Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 12

Þjóðviljinn - 11.02.1978, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978 Kauplækkunarfrumvarp í fyrrinótt var lagt fram á alþingi kjara- skerðingarfrumvarp rikisstjórnarinnar. í blaðinu i gær var greint frá stefnu þess i megin- atriðum. Á öðrum siðum Þjóðviljans i dag er greint frá viðbrögðum verkalýðs sa mtakanna við frumvarpi þessu, en hér á siðinniverða rakin nokkur helstu atriði þess. Kjaraskerðingarbálkur frum- varpsins kemur fram i I. kafla þess, 1., 2. og 3. grein. Þessar greinar Wjtíða svo orðrétt: „Um verðbótaákvæði kjarasamninga. Hinn 1. mars 1978, 1. júni 1978, 1. sept. 1978 og 1. des. 1978 skulu verðbætur á laun hverju sinni hækka sem svarar helmingi þeirrar hækkunar verðbótavisi- tölu og verðbótaauka, sem Kaup- lagsnefnd reiknar samkvæmt ákvæðum kjarasamninga, að hafi átt sér stað frá næstliðnu þriggja mánaða greiðslutimabili. Kaup- lagsnefnd tilkynnir opinberlega, hvaða hækkanir skuli verða hverjusinni á verðbótum og verð- bótaauka frá næstliðnu þriggja mánaða greiðslutimabili. 2. gr. Sú krónutöluhækkun verðbóta og verðbótaauka, sem launþegi fær samanlagt frá byrjun greiðslutimabils fyrir dagvinnu, yfirvinnu, ákvæðisvinnu og ann- að, skal aldrei vera minni en svarar 880 kr. á mánuði fyrir hvert 1%, sem öll hækkun verö- bótavisitölu að meðtöldum verð- bótaauka hefur numiö hverju sinni samkvæmt útreikningi Kauplagsnefndar. Fyrir laun- þega, sem eru ekki i fúllu starfi, lækkar þessi fjárhæð hlutfalls- lega. Nánari ákvæði um framkvæmd á fyrirmælum þessarar greinar skulu sett með reglugerö. 3. gr. Frá og með 1. janúar 1979 skulu óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavisitölu eöa verðbóta- ákvæði i kjarasamningum. Kaup- lagsnefnd skal meta hvað telja skuli óbeina skatta i þessu skyni.” I 2. kafla frumvarpsins segir orörétt, i 4. grein. „4,gr. Bætur almannatrygginga, aðr- ar en fæöingarstyrkur skulu 1. mars 1978, 1. júni 1978 og 1. sept- ember 1978 taka sömu hlutfalls- hækkun og laun almennt þessa daga. Hækkun þessi skal einnig taka til greiðslna skv. 73. gr. lag- anna. Fjárhæö uppbótar á lifeyri, tekjutryggingar, skv. 1. mgr. 19. gr. laganna, svo og heimilisupp- bótar, skv. 2. mgr. 19. gr. laganna sbr 1. gr. laga nr. 56/1977, skal hækka um 2 prósentustig 1. mars 1978 umfram hækkun almennra bóta þann dag.” Barnabætur 3. kafli frumvarpsinsfjallar um barnabætur og er hann svohljóð- andi: 5.gr. 1. mgr. C-liðar 25. gr. laganna, sbr 9. gr. laga nr. 11/1975 orðist svo: grein, er fjallað um vörugjald. Þar segir að greiöa skuli i rikis- sjóð 16% vörugjald, en það er nú 18%. Breyting þessi skal taka gildi 15. febrúar næstkomandi. 1 11. grein er fjallað um álagningu vörugjaldsins. Um rikisframkvæmdir og lántökur í 6ta og siðasta kafla, 12., 13. og 14. gr. er fjallaö um rikisfram- kvæmdir og lántökur. Þar segir fyrst að lækka megi fjárveitingar skv. 4. grein fjárlaga, hvort held- ur er framkvæmda — eða rekstr- arliði, um miljarð króna á yfir- standandi ári. Þá er gert ráð fyrir heimild til frumvarpsins. Þar segir til dæm- is um 1. og 2. grein sem snúa að kjaraskerðingunni: „I frumvarpinu er lagt til, að hamlað verði gegn vixlgangi verðlags og launa með því að helminga þá hækkun verðbóta og verðbótaauka sem koma ættu til framkvæmda 1. mars, 1. júni, 1. sept. og 1. des. nlc. skv. ákvæðum kjarasamninga. Þráttfyrir takmörkun verðbóta skv. 1. gr. frv. er þó tryggt með ákvæði um lágmarksverðbætur 2. gr., að frádráttur komi ekki fram með fullum þun^a