Þjóðviljinn - 04.03.1978, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 r sjjónvarp Kaldi Luke „Kaldi Luke” (Cool Hand Luke) er bandarisk biómynd frá 1967, sem sýnd verður i sjónvarpinu i kvöld kl. 21.40. Leikstjóri er Stu- art Rosenberg. AOalhlutverk leika Paul Newman, George Kennedy og Dennis Hopper. Myndin var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum viö góOa aösókn. útvarp Fjórði þáttur um Vatnajökul: Rannsóknir og ferðalög í kvöld kl. 19.35 verður fluttur siöasti þátturinn af Ijórum um Va tnajökul og nefnist hann „Rannsóknir og ferðalög”. í þættinum verður rætt við Helga Björnsson, Sigurð Þórarinsson, Guðmund Jónasson og Pétur Þor- leifsson. Tómas Einarsson hefur umsjón með þættinum og lesari er Valtýr óskarsson. I bókinni „Landið þitt”, 2. bindi, eftir Steindór Steindórsson, segir svo um ferðir á jökulinn: „Lengi vissu menn lítið um Vatnajökul og meira að segja var nafn hans á reiki, og vafasamt, hvort hann hefur átt nokkurt sameiginlegt heiti. Oft var hann, eða a.m.k. hluti af honum, nefnd- ur Klofajökull, svo er það t.d. á uppdrætti Þorvalds Thoroddsens. Þá er hann oft i annálum nefndur Austurjöklar. Löngum var fáför- ult um jökulinn. Þjóðsagan um Grimsvötn gæti þó bent til ein- hverra mannaferða þangað. Þá er vist, að norðlenskir vermenn fóru til sjóróðra suður yfir jökul til Hornafjarðar og Suðursveitar. Er þar a.m.k. um tvær leiðir að velja, og jökulgangan sjálf 20 eða 50 km löng, eftir þvi hvor leiðin er valin. Talið er, að verferðir að norðan til Suðursveitar hafi lagst niður eftir 1575, en þá drukknuðu þar 93 menn, flest Norðlendingar, á góuþrælinn. Sagnireru um það, að Suöursveitungar hafi farið til grasa norður að Snæfelli, og skjalfest er, að Skaftafellsbændur áttu rétt til hrossagöngu i Möðru- dal, og Möðrudalsmenn skógar- höggsitak á Skaftafellsskógi. .... Fyrsta ferð yfir Vatnajökul, sem fullar heimildir eru um, er ferð Englendingsins W.L. Watts 1875. Lagði hann upp frá Núpstað og kom af jökli hjá Kistufelli eftir 12 daga ferð. Skotar tveir, J.H. Winger og L.S. Muir, fóru næstir yfir jökulinn. Komu þeir norðan yfir af Brúarjökli og suður i Fljótshverfi. Vorið 1912 fór J.P. Koch, danskur herforingi og land- könnuður við 5. mann á hestum yf ir Vatnajökul frá Brúarjökli og suður i Esjufjöll og sömu leið til baka. 1919 fóru Sviarnir Hakon Wadell og E. Ygberg fyrstu eigin- legu rannsóknarferðina um sunn- anverðan Vatnajökul. Fundu þeir þá eldstöðvarnar i Grimsvötnum. Við þá eru kenndir Sviahnjúkar á Grimsfjalli. Fyrsta ferð íslend- inga yfir Vatnajökul var vorið 1926. Fóru hana Hornfirðingarnir Unnar Benediktsson, Sigurbergur Árnason og Helgi Guömundsson. Fóru þeir fram og aftur yfir þver- an jökulinn. Arið 1934 verða timamót i sögu Vatnajökuls. Þá varð eldgos i Grimsvötnum og fóru þeir fyrstir til eldstöðvanna Jóhannes As- kelsson, jarðfræðingur, og Guð- mundur Einarsson frá Miðdal. Voru siðan farnar ýmsar ferðir þangað næstu árin. Vorið 1936 var gerður út mikill rannsóknarleið- angur um Vatnajökul undir for- ystu H.W. Ahlmanns prófessors i Sviþjóð og Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Sumarið 1947 stóö Steinþór Sigurðsson, magister, fyrir fyrstu vélsleðaferðinni um Vatnajökul. Haustið 1950 strand- aði flugvélin Geysir austanhallt á Bárðarbungu. Voru þá farnar nokkrar ferðir til að bjarga fólki og farangri bæði um haustið og næsta vor. 1 mars 1951 var fransk- islenskur leiöangur við rannsókn- ir á Vatnajökli. Voru þá gerðar þykktarmælingar á jöklinum, nema austasta hluta hans. Jökla- rannsóknafélag tslands var stofn- að 1950. Lét það reisa fjóra skála á og við Vatnajökul, í Esjufjöll- um, á Breiðamerkurjökli, i Tungnárbotnum og á Grimsfjalli. Siðan 1953 hefur félagið gengist fyrir fjölda feröa um jökulinn bæði til rannsókna og skemmt- unar. Er Vatnajökull nú best kannaður islenskra stórjökla.” 