Þjóðviljinn - 04.03.1978, Side 16

Þjóðviljinn - 04.03.1978, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1978 Stórleikur Kristjáns dugði ekki gegn KR og Valur tapaði fyrir KR í l.deild 70:69. Kristján ✓ Agústsson átti stórleik og skoraði 29 stig. Andrew Piazza skoraði 23 stig fyrir KR KR-ingar tryggðu stöðu sína á toppi 1. deildar í körfuknattleik verulega á f immtudagskvöldið er þeir sigruðu gott Valslið með 70 stigum gegn 69 í æsispenn- andi leik f Hagaskóla. Staðan i leikhléi var 45:36 Val i vil. Leikur þessi var vel leikinn af beggja hálfu og mátti vart á milli sjá hvort liðið léki betur. Valsmenn byrjuðu með miklum látum og komust i 23:12 i byrjun leiksins og voru þeir mun ákveðn- ari en KR-ingar i fyrri hálfleik. Staðan varð siðan 27:14 og enn siðar 49:23 og munaöi þar mestu um stórkostlegan leik Kristjáns Ágústssonar og Rick Hockensos, en þessir tveir leikmenn báru höf- uð og herðar vfir aðra leikmenn hjá Val að þessu sinni. 1 fyrri hálfleik skoruðu Valsmenn 45 stig og þar af gerðu þeir tveir 38 sem talar sinu máli. En KR-ingar mættu tviefldir til leiks i siðari hálfleik og tóku að saxa á forskot Vals, og þegar leiknar höfðu verið sjö minútur af siðari hálfleik komust þeir yfir i fyrsta skipti i leiknum, 54:53. Eftir það var leikurinn i járn- um, og skiptust liðin á að hafa eins stigs forskot eða þar til undir lokin að KR náði þriggja stiga forskoti, og það var meira en Valsmenn réðu við, og leiknum lauk þvi eins og áður sagði með sigri KR 70:69. Maður hafði það á tilfinning- unni i fyrri hálfleik að Valur myndi vinna stórsigur að þessu sinni. KR-ingarnir fóru að láta dómarana fara i taugarnar i sér og slikt kann aldrei góðri lukku að stýra. En þeir áttuðu sig á hlutun- um i seinni hálfleik, og þá var allt annað aö sjá til liðsins. Þá lék gamla góða KR mjög vel, og er ekki hægt að tala um heppnissig- ur að þessu sinni. Lið sem vinnur upp 16 stiga forskot á timabili i siðari hálfleik með fjóra af sinum bestu leikmönnum með 4 villuri það lið hlýtur að vera gott lið. Kristinn Stefánsson var bestur KR-inga að þessu sinni, hreint ótrúlega sterkur i vörninni, og var oft gaman að sjá hann gnæfa einan yfir aðra leikmenn á vellin- um og hirða fráköstin með látum. Einnig var Andrew Piazza góður, en hann sagði eftirfarandi um Kristinn að leik loknum: „Það var unaðslegt að sjá Kristin, i sið- ari hálfleik sérstaklega. Þá var það hvað eftir annað sem hann gnæfði með höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og hirti fráköstin sem tröll væri. Hann lék stórkost- lega.” Þá má ekki gleyma Jóni Sig- urðssyni, en hann lék mjög vel að vanda. Piazza var stigahæstur að þessu sinni með 23 stig, en Jón skoraði 18. Það var greinilegt að vonbrigði Valsmanna eftir leikinn voru mikil. Þeir léku mjög vel i fyrri hálfleik en I þeim siðari var sem allur botn dytti úr leik liðsins. Kristján Ágústsson var bestur að þessu sihni og lék sinn besta leik fyrir Val. Einnig var Rick Hockenos góð- ur, en það sem gerði gæfumuninn fyrir Valsmenn að þessu sinni var það, að liðið byggðist of mikið á tveimur leikmönnum þ.e.a.s. þeim Kristjáni og Rick. Aðrir Framhald á 17. siðu. Ekkert óvænt í bikarnum Fram sigraði KR, Víkingur Ármann og Valur Fylki í verkfallinu þann 1. og 2. mars fóru fram þrir leikir i Bikar- keppni HSI, og urðu úrslit þau, að Valur sigraði Fylki, 26:14, og var greinilegt að leikmenn Fylkis tóku lifinu með ró, þvi þeir eiga mikilvægan leik fyrir höndum — gegn Leikni i dag, og ef þeir sigra þá hafa þeir tryggt sér 1. deildar sæti að ári. Það