Þjóðviljinn - 04.03.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfmgar og þjóöfrelsis titgefandi: ttgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Góö byrjun Tveggja daga fyrstu mótmælaaðgerð- um samtaka launafólks gegn ólögum og kaupráni rikisstjórnarinnar er lokið, en baráttan fyrir kröfunni um að kjarasamn- ingarnir taki gildi á ný heldur áfram. Það er sögulegur atburður á íslandi, þegar 30—40.0000 launamenn leggja niður vinnu i tvo daga i mótmælaskyni við ill- ræmda lagasetningu, án þess að verkfall hafi verið boðað innan ramma vinnulög- gjafarinnar. Ekkert slikt hefur nokkru sinni fyrr átt sér stað i allri sögu verka- lýðshreyfingarinnar hér. Hin mikla þátttaka i aðgerðunum sýnir hvort tveggja i senn mikinn faglegan styrk verkalýðshreyfingarinnar, og einnig það hversu mjög ólög rikisstjórnarinnar hafa misboðið réttlætiskennd meginþorra vinnandi fólks. Á fjölmörgum vinnustöðum, bæði hjá rikinu og hjá einstökum atvinnurekendum var reynt að beita fólk hvers kyns hótun- um og þvingunum til að fá það til að halda áfram vinnu verkfallsdagana tvo. Mörg- um var hótað brottrekstri og svo langt gekk sjálfur fjármálaráðherrann, að hann leyfði sér að hóta rikisstarfsmönnum þvi, að þriðjungur mánaðarkaups yrði dreginn frá launum þeirra, ef þeir dirfðust að risa til mótmæla gegn samningssvikum og kaupráni rikisstjórnarinnar. Fróðlegt verður að sjá, hvort ríkis- stjórnin þroir I reynd að standa við þessa makalausu hótun fjármálaráðherrans, en geri hún það, þá er þar með enn verið að magna það ófriðarbál á vinnumarkaðn- um, sem rikisstjórnin hefur þegar kveikt. Og vegna þess sem frést hefur um áform einstakra atvinnurekenda um refsiaðgerðir gegn verkafólki, þá skal hér minnt á yfirlýsingu Snorra Jónssonar, sem gegnir nú störfum forseta Alþýðu- sambands íslands um það, að verði refsi- aðgerðum beitt gegn einstaklingum eða hópum, þá er verkalýðssamtökunum i heild að mæta. Við þá yfirlýsingu mun verða staðið. Á siðustu dögum hafa talsmenn rikis- stjórnarinnar og Vinnuveitendasam- bandsins reynt að gera sem allra minnst úr þátttöku i verkfallsaðgerðunum og far- ið með hreinar falsanir I þeim efnum i rik- isfjölmiðlunum. Hið rétta er samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Islands, að af félags- mönnum þess tóku 28—30.000 manns þátt i mótmælaverkfallinu. Þegar Landssam- band verslunarmanna og Sjómannasam- bandið, sem ekki stóðu að þessum aðgerð- um eru talin frá, þá er félagsmannatala annárra félaga innan ASÍ rúmlega 33.0000. Af þessum hópi tóku milli 80—90% félags- manna þátt i mótmælaverkfallinu. Hjá BSRB var þátttakan einnig mjög góð. Þar var við það miðað, að þeir hópar sem sinna heilsugæslu og öryggisþjónustu legðu ekki niður vinnu. Aðrir rikisstarfs- menn innan BSRB eru um 6000. Enginn vafi er á þvi að meirihluti þeirra lagði nið- ur vinnu samkvæmt upplýsingum frá BSRB, og sýnir það, að þótt hótanir fjár- málaráðherrans um að svipta fólk þriðj- ungi mánaðarlauna og aðrar þvinganir hafi ugglaust dregið kjark úr einhverjum, þá hefur meginþorri rikisstarfsmanna lát- ið slikt sem vind um eyru þjóta og sýnt stéttarlegan styrk i þessari prófraun. Sú nána og góða samstaða milli allra helstu stéttarsamtaka launafólks, sem að þessu sinni hefur tekist i kjarabaráttunni mun i framtiðinni skila góðum árangri, ef svo fer fram sem horfir. Að hörðustu mótmælum gegn kaupráni og ólögum rikisstjórnarinnar standa ekki aðeins Alþýðusambandið og BSRB, heldur einnig Bandalag háskólamanna, Far- manna- og Fiskimannasamband Islands, Samband bankamanna og Iðnnemasam- band íslands. Allir þessir aðilar hafa myndað með sér samstarfsnefnd, sem á- fram mun leggja á ráðin i baráttunni framundan gegn gerræðisverkum rikis- stjórnarinnar. Útifundurinn á Lækjartorgi á miðviku- daginn var, sem boðað var til af sam- starfsnefndinni,varð einn sá fjölmennasti, sem haldinn hefur verið i Reykjavik á þessum árstima, en þar mættu um 7000 manns. Verkalýðshreyfingin mun nú þegar krefjast þess að atvinnurekendur gangi til viðræðna og svari þeirri skýlausu kröfu verkalýðssamtakanna, að launagreiðslur tryggi ekki lakari kjör en kjarasamningar kveða á um. Flest hafa verkalýðsfélögin nú þegar sagt upp samningum og eru þeir lausir um næstu mánaðamót. Kjósi atvinnurekend- ur að þverskallast við sjálfsagðri kröfu verkalýðssamtakanna, þá mun verka- lýðshreyfingin sjálf velja sér hentugan tima og þær baráttuaðferðir sem duga til að brjóta ólög rikisstjórnarinnar á bak aftur og koma kjarasamningunum i gildi. — k. Tvískinnungur kratabrodda Tvískinnungur