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 Og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir, Barnatími kl. 11.10.: Dýrin okkar. Stjórnandinn, Jóina Hafsteinsdóttir spjallar um fugla. Ingibjörg Agústs- dóttir segir frá fuglum sem hún á. Lesið úr þjóðsögum o.fl. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan. Sigmar B. Hauksson kynnir dagskrá útvarps og sjón- varps. 15.00 Miðdegistónleikar a. Trió i C-dúr fyrir tvö óbó og horn op. 87 eftir Ludwig can Beethoven. Péter Pongrácz og Lájos Tóth leika á óbó, Mihály Eisenbacher á horn. b. Sönglögop. 103 eftir Louis Spohr, Anneliese Rothen- berger syngur: Gerd Starke leikur á klarinettu og Gunt- her Weissenborn á pianó. 15.40 islenskt mál.Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go) Leiðbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Davið Copperfield” eftir Charles Dickens: Anthony Brown vjó til útvarpsflutnings. (A. útv. 1964). Þýðandi og leik- stjóri: Ævar R. Kvarán. — Fyrsti þáttur. Persónur og leikendur: Davið / Gisli Alfreðsson, Frú Pegothy / Anna Guðmundsdóttir, Herra Pegothy / Valdimar Lárusson, Davið sem barn / Ævar Kvaran yngri, Emelia litla / Snædis Gunnars- dóttir, Mamma / Kristbjörg Kjeld, Herra Murdstone / Baldvin Halldórsson Ungfrú Murdstone / Sigrún Björns- dóttir. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vatnajökull Fjóröi og siðasti þáttur: Rannsóknir og ferðalög. Umsjón: Tómas Einasson, — Rætt við Helga Björnsson, Sigurð Þórarinsson, Guömund Jónasson og Pétur Þor- leifsson. Lesari: Valtýr Óskarsson. 20.05 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur Jóhann Hjálmarsson stjórnar þættinum. 21.00 Walter Klien leikur á pianósmálög eftir Mozart. 21.20 Tveir á tali Valgeir Sigurðsson ræðir við Helga Gislason, bónda i Skógar- gerði i Fellum. 21.45 Divertimenti fyrir tvö barytón-selló og selló eftir HaydnJanos Liebner leikur á öll hljóðfærin. 22.00 Úr dagbók Högna Jón- mundar Knútur R. Magnússon lýkur lestri úr bókinni „Holdið er veikt” éftir Harald A. Sigurðsson. 22.20 Lestur Passiusálma Geir Waage guðfræðinemi les 34. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 16.30 iþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.45 Skiðaæfingar(L) Þýskur myndaflokkur. 2. þáttur. Þýðandi Eirikur Haralds- son. 18.15 On We GoEnskukennsla. Atjándi þáttur endursýnd- ur. 18.30 Saltkrákan (L) Sænskur s jón varpsmyndaf lokkur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 19.00 Enska knattspyrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Menntaskólar mætast (L) t þessum þætti eigast við Menntaskólinn i Kópa- vogi og Menntaskólinn á Laugarvatni. A milli spurn- inga leikur Finnur Kristins- son á gitar, og Vilberg Vigg- ósson leikur á pianó. Dóm- ari Guðmundur Gunnars- son. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.55 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur gaman- þáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.40 Kaldi Luke (Cool Hand Luke) Bandarisk biómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Stuart Rosenberg. Aðalhlut- verk Paul Newman, George Kennedy og Dennis Hooper. Luke Jackson er dæmdur til tveggja ára þrælkunarvinnu fyrir óspektir á almanna- færi. Hann strokar fanga- vörðunum og nýtur brátt mikils álits hinna fanganna. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.40 Dagskrárlok Pétur og vélvnennið eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.