var þvi skiljan- legt að Fylkismenn tækju lifinu rólega gegn Val. Þá sigraði Fram KR auðveld- lega i miklum markaleik með 28 mörkum gegn 22. Munaði þar mestu fyrir Framara aö Guðjón Einarsson varði mark Fram vel eftir langa fjarveru, og einnig að Gústaf Björnsson var i miklum ham og skoraði 10 mörk fyrir Fram. Þá lék Birgir Jóhannsson vel. Simon Unndórsson skoraði mest fyrir KR eöa sex mörk. Vikingar léku gegn Ármanni og náðu góðri stöðu i byrjun 8:2, en þá fór allt úr skorðum og Ar- menningar náðu að minnkamun- inn niður i eitt mark i siðari hálf- leik 13:12, en þá vöknuðu Viking- ar til lifsins á ný, og leiknum lauk með öruggum sigri þeirra, 21:14. SK. Um helgina... Mikiö verður um að vera fyrir islenska iþróttaunnendur um helgina, en það helsta er þetta: Kl. 14.00 i dag fer fram úrslita- leikur tslandsmótsins i blaki og eigast þar við lið ÍS og Þróttar. Er um hreinan úrslitaleik að ræða, oger fólk hvatt til að láta sigekki vanta i Hagaskólann, þvi þar verður hart barist og örugglega hörkuleikur. Islandsmótið i júdói ferfram á morgun, fyrri hluti, og verður glimt i iþróttahúsi kennarahá- skóla og hefst keppnin kl. 14.30. Þá fer fram i dag einn af Ur- slitaleikjum íslandsmótsins i handknattleik, en þá leiöa saman hesta sina lið FH og Vikings. Verður þar um hörkuleik að ræða og hefst hann i Laugardalshöll kl. 15.30. ÍR-ingar fá þaö skemmtilega verkefni i dag að bregða sér i ljónagryfjuna i Njarövikum og leika gegn heimamönnum i 1. deildinni i körfuknattleik. Þá leika IS og Armann i Hagaskóla á morgun og hefst leikurinn kl. 14.30. Tekst Fylki að vinna sæti i 1. deild i handboltanum i dag? Svar- ið verður að finna i Laugardals- höll strax og leik Vikings.og FH loknum. SK. Stefán Reykj avíkurmeistari og Ármann Reykjanesmeist. BRIOGE Umv'or ' QÍáfuf. Ldi isson Frá Reykjavíkurmótinu Þá er Reykjavikurmótinu i sveitakeppni 1978 lokið og bar sveit Stefáns Guðjohnsens sigur úr býtum. Geysihörð keppni var á milli þeirra og sveit Jóns Ásbjörns- sonar. Sveit Jóns sigraði alla sina leiki, og hafði forystu allt mótið, þar til sveit Stefáns seig framúrá lokasprettinum. Þess- ar sveitir voru i sérflokki. Röð sveita varð þessi: stig 1. Sv. Stefáns Guðjohns* 104 2. Sv. Jóns Ásbjörnss. 102 3. Sv. Sigurj. Tryggvas. 71 4. Sv. Hjalta Eliass. 66 5. Sv. Dagbj. Grimss. 55 7.Sv. Jóns Hjaltas. 36 1 sigursveitinni eru: Stefán Guðjohnsen, Jóhann Jónsson, Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórsson. í sveit Jóns Á., eru auk hans: Simon Simonarson, Jón G. Jónsson, Ólafur Haukur Ólafs- son, Helgi Jónsson og Helgi Sig- urðsson. Jafnframt keppni i M. f 1., var keppt i 1. flokki. Sex sveitir kepptu þar um 4 laus sæti til þátttöku I undankeppni Islands- móts, sem hefst i lok mars. Úrslit I 1. flokki uröu þessi: stig 1. Sv. Páls Valdimarss. 94 2. Sv. Guðm.T. Gislas. 76 3.Sv.Sig. B.Þorsteinss. 64 4. Sv. Esterar Jakobsd. 29 5. Sv. Steingr. Jónass. 26 6. Sv. Eiðs Guðjohns. 0 1 sveit Páls eru: Páll Valdi- marsson, Valur Sigurðsson, Tryggvi Bjarnason, Daniel Gunnarsson og Steinberg Rik- harðsson. Keppnisstjórn var I höndum Guðmundar Kr. Sigurössonar. Frá Reykjanesmótinu Reykjanesmótinu i sveita- keppni 1978 er lokið. Sveit Ar- manns J. Lárussonar úr Kópa- vogi bar sigur úr býtum. Sveitin sigraði örugglega i mótinu. Sveit Armanns sigraöi einnig i mótinu 1976, en tapaði naum- lega i fyrra, fyrir sveit Björns Eyst., úr Hafnarfirði. Að þessu sinni, var sveitin skipuö: Ár- mann J. Lárusson fyrirl., Sævin Bjarnason, Vilhjálmur Sigurðs- son, Jón Páll Sigurjónsson og Guðbrandur Sigurbergsson. Er þetta stórglæsilegt hjá „kónginum” úr Kópavogi, en sveitin er einnig nv. bikarmeist- ari BSt. Smá leiðindamál skaut upp kollinum I lokaumferð mótsins, en stendur vonandi til bóta, er þetta er skrifað. 