Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 Tillaga borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins: Gegn hefndarrádstöfunum vegna allsherjarverkfalls Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld vakti Sigurjón Pétursson umræður um hótunarbréf vinnu- málastjóra borgarinnar, sem sent var öllum forstöðu- mönnum borgarstofnana vegna yfirvofandi mótmæla- aðgerða verkalýðsfélaganna. Sigurjón Pétursson sagði: „Ég kveð mér hljóðs utan dag- skrár vegna fréttar i Morgun- blaðinusl. þriðjudag um bréf sem vinnumálastjóri borgarinnar hef- ur sent öllum borgarstofnunum. Ég hef aflað mér þessa bréfs og ég verð að segja að ákvörðun um að senda svona bréf á ekki að minu mati að vera tekin af ein- stökum embættismönnum. Bréfið er svohljóðandi: „Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur hvatt opinbera starfsmenn til að leggja niður vinnu miðviku- og fimmtudag 1. og 2. mars n.k. Enda þótt Starfs- mannafélag Reykjavikurborgar eigi ekki aðild að áskorun þessari um verkfall.sem tvimælalaust er ólöglegt, þykir rétt og skylt að vekja athygli á reglum borgar- innar, sem um þetta efni gilda. í 35.gr.reglugerðarumréttindi og skyldur starfsmanna Reykja- vikurborgar segir svo: „Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnuallt að tvöföldum þeim tima, er hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla eða hlíta þvi, að dregið sé frá launum sem þvi nemur.” Miðað við tveggja daga forföll getur þetta þýtt launafrádrátt sem nemur 32 yfirvinnustundum. Slikur frádráttur nemur miklum fjárhæðum. (Dæmi: kr. 62.144.- f 13. flokki eftir 6 ár). Er þvf rétt og sanngjarnt gagnvart starfsmönn- um að kynna þeim sem best fyrir- fram þær reglur, sem heimilt er að beita ef til ólöglegra forfalla kemur. Forföll 1. og 2. mars óskast til- Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Alfa-beta á Litla svidinu Um helgina kemur Leikfélag Akureyrar til Reykjavíkur með gestaleik og sýnir í Þjóðleikhús- inu í boði þess. Sýnt verður breska leikritið ALFA BETA eftir E'. A. VVhitehead, en leikritið hef- ur verið sýnt nokkrum sinnum á, Settur fræðshi- stjóri fyrir noröan kynnt launadeild fyrir hádegi hvorn dag um sig. Reykjavik, 27. febrúar 1978 Magnús óskarsson.” Eins og borgarfulltrúar heyra, er hér um ódulbúna hótun að ræða um að svipta starfsfólki sem svarar 2% mánaðarlauna fyrir hvern einn klukkutfma sem það vantar i vinnu.Ekki dreg ég í efa að rétt sé vitnað i lagagreinar af hálfu vinnumálastjóra, en hitt dreg ég i efa að með þessu bréf i sé hann að túlka vilja borgaryfir- valda þ.e. kjörinna borgarfull- trúa. Kvennaverkfallið Dæmi um það að fólk hafi lagt niður vinnu án lögboðins eða um- samins aðdraganda eru mörg og af ýmsum toga spunnin. Tvö ný- leg dæmi eru um að borgarstarfs- menn hafa með þessum hætti lagt niður vinnu: Annað dæmið var hinn frægi kvennadagur þegar konur i öllum þjóðfélagshópum lögðu niður vinnu i einn dag til að leggja Akureyri við góðar undirtektir. Þýðingu verksins gerði Kristrún Eymundsdóttir, leikmynd er eftir Þráin Karlsson, en leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Leikritið gerist i Liverpool og spannar 9 ára timabil i lifi hjóna, sem þau Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gislason leika. Verkið áherslu á mikilvægi vinnufram- lags sins. Ég hygg að allar starf- andi konur hjá borginni hafi lagt niður vinnu þann dag. Aðdrag- andi og undirbúningur kvenna- verkfallsins fór ekki fram hjá nokkrum manni og vafalaust ekki heldur vinnumálastjóra Reykja- vikurborgar. Þó varekkertsvona bréf sent þá. Sömu lög voru þá i gildi, sömu reglur til að fara eftir og aðdragandi vinnustöðvunar- innarenguskemmrien nú. 1 sam- ræmi við tillögu sem ég flutti i borgarráði varákveðið að draga i engu frá launum þess starfefólks sem lagði niður vinnu á kvenna- fridaginn. Og þótt örlitilla efa- semda gætti hjá einstaka manni um réttmæti þess