Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 Hámarkslaun rædd á Alþingí Formaður Alþýðuflokksins hefur auk þingmannslauna 60% laun hjá Fræðslumyndasafninu Þriöjudaginn i siöustu viku uröu umræöur á Alþingi um þingsályktunartillögu sem Stefán Jónsson, Helgi Seljan og Jónas Arnason flytja um hámarkslaun o.fl. Tillaga þeirra er svohljóð- andi: Tillaga um hámarkslaun „Alþingi skorar á rikisstjórnina aö láta undirbúa löggjöf um há- markslaun, þar sem kveöiö veröi á um aö ekki megi greiöa hærri föst laun hér á landi en sem sam svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku. Jafnframt veröi loku fyrir þaö skotið, að einstaklingar gegni nema einu fastlaunuðu starfi og eins fyrir hitt, að átt geti sér stað duldar launagreiðslur i formi neins konar friöinda um- fram hámarkslaun. Meö breyt- ingum á skattalögum skal aö þvi stefnt, að einkafyrirtæki hagnist 42 nýir félagar Á félagsfundi sem haldinn var í Alþýðubandalagsfélagi Vestmannaeyja í fyrrakvöld fór fram skoðanakönnun meðal félagsmanna á þvi hverjir ættu að skipa efstu sætin á framboðslista flokks- ins til bæjarstjórnarkosn- inga i Vestmannaeyjum i vor. Það má vissulega teljast til tiðinda, að á fundinum gengu 42 nýir félagar i Al- þýðubandalagið og eru þeir þvi nú orðnir 120 talsins. ekki á lögbundinni lækkun hæstu launa og skal þvi fé, sem rennur til rikissjóðs af þessum sökum eða sparast með niðurskurði á launum embættismanna i efstu launaþrepunum, varið til al- mennra kjarajöfnunar og ann- arra félagslegra umbóta.” 1 framsögu sinni fyrir tillögunni sagði Stefán Jónsson að með þeirri ráðstöfun sem reifuð væri i tillögunni, þá hyggðust flutnings- menn koma þvi til leiðar, að kjarabætur handa þeim sem lægst eru launaðir verði algjör og ófrávikjanleg forsenda hverrar launahækkunar til þeirra, sem betur eru settir i þjóðfélaginu. Að áliti flutningsmanna væri hægt með þvi að lögbinda ákveðið hlut- fall milli almennra launa verka- manna og hæstu launa að búa svo um hnútana að kjarabætur til handa verkamönnum verði að beinu hagsmunamáli fyrir þá þegna þjóðfélagsins, sem eru i sterkastri aðstöðu til þess að hafa áhrif á stefnu i efnahags- og kjaramálum landsmanna. Stefán sagði að ef þessi tillaga leiddi til lagasetningar þá myndu laun t.d. þingmanna lækka um það bil 20%. 1 tillögu þeirra væri jafnframt gert ráð fyrir þvi að aukasporslur yrðu bannaðar, þannig að laun þeirra alþingis- manna sem tækju stórtekjur i föst laun annars staðar myndu eðli- lega lækka miklu meira. Gilti þetta t.d. um tvo þingmenn Aí- þýðuflokksins, þá Gylfa Þ. Gisla- son og Benedikt Gröndal,sem og fleiri þingmenn. Forystugrein r merkt O Astæðu þess að hann færi inn á laun alþingismanna, sagði Stefán vera ritstjórnargrein nokkur i Alþýðublaðinu 26. janúar s.l. Greinin væri undirrituð Ó, sem myndi vera merki Benedikts Spurt og svarad á Alþingi Stefán Jónas Benedikt Eggert G. þingsjá Gröndals. 