Þjóðviljinn - 04.03.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 4. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Refsihótanir ríkisvaldsins: Engin fordæmi á öldinni Þess eru engin dæmi að rikissjóður hafi dregið af kaupi ríkisstarfsmanna vegna vinnustöðvana nema einfalda dagvinnu, ef yfirleitt hefur verið dregið af kaupi manna. Ekki var t.d. dregið af ein- um einasta starfsmanni rikisins i kvennaverkfall- inu 24. okt. 1975. Hér fer á eftir yfirlit um nýjustu fordæmi af þessu tagi: Sjúkraþjálfaraverkfallið 27. febrdar 1975 lögðu allir sjúkraþjálfarar á landinu niöur vinnu i einn dag tii þess aö inót- mæla nýlega útgefnu starfsleyfi til ákveöins aðila. Unnur Guttormsdóttir, gjald- keri Félags sjúkraþjálfara.sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að rikið hefði ekkert dregið af kaupi sjúkraþjálfara sem fyrir það störfuðu fyrir vegna þessa mót- mælaverkfalls. Reykjavikurborg dró upphaf- lega tvöfalda yfirvinnu af sjúkra- þjálfurum, sem störfuðu á hennar vegum, en 10 mánuðum siðar var sá frádráttur allur endurgreiddur eftir ákvörðun borgarráðs og borgarstjórnar. Unnur sagði að Endurhæfinga- deild Landspitalans, þar sem hún er yfirsjúkraþjálfari, hefði verið lokuð 1. og 2. mars i mótmæla- skyni við afnám verðbóta á laun. Við höfum enn ekki komist að þvi hvar þeir drógu þetta ákvæði um tvöfaldan yfirvinnufrádrátt upp, sagði Unnur, en tilkynningin um það hléypti illu blóði i fólk sem vonlegt er. Þriðjungur mánaðar- launa vegna mótmæla við brot- Höskuldur Jónsson, ráduneytisstjóri Við ráðum refsingunni Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við Höskuld Jónsson ráðu- neytisstjóra i fjármálaráðuneyt- inu i gær, hafði ráðuneytið þegar sent út tvær fréttatilkynningar um þátttöku rikisstarfsmanna i verkfallinu. 1 báðum tilkynning unum voru upptalningar á ein- staka ráðuneytum og stofnunum og hlutfallslcg mæting starfs- manna tiunduð. Prósentutölur segja hins vegar mjög litið þar sem stofnanirnar eru ákafiega misstórar, en auk þess var þar engar upplýsingar að finna um kennara, sem eru einn fjölmenn- asti hópur ríkisstarfsmanna. Höskuldur sagði að nú væri ver- ið að útbúa nafnalista I öllum stofnunum rikisins og vænti hann þess að eftir helgina yrði unnt að gefa upp nákvæma tölu þeirra sem ekki mættu. Hann taldi þátt- tökuna i verkfallinu mjög óveru- lega. — Telurðu að niðurfelling um- burðarbréfsins hafi haft áhrif á þátttöku rikisstarfsmanna i mót- mælaaðgerðunum? — Ég veit það ekki, en ég tel mjög ósennilegt að svo hafi verið. Menn gerðu þetta upp hver fyrir sig, en sums staðar gætti áhrifa yfirmanna, t.d. var áberandi að þar sem skólastjórar mættu ekki til vinnu mættu mun færri kenn- arar en annars staðar. Rikisstarfsmenn eru ákaflega löghlýðnir menn og litil þátttaka þeirra i verkfallinu sýnir að þeir hafa i þessu tilviki metið skyldur sinar meir en ótimabært upp- hlaup einstakra forystumanna samtaka sinna. — Hvers vegna var umburðar- bréfið numið úr gildi? — Þegar umburðarbréf- ið var gefið út 1968 var það tilraun til samræming- ar á meðferð fjarvista i rik- iskerfinu. Eins dags fjarvistir, aðallega til komnar vegna áfengisneyslu, voru algengar, en misjafnlega á þeim tekið i hinum ýmsu stofnunum, og oft var