Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Else Marie Lauvanger (t.v.) og Martje Hoogstad INorræna húsinu meö „Opinberunina" á millisín. ekki alvarlega vegna þess efnis- vals og efnismeðferöar sem viö notum, kalla þetta bara handa- vinnu og kvennadiítl. En aðal- atriðið er vitanlega að maöur komi á framfæri þvi sem maður vill segja.” Við siðukonur urð- um lika varar við þetta viðhorf hjá nokkrum sýningargestum. Einn sagði að honum þætti það mest um vert að stúlkunum þætti nú bersýnilega gaman að þessu. Þær Else og Martje sögð- ust ekki óvanar svona ummæl- um ög oft brygðist fólk mjög harkalega við þeirri ádeilu sem kæmi fram i verkum þeirra. T.d. væri sú skoðun enn rikjandi að aðeins ætti að gera myndir af fallegum konum, og reyndar ættu konur fyrst og fremst að vera fallegar. Þrátt fyrir þá einhliða mynd sem samfélagið dregur upp af konum, og stafar að miklu leyti af mismunandi uppeldi stráka ogstelpna, þá lögðu þær Martje og Else áherslu á að það væri siður en svo lausn að konur gengju beint inn i hlutverk og hegðunarvenjur karla, jafnvel þótt það gæti veitt konum ein- hvern frama innan karlasamfé- lagsins. „Allt i einu máttum við ekki hafa ánægju af matseld og handavinnu, við áttum að hegða okkur einsog karlar”, en karla- samfélagið getur ekki sagt kon- um hvernig þær eigi að öðlast nýja sjálfsvitund, heldur verða þær að byggja á eigin reynslu, læra að sjá sig eins og þær eru enekkiþá glansmynd sem sam- félagið treður upp á þær. „Versta kúgunin er sú að ætlast til að allir passi inn i ákveðiö munstur. Allir eiga rétt á að finna s jálfan sig, finna hæfileika sina og þróa þá eftir getu. Við segjum allt of sjaldan: Mér þykir vænt um þig eins og þú ert, þótt mér misliki stundum það sem þú gerir og segir.” Ilin mikla móðir á gallabuxum. Hjónabandiö er heitiö á þessari mynd og önnur var á sýningunni er nefndist Skilnaöur. Bindisgæjar heitir þessi mynd. Togstreitan milli þessarrar kröfu samfélagsins og veruleik- ans er aðalviðfangsefni þeirra Elseog Martje. Hvorug sagðist vera dugleg viö að taka þátt i kröfugöngum eöa öðrum slikum mótmælaaðgeröum. Þær heföu valið sér myndlistina sem tján- ingarform og jafnframt bar- áttutæki. Um árangurinn af erfiðinu höfðu þær þaö að segja aö stundum fyndist þeim sem ekkert hefði áunnist; ungar stelpur virtust ekki vita neitt meira um lifið og tilveruna en þær gerðu þegar þær voru ung- ar, en jafnframt gætu þær ekki vænst þess að upplifa sjálfar þær breytingar sem framsækin Íist vinnur aö. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykiavíkur í marsmánuði 1978 Um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarum- dæmi Reykjavikur i marsmánuði 1978. Miövikudagur 1. mars R-2801 til R-3200 Kimmtudagur 2 mars R-3201 tilR-3600 Föstudagur 3. mars R-3601 til R-4000 Mánudagur 6. mars R-4001 til R-4400 Þriðjudagur 7. mars R-4401 til R-4800 Miðvikudagur 8. mars R-4801 til R-5200 Fimmtudagur 9. mars R-5201 til R-5600 Föstudagur 10. mars R-5601 til R-6000 Mánudagur 13. mars R-6001 til R-6400 Þriðjudagur 14. mars R-6401 til R-6800 Miðvikudagur 15. mars R-6801 til R-7200 Fimmtudagur 16. inars R-7201 til R-7600 Föstudagur 17. mars R-7601 til R-8000 Mánudagur 20. mars R-8001 til R-8400 Þriðjudagur 21. mars R-8401 til R-8800 Miðvikudagur 22. mars R-8801 til R-9200 Þriðjudagur 28. mars R-9201 til R-9600 Miðvikudagur 29. mars R-9601 til R-10000 Fimmtudagur 30. mars R-10001 til R-10400 Föstudagur 31. mars R-10401 til R-10800 Skoðað verður að Bildshöfða 8, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 8.00 til 16.00. Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds- höfða 8,og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00-16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvL að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik 24. febrúar 1978 Sigurjón Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.