Þjóðviljinn - 04.03.1978, Síða 9
Laugardagur 4. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
V andamál
í Þebu
Sigfinnur Karlsson
Sigfinnur Karlsson,
formaður
A Iþýðusambands
Austurlands:
Góð
þátttaka
Á Austuriandi var þátttaka i
vinnustöðvuninni nokkuð misjöfn
að sögn Sigfinns Karlssonar, for-
manns Alþýðusambands Aust-
fjarða.
Á Neskaupstað var þátttakan
sennilega einna mest og var þvi
sem næst algjör stöðvun i at-
vinnulifinu báða dagana.
A'Seyðisfiröi var ein vélsmiðja
alveg stopp og eitthvað af fólki
Jagði niður vinnu á öllum vinnu-
stöðum. Þvi hefur heyrst fleygt
að atvinnurekendur á Seyðisfirði
hafi óspart hótað fólki brott-
rekstri úr vinnu ef það tæki þátt i
verkfallinu.
Litið var kennt i skólum, þar
sem meiri hluti kennaraliðs lagði
niður vinnu og dagheimilið var
hálflamað.
A Hornafirði var litið unnið i
frystihúsinu, sem er stærsti
vinnustaður bæjarins. Vélsmiðj-
an var alveg lokuð. Verkalýðsfé-
lagið á Hornafirði hefur gefið út
kauptaxta i samræmi við kjara-
samningana frá þvi i vor.
Aðspurður um hvort hann héldi
að til mikilla refsiaðgerða kæmi
gagnvart þeim sem lögðu niður
vinnu á Austurlandi þéssa daga
sagði Sigfinnur, að hann vildi nú
ekki trúa þvi, en maður veit svo
sem aldrei hvað þeir geta verið ó-
forskammaðir þessir atvinnurek-
endur sagði hann enn fremur. Og
það virðistenn eima töluvert eftir
af þeim þrælsótta, sem löngum
hefur einkennt samskipti at-
vinnurekenda og verkafólks þó
þess gæti i miklu minna mæli hjá
yngra fólkinu. En mér finnst að
sá háttur ætti fyrir löngu að vera
aflagður að kúga fólk með því að
hóta því atvinnumissi, sagði Sig-
finnur.
Vesturland:
Góð
þátttaka
A Vesturlandi var þátttaka i
vinnustöðvuninni 1. og 2. mars
yfirleitt góð, og ég held að það
megi segja að hún hafi jafnvel
vcrið vonum framar, sagði
formaður A lþýðu sa mb ands
Vesturiands, Gunnar Már
Kristófersson, i samtali viö
Þjóðviljann i gær. A einstökum
stöðum gengu mótmálaaðgerð-
irnar eins og hér segir:
Akranes
Þar var almenn þátttaka i
verkfallinu. í Sementsverksmiðj-
unni var aðeins skrifstofufólk við
vinnu og leyfi var veitt til að
halda heitum ofnum, en til þess
hefur alltaf verið veitt undanþága
iverkföllum. Annars voru flestöll
fyrirtæki óstarfhæf eða lömuð.
Borgarnes
I Borgarnesi var vinnustöövun
almenn, nema hvað vegagerðar-
menn unnu sumir seinni daginn,
2. mars.
Verslunarmenn voru i verkfalli
báða dagana. Eitt fyrirtæki i
Borgarnesi, Borgarplast h.f.,
hefur samið við verkalýðsfélagið
um að halda kjarasamningunum
óbreyttum i gildi. Þar var þvi
ekki um neina vinnustöðvun að
ræða. Verkalýðsfélagið hefur gef-
ið út kauptaxta i samræmi við
samningana frá 22. júni s.l.
Mjög villandi frétt var frá
Borgarnesi i hádegisfréttum i
fyrradag, þar sem sagt var að
Vegagerðin ynni af fullum krafti.
Hið rétta er að sumir af véla-
mönnum mættu, en enginn járn-
iðnaðarmaður.
Starfsemi i mjólkurbúinu i
Borgarnesi lá að mestu niðri,
sumir bilstjóranna mættu en ekki
allir, eins og sagt var i fréttinni,
en þeir keyrðu ekkert, þvi ekki
var tekið á móti mjólk. Þá var
sagt i útvarpinu að viða hefði ver-
ið unnið seinni verkfallsdaginn
þar sem ekkivar unnið hinn fyrri,
en formaður verkalýðsfélagsins
kvað þessu öfugt farið þvi á sum-
um stöðum þar sem unnið var
fyrri daginn var ekkert unnið
seinni daginn.
A Hellissandivar vinnustöðvun
algeroglá alltatvinnulif þar niðri
báða dagana. 1 Stykkishólmi var
þátttaka i vinnustöðvuninni
almenn og allgóð var hún i
Grundarfirði, en i Ólafsvik var
sums staðar unnið.