gagnvart hin- um tekjulægri f jópi launþega. Hér eru einkum þeir hafðir i huga, sem hafa tekjur af reglu- legri dagvinnu einni. Ljóst er frá Rakin helstu atriði úr frumvarpi ríkisstjórnarinnar um kjara- skerðingu og breytingar á stöðu ríkissjóðs Með hverju barni, sem heimil- isfasterhérálandi, þar með talin stjúpbörn, kjörbörn og fóstur- börn, sem ekki er fullra 16 ára i byrjun þess aimanaksárs þegar skatttur er lagður á og er á fram- færi heimilisfastra manna hér á landi sem skattsyldir eru skv. 1. gr. laga þessara, skal rikissjóður greiða barnabætur til framfær- anda barnsins, er nemi 31.456 kr. með fyrsta barni en 47.183 kr. meðhverjubarni umfram eitt. Þó skal fjárhæð barnabóta skert um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefúr fengið erlendis á skattárinu vegna barnsins. Framfærandi samkvæmt þessum stafliö telst sá aðili sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess. Sá sem greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi þess i þessu sambandi. Skyldusparnaður á fyrirtæki 1 4. kafia laganna segir að öll þau félög og stofnanir sem tekju- skattskyld eru skv. lögun nr. 68/1971 skuli á árinu 1978 „leggja til hliðar fé til varðveislu i rikis- sjóði sem nemur 10% af skatt- gjaldstekjum ársins 1977 að viö- bættum þeim varasjóðstillögum sem heimiluð hafa verið til frá- dráttar.” Hið sparaða fé, eins og það er orðað, „skal bundiö vaxta- laust á reikningum til 1. febrúar 1984 en með verðtryggingu”. Vörugjald I 5ta kafla laganna, 10. og 11. fjárhag rikis- aukinnar útgáfu spariskirteina upp á 1,5 miljarða þannig að heimild verði til alls 4,6 miljarða króna útgáfu spariskirteina. Áhrif á sjóðs 1 fylgiskjali með frumvarpinu kemur fram að sérfræðingar rikisstjórnarinnar telja að frum- varpið um efnahagsráðstafanir hafi eftirfarandi áhrif á rikissjóð: Auknar tekjur fái rikissjóður með þessum hætti: Með áhrifum kauplags, verðlags og gengis- breytinga á rikissjóð 4.300 milj. kr. Með niðurskurði gengisáhrifa á útgjöld 1,1 miljarður. Með skyldusparnaði á félög 800 milj. króna. Með heimild til niður- skurðar framkvæmda 1,0 miljarður og með útgáfu spari- skfrteina 1,5 miljaröar króna. Þar á móö komi öl lækkunar: 2,1 miljarður vegna „leiðréttingar” frá forsendum fjárlaga, 2,1 miljarður vegna áhrifa kauplags, verðlags og gengisbreytinga á rikissjóð, 1,3 miljarðar vegna aukinna niðurgreiðslna, 720 miljónir vegna lækkunar vöru- gjalds, 80 miljónir vegna hækkun- ar tekjutryggingar og heimilis- uppbotar umfram laun, (eins og þaðer orðað), hækkun barnabóta um 5% 300 miljónir. Niðurstaöan er sú aö gjöld um- fram tekjur á ríkissjóöi yrði eftir þessa áætlun 1,0-2,1 miljarður króna. í greinargerð er fjallað itar- legar um einstakar greinar upphafi, að vandasamt verður að framkvæma þetta ákvæði, þar sem ekki er hægt að ákveða þenn- an bótarétt beint út frá kaup- taxta heldur ræður einnig, hvort viðkomandi launþegi hefur fengið verðbætur á yfirvinnugreiðslur og/eða ákvæðis-eða álagsgreiðsl- ur, sem samanlagt koma verö- bótum til hans upp yfir hið til- greinda mark. Um þetta efni þarf að setja sérstakar reglur, en hér er um mikið sanngirnismál að ræða og þessi fyrirhöfn þvi eðli- leg”. Um verðlagsþróunina og áhrif kjaras ker ðingarf rumva rpsins, verði þaðsamþykkt, segir: „Aður en gripið var tii efnahagsráðstaf- ana þeirra, sem rikisstjórnin beitir sér fyrir nú, voru horfur á að verðlag innan- lands hækkaði um 36% frá upphaf; til loka þessa árs og að meðaltali næmi verðbreyt- ingin á árinu 40%. Við þessar töl- ur má