Þjóðviljinn - 04.03.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar: Algjör stöövun hjá Dags- brúnar- mönnum „Dagsbrúnarmenn eru stoltir og bera höfuðift hátt i dag, þeir stóðu sig eins og aiitaf þegar á reynir, frábærilega, lögðu niður vinnu allir sem einn og öll atvinnufyrirtæki sem Dagsbrúnarmenn vinna hjá voru algerlega lömuð”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar er við spurðum hann i gær hvernig vinnustöðvunin hefði komið út hjá Dagsbrún og hvort hann væri ánægður með árangurinn. Guðmundur J. Guðmundsson ,,Já, ég er ánægður með hann hvað okkur verkamenn snertir, enda eru Dagbrúnarmenn sá harði kjarni innan verkalýðs- hreyfingarinnar, sem hún getur alltaf reitt sig á og sem hvorki lætur hótanir eða bliðulæti at- vinnurekenda hræða sig frá að standa á rétti sinum, þegar til stéttarátaka kemur”, sagði Guðmundur. Hann sagði að i örfáum tilfell- um hefðu menn úr Dagsbrún mætt á vinnustað 1. mars og var það i öllum tilfellum fyrir mis- skilning; vinnustöðvunin hafði verið rangtúlkuð fyrir þeim á vinnustað og þegar búið var að leiðrétta þann misskilning huriú þeir með það sama af vinnustaö og vinnustöðvunin var alger. Þaö hafði aldrei verið meining þeirra að brjóta gegn ákvörðun félags- ins. Guðmundur sagði að um og yfir 200 félagar i Dagsbrún hefu mætt i Lindarbæ þar sem félagið hafði opiö hús báða verkfalls- dagana og þar hefði verið mynd- uð verkfallsvakt og fóru menn i smá hópum vitt og breitt um svæði Dagsbrúnar til eftirlits. Ekki sagðist Guðmundur hafa heyrt um neinar fyrirhugaðar hefndaraðgerðir gegn verka- mönnum vegna vinnustöðvunar- innar. 1 örfáum tilfellum heföi verið haft orð á sliku,en þá heföi þeim atvinnurekendum veriö gert ljóst að það væri ekki við verka- mennina sjálfa að sakast, heldur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins.og hefðu þessir atvinnu- rekendur þá sagst myndu snúa sér að félaginu. „Og ég segi bara geri þeir svo vel; við munum verða brjóstvörn félagsmanna i þessum efnum, og hafi atvinnurekendur i huga að fá einhverja tukthúsaða fyrir þetta verkfall þá snúi þeir sér til félags- ins, stjórnarmenn þess eru til- búnir að taka þvi og munu ekki undan skorast’r sagði Guðmund- ur. Hann sagðist, þegar á heildina værilitið vera mjög ánægður með þessar aðgerðir. Þær hafi verið framkvæmdar gegn stanslausum áróðri og hótunum atvinnu- rekenda og rikisstjórnarinnar, sem börðust upp á lif og dauða gegn þessum aðgerðum. Samt hafi þær tekist svona frábærlega vel. ,,Og um það er ég sannfærður að samtök launafólks í landinu komu miklu sterkari félagslega séð útúr þessum átökum, heldur en þau voru fyrir þau”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Aðspurður um hvað tæki nú við sagði hann að þeir hjá Dagsbrún bæðu sina menn að vera viðbúna hverju sem er. — S.dór Guðjón Jónsson formaður Sambands Málm- og skipasmiða: Viö getum verið ánægöir „Útkoman hjá málmiðnaðar- mönnum i aðgerðunum var mjög góð, eins og vænta mátti, og ég fullyrði að þátttakan hjá okkur hafi verib vel yfir 90%, Einu undantekningartilfellin voru i smáfyrirtækjum og þá helst þeim þar sem tveir eða þrir menn vinna, en á heildina litið tókst þetta mjög vel hjá okkur”, sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skiðasmiðasambandsins. Guðjón kvaðst ekki hafa heyrt minnst á neinar hefndaraögerðir vinnuveitenda i málmiönaöi, en hann bað menn hinsvegar vera vel á verði og láta viðkomandi stéttarfélag vita ef eitthvað slikt yrði reynt. bótt þátttakan í einstaka grein- um hefði mátt vera betri, taldi Guðjón að launþegasamtökin