskattur. V. Álagning tekjuskatts á launatekjur verði verulega einfölduð, og að þvi stefnt, að tekjur verði skattlagðar jafnóðum og þær verða til, að hjón verði skattlögð hvort fyrir sig, að tekjur láglaunamanna verði undanþegnar tekjuskatti, að takmörk verði sett fyrir þvi, hve mikla vexti megi draga frá tekjum, þannig að hámark vaxtafrádráttar sé ákveðið árlega með hliðsjón af meðalvöxtum, ibúðarverði og fjölskyldustærð. VI. Sjúkartryggingagjald verði afnum- ið. VII. Skapað verði sem mest svigrúm til lækkunar óbeinna skatta til að draga úr verðbólgu. Söluskattur verði lækkaður verulega og innheimta söluskatts verði hert, m.a. með þvi að nota heimildir gildandi laga um innsiglaða peninga- kassa. — öll þau atriði, sem hér hafa verið rakin koma fram i tillögu Ragnars Arnalds. Trúlega þarf að hrinda núverandi rikisstjórn af stóli til að fá þau samþykkt, svo sjálfsögð sem þau þó eru. k. Prófkjör trujlar ríkisstjórn Um helgina fer fram prófkjör Sjálfstæöisflokksins i Reykja- neskjördæmi. Átök eru mjög hörö og hafa þau meöal annars komið greinilega niöur á störf- um rikisstjórnarinnar, þar sem fjármálaráöherrann, Matthias A. Mathiesen, á mjög i vök aö verjast. Hefur prófkjöriö i Reykjaneskjördæmi meöal ann- ars verið notaö sem viöbára fyr- ir þvi aö rikisstjórnin geti ekki gengiö frá ákvöröunum um efnahagsráöstafanir: þær veröi svo óvinsælar aö fjármálaráö- herrann megi ekki viö þvi aö sýna á spilin meöan prófkjöriö stendur. Hreppapólitík Sá sem haröast sækir aö Matthiasi á heimavigstöðvum er Árni Grétar Finnsson fast- eignasali, einn margra slikra i Hafnarfiröi, en óviöa mun vald fasteignasala I einu bæjarfélagi vera jafnmikiö og I Hafnarfiröi. Arni Grétar sækir beint aö Matthiasi og leggur aö fólki aö kjósa sig einan og sleppa fjár- málaráöherranum. Báöir leggja þeir Matthias og Arni áherslu á að kjósendur I Hafn- arfiröi kjósi engan utan Hafnar- fjaröar. Samskonar niöurstaöa mun vera á Suöurnesj- um. Þar beita flokksmenn Sjálf- stæöisflokksins sér fyrir þvi aö menn kjósi aöeins Odd Ólafsson og Eirik Alexandersson. 1 Kópa- vogi er sama sagan uppi á ten- ingnum: þar leggja menn áherslu á aö þátttakendur i prófkjörinu kjósi þá menn eina sem eru heimilisfastir I Kópa- vogi. Og enn mun sömu aðferð- um beitt i Mosfellssveit og i Garðahreppi. Taliö er liklegt aö Oddur Ólafsson, læknir, sem siöast skipaði 2. sætiö á íista i- haldsins komist mjög langt I prófkjöri þessu, verði jafnvel efstur, en um alla aöra er mikil óvissa. Þannig þorir enginn aö segja fyrir um þaö meö vissu hvor veröur ofar Matthias A. Mathiesen eöa Arni Grétar Finnsson og er vandséö fyrir andstæöing Sjálfstæöisflokksins hvor þeirra tveggja er ákjósan- legri andstæöingur. Tæpastur þeirra þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi sem nú gefa kost á sér til endurkjörs er þó áreiöanlega Ólafur G. Ein- arsson, sveitarstjóri, Garöa- hreppi. Hann hefur tiltölulega minnst hérað viö aö styöjast, og þriöjá sætiö, sem hann skipaöi siðast er vafasamt þingsæti I næstu kosningum. Prófkjörsbarátta Sjálfstæöis- flokksins um þessa helgi snýst eins og öll önnur prófkjör