Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1978, Blaðsíða 7
L&ngardsgar 4. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Breytingar sem nú fara fram á Fiskiðjuverinu kosta að sjálfsögðu peninga, og ekki svo litla. Þetta fé væri betur komið í nýtt hús. Kristvin Kristinsson verkamaöur Eflum Bæjarútgerð Reykjavíkur Um þessar mundir standa yfir gagngerar breytingar hjá Bæjarútgerð Reykjavikur, á Fiskiðjuverinu við Grandagarð. Þessar breytingar eru að minu viti ill nauðsyn, vegna þess, að ekki hefir verið farið út i það að byggja nýtt frystihús sem ég tel að hefði átt að gera fyrir mörg- um árum þar sem það hús, sem notað hefir verið, sem frystihús var ekki byggt sem frystihús, heldur sem niðursuðuverk- smiðja. Sú staðreynd, að ekki hefir verið byggt nýtt hús til starfseminnar, rennir stoðum undir þann grun margra, ekki sist þeirra sem hjá B.Ú.R. vinna, að það sé vilji margra toppmanna hjá ihaldinu i Reykjavik að útgerðin sem slik verði lögð niður, og fengin i hendur einkaaðiljum. Það er fleira sem staðfestir þennan grun. Litum á skipaeign B.C.R.. Það gerir aðeins út 4 skip i dag, fyrir nokkrum árum voru þau 8. A árinu 1977 var Þormóður Goði seldur, sem er gamall siðutogari. Þessi sala á gömlu skipi er ekki óeðlileg, en það sem mér fannst misráðið var, að látin var fara fram gagnger viðgerð á skipinu áður en það var selt, sem kostaði mikla peninga, sem skila sér aldrei og verður þvi að reikna sem tap. Margir hafa spurt hversvegna fékk B.Ú.R. ekki skip i staðinn fyrir Þormóð Goða, svo að tala skipanna verði að minnsta kosti 5 eins og siðasta ár? Þetta sýnir einnig að það eru öfl hjá ihald- inu sem vilja gera hlut B.Ú.R. litinn sem engan. Þeir sem vinna hjá B.Ú.R. skilja vel þörfina að þvi að efla þetta fyrirtæki. Þaðeru ekki svo fáir sem þar vinna þegar allt er i fullum gangi, það er, þegar nægt hráefni er fyrir hendi. Þá vinna hjá fyrirtækinu á vinnslu- stöðvunum einum um 350 mannsog sýnir það okkur hvaða gildi B.Ú.R. hefir fyrir atvinnu- lifið i Reykjavfk. Ötalið er þá það fólk sem er á skipunum og við skrifstofuhald og allur sá fjöldi sem vinnur óbeint að út- gerðinni. Þvi tel ég að allar til- hneigingartil að drepa eöa lama þetta fyrirtæki séu svoialvarl'egt mál, að það gangi glæpi næst og þvi verði verkalýðshreyfingin i Reykjavik, að láta verulega til sin taka til að koma i veg fyrir slik illvirki. Sem betur fer fyrir Reykvikinga, eru til menn hjá ihaldinu, sem ekki vilja Bæjar- útgerðina feiga. Við þessa menn eiga verkalýðsfélögin i Reykja- vik að hafa samstarf, og við eig- um að styðja við bakið á þeim i þeirra viðleitni að efla þetta fyrirtæki. Ég vil benda á, að það er fyrir tilstuðlan slikra manna, að farið er nú út i gagngerar breytingar á Fiskiðjuverinu, og að togarinn Hjörleifur var keyptur. Ef það skip hefði ekki fengist á sinum tima væru skip B.ú.R. aðeins 3 i dag og starfs- fólk 50—100 færra, og tekjur þess fólks, sem hefði vinnu, um 350 þúsund krónum lægri á ári. Fjórða skipið kemur i veg fyrir dauða daga, eins og við köllum eyður sem koma vegna hrá- efnisskort. Ég verð að segja að það er hart að þurfa að horfa upp á það, að ekki skuli vera fullnýttir þeir möguleikar sem B.Ú.R. hefir til þess að skapa stöðuga og mikla vinnu hjá verkafólki i Reykjavik, vegna þess að einhverjir pólitiskir oflátungar, sem vilja hafa töglin og hagld- irnar i þeim málaflokkum sem þeir hafa ekkert vit á, koma i veg fyrir alla framþróun. Ég tel að öllum beri saman um það, að annað tveggja hafi orðið að gera núna til þess að bjarga starf- semi B.Ú.R. i bókstaflegum skilningi, að fara úti breytingar á fiskiðjuverinu eða hefja bygg- ingu nýs frystihúss á stundinni. þar sem landris gengur viðast hvar hægar heldur en vil Kröflu, þá geri ég ráð fyrir þvl að lóðin sem B.