1 ritstjórnargrein þess- ari segir Benedikt m.a.: „Þar tróna Stefán Jónsson og Helgi Seljan, mennirnir sem leggja til á opnum fundum Alþingis, að munur hæstu og lægstu launa skuli vera 2:1, en samþykkja svo innan við luktar dyr það sem almenningur á ekk- ert að fá að vita, að hækka eigin laun mest allra i landinu og fólk er að fá nóg”. Benedikt í tveimur fastlaunuöum störfum Stefán sagðist vilja benda á að athyglisvert væri að grein þessi væri rituð af Benedikt Gröndal, þeim þingmanni sem ekki aðeins hefðu full þingmannalaun, held- ur 60% af launum for- stöðumanns Fræðslumyndasafns rikisins. Að visu væri i lögum heimildarákvæði þess efnis að þingmenn megi þiggja 60% laun fyrir önnur störf hjá rikinu. Af hálfu Alþýðubandalagsins hafi hins vegar verið lagt til að þetta heimildarákvæði yrði fellt úr lög- um og þvi gegni enginn þing- manna Alþýðubandalagsins öðr- um fastlaunuðum stöðum með þingmennsku sinni. Benedikt Gröndal tóknæstur til máls og sagði að hann og aðrir sem störfuðu á Alþýðublaðinu hefðu notað Ó sameiginlega til skiptis af ýmsum ástæðum. Hann hefði ekki skrifað þá grein sem Stefán vitnaði til . Þá vék Benedikt nokkrum orð- um að þingfararkaupsnefnd Alþingis og kallaði hana leyni- nefnd, sem væri þinginu til skammarogbæriað leggja niður. Benedikt skortir öryggi Varðandi það að hann tæki 60% mánaðarlaun hjá Fræðslu- myndasafni rikisins auk þing- mannslauna sinna, sagði Bene- dikt að hér væri um visst öryggis- atriði að ræða. Hann hefði getað átt von á þvi að missa þingsæti sitt og þvi hefði verið öryggi i þvi að geta gengið að öðru föstu em- bætti hjá rikinu. Vegna stjórn- málaskoðana hans hefði þaö , getað orðið erfitt að fá starf að 1 lokinni þingmennsku. Jónas Arnason ræddi um „öryggisleysi” Benedikts, og sagöi að ef Benedikt hefði viljað eiga i eitthvert hús að venda að lokinni þíngmennsku, þá hefði hann að sjálfsögðu getað afsalað sér launum hjá Fræðslumynda- safninu og látið einhvern mann taka þar við, ef þyrfti . Þetta væri hægt. Það vissi hann að eigin reynslu. Þegar hann hefði verið kosinn á þing, þá hefðu verið i gildi ákvæði þess efnis að kenn- arar eins og hann skyldu hafa Ekkert laust símanúmer á Brúarlandi Tillögur um stofnlánasjóð atvinnubifreiða í athugun Siðast liðinn þriðjudag svaraði samgönguráðherra tveimur fyrirspurnum á Aiþingi önnur var frá Ragnari Arnalds um simamál og hin frá Heiga Seljan um stofnlánasjóð atvinnubif- reiða. Fyrirspurn Ragnars Arnalds Fyrirspurn Ragnars varr i fjórum liðum og var svohljóð- andi: „1) Má ekki vænta þess að sim- stöðvar á Siglufirði, Sauðárkróki og annars staðar þar sem myndast hafa langir biðlistar eftir sima veröi stækkaðir án frekari tafa? 2) Hvaöa áform eru um lagn- ingu sjálfvirks sima um sveitir Skagafjarðar og Húnavatns- sýslna? 3) Hvenær er þess að vænta, að sjálfvirki siminn milli höfuð- borgarsvæöisins og Vestfjarða, Norður- og Austurlands komist i það horf, að notendur þurfi ekki að eyða löngum tima.i það eitt að biða eftir sambandi? 