flokk- anna um menn og hreppasjón- armið, ekki um málefni á lands- * visu. Þessi prófkjör eru þvi i rauninni stórháskaleg sem for- senda starfa alþingismanna sem eiga auövitaöað starfa sem þingmenn alls landsins en ekki sem kjördæmispotarar. A þvi hefur mjög borið i störfum Al- þingis undanfarin ár, eöa allt frá 1959, aö þingmenn kjör- dæma mynduðu i raun sérstaka þingflokka fyrir viökomandi kjördæmi. Hreppapólitikin I prófkjörunum leiöir menn enn lengra á þessari braut. Lagasetning um prófkjör Prófkjör Sjálfstæöisflokksins I Reykjanesi er siöasta próf- kjöriö sem sætir meiri háttar tiöindum. Hver sem niöurstaöa þess veröur er ljóst aö eftir næstu kosningar munu allir prófkjörsflokkarnir draga á- lyktanir af reynslunni. Veröi út- koma prófkjörsflokkanna betri en ella heföi mátt gera ráð fyrir veröur vafalaust tilhneiging til þess aö þakka þaö prófkjörs- slagnum. Þá eru minni likur til þess aö hróflað veröi viö þessum vinnubrögöum og haldiö veröi áfram á sömu braut. Veröi út- koman aftur á móti almennt lakari en ella heföi mátt búast viö eöa veröi útkoman ekki nein visbending I þessum efnum munu vafalaust koma upp kröf- ur um aö marka prófkjörunum básmeö almennri lagasetningu. Þaö er eölilegt og ætti aö vera samhliöa heildarlagasetningu um störf stjórnmálaflokka þar sem rammi þeirra er markaöur I heild i þvi skyni að koma I veg fyrir aö þeir stefni lýöræðinu I hættu meö starfsemi sinni og beitingu fjármagns i þágu ein- stakra frambjóðenda. Ekki sama hver er fullur Noröurland, málgagn Alþýöu- bandalagsins I Noröurlands- kjördæmi eystra, tekur til meö- feröar I grein nýlega undarleg- an fréttaflutning annarra Akur- eyrarblaöa i sambandi viö komu loönusjómanna á staðinn. Noröurland segir: „Þó þótti tveimur Akureyrarblöðum þaö fréttaefni aö þeir (loönusjó- menn) heföu ekki veriö fullir og málaö bæinn rauðan. Islending- ur sagöi aö þeir heföu fengiö „bestu meðmæli hjá lögregl- unni” og Dagur haföi þetta aö segja: „Frá þvi seinni part siöustu viku gistu aöeins ellefu menn „steininn” og þykir þaö ekki mikiö. Bjuggust flestir viö ööru þar sem loönuveiðiflotinn lá i höfn á Akureyri fram á helgi, en sjómenn voru hinir prúöustu.” Viö lestur svona frétta (eöa „anti-frétta”) flýgur manni i hug hvort blöðum þessum heföi ekki jafnvel þótt skárra aö sjó- mennirnir hefðu deleraö og ak- ureyrskir góöborgarar boriö eftir þá glóöaraugu og sprungn- ar varir. Þá heföi minna plássi þurft aö verja I aö skýra frá ástæöunni fyrir þvi hvers vegna loönudráparar böröu ekki sjó. En „sjómenn voru hinir prúö- ustu” og mættu allir á fundi þar sem kaupskeröingunni var harölega mótmælt en enginn var teljandi fullur. En setjum nú upp annað dæmi vegna þessarar fréttamennsku. Segjum sem svo aö fleiri hundruö félagar I Junior Chamber „þjónustuklúbbnum” heföu komiö hingaö til Akureyr- ar og haldiö þing yfir eina helgi. Getið þiö Imyndaö ykkur aö þá heföi veriö sagt svo frá þeirri heimsókn I Islendingi: „Fimm- hundruð félagar i Junior Chamber þinguöu á Akureyri, en fangageymslur lögreglunnar voru þó ekki fullar”? Varla.” •~s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.