Þjóðviljinn - 09.03.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 ^ATS^ Rannsóknarlögregla ríkisíns Innanhússfrágangur Tilboð óskast i innanhússfrágang hússins að Auðbrekku 61, Kópavogi. Verktaki skal sjá um smiði timburveggja, hurða, fastra innréttinga, gólfefnalögn, málningu inn- anhúss og utan, raflögn og loftræstilögn. Verkinu skai að fullu lokið 15. júli 1978. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 15.000. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 29. mars. 1978, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Skrifstofa Sha Tryggvagfitu 10 Rvk.,s179BB.er opin virka daga frá ki 13 til 17-giró 30309 7 Vesturbær Fundur laugardaginn 11. mars kl. 14.00 i Tryggvagötu 10. Fundar- efni: Dreifibréfaherferð. Mætið vel og stundvislega. Smáibúðahverfi: Fundur laugardaginn 11. mars kl. 10.30 fyrir hádegi I Tryggvagötu 10. Fundarefni: 1. Dreifibréfaherferð. 2. Styrktarmannakerfi. Ariðandi að félagar mæti vel og stundvíslega. ÚR NATO HEHNN BURT ÚTBOÐf Tilboð óskast i smiði og uppsetningu veggja, hurða, lofta og handriða ásamt málun, dúkalögn o.fl. allt innanhúss I göngudeildarálmu Borgarspitalans. (Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuveg 3 Reykjavik gegn 10 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28 mars 1978 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 „ Upplýsingar” í Morgunblaðinu Jens Kristian Horn: AAeöfylgjandi grein sendi höfundur AAorgunblaðinu s.l. haust, eftir að birst hafði í blaðinu grein um kosninaarn- ar í Noregi eftir Eyjólf nokkurn Guðmundsson, en þar telur höf undur að mjög haf i verið hallað réttu máli. Af einhverjum ástæðum hliðraði AAörgunblaðið sér hjá að birta greinina,og sendi höf undurinn hana þá Þjóðviljan- um til birtingar. Höf undurinn, Jens Kristian Horn, starf- ar sem sérkennari og hef ur þess utan mikinn áhuga á ís- lenskum málefnum, er þannig læs á íslensku og fylgist vel með gangi mála hér á landi. Greinln er skrifuð 1. nóvember s.l. Fyrst vil ég taka það fram að þvi ber að fagna, að Morgunblað- ið og önnur islensk blöð birti frá- sagnir af stjórnmálum og þjóðfé- lagsmálum i öðrum norrænum rikjum. Ekki verður mögulegt að þróa fram samvinnu milli Norðurlanda nema þvi aðeins, aö þjóðirnar öðlist meiri og betri þekkingu hver um aðra. Svo vik ég að tilefni þess, að ég skrifa blaði yðar. Frjálslega fariö með stað- reyndir. 1 Morgunblaðinu 27/10 birtist grein eftir Eyjólf Guðmundsson, og er sú grein alls ekki til þess fallin að auka þekkingu Islend- inga á landi minu. Til þess var höfundurinn of ónákvæmur um staðreyndir. Greinin er vissulega þannig úr garði gerð að Norð- menn, sem þekkja eitthvað til is- lenskra stjórnmála, fá lúmskan grun um að greinin hafi fremur haft þann tilgang að vera framlag i umræður á vettvangi innan- landsstjórnmála á Islandi en að fræða Islendinga um Noreg. Ég mun hér áðeins vikja a'ð nokkrum grófustu rangfærslum greinarhöfundar. — Dæmigert er fyrir vilja hans til þess að fara með rétt mál þegar hann skrifar: „Kommúnistar (Sosialistisk Valgforbund) hafa beðið hinar herfilegustu hrakfarir.... sem er bein afleiðing af stefnu þeirra i utanrikismálum”. Um það er fyrst að segja að yfir tvö ár eru siðan að Sosialistik Valgforbund (Sósialiska kosningabandalagið) skipti um nafn og heitir eftir það Sosialist- isk Venstreparti (Sósialiski vinstriflokkurinn). 