vægar tekið á þeim en öðrum fjarvist- um. Einstaklingum var þvi gefinn kostur á að velja milli þess að vinna fjarvistir af sér, láta draga þær frá sumarleyfi eða þola frá- drátt af launum. Þegar hins vegar um verkfall Framhald á 17. siðu. lega samninga er ansi stór hlutur, sérstaklega fyrir þá sem eru i lægri launaflokkunum. Kennaraverkfallið 8. nóvember 1976 lögðu kennar- ar niður vinnu vegna óánægju með nýlega fallinn kjaradóm, er hafði i för með sér verulegan launamismun kennara innan grunnskólans. Valgeir Gestsson, formaður Sambands islenskra barnakenn- ara, sagði i viðtali við Þjóðviljann i gær, að kennarar hefðu mætt i skólana þennan dag, en ekki kennt, heldur haldið fundi um kjaramálin. Þátttaka meðal barnakennara var yfir 90%, sagði Valgeir, og eftirað upplýsingar höfðu fengist úr skólunum um það hverjir hefðu tekið þátt i fundunum voru dregin einföld dagvinnulaun af þeim. Þess finnast engin dæmi á öld- inni, sagði Valgeir að húsbændur hafi hótað vinnandi fólki eins og nú er gert. Það er fullljóst, að ef alvara verður gerð úr þessum hótunum og tvöföld yfirvinna dregin af fólki, þá verða við- brögðin mjög harkaleg. Sjónvarpsverkfallið 17. september 1976 lögðu allir starfsmcnn sjónvarpsins niður vinnu I cina viku til að leggja á- herslu á óánægju sina meö kjara- málin. Verkfallinu lyktaði með sam- komulagi við menntamálaráð- herra, sem skipaði nefnd sem kanna átti kjör sambærilegra starfshópa á Norðurlöndum. Bjarni Felixson, formaður Starfsmannafélags sjónvarpsins, sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að eftir verkfallið 1976 hefðu sjónvarpsmenn boðist til að vinna þennan tima upp i eftirvinnu, m.a. með þvi að senda út á fimmtudagskvöldum. Þessu til- boði var hafnað, en ákveðið að draga eina viku i dagvinnu af mönnum. Verkfall sjónvarpsmanna á miðvikudaginn var, (á fimmtu- degi var unnið i sjónvarpinu) var angi á sama meiði, sagði Bjarni, og framhald aðgerðanna haustiö 1976. Við fórum i verkfall til að undirstrika óánægju okkar með kjaramálin, afnám verðlagsbót- anna og úrskurð kjaradóms, sem okkur var birtur fyrir viku siðan. 1 þeim kjaradómi er ekkert tillit tekið til loforðs sem menntamála- ráðherra gaf okkur haustið 1976 um samræmingu við starfs- bræður okkar á Norðurlöndum. Allir voru sammála um að til ein- hverra aðgerða þyrfti að gripa, sagði Bjarni, en skoðanir voru nokkuð skiptar um það hvaða leiðir bæri að fara. Vinnustöðvufi BHM 12. október 1976 lögðu rikis- starfsmenn i Bandalagi háskóla- manna niður vinnu eftir hádegið og liéldu fund um kjaramál sln. Um 400 manns sóttu fundinn sem haldinn var til að leggja áherslu á kröfu BHM um endurskoðun á samningum, vegna þess að laun háskólamenntaðra rikisstarfs- manna væru 30—60% lægri en á almennum vinnumarkaði. Ekki var dregið neitt af þeim 400 rikisstarfsmönnum sem fund- inn sóttu. 15. nóvcmber sama ár hvatti Framhald á 17. siöu. Kominn til Islands: Heimsins fyrsti fólksbíll með V8-dísilvél Einnig sýnumvið nokkraaðra vinsæla GM-bíla EFFECT- S ÞORGE IRSSON Höfum gert bækling á íslenskusem lýsirhinum mörgu og ótrúlegu nýjungum þessa bíls, ásamt 16000 km reynsluaksturslýsingu hins virta tímarits Popular Science. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.