Þjóðviljinn - 11.02.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978
Mynd: Leifur.
r
893 fiskiskip í eigu lslendinga
73 skuttogarar
eru nú á skrá
Samkvæmt upplýsingum
i nýútkominni skipaskrá
eru nú aöeins 5 siðutogarar
ieigu íslendinga/ og reynd-
ar aöeins tveir þeirra not-
aöir sem slikir. Skuttogar-
arnir eru hins vegar orðnir
73 talsinS/Og tveir slikir eru
í smíðum erlendis.
Siglingamálastofnunin gefur
árlega út skrá yfir islensk skip og
barst fréttastofunni nýlega þessi
skrá fyrirárið 1978. I skránni eru
margar nýtilegar upplýsingar
auk skrárinnar yfir öll islensk
skip, stór og smá.
Skuttogararnir
Af þeim fimm siðutogurum,
sem enn eru á skrá er fyrirhugað
að breyta tveimur i nótaskip,
(Þormóður Goði, RE-209 og Júpi-
ter, RE-161). Þá er enn á skrá
Harðbakur EA-3 sem siðutogari,
en hann hefur lengi legiö ónotaður
i höfn, og var siðst skoðaður 4.
janúar 1975. Þannig veröa i reynd
aðeins tveir eiginlegir siðutogar-
ar á skrá yfir islensk skip, en þeir
eru: Arsæll Sigurðsson II HF-12
(308 brl.) og Rán GK-42 (348 brl.).
Skuttogarar eru hinsvegar
orðnir 73 talsins 1. janúar 1978.
Niðurstaðan veröur sú, að 1.
janúar 1978 eru islenskir siðutog-
arar 5 talsins, samtals 2.977 brl.,
en skuttogarar alls 73 samtals
35.445 brl. Alls eru islenskir tog-
arar þvi nú 78 talsins, samtals
38.422 brl. að stærð. lslen»kum
38.422 brl. aö stærð. tslenskum
3á árinu, en skuttogruum fjölgað
um 12. Islenski togaraflotinn er
þannig niu skipum og 1.579 brl.
stærri en fyrir ári siðan.
Fiskiskip 893
Þilfarsfiskiskip undir 100 brl.
að stærð eru 598 talsins, samtals
17.804 brl.
Fiskiskip 100-499 brl. eru alls
271 samtals 64.176brl. og fiskiskip
500-999 brl. eru alls 24 samtals
19.259 brl. Engin islensk fiskiskip
eru mæld 1000 brl. eöa stærri.
tslensk þilfarsskip eru nú
893 að fjölda til og samtals 101.239
brl. aðstærð. Allur islenski fiski-
skipastóllinn var 1. janúar 1977,
882 skip, samtals 97.156 brl. Þil-
farsfiskiskipum hefur þvi fjölgað
um 11 skip á árinu og fiskiskipa-
stóllinn stækkað um 4.083 brl.
Skrá yfir opna vélbáta er ekki
birt opinberlega, en fjöldi og
stærð þeirra á skrá 1. jan. sl. var
851 bátur, 2.668 brl.
21 hurfu — 35 bættust viö
Alls voru 21 skip strikuð út af
skipaskrá á árinu 1977, samtals
9.413 brl. að stærð. Fiskiskip 100
brl. ogstærri, sem strikuð voru út
af skipaskrá á árinu 1977 eru
þessi: Mai GK-346, Asgeir RE-60,
Asberg RE-22, en þessi skip voru
öll seld til Noregs. Þá voru 7
flutningaskip seld úr landi, en þau
eru Fjallfoss, Lagarfoss, Herjólf-
ur, Vega, Saga, Berserkur og
Austri.
Arið 1977 bættust hinsvegar við
i islenskan skipastól alls 35 skip,
samtals 19.896 brl. (Sbr. bls. 252).
Til samanburðar má geta þess,
að árið 1976 bættust 22 skip við,
alls 8.769 brl.
Elsta skip á skrá er smiðað árið
1905. Það er 3 brl. þilfarsbátur
sem áður var opinn, en var sett
þilfar á 1976 og komst þannig á
skrá yfir islensk þilfarsskip.
Skip í smíöum
Erlendis voru i smiðum um sið-
ustu áramót 5 skip, samtals áætl-
uð um 3.220 brl. Þetta voru 2 skut-
togarar innan við 500 brl. i smið-
um i Noregi og 3 nótaveiðiskip
(tvö 550 brl. og eitt 1.200 brl.) i
Sviþjóð.