1 öðru lagi er álika langt siðan Kommúnista- flokkur Noregs hafnaði þvi að eiga hlut að Sósialiska vinstri- flokknum. Kommúriistar buðu fram eigin lista og voru sem sagt ekki með Sósialiska vinstri- flokknum i þessum kosningum. Rangsnúið kosningafyrir- komulag 1 þriðja lagi myndi enginn norskur kosningakönnuður verða sammála Eyjólfi Guðmundssyndi um það, að kosningaósigur Sósialiska vinstriflokksins standi i nokkru sambandi við stefnu flokksins i utanrikismálum. Mergurinn málsins er sem sé sá, að margir kjósendur Verka- mannaflokksins kusu Sósialiska kosningabandalagið i kosningun- um 1973 vegna afstöðu Verka- mannaflokksins til Efnahags- bandalags Evrópu. I ár sneru margir þessara kjósenda aftur til Verkamannaflokksins. Ég held þvi ekki fram, að þetta sé eina ástæðan til fylgismissis Sósialiska vinstriflokksins, en þetta er mikilvægasta ástæðan. Einnig er ^ert að gefa þvi gaum, að á bak við hvern stórþingsmann Sósialiska vinstriflokksins eru nærri 50.000 kjósendur. Til sam- anburðar er rétt að upplýsa, að á bak við hvern þingmann Hægri- flokksins eru um 14.000 kjósend- ur. Ástæðan til þessa er óréttlátt kosningafyrirkomulag i Noregi. Hefðum viö haft samskonar kosn- ingafyrirkomulag og Islendingar, hefði Sósialiski vinstriflokkurinn fengið 4-5 þingmenn kjörna til Jens Kristian Horn. viðbótar. En þvi miöur vilja stóru flokkarnir, sem fyrst og fremst græða á núverandi kosningalög- um okkar, ekki breyta þeim. Bein ósannindi Siðar i grein sinni skrifar Eyjólfur Guðmundsson: „Sem kunnugt er hafa þeir (Sósialiski vinstriflokkurinn)... dregið taum Rússa.” Þar fer hann með bein ósannindi. Allir með visst lág- mark af getu og vilja til þess að meta málin hlutlægt vita að Sósialiski vinstriflokkurinn held- ur sig við óháða sósialiska pólitik, sem grundvölluð er á norskum raunveruleika. Eyjólfur Guðmundssort gerir einnig misheppnaða tilraun til þess að „upplýsa” lesendur Morgunblaðsins um hið svokall- aða Loran-C-mál. Ég vil þvi leyfa mér að rétta honum hjálparhönd. Hinar svokölluðu Loran-C-stöðv- ar eru ratsjárstöðvar, sem bandariskir kjarnorkukafbátar þurfa á að halda til þess að geta hæft skotmörk sin. Þetta þýðir að Noregur er orðinn eitt af mikilvæg ustu skotmörkunum i Evrópu, ef til kjarnorkustriðs kæmi milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Þegar Stórþingið samþykkti að byggja þessar stöðvar á sjöunda áratugnum, fékk þingið ekki ann- að að vita en að stöðvarnar yrðu aðeins notaðar i friðsamlegum tilgangí. Með öðrum orðum sagt fór rikisstjórnin á bak við Stór- þingið i þessu máli, vegna hvatn- ingar frá sendiráði Bandarikj- anna, meðal annars. Meirihluta Stórþingsins fannst þetta svo neyðarlegt fyrir sig að hann stimplaði skjölin um þetta sem leyndarmál og reyndi þannig að hindra að efni þeirra yrði látið uppi. Sósialiski vinstriflokkurinn leit hinsvegar svo á, að fólk ætti rétt á að fá að vita um slikt hátta- lag af hálfu Stórþingsmeirihlut- ans. Þessvegna sögðu Berge Furre og Finn Gustavsen það, sem þeir vissu um málið, á opin- berum fundi þremur vikum fyrir kosningar. Skemmdarverkamenn til Sovétríkja Eyjólfur Guðmundsson minnist einnig á