Alþýðut'Iokks- forystunnar i þeim verkfallsá- tökum sem nýafstaðin eru hefur ekki farið fram hjá neinum. Enda hefur leikurinn sjálfsagt verið til þess gerður. Enn sem fyrr hyggst Alþýðuflokksforyst- an bera kápuna á báðum öxlum ogbúa þannig um hnútana að ó- ánægöir Sjálfstæðismenn geti sætt sig við að kjósa flokkinn i vor. Til þess að það megi takast má sjálfur Alþýðuflokkurinn ekki vera verkalýðssinnaður um of. Gylfi Þ. Gislason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, lagði vopn f hendur ihaldsrikis- stjórninni með þvi að lýsa yfir andstöðu við þær aðgerðir sem samtök launafólks höfðu ákveö- ið 1. og 2. mars. Eftir að hafa skammað rikisstjórnina segir hann svo I viðtali við Morgun- blaðið laugard. 28. febr.: „A hitt dreg ég enga dul, að ég tel sam- tök launþega eins og alla borg- ara þjóðfélagsins, jafnan eiga að fara að lögum. I gildi er vinnulöggjöf, sem Alþingi hefur sett og báðir aðilar vinnumark- aðarins hafa failist á. Sam- kvæmt henni I kjarabaráttan að heyjast.” Hlýðni við ólögin 1 þjóðfélagi þar sem rikir lág- marks traust milli aðila vinnu- markaðar og rfkisvalds og sæmilegur friður um vinnuregl- ur, eins og t.d. hefur á stundum veriö siðustu áratugi I kratisk- um bræðraþjóöfélögum annars- staðar á Norðurlöndum, gætu þessi orð verið viðeigandi. En viö Islenskar aðstæður eins og þær eru i dag, þar sem rikis- valdið rekur hreina ögrunar- stefnu gegn samtökum launa- fólks hljóma þau sem borgara- legt blaður sem enginn Noröur- landakrati myndi taka sér i munn við svipaðar aðstæöur. Brautryðjendunum i verka- lýöshreyfingunni og forystu- mönnum Alþýðuflokksins á landsins þóknast að setja á verkalýðinn? Afhverju ekki í Sjálfstœðis* flokknum? Framlag Alþýöublaðsins til undirbúnings verkfallsátak- anna er kapituli fyrir sig. Lin- kindin blasti viö á siðum blaðs- ins,og i forystugreinum dagana fyrir verkfall voru heimspeki- son, gátu ekki verið sammála um það hvort Alþýðuflokkurinn styddi aðgerðir samtaka launa- fólká til fullnustu eða aðeins til hálfs. Og til þess að reka nú smiðs- höggið á þá litilsviðringu sem Alþýöuflokksforingjarnir sýna verkalýðssamtökunum kenndu formaður þingflokksins, Gylfi Þ. Gislason, og varaformaður flokksins, Kjartan Jóhannsson, fulla kennslu verkfallsdagana i viðskiptadeild Háskóla Islands, Gylfi fyrstu áratugum aldannnar kæmi þessi Gylfaspeki spánskt fyrir sjónir ef þeir mættu sjá hana á prenti i dag. I áratugi börðust þeir gegn ólögum og valdbeitingu islensku borgar- anna. Ætli þeim væru ekki tam- ari orð eins og „neyðarréttur”, „siðferðilegur réttur”, „skjald- borg um frjálsan samnings- rétt”, „órofa samstaða gegn ó- lögum”, heldur en krafa um skilyrðislausa hlýðni viö hvers- konar ólög sem borgarastétt Kjartan. • legar hugleiðingar og frásögn af afmæli flokksfélags. A þeim bænum var eins og menn væru hálfgildis út á þekju i verkfalls- undirbúningnum. Það er þó ekki að furða, að ráðleysi hafi rikt á Alþýðublað- inu, þegar tveir helstu forystu- menn Alþýðuflokksins, Bene- dikt Gröndal og Gylfi Þ. Gísla- Vilmundur og vonarpeningur Alþýðu- flokksins i Reykjavik, Vilmund- ur Gylfason, sýndi andstöðu sina til verkalýðshreýfingarinn- ar meö þvi að kenna báða dag- ana i Menntaskólanum i Reykjavik. Þetta eru fráfarandi og verð- andi foringjar alþýðunnar á vettvangi Alþýðuflokksins. Af hverju eru þeir ekki i Sjálfstæð- isflokknum? Brjóta sín eigin lög Allarbréfahirslur húsa eru nú yfirfullar af auglýsingapésum frá frambjóðendum I prófkjöri Sjálfstæðismanna til borgar- stjórnarlista og virðist ekki nokkur maður kæra sig um að hirða þá hvað þá lesa. 1 þessu auglýsingaflóði er skemmtilegt að rekast á húmor eins og þegar Sigriður Astgeirsdóttir auglýsir dýravináttu sina i blöðunum meö þvi að láta litinn hvutta minna á sig. Enmálið hefur aðra skoplega hlið. Fjöldi ihaldssinna I sam- tökum launafólks hliðraði sér hjá samstöðu með stéttarbræðr- um sinum i verkfallinu, með til- visan tíl þess að það væri ólög- legt. Nokkrir frambjóðendur i prófkjöri ihaldsins i Reykjavik lenda i mótsögn viö þessa i- haldsafstöðu. Þeim er að visu heimilt að berjast á móti þeim ólögum sem banna hundahald i Reykjavik með löglegum leið- um. En þeir láta ekki þar við sitja. Þeir halda hunda og fara ekki lágtmeð, samanber Albert Guðmundsson. Og brjóta þar með gegn borgarsamþykktum og reglugerðum. Hvernig geta Sjálfstæöismenn ætlast til að við höldum þeirra lög þegar þeir geta ekki einu sinni haldið sin eigin? —ekh. I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I j i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.