að ganga svo langt að draga ekkert frá launum þeirra eins og tillaga min gerði ráð fyrir, þá datt ötugglega eng- um i hug að draga frá launum tvöfalda yfirvinnu eða lækka kaup þeirra starfsmanna um 16% sem lögðu niður vinnu i einn dag til að leggja áherslu á vinnufram- lag kvenna. Sjúkraþjálfarar lögðu niður vinnu Hitt dæmið sem ég vil nefna er þegar sjúkraþjálfarar lögðu niður vinnu i einn dag i febrúar 1975 i mótmælaskyni við það að heil- brigðisráðherra hafði veitt til- teknum einstaklingi leyfi til að stunda sjúkraþjálfun. ingin verður á sunnudagseftir- miðdag kl. 15, önnur sýning á þriðjudagskvöld og 3. sýning á miðvikudagskvöld. Með þessu starfsleyfi töldu sjúkraþjálfarar að vegið væri að starfsmenntun þeirra og starfs- réttindum og gripu þvi til þessa ráðs. Verkfall þetta var boðað meðsólarhrings fyrirvaraog gilti jafnt fyrir Borgarspitalann sem aðrar sjúkrastofnanir. Sam- kvæmt bréfi frá vinnumálastjóra til borgarráðs um þetta verkfall sjúkraþjálfara var haft samráð við rikið um aðgerðir og frádrátt frá launum. Af borgarinnar hálfu var siðan beitt þeirri hörðu reglu að draga frá laun á tvöföldu yfir- vinnukaupi fyrir þann tima sem ekki var unnið. Hjá rikinu var þessari reglu hins vegar ekki beitt. Þar mun hafa verið beitt einhverjum frádrætti en ekki nándar nærri eins ströngum og gert var hjá borginni. Framhald þessa máls varð siðan það að i desember sama ár samþykkti borgarráð með tveimur atkvæð- um gegn 1 að endurgreiða sjúkra- þjálfurum að fullu þau laun sem frá þeim höfðu verið dregin. Þessi ákvörðun var siðan staðfest i borgarstjórn með 8 atkvæðum gegn 4. Þetta seinna dæmi sýnir að það var ekki vilji borgarstjórnar að beita fyllstu hörku i tilvikum sem þessum. Ólög virða menn ekki Nú hafa launamenn undir for- ystu heildarsamtaka sinna lagt niður vinnu i tvo daga án þess að sú vinnustöðvun hafi verið boðuð með umsömdum hætti. Astæðan er hverjum manni það augljós að óþarfi ætti að vera að rekja hana. Rikisvaldið hefur með lagaboði ógilt þá samninga sem það sjálft stóð að fyrir aðeins örfáum mán- uðum. Sú spurning leitar nú á hvern einasta launamann hvort þessisamningur, loforð eða fýrir- heit þessarar rikisstjórnar hafi almennt nokkurt gildi. Samningar, sem gerðir voru samkvæmt leikreglum lýðræðis- þjóðfélags og kostuðu tugþúsund- ir launþega kostnaðarsama bar- áttu, eruað engu gerðir af örfáum einstaklingum á löggjafarsam- kundu þjóðarinnar. Það sem launþegar unnu i fórn- frekri baráttu, hirða innan við 40 alþingismenn af þeim á aðeins einni viku. I augum flestra launþega voru þetta ólög en ekki lög sem sam- þykkt voru. Og þvi bar að mæta þeim eins og til var stofnað. Orðtakið „Með lögum skal land byggja” er tungutamt ráðamönn- um þjóðarinnar, nú um þessar mundir. Þegaréglærði þetta orð- taki bernsku, þá var það lengra: „Meðlögum skal land byggja, en með ólögum eyða.” Þeir stjórnarherrar, sem beita ólögum uppskera eins og þeir sá. 1 stað þess að sameina þjóðina sundra þeir henni. 1 stað þess að leysa vandamál, skapa þeir ný og óleysanlegri vandamál. Islenska þjóðin styðst ekki við sterkt rikisvald. Löghlýðni og réttarvitund alls almennings hef- ur verið mikil og ráðamenn þjóð- arinnar hafa einnig oftast gætt þess að misbjóða ekki réttarvit- Sigurjón Pétursson. und almennings og þvi hefur lög- um jafnan verið hlýtt þótt sumum þeirra hafi verið mótmælt með ýmsum hætti. Nú hefur hins vegar verið geng- iðoflangt. Olög virða menn ekki. Þjóðfélagið er i upplausn. Hótunarbréf t þessu ástandi eru hótunarbréf ekki likleg til að lægja öldur. Hér ber að fara að öllu með gát. Með hliðsjón af þvi sem áöur hefur verið framkvæmt, þegar starfsfólk hefur lagt niður vinnu með sama hætti og nú,virkar bréf vinnumálastjóra sem hreint hót- unarbréf til þess, sett fram til að hræða fólk frá þvi að framkvæma þær mótmælaaðgerðir sem sam- viskan býður þvi. Atvinnuofsóknir og atvinnu- kúgun eiga að heyra