Ú.R. fær undir frystihús„ verði ekki orðin byggingarhæf fyrr en eftir 50—100 ár, en eins og allir vita er hún ennþá úti Faxaflóa. Breytingarnar sem nú fara fram á Fiskiðjuverinu kosta að sjálfsögðu peninga og ekki svo litla. Þetta fé væri betur komið i nýtt hús. Aætlaður kostnaður við þessar breytingar, ásamt útbúnaði, er 174,9 miljónir króna. Reynsla þeirra, sem að svona breytingum starfa vill oft verða sú að mikill munur reyn- ist vera á kostnaðaráætlunum og lokaniðurstöðutölum, þar sem kostnaður fer oftast fram úr áætlun og það verulega. Þetta sýnir okkur hvað það er dýrt að þurfa að burðast með skammsýna pólitikusa i þeim málaflokkum sem þeir hafa ekkert vit á. Hin svokallaða Bakka- skemma, sem ég hef áður gert að umtalsefni, er tilkomin bein- linis vegna þess, að ekki hefir verið ráðist i byggingu nýs frystihúss. Þar er áætlaður kostnaður á árinu 1978 52,3 miljónir til þess að hægt sé að nota hana sem fiskmóttöku, sem á að vera kæld. Þar fyrir utan er áætlað að fjárfesta i tækjum 38 miljónir á árunum 1978—79 Eru hér komnar 265 milj. króna i breytingar á Fiskiðjuveri og Bakka- skemmu og til tækjakaupa. Máske færi þessi fjárhæð langt til að greiða kostnað viö uppfyll- inguna á lóðinni i flóanum. Þá komum við að öðrum þætti i starfsemi B.Ú.R., fiskverk- unarstöðinni, — hér er saltfisk- urinn verkaður, hér er söltuð sild, hér er verkuð skreið; hér fer að minu mati fram einn stærsti og vandasamasti þáttur- inn i allri starfsemi B.Ú.R. Hérna eiga að fara fram breyt- ingar til bóta, en ekki geta þær r. ! kostn- ataráatlun segir: Starfs- mannaaðstaða og verkstjóra- herbergi og fl. 16 miljónir. Snyrting og eldhús 4 miljónir. Einangrun á skemmu fyrir sildarsöltun 6 miljónir. Eitt stykki kassaþvottavél 6 miljón- ' ir. Samtals 32 miljónir. Hér tel ég að gera þurfi verulega mikið meira til að bæta alla vinnuað- stöðu, en að sjálfsögðu eru verk- fræðingar ekki á sama máli. Ég vil aftur minna á, aö þessi þáttur i starfsemi B.Ú.R. vill gjarnan gleymast þegar talað er um starfsemin, en ekki er siður ástæða til þess að hlúa aö honum. Ef við litum á fjárþörf B.Ú.R. árið 1978, þá sjáum við að þar er gert ráð fyrir, að fyrir- tækið þurfi 182 miljónir til að mæta öllum skuldbindingum vegna ársins 1978. Þegar við svo sjáum tekjuáætlunina fyrir árið 1978 þá sjáum við, að tekjur eru áætlaðar 1 miljarður og 909 miljónir króna. Hér er gert ráð fyrir að aðeins 4 skip séu i gangi. Þetta segir okkur nokkuð stóra sögu meðal annars, að með fleiri skipum verður þessi upphæð verulega mikið hærri með mjög litlum viðbótarkostn- aði. Þessi upphæð skiptist á milli verkunarstöðvarinnar og fyrstihússins þannig, að áætlað er að fiskverkunarstöðin skili 684 miljónum og Fiskiðjuverið 1 miljarði 225 miljónum. Það er áætlað að verkunarstöðin greiði vexti 55 miljónir, að að 5 miljón- ir fari i afskriftir. Gert er ráð fyrir að verkunarstöðin greiði i laun og launatengd gjöld 107 miljónir og vegna hráefnis 421 miljónir. Þetta sannar okkur enn betur hvaða þýðingu B.Ú.R. hefir fyrir atvinnu okkar Reykvikinga. Hjá Fiskiðjuver- inu verða tekjur, eins og komið var fram 1 miljarður 225 miljón- ir. Hráefniskostnaður er áætl- aður 692miljónir, laun og launa- tengd ‘gjöld 318 miljónir, umbúðir 34 miljónir, flutnings- kostnaður 20 miljónir, annar breytilegur kostnaður svo sem rafmagn og fleira tæpar 60 miljónir, viðhald 26 miljónir, af- skriftir 20 miljónir og vextir 55 miljónir. Hjá Fiskiðjuverinu er gert ráð fyrir að frystifram- leiðslan verði 3500 tonn úr 9500 tonnum af hráefni, eða að heildarnýting verði 36,8%. 