Innanlands voru um áramótin
umsamin og i smiðum 15 skip alls,
áætlað samtals um 2.418 brl. að
stærð. Af þessum skipum eru 7
stálfiskiskip (minni en 500 brl.), 5
tréskip (50 brl. og minni) og 3
fiskiskip úr trefjaplastefni, um 15
brl. að stærð (i smiðum á Skaga-
strönd).
Margvislegur fróðleikur
1 skrá Siglingamálastofnunar-
innar er að finna margvislegan
annan fróðleik en hér hefur verið
tiundaður. Má nefna yfirlit yfir
isl. þilfarsskip sl. 30 ár, skrá yfir
vélategundir i isl. skipum, upp-
lýsingar um djúpristu, stærð og
þyngd skipa ofl. ofl.
Skrá þessa er hægt að fá hjá
Siglingamálastofnun rikisins.
—úþ
ARNI JON JOHANNSSON:
Skrifið — eða hringið í síma 81333
m
Umsjón: Guðjón Friðriksson
Við höfum ekkert að
gera með Norglobal
Getum leyst
vandann með
okkar eigin
flutningaskipa-
flota og um leið
tryggt loðnu-
brœðslunum
verkefni
Vegna fréttar i Þjóöviljanum
19. janúar 1978, vil ég koma á
framfæri fyrirspurn til stjórnar
Dagsbrúnar, þcss efnis, hvaða
aftöðu stjórn Dagsbrúnar hafði
tekið i sambandi við leigu á
bræösluskipinu Norglobal.
Sólarhringsleigan fyrir þetta
skip er rúmar 5 miljónir'. Ætlar
stjórn Dagsbrúnar að láta það
afskiptalaust með öllu, að milj-
ónatugum i erlendum gjaldeyri
sé hent i oliufurstana i Noregi á
saina tima og loðnubræöslur hér
við Faxaflóann, scm búið er að
fjármagna með miljónatugum
af alinannafé, standa verkefna-
lausar? Og að vinnufúsir félag-
ar okkar i Dagsbrún sitji auðum
hönduin af þessari ástæöu?
A sama tíma eru félagar
okkar úti um land að mótmæla
kröftuglega og einhuga leigunni
á Norglobal. Þetta gera félagar
okkar á Siglufirði, Raufarhöfn,
Vestmannaeyjum, Hornafirði,
Eskifirði og viðar.A meðan heyr-
ist hvorki stuna né hósti frá
verkalýðsfélögum hér við
Faxaflóann. Og á sama tima
halda stærsta verkalýðsfélag
landsins, Dagsbrún og Verka-
mannasamband tslands, að sér
höndum. Hvað kemur hér til?
Ég undirritaður sem gamall
sjómaður vil taka það skýrt
fram, að ég er ekki sammála
minum gömlu félögum á loðnu-
skipaflotanum um leigu á Nor-
global og tel að við getum leyst
vandamálið með flutningana á
loðnu milli landshluta með hag-
kvæmari hætti fyrir alla aðila,
ekki sist verkafólk. Þetta mætti
gera með betri nýtingu loðnu-
verksmiðjanna,með þvi að taka
skip á leigu til flutninga milli
landshluta eins og gert var þeg-
ar sildin gekk inn i Hvalf jörðinn
i miklum mæli á árunum
1947—48. Mikið af afla skipanna,
sem þær veiðar stunduðu, var
flutt alla leið til Siglufjarðar og
viðar. Þessir flutningar tókust
yfirleitt vel, þótt um hávetur
væri, og sköpuðu verkafólki og
verksmiðjunum næga atvinnu.
Það get ég sjálfur borið vitni
um sem skipverji á m/s
Hvassafelli hinu eldra. (Skip-
stjóri i þessum flutningum var
Sverrir Þór.)
I dag eigum við margfalt
stærri og betur búinn flutninga
skipaflota en þá var, svo að það
ættu ekki að verða nein vand-
ræði að anna þessum flutning-
um. Má til dæmis nefna að Eim-
skip er með 24 skip, Hafskip
með sjö skip, Sambandið með
sjö skip, Nesskip h/f með tvö
skip, og svo eru flutningaskip,
sem eru i flutningum fyrir
erlenda aðila svo að segja allt
árið, Hvalvikin, Eldvik, Hans
Egede og fleiri að ég held. Þessi
skip eru þau stærstu i flotanum i
dag, 4 þúsund tonn, og nær væri
að nota þau i eigin þágu, landi
og lýð til heilla, en að vera að
leigja þau erlendum þjóðum.
