Þjóðviljinn - 04.03.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Page 7
Laugardagur 4. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „Þó að krónum fjölgi i launaumslögum í vor eftir hugsanleg verkföll og átök á vinnumarkaði, þá verður valdakerfið í landinu enn sterkara þegar upp er staðið Það er þetta valdakerfi sjálft, sem þarf að ráðast á. 55 Möguleiki utan valdakerfis Þórður er dauður, Hulda er komin á breytingaraldurinn, dóttir Huldu tekur pilluna og sefur hjá strák. Hér er ekki að hefjast við- bótarumræða um Jósep heitinn Stalin. Hér er hinsvegar reynt að benda á liffræðilegar stað- reyndir. Hugmyndafræði getur verið nokkuð lifseig og tilbreyt- ingalitil stundum, en lifið sjálft heldur áfram. Nú eru komnar tvær kynslóðir i gagnið frá „kreppukommunum” . Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að vlsir að þjóðfélagsumræðu hefur ver- ið i gangi undanfarið. Það var ekki seinna vænna og ber að fagna þvi að sósialistar eru nú aftur byrjaðir að hugsa á al- mannafæri. Þegar þetta hefur nú gerst þá kemursúspurning upp ihugann hvað sósialistar hafa verið aö hugsa undanfarin ár. Ef til vill hafa þeir ekki verið að hugsa neitt. Dagskrárgreinar Þjóðviljans eru sá vettvangur þar sem ætl- ast var til að skoðanaskipti sósialista færu fram. Við lestur þeirra virðist ýmislegt benda til þess að einhver hugsun hafi átt sér stað. Það vekur hins vegar athygli að sú hugsun virðist nær öll vera utan þess tima sem við erum að glima við núna. Þetta er athyglisvert. Það er eins og siðustu áratugir séu feimnismál sem ekki er hægt að hefja um- ræður um. Nú verður gerð tilraun til að leiða þennan ti'ma inn i umræð- una ef einhver hefði hugsanlega hugrekki til þess að gripa þar i árina. Nú er svo komið að þjóðfélag- iðrambarábarmi gjaldþrots og sjálfseyðingar. Allir innviðir þess eru sundurétnir og enginn virðistsjá neinn endi á þessari þróun. Sósialistar hafa að sjálfsögðu lifað þessa þróun eins og aðrir. Fyrir utan setu sina í vinstri stjórn hafa þeir þó verið utan þess valdakerfis sem mótað hefur þjóðfélagið. Meðal annars af þeim orsökum hefði mátt ætla að þeir hefðu af marxisku innsæi og dialektiskri efnis- hyggju reynt á þessu þróunar- skeiði að leysa upp og gegnum- lýsa það þjóðfélag sem verið hefur að rotna fyrir augum okk- ar. Einhvernvegin er það nú samt þannig að mig rekur ekki minni til þess að hafa séð þessa skilgreiningu. Þegar þjóðfélag er orðið til- tölulega háþróað þá hlýtur skil- greining að kalla á aðrar að- ferðir en þær sem notaðar voru á nitjándu og framanaf tuttug- ustu öld. Einnig finnst manni að tiltölulega einfaldir atvinnuveg- ir og nánast enginn einkakapi- talismi kalli á aðra athugun en i þeim löndum þar sem „nokkrar fjölskyldur” eiga megnið af auðæfunum og raunverulegt og sjálfstætt peningavald ræður. Hér á Islandi er það rikið sem rekur kapitalismann. Það er löngu liðin tið að atvinnurek- endur og peningamenn eigi rekstrarfé sjálfir. Þeir hafa fengið að vaða óáreittir i bank- ana, sjóðina, sparifé lands- manna svo eitthvað sé nefnt, ekki aðeins til að reka fyrirtæk- inheldur einnig til að hlaða upp verðbólgugróða og