4) Er ekki stefnt að þvi að endurskoða gjaldskrá Land- simans með það fyrir augum, að hún verði sanngjarnari gagnvart fólkinu i dreifbýlinu, t.d. með þvi að ákveða að samtöl milli noÞ enda, sem hafa sama svæöis- númer teljist aðeins eitt skref hvert, eins og er á höfuðborgar- svæðinu?” Svar ráðherra í svari samgönguráðherra kom fram að þess er að vænta að sim- stöðvar á Siglufirði og Sauðár- króki verði stækkaðar á þessu ári. Varðandi lagningu sjálfvirks sfma um sveitir Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, kom fram að sú lagning verður komin til fram- kvæmda á árinu 1979. Um þriðja lið fyrirspurnar- innar sagði ráðherra, að vegna niðurskurðar á fjárfestingar- áformum Pósts og sima heföi úr- bótum á aðalstofnlinum til Vest- fjarða, Norðurlands og Aust- fjarða miðið hægar en skyldi. A siðasta ári hafi verið I notkun fullkomið örbylgjusamband milli Reykjavikur og Akureyrar og á þessu ári muni örbylgjusam- bandið veröa tengt áfram frá Akureyri til Egilsstaða, en örbylgjusambandið til Vestfjarða komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir 1978. Sem svar við fjórða lið sagði ráðherra að 1. janúar s.l. hefði teljaraskrefum i ársfjórðungs- gjaldi verið fjölgað úr 525 i dreif- býlinu, en verið óbreytt i árs- fjórðungsgjaldi höfuðborgar- svæðisins, þ.e. 300. Þá benti hann einnig á að við hækkun gjald- skrár 1. febrúar s.l. hefði 2% af tekjum simans verði varið til að jafna á milli landssvæða. Þá kom einnig fram i ræðu ráðherra að viða um land eru langir biðlistar eftir sima. Sem dæmi tók hann Brúarland i Mos- fellssveit. Þar væru 600númer, en ekkert númer nú laust og 50 manns væru á biðlista. Fyrirspurn Helga Seljan Fyrirspurn Helga Seljan var svohljððandi: „Hvað liður framkvæmdum þingsályktunar um stofnlánasjóð vegna stórra atvinnubifreiða og stórvirkra vinnuvéia frá 18. mai 1976?” Minnti Helgi á að 1976 hefði þingsályktun þar sem skoraö var á rikisstjórnina að hlutast til um, að komið yrði á fót stofnlánasjóði eða stofnlánadeild, sem hefði það hlutverk að veita stofnlán til kaupa á vörubifreiðum, lang- feröabifreiðum og stórvirkum vinnuvélum. Benti hann á að tæki þessi hafa hækkað mjög i verði og sifellt orðið erfiðara fyrir venju- legt fólk að festa kaup á þessum nauðsynlegu atvinnutækjum. Svar rádherra 1 svari ráðherra kom fram að hann hefði skipað nefnd i árs- byrjun 1977 til að semja frumvarp til laga um stofnlánasjóð vegna kaupa á vörubifreiðum, lang- ferðabifreiðum og stórvirkum vinnuvélum. Meiri hluti nefndar- innar skilaði tillögu að frumvarpi til ráðuneytisins i nóvember 1977, en minnihlutinn þ.e. fulltrúar frá félagi sérleyfishafa og Landvara boðuðu að þeir myndu skila minnihlutaáliti, sem þó hefur ekki komið enn frá þeim. Ráðherra sagði að nefndin teldi að ef stofniánasjóði yrði komið á fót, að þá ættu tekjur I sjóðinn, sem væntanlega yrði kallaður landflutningasjóður, að vera m.a. sérstakt gjald, sem lagt verði á þá aöila sem rétt eiga á lánum úr sjóðnum. Þá er lagt til að I sjóðinn komi framlög úr rikissjóði i 4 ár, en aö þeim tima loknum veröi fjárhæðin endurskoðuð og fram- lengd i eitt ár i senn, ef nauðsyn ber til vegna stöðu sjóðsins og verkefna. Tillögur nefndarinnar væru nú i athugun i ráðuneytinu, en málið lægi ekki fyrr i þeim búningi aö hægt væri að leggja það fram i frumvarpsformi. Að lokinni ræðu ráöherra tók Helgi Seljan aftur til máls og lagði áherslu á að frumvarp um þetta efni yrði lagt fram á Alþingi fyrir þinglok. 