011 þessi áætlun sýnir okkur gildi þess fyrir bæjarfélagið og verkafólkið að þessari starf- semi verði haldið áfram, og hún aukin verulega á komandi ár- um. Það er ekki broslegt þegar verið er að telja eftir fjárupp- hæð sem nemur 182 miljónum. Það gengur glæpi næst aö þaö skuli ekki vera fljótari af- greiösla á þvi fjármagni en raun ber vitni um. Um fjárþörf togaranna sjálfra ætla ég ekki að fjalla að þessu sinni. Þar er auðvitað talað um væntanlegt tap, en það er gömul saga sem alltaf er verið að gera nýja, og maður er nánast orðinn ónæmur fyrir henni. Þó vil ég geta þess, að i áætlun um þá, er gert ráð fyrir 95 miljóna króna tapi, en sú áætlun er gerð þannig að það er miðað við verðlag i nóvember 1977. Einnig skal ég geta tveggja athyglisverðra pósta. Sá fyrri er að gert er ráð fyrir nærri 35 miljóna króna nettó tekjuaukningu vegna 100% kassafisks, og sá siðari er að gert er ráð fyrir 15 miljóna hagnaði ef isvélar eru um borð i öllum skipunum. Þá er komið að þvi að slá botn i þessi skrif. Ég tel mig hafa fært rök fyrir þvi aö efling B.Ú.R. er lifsnauðsyn fyrir verkafólk i Reykjavik, og það á ekki aö vera á færi pólitiskra loddara og koma I veg fyrir hana.Reykviskt verkafólk mun styðja við bakið á þeim mönn- um sem vilja sýna það með störfum sinum i þágu B.Ú.R., að þeir vilja eflingu útgerðar- innar hvar i flokki sem þeir standa og hvaðan sem þeir koma. Ég vii hér endurtaka þá von mina, sem ég hefi áöur komið aö i blaðagrein, aö borgarfulltrúum megi auðnast aö standa saman um þá sjálf- sögöu skyldu sina aö koma þvi til leiðar að Bæjarútgeröin fái fljótlega 2 nýja togara af minni gerð, og nýtt frystihús, en láti ekki þaö henda ööru sinni, af púkkað sé undir þá aðila sem vilja Bæjarútgerö Reykjavikui feiga. Sérstæð tíðindi í Sovétríkjum: Hópur atvinnu lausra verka- manna samtök Moskva 26/1 — Fámenn- ur hópur verkamanna gaf í dag út tilkynningu þess efnis og aö þeir hygðust stofna óopinbert verka- lýðssamband/ til þess að standa vörð um þau rétt- indi sem hin opinberu verkalýðsfélög sinni ekki. Þessir verkamenn, sem allir misstu atvinnuna vegna kvartana sinna um spillingu eða brot á á- kvæðum um öryggi á vinnustöð- um, sögðust hafa safnað um 200 undirskriftum frá fólki sem svip- að væri ástatt fyrir og vildi taka þátt i hinum nýju samtökum. Þessi tala er óstaðfest. myndar Vladimir Klebanov, sem áður var verkstjóri i kolanámu i Úkra- inu, sagði þetta skref hafa verið tekið þar sem allar tilraunir til aö rétta hlut þeirra eftir leiðum kerfisins hefðu mistekist. Þeir hefðu snúið máli sinu til hinna ýmsu stofnana flokks og rikis, á- samt dagblöðunum. ,,Það er viss gagnrýni ástunduð i sovéskum blöðum”, sagði hann. ,,En það er aðeins til málamynda og undantekning frá reglunni. Þvi þarf að kanna nýjar leiðir”. Hinn nýja leið var að dreifa áskorun um stuðning i gegnum erlenda fréttamenn. ,,Við erum atvinnulausir flest- ir” sagði hann, ,,og okkur verka- lýðsfélög vilja ekki vernda rétt okkar”. Vladlmlr Klebanev <111 vlnttri) fyrrnm námaverbamaður og félagar hans. Verkamenn hafa IftiA komið við sttgu andofs áður. Táknrænt gildi Stofnun nýrra samtaka er ólik- leg til að hafa mikið raunverulegt gildi, sérstaklega vegna þess að félagar þess eru atvinnulausir. Engu að siður hefur hún táknrænt gildi, einkanlega i landi þar sem hagsmunir verkamanna eru sagðir liggja rikinu til grund- vallar. Hingað til hafa verkamenn yfirleitt verið afskiptalitlir gagn- vart starfsemi andófsmanna og þegar Klebanpv og félagar hans komu upp á yfirborðið fyrir tveimur mánuðum, vakti það töluverða athygli meðal vest- rænna sendimanna, sérfræðinga i málefnum Sovétrikjanna i Bandarikjunum, auk takmarkaðs hóps venjulegra Sovétmanna. „Vandræðaseggir”, kallar einn Moskvubúi þá. Annar taldi til- komu hópsins, „geta markað timamót”. Meðal Sovétmanna finnast þeir sem telja misbeitingu valds, eins og þessir verkamenn eru að mót- mæla, svo algenga i sovésku þjóð- félagi að málstaðúr þeirra gæti öðlast mikla samúð. Engu að siður væri ógerlegt að gera sér grein fyrir þvi hve margir þyrðu að starfa i samræmi við skoðanir sinar. prainjiald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.