verðbólgu- eignum. Auk þess hafa atvinnu- rekendur fengið að draga ómælda einkaneyslu út úr rekstrinum. Valdakerfið hefur verið þannig upp byggt að alls- staðar eru smugur fyrir pen- ingamennina. Það er þetta sérislenska valdakerfi sem sósialistar hefðu átt að gegnumlýsa og leggja á borðið. Þetta verk byggist ekki á fræðikenningu heldur þekk- ingu og vinnu, því að það eru ekki margir þættir þessa valda- kerfissem eru leynilegir, heldur er mest varðað með lagabók- staf. 1 örstuttu máli er útilokað að drepa á nema fáa punkta. Það verður ekki annað séð en að sósialistar að stórum hluta hafi flotið sofandi o£ legið mar- flatir fyrir neysluþjóðfélags- ófreskjunni sem tröllriðið hefur þjóðfélaginu undanfarin ár. Verðmætamat og manngildis- hugsjónir eru nánast horfnar. Barátta sósialista virðist vera orðin vélræn og sérstök stefnu- mörkun litil. Það bil hefur ekki verið brúað sem liggur á milli Þórða kreppuáranna og þeirrar kynslóðar sem komin er út úr köldu striði og stendur nú á ber- svæði raunveruleikans. Hér verður gerð tilraun til að opna umræðu um orsök þessa. Að minu mati eru orsakirnar aðallega tvær. Annars vegar er það veikleiki hins pólitiska arms sósialista. Undanfarið hefur veikleiki i stjórnun pólitiskrar vinstri / hreyfingar verið þvi til fyrir- stöðu að það pólitiska afl sem er i þjóðfélaginu hafi fengið útrás. Sérstaklega á þetta við um það timabil sem núverandi rikis- stjórnhefur setið. A þessu tima- bili hefur soðið og kraumað i þjóðfélaginu. Sósialistar hafa ekki borið gæfu til að hafa póli- tiska forustu sem leyst gæti þessi óánægjuöfl úr læðingi. Þetta er grátlegt. Vegna þessa pólitiska sofandaháttar hefur ótindum aðilum sem tengdir eru valdakerfinu tekist að virkja þá óánægju og örvænt- ingu sem rikir. Þetta á sérstak- lega við um siðustu mánuði. Arangur þessara aöila kemur til meðað að verða dýr blekking fyrir fólkið i landinu vegna þess að þó frambærilegir einstak- lingar innan valdakerfisins nái einhverjum völdum þá breytir það engu. Þetta er einnig dýrt fyrir sósialista. Þarna eru þeir að missa af miklu tækifæri. Hinsvegar er svo verkalýðs- hreyfingin. Hún hefur um ára- tugi haft raunverulegt vald i landinu. En hvernig hefur hún beitt þessu valdi. Hennar heim- ur er sú krónutölupólitik sem rekin hefur verið nær einhliða undanfarin ár. A siðasta ári hækkuðu laun i krónum talið um 60-80%. Kaup- máttaraukning varð kannski 6-8%. Þetta segir þó ekki alla söguna. Hjá stærsta hluta lág- launafólks hefur engin kaup- máttaraukning orðið — og i mörgum tilvikum jafnvel bein lækkun á kaupmætti. SU óðaverðbólga sem kapp- hlaupið milli launa og verðlags hefur orsakað hefur komið grimmilegast niður á láglauna- fólkinu. Allt útlit er fyrir þvi að i næsta leik verði sömu aðferðum beitt. Núhefur rikisvaldið ógilt samn- inga og sagt verkalýðnum strið á hendur. Rikisvaldið telur sig vita að viðbrögðin verði þau sömu. Valdakerfið er þannig upp byggt að þessi viðbrögð leiða til sömu niðurstöðu. Verð- bólgugróðinn heldur áfram að hlaðast upp og þeir fátækari verða enn fátækari. Grundvöllurinn sem þjóð- félagið stendur á og allir eiga sitt undir verður ennþá