30% af kennaralaununum ásamt þingmannslaunum. Ef menn hefðu afsalað sér þessum 30% launum þá hefðu menn um leið afsalað sér réttinum til kennara stöðunnar. Öryggi Benedikts tryggt án aukavinnu Fyrir tilstilli hans og fleiri aðila fékkst það svo viðurkennt að menn gætu haldið sinum réttind- um, þó að þeir afsöluðu sér laun- unum. Þetta hefðu þeir kennar- arar er sæti áttu á Alþingi gert. Sagðist Jónas þvi vilja benda Benedikt Gröndal á, að hann þyrfti ekki að afsala sér neinu öryggi, þó að hann afsalaði sér laununum hjá Fræðslumynda- safninu, og slyppi þá við nætur- og kvöldvinnu i þeirri rikisstofnun. Egger G. mótmælir oröum Benedikts Eggert G. Þorsteinsson tók næstur til máls og sagðist vilja upplýsa vegna ummæla Bene- dikts Gröndal, að þingfarar- kaupsnefnd hafi ekki veriö nein leyninefnd fyrir Alþýðuflokknum eða öðrum á Alþingi. Hann hefði undanfarin ár átt sæti i þessari nefnd, tilnefndur af þingflokki Alþýðuflokksins og hefði látið þingflokkinn fylgjast með þvi sem þar hefði gerst á hverjum tima. Hann heföi ekki verið beðin um nein skilaboð eða breytingar frá þingflokknum til þingfarar- kaupsnefndarinnar um breyt- ingar á þeim ákvörðunum sem sú nefnd hefði tekið. Að lokinni umræðu var at- kvæðagreiðslu um nefnd frestað. Veröur Hafnar- fjöröur sérstakt fræðsluumdæmi? Tvö minni- hlutaálit Frumvarp til laga um breyt- ingu á grunnskólalögunum kom til 2. umræðu I neðri deild s.I. mánudag. Frumvarp þetta er flutt af ólafi G. Einarssyni, Gils Guðmundssyni, Jóni Skaftasyni og Benedikt Gröndal. Frumvarpið er flutt að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og felur I sér að heimilt verði að stofna sérstakt fræðsluumdæmi i sveitarfélagi með 10 þús. ibúum eða fleiri, ef sveit- arstjórn óskar þess og fjár- veiting er fyrir hendi. Við umræðuna á mánudag voru lögð fram tvö minnihluta- álit menntamálanefndar neðri deildar. Fyrsti' minnihluti menntamálanefndar lagði til að frumvarpið yrði fellt. Undir það álit skrifa Gunnlaugur Finns- son, Svava Jakobsdóttir og Magnús T. ólafsson. Annar minnihluti lagði til að frum- varpið yrði samþykkt og undir það álit rita Ellert B. Schram, Sigurlaug Bjarnadóttir og Eyj- ólfur K. Jónsson. Ingvar Gisla- son formaður nefndarinnar var fjarverandi afgreiðslu málsins i nefnd, en við umræöurnar lýsti hann sig andvigan frum- varpinu. Fyrsti minnihluti lagði áherslu á að ef frumvarpið yrði samþykkt þá væri brotið niður þaö skipulag fræðslumála á grunnskólastigi sem kveðið er á um i lögum um grunnskóla. Samþykkt frumvarpsins yrði spor i öfuga átt, yki glundroða og kostnað rikissjóðs. Annar minnihluti benti á að Hafnfirðingar hefðu mikinn áhuga á að þetta frumvarp hlyti samþykki. Hafnarfjörður væri* ekki i samtökum sveitarfélaga i Reykjaneskjördæmi og heföi þvi ekki áhrif á kjör' fræðsluráðs i Reykjaneskjördæmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.