Þessa tvo daga voru Borgnes-
ingar með opið hús i Snorrabúð.
Þar voru kaffiveitingar og kom
fólk þangað til að ræða málin og
fylgjast meö framgangi mála.
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
formaður
Landssambands
iðnverkafólks:
Okkur
tókst ekki
nema
sæmilega
„Þvi miður get ég ekki sagt að
ég sé ánægður með þátttöku Iðju-
fólks i þessari vinnustöövun, hún
tókst ekki nema sæmilega að
minum dómi. Og ástæðan var ein-
göngu sú að forystan var slök hjá
félögunum”, sagði Björn Bjarna-
son formaður Landssambands
iðnverkafólks er við spuröum
hann um árangur Iðjufélaga i
verkfallinu 1. og 2. mars.
Björn benti á að til að mynda
hér i Reykjavik hefði formaður
Iðju lagst gegn þvi að félagar i
Iðju færi i verkfall og þaö hefði
svo komið i ljós verkfallsdagana,
þegar menn úr trúnaðarmanna-
ráði félagsins fóru á vinnustað-
ina, þar sem unnið var og ræddu
við fólkið, að flestir hafi haldið að
Iðja ætlaði ekki að taka þátt I
verkfallinu vegna ummæla for-
manns félagsins, en meirihluti
stjórnar og trúnaðarmannaráðs
ákvað að svo skildi vera i blóra
við formanninn.
,,En ef á heildina er litið má
ljóst vera að samtök launafólks
koma mjög sterk útúr þessum á-
tökum og mun sterkari félagslega
en áður en lagt var út i þau. Það
komu að visu i ljós veikir hlekkir,
en það var mjög gott að fá það
fram hvar þá væri að finna áður
en til aðal átakanna kemur, nú
vita menn hvar þá er að finna
sem svíkjast undan merkjum
þegar nauðsyn ber til að verka-
lýðshreyfingin standi saman sem
ein heild,” sagði Björn Bjarnason
að lokum.
— S.dór
Jón Snorri Þorleifsson
Jón Snorri
Þorleifsson formaður
Trésmiðafél.
Reykjavikur:
Þátttakan
eins og
best vard
á kosið
„Þátttaka trésmiða i verkfall-
inu var eins og best varð á kosið,
segja má að verkfall þeirra hafi
verið algert. Við höfum opið hús
hjá okkur hér á skrifstofunni og
hingað komu fjölmargir félagar
og fóru eftirlitsferðir um borgina
og allsstaðar var sömu sögu að
segja enginn maður að vinna. Og
um leið sáu trésmiðir hvort aðrir
byggingariðnaðarmenn voru að
störfum og álit þeirra var að
þáttttaka byggingarmanna i
verkfallinu hafi verið mjög
almenn”, sagði Jón Snorri
Þorleifsson formaður Trésmiða-
félags Reykjavikur i gær.
Jón sagði að þessir tveir dagar
hefðu likst mjög fyrstu dögum
venjulegs verkfalls að flestu leyti
og væru trésmiöir ánægðir með
sinn þátt i þessum aðgerðum.
,,Ég hef að sjálfsögðu ekki enn
sem komið er neina heildarmynd
yfir aðgerðirnar, en samt er ljóst
að þær hafa heppnast mjög vel,
einkum má i þvi sambandi nefna
verkamenn, byggingarmenn og
málm-og skipasmiði. Það liggur
þvi alveg ljóst fyrir að samtök
launafólks koma afar sterk útúr
þessum átökum, mun sterkari en
þau voru fyrir aðgerðirnar”,
sagði Jón Snorri. —S.dór
Þjóðleikhúsið sýnir
ÖDÍPÚS KONUNG
eftir Sófókles
I þýðingu Helga Hálfdánarsonar
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Grisku harmleikirnir eru,
eins og flestir vita, upphafs-
punktur allrar evrópskrar leik-
ritunar — og að sumu leyti
endapunktur lika, þvi að þeir
hófust til þess stigs fullkomnun-
ar sem siðan hefur tæplega
náðst. ödipús konungur er með-
al hinna fullkomnustu af, þess-
um leikjum að formi og efnis-
meðferð, enda tekur Aristóteles
dæmi af þessu verki framar
öðrum i skáldskaparfræöum
sinum. Það er þvi ekki óeðlilegt
að leikhús með nokkurn metnað
i listrænum efnum telji sér fyrr
eða siðar skylt að takast á við
þetta verkefni.