veikari og brestur kannski alveg. Pen- ingamennirnir og verkalýðs- hreyfingin virðast sammála um að taka þessa áhættu. Hér verður nU stoppað vegna hins þrönga ramma sem dag- skrárgreinum er settur. Það er hins vegar ekki hægt að hafa uppi gagnrýni án þess að benda á aðrar leiðir. Undir- ritaður hefur lengi haft þá bjargföstu sannfæringu að und- anhald verkalýðshreyfingarinn- ar verði aldrei stöðvað fyrr en hún þorir að horfast i augu við þá staðreynd að krónutölupóli- tikin er endanlega tilgangslaus við núverandi aðstæður. Þegar verkalýðshreyfingin skilur, að færa verður baráttuna yfir á pólitiskan vettvang þá fyrsrinun landið fara að risa. I stað þess að byrja nú á sama tilgangslitla leiknum aftur þá ætti verkalýðshreyfingin nú að brjóta af sér vanaklafan og þoraf aðhorfast i augu við staðreynd- ir. Þó að krónum fjölgi i i launa- umslögum i vor eftir hugsanleg verkföll og átök á vinnumark- aði, þá verður valdakerfið i landinu enn sterkara þegar upp er staðið. Það er þetta valda- kerfi sjálft sem þarf að ráðast á. Það verður ekki gert öðruvisi en með beinum pölitiskum að- gerðum og að aðili sem stendur utan við þetta valdakerfi verði virkjaður. Við skulum gera okkur ljóst að það er enginn pólitiskur aðili sem stendur utan þessa valda- kerfis annar en Alþýðubanda- lagið. Við skulum einnig gera okkur ljóst að ef nú tækist að brjóta niður flokksviðjar, i þetta sinn, þá mundi valdakerfið missa flugið og samið yrði um raunhæfar kjarabætur. Slikar kjarabætur eru ekki breyttir tölustafir á launaseðl- um heldur geta þær ekki orðið öðruvisi en að fjármunir verði færðir frá þeim riku til hinna. Það á að taka verðbólgugróðann undanfarinna ára og skila hon- um aftur til verkalýðsins. Ef verkalýðurinn sér að þetta verður gert þá mun hann geta tekið þátt i þvi að steypa nýjan grunn undir þjóðfélagið. Til þess að þetta geti gerst þarf meira til en smá tilfærslu á atkvæðum. Það þarf kollsteypu i kosningunum sem nær langt út fyrir flokkabönd. Fólkið i landinu ætti að gera sér grein fyrir þvi að hér er allt að vinna en engu að tapa. Hrafn Sæmundsson Frumvarp Stefáns Jónssonar og Geirs Gunnarssonar verði á fót Fiskeldissjóði Komið Þingmcnnirnir Stefán Jónsson og Geir Gunnarsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fram- kvæmdastofnun rikisins. Felur frumvarpið i sér að komið verði á fót Fiskeldissjóði er starfi sem hluti af Framkvæmdastofnun rikisins. Hiutverk Fiskeldissjóös verði að veita lán til fiskeldis, allt að 50% af stofnkostnaði, einnig að vcita óafturkærf framlög til grundvallarrannsókna og til- raunastarfsemi á sviði fiski- ræktar. 1 greinargerð með frumvarpinu benda flutningsmenn á að aðrar þjóðir, svo sem Sovétmenn, Japanir, Bretar og Norðmenn hafa þegar byrjað fiskeldi i sjó með góðum árangri. Þannig stundi Norðmenn nú laxeldi með furðugóðum árangri og noti úr- gang frá fiskiðjuverum til fóðrunar. Benda þeir á að hér- lendis falli til fiskúrgangur sem nægja myndi til framleiðslu á þúsundum lesta af dýrmætum matfiski. Siðan segir orðrétt i greinargerðinni: Rannsóknir í Háskóla islands „Nú hafa verið gerðar merki- legar undirstöðutilraunir á þessu