5 efstu sveitir unnu sér rétt til þátttöku i und- ankeppni tsl,- mótsins, sem hefjast i lok mars. Einnig á svæðið rétt á 2. varasveit i rnót- ið. Röð efstu sveita (með fýrir- vara) varð þessi: 1.SveitÁrmanns J.Lárussonar Kópavogi 2. Sveit Alberts Þorsteinssonar Hafnarfirði. 3. Sveit Gisla Torfasonar Kefla- vik 4. Sveit Björns Eysteinssonar Hafnarfirði 5. Sveit Guðmundar Pálssonar Kópavogi 6. Sveit Jónatans Lindals Kópa- vogi. Auk þessa, spilaði sveit Arnar Vigfússonar frá Selfossi, sem gestir I mótinu. Þeir eru Suöurl. meist. Stjórn BRU þakkar þeim þátttökuna. Og að lokum, fyrirhugað er aö hefja undankeppni fyrir tvi- menninginn um aðra helgi. Spilarar eru beðnir um aö láta skrá sig hið fyrsta hjá sinum félögum. Nánari keppnistimi og staöur veröur auglýstur siðar. Raðað verður i 3 riöla fyrri dag- inn, og raöaö siðan þversum seinni daginn. Ólafur Lárusson mun sjá um tvimenninginn. Fulltrúar i stj. BRU, munu gefa allar upplýsingar um keppnina, og skrá þá sem hyggja á þátt- töku. Svæðið á rétt á 10 pörum inn I tslandsmót i tvim. 1978., og munu 19 pör komast áfram úr undankeppni auk meistara frá fyrra ári, Lárusar Hermanns- sonar og Sævins Bjarnasonar. Ariðandi er, að menn láti skrá' sig strax. Frá BR Lokið er svokallaðri Board-a-match keppni félags- ins. Þátttaka var 14 sveitir og spiluð voru 10 spil milli sveita. Keppt var um bikar, sem Valur Fannar hefur gefið, I þessa ár- legu keppni. Einnig var keppt um eitt laust sæti, til þátttökp i M.fl., sveita- keppni BR 1978. Mikil barátta var um sæti þetta og stóð slag- urinn milli sveita Sigurðar, Páls og Guðmundar H. Sveit Sigurðar hafði leitt mót- iðsvo til, og henni tókst að halda réttinum, en sveit Stefáns Guð- johnsens sigraði með einu stigi ofar. Er þetta þriðji sigurinn i röð hjá sveit Stefáns og virðist sveitin vera komin á gott skriö. Röð efstu svéita varð þessi: stig 1. Sv. Stefáns Guðjohns. 151 2. Sv. Sig. B.Þorsteinsss. 150 3. Sv. Páls Valdimarss. 148 4. Sv. Guðm. Hermannss. 143 5. Sv. Simonar Simonars. 138 6. Sv. Jóns Gislas. 134 7. Sv. Guðm.T. Gislas. 133 Um helgina verður spilað I Boðsmóti BR, en það er tvi- menningskeppni 28 para meö þátttöku EM-meistarana Göthe-Morath frá Sviþjóö. Spil- að er á Loftleiðum og hefst keppni á laugardag. Fólk er hvatt til aö koma og sjá Sviana að „verki”. Og næsta miðvikudag hefst svo meistaratvimennings- keppni BR og spilaö er i M.fl og 1. fl.Eru 16 pör i hvorum flokki. 8 pör eiga rétt i M. fl„ úr tvi- menningskeppni fyrr I vetur og önnur 8 pör (i M.fl.) ráðast af samtölu meistarastiga þeirra para, sem sækja um þátttöku I keppninni. r Frá Asunum Nú er lokiö 10 umferðum (2 kvöldum) af 29, i Baromet- er-keppni félagsins. Forystuna hafa tekið ungir og efnilegir spilarar, og er gott bil i næstu pör. Staða efstu para er þessi: 1. Hrólfur Hjaltason — Runólfur Pálsson 1053 stig 2. Bjarni Sveinsson — Jón G unnar Pálsson 996 stig 3. Asmundur Pálsson — Þórarinn Sigþórsson 970 stig 4. Haukur Ingason — Þorlákur Jónsson 956 stig 5. Óli Andreasson — Sæ vin Bj ar na son 924 stig 6. Jón Hilmarsson — OddurHjaltason 919 stig 7. Armann J. Lárusson — Sverrir Armannsson 915stig 8. Guðbr. Sigurbergsson — JónPállSigurj.s. 912stig Meöalskorer 840 stig Næstu umferöir veröa spilaö- ar n.k. mánudag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.