stæðusterkarieftirenfyrir. I ljós hefði komið hvar þverbrestirnir eru og eins hefði sú mikla þátt- taka sem varð i aðgerðunum, þrátt fyrir hverskonar ofbeldis- hótanir atvinnurekenda og rikis- valds, orðið til þess að styrkja samtökin. — S.dór Guðjón Jónsson Ólafur Emilsson r Olafur Emilsson formaður HÍP Full sam- staöa hjá prenturum „Eins og við var að búast var um fulla samstöðu hjá prenturum að ræða og þeir menn sem tóku að sér verkfallsvaktir og fóru um vinnustaðina sögðu að mjög lítið hefði verið um að menn væru að reyna að brjóta verkfallið, aðeins örfá dæmi þess að lærlingar væru að vinna en um leið og þeim var bent á að um verkfallsbrot var að ræða, lögðu þeir niður vinnu”, sagði ólafur Emilsson formaöur Hins isl. prentarafélags, að- spurður um útkomuna hjá prent- urum i verkfallinu. Nokkrir prentsmíðjueigendur hafa hótað að draga þessa tvo verkfallsdaga af kaupi manna sem fjóradaga og sagði ólafur að i ljós hefði komið að einungis einn og einn prentsmiðjueigandi ætl- aði að gera þetta. Félagið hefur bent félögum sinum á, að eina vörningegnsliku séað þeir standi saman á hverjum vinnustað, sem einn maður gegn slikum bola- brögðum. En hann sagði að mjög margir prentsmiðjueigendur ætl- uðu ekki að gera þetta. Ólafur kvaðst vera ánægður með þátttökuna i útifundinum i Reykjavik, sem hefði sýnt, svo ekki verður um villst að fólki ofbýður og er ekki tilbúið til að samþykkja svona riftun kjara- samninga eins og gert hefur ver- ið. Hinsvegar sagði hann það sitt álit að hótanir og ógnanir at- vinnurekenda og ríkisvaldsins i garð vinnandi fólks hefðu orðið til þess að hræða marga frá þátt- töku, enda stéttarfélög þeirra ekki alltaf hvatt til þátttöku í að- gerðunum. Ef félögin hefðu öll sem eitt hvatt til þessa verkfalls hefði það orðið algert. —S.dór. Jón Hannesson, formaður Launa~ málaráðs BHM: Þátttakan meiri en ég hefði þorað að vona — Ég er mjög ánægöur með þá samstöðu og þann samhug sem var með meirihluta rikisstarfs- manna innan Bandalags háskóla- manna, sagði Jón Hannesson, menntaskólakennari og formaður Launamálaráðs BHM um þátt háskólamanna I aðgeröunum lsta og 2an mars. — Þátttakan var meiri en ég hefði þorað að vona. Til dæmis tóku um 70% kennara þátt i að- gerðunum, en vegna skipulags- leysis var ýmsum öðrum starfs- hópum gert erfiðara fyrir meö þátttöku. Þá tel ég mikilsvert að það komi fram, að þær stéttir, sem ekki gátu stöðu sinnar vegna tek- ið þátt I verkfallinu, svo sem dómarar, læknar og prestar, samþykktu vitur á rikisstjórnina fyrir ólögin og studdu aðgerðir launþegasamtakanna með yfir- lýsingu, sagði Jón ennfremur. — úþ Þórunn Valdimars dóttir formaður Vkf Framsóknar: Sæmilega ánægö meö okkar hlut „Þvi miöur var vinnustöðvun verkakvenna i Reykjavik ekki 100%, það var unnið hjá Slátur- félagi Suðurlands, en annars lagðist vinna niður og til að mynda öll frystihúsin lokuðu og þvi er ég alveg sæmilega ánægð með útkomuna”, sagði Þórunn Valdimarsdóttir íormaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar i Reykjavik. ' Þórunn Valdimarsdóttir Þórunn sagðist ekki hafa feng- ið neitt staðfest um að i ráöi væru hefndaraðgerðir gegn þeim verkakonum, sem lögðu niður vinnu og myndi félagið fylgjast vel með öllu sliku og beita sér af alefli gegn öllum hefndaraögerð- um. „Ég tel að launþegasamtökin i landinu hafi ekki átt annars úrkosta en að efna til þessara mótmælaaðgerða, eftir aö rikis- valdið hafði svift launþega verð- lagsbótunum með lagasetningu, það er ekki hægt að taka við sliku þeygjandi og hljóðalaust. Og ég er viss um að þannig hugsar hver einasti