sviði af hálfu liffræðistofnunar Háskóla tslands i samstarfi við embætti veiðimálastjóra, þar sem einkum er fjallað um áhrif umhverfisþátta á vöxt og þroska laxfiska. En fjárskortur hefur staðið i vegi fyrir þvi, að þær til- raunir yrðu til lykta leiddar, og torveldaö jafnframt uppsetningu þeirra eldisstöðva sem nauðsyn- legar eru til sannprófunar á niðurstöðum þessara tilrauna. Fyrrgreindar tilraunir, sem gerðar hafa verið af hálfu is- lenskra liffræðinga, hafa m.a. beinst að kynblöndun laxfiska þeirra sem best sameina vaxtar- hraða og saltþol tveggja tegunda, og einnig að þvi, hvert vera muni æskilegt hlutfall seltu og hitastigs eldisvatnsins. Enda þótt loka- niöurstööur fyrrgreindra rann- sókna liggi ekki fyrir þykja likur benda til þess að fiskeldi með þessum hætti nái ekki fullri hag- kvæmni annars staðar en þar sem hægt er að hita upp sjóinn, annað- hvort með jarðvarma eða heitu afrennslisvatni frá fiskiðju- verum, og þá jafnframt að stjórna seltustigi afrennslis- vatnsins. Hins vegar hagar svo til mjög viða, að tiltækt er heitt vatn i þessu skyni. Við flest fiskiðju- verin utan jaröhitasvæðanna er bæði aðstaða til að koma upp eldisþróm og nægilegt heitt vatn frá vélum til þess að halda eldis- sjónum volgum, og má heita að nú vanti ekki nema þann herslu- mun sem fjárveitingavaldið eitt getur látið i té, til þess að hægt sé að ljúka tilraununum og hefja fiskirækt i stórum stil i volgum sjó viðs vegar um landið. Framtak tveggja líffræðinga Frá þvi frumvarp þetta var flutt i upphafi hér á hv. Alþingi, hefur það gerst, að tveir islenskir liffræðingar, þeir Eyjólfur Frið- geirsson fiskifræöingur og pró- fessorSigurðurSt. Helgason, sem stýrt hefur fyrrgreindum til- raunum af hálfu Háskólans, hafa af eigin rammleik ráðist i það að koma upp nauðsynlegri eldisstöö sem nýti heitan jarðsjó. Til þess hafa þeir ekki fengið annan styrk af opinberri hálfu en þann, að rikið leigir þeim tuttugu hektara landssvæði úr Húsatóftalandi i grennd við Grindavik, og sjálfir hafa þeir orðið að selja ibúöar- húsnæði sitt og kosta til aleigu sinni aö öðru leyti til þess aö geta ,hafið þar framkvæmdir, og er þó borin von að til hrökkvi ef ekki verður greitt fyrir þeim af opin- berri hálfu svo um munar. Svo sem fyrr segir hafa til- raunir sérfræöinga okkar á þessu sviði fryrst og fremst beinst að eldi lax og silungs, en likur benda til þess að þeirra dómi, að hægt sé að rækta á sama hátt I stórum stil ýmiss konar verömæt skeldýr og krabbadýr, og hentaði sá bú- skapur vel með eldi fyrrgreinds sporöfénaðar. Auk þess liggja fyrir upplýsingar um tilraunir erlendis með ræktun ýmissa verðmætra sjávarfiska sem vel mundu henta til eldis hér á landi og þá einkum, sem aö likum lætur, á þeim svæðum þar sem tiltækur er heitur jarðsjór. 1 þessu sambandi er eðlilegt að hugleiða sérstaklega möguleika á þvi að nýta jarðsjó þann sem til mun falla i sambandi við fyrir- hugaða sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi — og geta má þess, að likur þykja benda til þess að álika aðstaða muni vera til fiskiræktar i öxarfirði norður.” Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.