svo bæta veröáhrifum gengisbreytingarinnar, sem nú hefur reynst nauðsynleg, þótt i áætlunum þessum hafi raunar verið gert ráð fyrir nokkru geng- issigi á árinu. Kauptaxtar voru hins vegar álitnir hækka um 43% frá upphafi til loka ársins en um 53% að meðaltali á árinu, og kaupmáttur ráðstöfunartekna þvi talinn stefna i um 7% aukningu á mann frá fyrra ári...” Siðan segir að með þeim breytingum sem frumvarp rikisstjórnarinnar geri ráð fyrir megi hins vegar gera ráð fyrir að meðalverðbólgu- aukning á þessu ári verði 36 — 37%. Ekki á yfirvinnu Isérstökum athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins eru áhrif þeirra greind nokkru nánar. 1 skýringarkafla um 2. grein segir: Um 2. gr. „Með lágmarksverðbóta- ákvæði i 2. gr. er komið i veg fyrir að skerðing verðbóta skv. 1. gr. komi fram af fullum þunga gagnvart hinum tekjulægri i hópi launþega, sem aðallega hafa tekjur af daginnu einni saman. Þannig verður hækkun lægsöi kauptaxta 1. mars, ef eingöngu er unnin dagvinna, rúmlega 8% miðað við að verðbótavisitalan hækki um 10%, og hækkun meðal- dagvinnukauptaxta verkafólks verður um 71/2%.Hækkun allra annarra launa verður á bilinu 5-7 1/2% 1. mars. Framkvæmd ákvæða 2. greinar verður ýmsum erfiðleikum háð þar sem lág- marksverðbætur tengjast ekki ákveðnum kauptöxtum heidur ráðast einnig af yfirvinnu- og álagsgreiðslum. Um framkvæmd þessa ákvæðis þarf að setja reglugerð. Bætur samkvæmt 2. gr. koma i staö hækkana verðbóta samkvæmt kjarasamningum um- fram gildandi verðbótavisitölu 114.02 stig. Eins og sjá má af þessum út- skýringum ergertráðfyrir þvi að menn fái i raun fasta tölu i verö- bætur þannig að þeir sem vinna yfirvinnu fá ekki verðbætur á yfirvinnukaup eða álagsgreiðsl- Óbeinir skattar I þriðju grein frumvarpsins er gert ráð fyrir þvi að fella óbeina skatta út úr visitölunni frá og meö Framhald á 18. siðu Framboðslisti Aiþýðu- bandalagsins á Vestur- landi ákveðinn Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Vesturlandi hefur nú ákveðiö framboð þess i alþingis- kosningum i vor. Þessir skipa listann: 1. Jónas Árnason alþ.m. Kópa- reykjum, Reykholtsdalshr. 2. Skúli Alexandersson frkvstj. Hellissandi 3. Bjarnfriður Leósdóttir vara- form. Verkalýðsfélags Akra- ness 4. Guðmundur Þorsteinsson bóndi Skálpastöðum, Lunda- reykjadalshr. 5. Kristjón Sigurðsson rafvirki Búðardal 6. Þórunn Eiriksdóttir húsfreyja Kaðalsstöðum, Stafholts- tungnahr. 7. Sigrún Clausen verkamaður Akranesi 8. Ragnar Elbergsson sjómaður Grundarfirði 9. Einar Karlsson form. Verka- lýðsfélags Stykkishólms 10. Olgeir Friðfinnsson verka- maöur Borgarnesi Jónas Arnason listans. er efsti maður Frá stofnfundi Alþýðubandalagsins I Laugardal sl. þriðjudagskvöld. A myndinni eru Hreinn Ragnarsson, Baldur Sveinsson, Egill Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir og Birkir Þorkelsson. Nýtt flokksfélag: Alþýðubandalagid í Laugardal A þriöjudagskvöldiö var hald- inn framhaldsstofnfundur Alþýöubandalagsins I Laugardal. Fundinn sóttu auk félagsmanna tveir efstu menn á lista Alþýðu- bandalagsins i .^kjördæminu, Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson, og Svavar ðestsson, ritstjóri. Fundurinn kaus nýja félaginu stjórn og er formaður hennar Birkir Þorkelsson. Aðrir i stjórn eru Hreinn Ragnarsson og Marg- rét Gunnarsdóttir. 1 varastjórn eru Baldur Sveinsson, Egiil Sigurðsson og Hálfdán Ómar Hálfdánarson. Stofnfélagar eru 14 að tölu, og félagssvæðið er Laugardals- hreppur i Árnessýslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.