Það má gjarnan koma hér fram
að margt af þeim skipum, sem
hér eru nefnd, sigla hálftóm allt
árið um kring, svo sem m/s
Mánafoss, 4 þúsund tonna skip,
sem hafður er i áætlunarferðum
á hálfsmánaðarfresti til Felix-
stowe og Hamborgar. Ég undir-
ritaður fór einn túr á þessu skipi
i sumar (júli—ágúst), eins og
Óttarr Möller, Valtýr Hákonar-
son og Jón ráðningarstjóri og
lögfræðingur Eimskips mega
gerst vita. t þessari ferð skips-
ins var það með nokkur bretti af
saltfiski i lestum og smávegis af
öðrum vörum. Skipið var sem
sagt skralltómt.
Svona er nú á málum haldið
með þennan stóra flutninga-
skipafiota, sem þjóð vor á i dag.
Skipin fara hálftóm landa á
milli meðan veriö er aö fleygja
miljónum i leiguskip, sem
erlendar þjóðir eiga, samanber
leiguna á Norglobal. Hvað á
svona bruðl og skripaleikur að
liðast lengi ennþá, án þess að
verkalýðshreyfingin risi upp
einhuga og stöðvi þetta svinari
með allsherjarverkfalli um land
allt? Sérstaklega vil ég skora á
verkalýðsforingjana úti á landi
að beita sér i þessu máli, þá Jón
Kjartansson i Vestmannaeyjum
og Kolbein Friðbjarnarson á
Siglufirði, ásamt öðrum er mik-
illa hagsmuna eiga að gæta i
þessum málum fyrir sitt verka-
fólk.
Eins og hér hefur verið bent á,
er enginn vafi á þvi, að
flutningaskipaflotinn er vel i
stakkinn búinn til aö sinna þessu
verkefni, að mata loðnubræðsl-
ur um landið allt og sjá þeim
fyrir nægum verkefnum. Við
þetta má bæta að siðan árin
1947—48 hafa orðið gifurlegar
framfarir i löndunartækni, eins
og allir kannast við sem komið
hafa nálægt þessum vettVangi.
Þjóðin hefur lagt ótalda mil-
jarða i þessar bræðslur, saman-
ber bræðsluna á Skagaströnd,
sem aldrei hefur verið nýtt sem
skyldi allar götur frá árinu 1946,
er hún var tilbúin til notkunar.
Þetta vita allir sjómenn og aðr-
ir, ekki sist undirritaður, sem
kom ásamt félögum sinum með
byggingarefni i bræðsluna á e/s
Fjallfossi (áður Eddu). Skip-
stjóri var Pétur Björnsson.
Að siðustu vil ég einu sinni
enn skora á verkalýðsfélögin
viðsvegar um land, er hér eiga
hagsmuna að gæta, að standa
saman sem einn maður i barátt-
unni fyrir þvi að skapa verka-
fólki samfelldari vinnu við nýt-
ingu loðnunnar og verksmiðjun-
um betri nýtingu, til farsældar
fyrir land og lýð allan.
Með stéttarkveðju,
Árni Jón Jóhannsson.
Samband islenskra bankámanna:
Mótmælir hardlega hug-
myndum un; kjaraskerðingu
Stjórn Sambands islenskra
bankamanna hefur sent frá sér
yfirlýsingu, þar sem hún mót-
mælir harðiega hvers konar hug-
inyndum uin skerðingu kjara-
samninga bankainanna. Stjórnin
bendir á, að skerðing visitölu-
ákvæða kjarasamninga hafi áður
verið reynd til iausnar efnahags-
vanda og til að draga úr verð-
bólgu, án sýnilegs árangurs.
t upphafi þessarar samþykktar
stjórnar SIB segir: ,,Samband is-
lenskra bankamanna fékk s.l. vor
fullan samningsrétt um kjör fé-
lagsmanna sinna, og á þeim
grundvelli gerði SIB kjarasamn-
inga við bankana, sem undirrit-
aðir voru hinn 1. nóvember s.l.
Með samningsréttinum varð ára-
tuga baráttumál bankamanna að
veruleika.
Nú eru hins vegar uppi hug-
myndir af hálfu rikisvaldsins um
skerðingu á frjálsum samnings-
rétti stéttarfélaga, m.a. með af-
námi eða skerðingu visitölu-
ákvæða gildandi kjarasamn-
inga.”
t lok samþykktar stjórnar StB
segir, að stjórnin treysti þvi, að
ekki verði gerðar af hálfu stjórn-
valda neins konar efnahagsráð-
stafanir i andstöðu við launþega-
samtökin i landinu.
-eös