Þjóðviljinn - 04.03.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Page 5
Laugardagur 4. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Alþýdubandalagið á Akranesi Lrslit liggja nú fyrir i forvali sem Alþýðubandalagið á Akra- nesi gekkst fyrir til að ákveða 5 ' efstu sætin á lista flokksins til bæjarstjórnarkosninga. Þau eru þannig skipuð: 1. Jóhann Ársæls- son, bæjarfulltrúi, 2. Engilbert Guðmundsson, hagfræðingur, 3. Guðlaugur Ketilsson, vélvirki. 4. Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari, og 5. Sigrún Clausen, verkakona. Forvalið fór fram I tveimur Jóhann Arsælsson umferðum, að fýrirmynd Alþýðu- bandalagsmanna á Suðurnesjum. t fyrri umferðinni tilnefndu kjós- endur 5 nöfn I 5 efstu sætin. t seinni umferðinni var siðan þeim 5efstu i fyrri umferðinni, þ.e.a.s. þeim sem gáfu kost á sér, raðað innbyrðis. Allir félagar i Alþýðu- bandalagsfélaginu á Akranesi höfði atkvæðisrétt og um 90% þeirra neyttu réttar sins. Engilbert Guömundsson Úrslit forvals Leiðtogar Alþýöutlokks aö störfum í verkfallinu Mjög lítil kennsla var i skólum landsins í allsherj- arverkfallinu 1. og 2. mars. Grunnskólar stöðvuðust al- veg eða nær alveg, og framhaldsskólar á höfuð- borgarsvæðinu voru yfir- Gylfason, og hann lét verk- leitt ekki í gangi. Þó var fallsboðun sem vind um kennt í AAenntaskólanum í eyru þjóta og kenndi eins Reykjavík. Þar starfar og sjá má á meðfylgjandi einn leiðtoga Alþýðu- mynd sem Ijósmyndari flokksins Vilmundur Þjóðviljans tók 2. mars. Fjármálaráðherra: 35 milj- ónir til LÍN Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að veita 35% miljón- um króna til Lánasjóðs is- lenskra námsmanna til aö bæta námsmönnum erlendis upp gengisfellinguna á dög- unum. Bragi Guðbrandsson, for- maður SÍNE og fulltrúi sam- bandsins i stjórn LIN, sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að StNE hefði tilkynnt félögum sinum um gengis- fellinguna með skeyti strax og hún var gerð. Gengisfellingin og gengis- sigið frá áramótum nemur um 20%, sagði Bragúog rýrir þvi raungildi námslánanna mjög mikið. Þar við bætist að framfærslutölur, sem I hinum ýmsu löndum sem hafðar eru til viðmiðunar, standast ekki i öllum tilfell- um, þar sem verðbólga er i nágrannalöndum okkar, þó ekki séhún eins mikil og hér. Námsmenn erlendis sáu þvi fram á geysilega kjara- skerðingu af völdum gengis- fellingarinnar og mótmælun- um rigndi yfir okkur, einkum frá stærstu deildunum á Norðurlöndunum. Stjórn Lánasjóðsins samþykkti að fara fram á 50miljónir króna til þess að bæta námsmönn- um erlendis gengisfelling- una, og sendi fjármálaráð- herra og menntamálaráð- herra bréf þess efnis. Fjár- málaráðuneytið veitti siöan 35 miljónum til þessa, og er það um 70% af útreiknaðri þörf. Raungildi námslána til námsmanna erlendis minnk- ar þvi um 5%, sagði Bragi, og ekki sakar að minna á að þetta eru ein óhagstæðustu lán sem hægt er að taka, þar sem þau eru visitölubundin. Útborgun almennra lána til námsmanna erlendis mun væntanlega hefjast nú i vik- unni, eins og áætlað hafði verið. — AI. Ein af myndunum á sýningunni, klippimynd eftir William Heinesen. Samsýning norrænna myndlistarmanna Den Nordiske 1978 Islensku þátttakendurnir eru Tryggvi Ólafsson og Óskar Magnússon tdag, laugardaginn 4. mars, kl. 15:00 verður opnuð I Norræna húsinu DEN NORDISKE 1978, sem er samsýning listamanna frá öllum Norðurlöndunum. Þar sýna 20 listamenn, málverk, högg- myndir, vefnað, teikningar, klippimyndir og grafik. „Den Nordiske” eru sýninga- samtök 17 myndlistarmarina frá Noregi, Sviþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Islandi. Fulltrúar Islands i samtökunum eru þau Tryggvi Ólafsson og Ólöf Pálsdóttir, en hún tekur ekki þátt I sýningunni i ár. Að þessu sinni eru það 15 félagar úr samtökun- um sem sýna verk sin og 5 gestir. Einn þessarra gesta er islenski vefarinn óskar Magnússon. „Den Nordiske” hefur haldið sýningar i Kaupmannahöfn ann- að hvert ár, siðan 1970. Arið 1974 sýndi hópurinn einnig i Norræna húsinu, og hlaut þá góðar viðtök- ur. I ár hófst sýningaríerðin I sýn- ingarsal „Den Frie” i Kaup- mannahöfn, hinn 28. janúar s.l., og hlaut þar góðar viðtökur. Islensku þátttakendurnir i þessari sýningu, Tryggvi Ólafs- son og Oskar Magnússon, hafa fengið mjög lofsamlega dóma I dönskum dagblöðum. I „Politik- en” segir að sýning samtakanna sé i greinilegri framför og að þarna sé um að ræða góðan hóp sem þrifist á innbyrðis vinsemd og deili sýningarsölum bróður- lega milli sin. Gagnrýnandinn tel- ur að meira beri á norrænum tón en á þjóðlegum séreinkennum og segir hópinn bera nafn með rentu. Um Tryggva Ölafsson segir hann að athuganir hans, sem fjalli um lif nútimans, ihugandi og háðskar I senn, sú þungvægar i heild sýn- ingarinnar. Vefarinn Óskar Magnússon er rúsinan I pylsuend- anum. Veggteppi hans, undir áhrifum tslendingasagna, eru þess virði að þeim sé gaumur gef- inn, segir ennfremur og i blaðinu „Land og fólk” segir að báðir séu þeir, Óskar og Tryggvi góðir full- trúar fyrir hvort>heldur sem er, islenska eða norræna list. Að lokinni sýningunni i Nor- ræna húsinu veröur húnsettupp i Færeyjum, og i Sviþjóð. Tryggvi Ólafssonog danski málarinn Jens V. Rasmussen koma með sýning- una hingaö frá Danmörku, setja hana upp og hafa umsjón með henni. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14:00 — 19:00 fram til 19. mars. RYMINGARSALA á gólfteppum og bútum AFSLATTUR Við erum aðeins \. að rýma fyrír nýjum V birgðum / Stendur i nokkra daga Grensásvegi 13 Símar 83577 og 83430

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.