launþegi, þótt hótanir um hefndaraðgerðir frá atvinnu- rekendum og rikisvaldi hafi kom- ið i veg fyrir meiri þátttöku en raun varð á, auk þess sem rikis- útvarpið breyttiöllum auglýsing- um launþegasamtakanna um þessar aögerðir þannig að þær urðu máttlausarien ella. En þrátt fyrir allt megum viö vel við una árangurinn”, sagði Þórunn. —S.dór Hákon Hákonarson Hákon Hákonarson, form. Alþýöusam- bands Noröurlands: Tókst vel „Þegar á heildina er litið virö- ist mér vel hafa tekist til með mótmælaaögerðirnar hér norðan- lands”, sagði Hákon Hákonarson, formaður Aiþýðusambands Norö- urlands. Akureyri A Akureyri var heildarþátttaka I verkfallsaögerðunum á þeim svæðum sem tilheyra Verkalýös- Ifélaginu Einingu og hjá járnsmið- um allt frá 70 og upp i 85%. Þeir staðir sem hér um ræðir eru,auk Akureyrar; Ólafsfjörður, Dalvík, Grenivik og Hrisey. öll aðalat- vinnufyrirtæki Akureyrar, svo sem smiðjur, Slippurinn, Útgerð- arfélagið og niðursuður, stöðvuð- ust, en verksmiðjur Sambandsins og kaupfélögin tóku ekki þátt i að- gerðunum. Opið hús var á skrifstofu Al- þýðusambandsins og hjá verka- lýðsfélögunum og komu þangað margir til skrafs og ráðagerða. Húsavik Félagar verkalýðsfélagsins á Húsavik tóku góðan þátt i aðgerð- unum. Þar voru eftirfarandi fyr- irtæki lokuð, fiskvinnsla, rækju- vinnsla, bilaverkstæði og sauma- stofa. Enginn bátur var á sjó, þar sem ekki var tekið á móti afla. Þátttaka járnsmiða i verkfallinu var 100%, og byggingarmanna um 60%. Siglufjörður Frétt sem lesin var i útvarpi hinn 1. mars um að’i Siglósildværi unnið að hálfu var mjög villandi. Þar mættu 14 manns til vinnu báða dagana, sem aðgerðirnar tóku til, 10 konur og 4 karlar, og eru sumar kvennanna aðeins i hálfs dags starfi. Að öðru leyti lá öll vinna félaga verkalýðsféiagsins niðri, þó var i samráði við verkaiýðsfélagið haldið áfram vinnu við viðgerðir á skemmdum sem urðu á hita- veitu staðarins i snjóflóðinu. Verslanir voru opnar en þó lagði verulegur hluti verslunar- fólks niður vinnu, og voru skrif- stofur Sildarverksmiðju rikisins, Þormóðs ramma og Sigluf jarðar- kaupstaðar lokaðar. Barnaskólinn og grunnskólinn voru lokaðir og mættu aðeins tveir af öllu kennaraliðinu til vinnu. A Raufarhöfn mun einn verk- smiðjustjóri hafa hótað fólki öllu illu ef það tæki þátt i aðgerðun- um, en ekki hefur fengist frekari vitneskja um þær hótanir enn. Svona hótanir verða að minum dómi bara til að þjappa fólki enn frekar saman og herða það upp i að standa saman, sagði Hákon Hákonarson að lokum. r Isafjörður: Lægra kaup og hærra vöruverö virðist vera þaö sem fólkið hér vill, segir formaöur Verkalýös- félagsins Baldurs „Þessar aðgerðir tókust vægast sagt hörmulega hér, sérstaklega hvað varðar stjórn þessa féiags”, sagöi Pétur Sigurðsson, formaður Vlfél. Baldurs á Isafirði. Það voru aðeins tveir stjórnar- meðlimir sem sinntu samþykkt félagsins og lögðu niður vinnu, og er það fyrir neðan allar hellur, sagði Pétur. Fiskvinnslufyrirtækin voru öll 1 gangi en vinna stöðvaðist hjá bæjarverkamönnunum. Mér sýn- istá þessu, að fólk sé hreinlega aö mótmæla þvi aö hafa kaupiö svona „hátt” og vöruverð svo „lágt”, og bendi þvi til ráða- manna, rikisstjórnar og Alþingis, að lækka kaupiö dálitið meira og hækka vöruveröiö. Siðan á senni- lega að selja rikisvaldinu og at- vinnurekendum sjálfdæmi i hend- ur i þvi hvernig skuli semja um kaup og kjör launamanna, og láta það bara fara eftir þvi hvað þeir teljisig geta borgaö hverju sinni. Eða hvernig á maður að skilja þetta aðgeröarleysi, sagði Pétur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.