fortiðinni til alfarið. Til að undirstrika þá skoðun, vil ég leggja hér fram tillögu sem er svohljóðandi: „Vegna bréfs þess, sem vinnumálastjóri Reykjavik- urborgarhefur sent forstöðu- mönnum borgarstofnana vegna verkfallsaðgerða launþegasam- takanna dagana 1. og 2. mars, samþykkir borgarstjórn að ekki skuli gripið til neinna hefndarráð- stafana gegn þeim einstakling- um, sem orðið hafa við áskorun launþegasamtakanna.” Nokkrar umræður urðu i fram- haldi af ræðu Sigurjóns. Einn borgarfulltrúi ihaldsins, Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, kallaði allsherjarverkfallið 1. og 2. mars byltingartilraun komm- únista. Adda Bára Sigfúsdóttir fordæmdi harðlega hefndarað- gerðir ihaldsins. Kristján Bene- diktsson (F) studdi meginstefnu vinnumálastjóra og meirihlutans, en við atkvæðagreiðslu studdi hann þó tillögu um að draga að- eins einfalt venjulegt kaup frá vegna verkfallsins; en allar til- raunir til leiðréttingar urðu árangurslausar. 10 borgarfulltrú- ar ihaldsins (þar af einn fram- sóknarmaður) studdu hefndarað- gerðir gegn borgarstarfsmönn- um; 4 borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins og Alþýðufiokksins voru andvígir refsifrádrættinum vegna verkfallsins. Grænjaxlar á KjarvaJsstödum Erlingur Gislason og Sigurveig Jónsdóttir I hlutverkum sinum í Alfa Beta. Ljósm. Noröurmynd. Hótun um að taka 2% mánaðarlauna fyrir hvern klukkutíma sem fólk var í allsherjarverkfalli Menntamálaráðherra hefur samkvæmt tillögu Fræðsluráðs Norðurlandsumdæmis eystra sett Sturlu Kristjánsson, skólasál- fræðing, fræðslustjóra um eins árs skeið frá 20. febrúar 1978. Aðrir sem sóttu um fræðslu- stjóraembættið i Norðurlands- kjördæmi eystra voru þessir: Bjarni Kristjánsson, yfirkenn- ari, Edda Eiriksdóttir, skóla- stjóri, Kári Arnórsson, skóla- stjóri, Indriði tJlfsson, skóla- stjóri, Kristinn G. Jóhannsson, skólastjóri. Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri. er i þrem þáttum og á milli þátta eru sýndar skyggnimyndir úr fjölskyldualbúum og hefur As- grimur Agústsson ljósmyndari séð um þann þátt verksins. Leik- rit þetta vakti mikla athygli i London, þegar það var frumsýnt þar fyrir nokkrum árum, þá með leikurunum Albert Finney og Rache Roberts i hlutverkum hjónanna. Þetta er i fyrsta skipti sem Leikfélag Akureyrar sýnir i Þjóð- leikhúsinu og raunar nýbreytni að leiksýningar utan af landi séu sýndar i leikhúsinu. Fyrsta sýn- Nú eru hafnar sýningar fyrir almenning á leikriti Þjóðleik- hússins GRÆNJÖXLUM, en leikrit þetta hefur verið sýnt fyrir nemendur framhalds- og menntaskólanna i vetur við gif- urlega aðsókn. Hefur verkið verið sýnt hartnær 40 sinnum fyrir flesta framhaldsskóla á höfuðborgarsvæöinu og i ná- grenni, en litið verið hægt að fara I lengri ferðir, þrátt fyrir fjölda fyrirliggjandi pantana. Sýningin á Grænjöxlum er til orðin i náinni samvinnu höfund- ar, flytjenda og leikstjóra, en aðaitextahöfundur verksins er Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Tónlistin er eftir Spilverk þjóð- anna, en leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikmynd og bún- inga sá Sigurjón Jóhannsson um. Flytjendur eru átta: leikar- arnir Helga Jónsdóttir, Sig- mundur örn Arngrimsson, Þór- hallur Sigurðsson og Þórunn Sigurðardóttir og svo Spilverk- ið, en i þvi eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Egill ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson. — Þess má geta að Spilverk þjóðanna var á dögun- um kosin besta hljómsveit árs- ins 1977 og plata þeirra, STURLA, besta ídjómplata árs- in^,en fjölmörg laganna á þeirri plötu eru einmitt upphaflega samin fyrir Grænjaxla og flutt i sýningunni. Sýningar verða á Kjarvals- stöðum næsta hálfa mánuðinn og eru sýningar á sunnudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Miðasala verður á Kjarvalsstöðum tveimur timum fyrir sýningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.