njósnir og skemmdar- verk, sem norskir aðilar stunduðu gegn Sovétrikjunum á sjötta ára- tugnum. Aðgerðir þessar voru skipulagðar af CIA. Marchetti, fyrrum CIA-njósnari, lýsti þess- ari starfsemi við norskan blaða- mann i sumar með svofelldum orðum: „Það voru hreinræktuð- ustu ánorðingjahópar, sem við sendum þá inn i Sovétrikin. Þeir höfðu ekki fyrst og fremst fyrir verkefni að njósna, heldur bein- linis að stunda skemmdarverk, sprengingar og fleira.” Eyjólfur Guðmundsson slær botninn i „upplýsingar” sinar um Noreg með þessum orðum: „í stórum dráttum séð, eru úrslit norsku þingkosninganna ekki að- eins sigur Verkamannaflokksins og hægrimanna, heldur um leið sigur allra þeirra sem vilja efla varnir landsins og vilja að Noreg- ur verði áfram sjálfstætt riki ....” Viðvikjandi þessu rugli má benda á, að Nató-rikið Noregur eyðir gifurlegum fjárfúlgum i vopn — fjárfúlgum sem nota mætti til skynsamlegra hluta i heimi, þar sem þrir fjórðu hlutar mannkyns svelta. Þessi vopn eiga að notast gegn „óvininum,” sem er Rússar. Þessi „óvinur” hefur samt sem áður aldrei ráðist á Noreg. Þvert á móti frelsuðu rússnesk- ir hermenn nyrsta hluta lands okkar undan Þjóðverjum 1944-45. Þúsundir rússneskra hermanna dóu fyrir frelsi Noregs. Eftir striðið færðu Rússar sig aftur til baka yfir sin eigin landamæri. Lærdómur frá 1973 Tlínsvegar kom það skýrt fram 1973, I baráttunni út af aðildinni að Efnahagsbandalagi Evrópu, hvaða aðilar það voru, sem gátu hugsað sér að afsala sjálfstæði Noregs. Það voru Verkamanna- flokkurinn og Hægriflokkurinn, sem þá börðust ákafast fyrir aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu. Þeir höfðu ekkert á móti þvi að taka völd af Stórþinginu og fá þau i hendur tröllauknu skrifræðis- bákni suður i Briissel. Norsku þjóðinni auðnaðist sem betur fór að koma i veg fyrir þennan missi sjálfstæðisins i þjóðaratkvæða- greiðslunni haustið 1973. 1 þeirri baráttu kom fram heil- brigð skynsemi norsku þjóðarinn- ar. Hún sýnir sig oftar — það er hægt að vera viss um. Ef ekki áð- ur, þá að minnsta kosti eftir að Verkamannaflokknum og Hægri- flokknum hefur i sameiningu tek- ist að eyðileggja fiskimið okkar með fyrirhyggjulausum oliubor- unum sinum i Norðursjó. Karlistar sætta slg við Jóhairn Karl MADRID 7/3 — Jóhann Karl Spánarkonungur og fjarskyldur frændi hans, Carlos Hugo af Bourbon-Parma, hittust i dag og sömdu sáttsín á milli. Er þar með lokiðhálfrar annarrar aldar deilu tveggja greina spænsku konungs- ættarinnar, sem leitt hefur til þriggja borgarustrfða. Carlos Hugo prins, sem er leiðtogi svokallaðs Karlistaflokks er hefur vinstrisinnaða stefnu- skrá, sagði fréttamönnum nýlega að hann gerði ekki lengur tilkall til spænska hásætisins. Franco gerði hann útlægan 1968, en hann fékk að koma heim aftur i október s.l. — Umræddur klofningur inn- an Búrbóna-ættarinnar varð 1833, þegar Ferdinand sjöundi Spánar- konungur lést. Tók þá við riki tsabella önnur, dóttir hans, en Don Cartos, bróðir Ferdinands, véfengdi rétt hennar til krúnunn- ar. Sú misklið leiddi til þriggja borgarastriða, Karlistastriðanna svokölluðu. Karlistar, eins og stuðningsmenn Don Carlosar og erfingja hans eru nefndir, eru fylgismestir i Navarra. 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.