Það er hins vegar ekki einfalt.
mál að koma þessum verkum til
skila með fullnægjandi hætti á
nútimasviði. Þar eru mörg ljón
á veginum. Hið fyrsta er text-
inn. Það er mikill vandi að
klæða hinn forna texta i þess
háttar búning að hann nái til
okkar með áhrifum eitthvað
svipuðum þeim sem hann hafði
á sina upphaflegu áhorfendur.
Égkann að visu enga grisku en
hef það eftir traustum heimild-
um að texti Sófóklesar sé allt i
senn: hljómfagur, einfaldur,
skýr og tignarlegur. Mér sýnist
þýðing Helga Hálfdánarsonar
ná furðulangt i þvi að koma
þessum eiginleikum til skila, að
minnsta kosti er texti hans með
afbrigðum skýr og kliðmjúkur,
og ég held að hann sé einfaldari
og aðgengilegri en þýðing hans
á Antigónu. Hvað snertir nýleg
skrif Jóns Gislasonar vil ég taka
það fram að ég tel fráleitt að
flytja þessi verk i óbundnu máli,
þar sem still þeirra og eðli er
svofasttengt þvi upphafna mál-
farisem einungis næst i bundnu
máli.
1 þessu tilviki sýnist mér að
textavandinn hafi verið leystur
á sæmilega viðunandi hátt. En
þá taka við vandamál stils og
sviðsetningar, og þau eru
kannski öllu erfiðari og flóknari.
Það er vonlaust með öllu að
reyna að hverfa aftur til hins
upprunalega i þessum efnum,
grískt leikhús var svo ólikt okk-
ar leikhúsi að slikt er útilokaö:
viðmundum tæplega sætta okk-
ur við grímuklædda leikara á
stultum leikandi með griðar-
stórum og ýktum hreyfingum.
Hins vegar eru þessi verk ekki
raunsæisleg i neinum venjuleg-
um skilningi, þannig að natúra-
liskar aðferðir eiga hér tæplega
við. Sú leið sem farin er i þess-
ari sýningu er eins konar mála-
miðlun, stilfærð en þó ekki um
of og með ákveðnum en þó ekki
sterkum raunsæisdráttum. Mér
þótti þessi aðferð ekki sannfær-
andi, sýningin varð stirðleg
mjög viða, með miklum og ó-
eðlilegum uppstillingum þar
sem leikarar stóðu og fóru með
ljóðrænan texta, en árangurinn
er sá að dramatiskur kraftur
verksins fer forgörðum. Leik-
myndin átti held ég sinn þátt i
þessu. Hún er að visu haglega
gerð, en stilfærsla hennar er af-
skaplega stif og hornótt og verk-
ar þrúgandi og lif laus á mann til
lengdar. Auk þess er stQl henn-
ar afskaplega laus við að vera
grískur, þessi stifni og harka
minnir meira á fornegypta eða
babýlóniumenn.
Eitt vandamál i uppsetningu
griskra leikja er kórinn. Hann
er sá þáttur griskrar leikhefðar
sem okkur er mest framandi og
er þvi erfiðast að fá til að
verka eðlilega. t þessari sýn-
ingu náði kórinn aldrei að koma
hlut sinum til skila svo vel færi
og var einn veikasti hluti sýn-
ingarinnar. Honum tókst ekki
einusinni að koma texta sínum
til skila svo að vel færi, en það
er auðvitað fullkomið grund-
vallaratriði.
Eins og ég hef þegar minnst á
þótö mér sýningin almennt of
stirð, o;f uppstillingakennd, of
settleg. Þetta gilti einkum og
sérilagi i fyrri hluta hennar. i
seinni hlutanum lifnaði talsvert
yfir henni: það var eins og hún
tæki allt I einu á sig annan blæ
þegar Þorsteinn ö. Stephensen
kom vappandi inná sviðið svona
lika broshýr og manneskjulegur
oghafði greinilega alveg gleymt
þvi að hann var að leika i grisk-
um harmleik. Eftir það gerðist
margt skemmtilegt og Gunnar
Eyjólfsson sýndi mikil tilþrif i
þá átt að sýna okkur vaxandi ör-
væntingu ödipúsar og fall hans
niður i hyldýpið og náði vissu-
lega tökum á manni með krafti
sinum og skýrri framsögn, þó að
allmikið skortiá að hann sýndi
okkur þá ummyndun og opin-
berun sem hlutverkinu á að
fylgja, vekti með okkur þá
skelfingu og vorkunn sem leiða
á til hreinsunar sálarinnar.
Leikarar skiluðu yfirleitt sin-
um hlut mjög þokkalega. Helga
Bachmann fór snoturlega með
hlutverk Jóköstu og það voru
fallegir hlutir i samleik hennar
og Gunnars. Rúrik Haraldsson
var traustur Kreon, Baldvin
Framhald á bls. 17
Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og Þorsteinn ö. Stephensen i
hlutverkum sinum I ödipusi.