Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Síða 3
Fimmtudagur 9. mars 1978 ÞJÓÐVILJlNN — SIÐA 3 Húsgagnadeild Sími 28601 STAR COMBI Komið ogskoðið Vegghúsgögn — Kommóður — Skrifborð — Stereóbekkir VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA LÁGT ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI OPIÐ TIL KL. 6 í DAG Jón Loftsson hf. r*PT Hringbraut 121 -=—> -1UU J.7TT>S. J 'U' i: 1 )j i pN > : _J.JU J rnl'-r nTITtlUTO Simi 10600 Zambía kærir inn- rás frá Ródesíu LUSAKA 8. mars. Kenneth Kaunda forseti Zambiu, *sendir utanrikisráöherra sinn til New York i dag til að mótmæla árás herliös frá Ródesiu yfir landa- mærin. Hvit stjórnvöld í Ródesiu segja að Hér hafi verið um fyrir- byggjandi árás á sveitir skæru- liða að ræða og hafi 38 skæruliðar veriö felldir. Kaunda gagnrýndi einnig af- skipti Vesturveldanna af þvi samkomulagi sem stjórn Ian Smiths hefur gert við nokkra blökkumannaforingja i Ródesiu sjálfri, en hinir róttækari leiðtog- ar blökkumanna, Nkomo og Mugabe, neita að viðurkenna það samkomulag. Nkomo stjórnar skæruhernaði gegn Ian Smith frá Zambiu. Kaunda sagði i samtali við nýj- an sendiherra Breta i Lusaka að „væri ég Brezhnef mundi þaö hlægja mig, hvernig þiö á Vestur- löndum leggið allt upp i hendurn- ar á mér.” Ródesiuher hefur tilkynnt að hann hafi snúið aftur frá Zambiu. Zambiumenn segjast hafa skotið niður sex flugvélar fyrir and- stæðingunum. Hópur ungra myndlistamanna, sem rekið hefur sýningarsal í Aðalstræti 8 undir nafninu Sólon islandus, hefur nú orðið að hætta starfseminni vegna gifurlegrar hækkunar á leigu fyrir húsnæðið. Undanfarið hefur leigan verið 46 þús. kr. á mánuði, en 8. febrúar sl. tilkynnti Þorkell Valdimars- son, núverandi eigandi Aöal- strætis 8, aö hann hefði hækkað húsalciguna i 100 þúsund á mán- uði, eða rúmlega tvöfaldað hana. Myndlistarmennirnir tóku hús- næðið á leigu 4. desember 1976, en þá höfðu þeir unnið i 1 ár við að gera það upp. Er blaðamaður Þjóðviljans kom i Sólon Islandus i gær, voru myndlistarmennirnir að rýma húsnæðið. — Við tókum við þessu i brunarústum, sögðu þau, og vor- um i eitt ár að gera húsnæðið upp, áöur en við gátum opnað gall- eriið. Hér var enginn hiti og ekk- ert rafmagn, og við létum aka burt tveimur fullum vörubilum af drasli. Húsnæðið var þá búið að standa autt i 7 ár eftir brunann. Við þiljuðum hér allt að innan og máluðum. Siðan gerðum við leigusamning til eins árs, og átti leigan að vera lág vegna þess að við gerðum þetta upp. Viðgerðin hefði eflaust kostað 2-3 miljónir, ef iðnaðarmenn hefðu fram- kvæmt hana. Upphaflega leigan var 35 þúsund kr. á mánuði og hækkaði hún siðan samkvæmt visitölu, eins og um var samið. Þau sögðu að það væri vonlaust að reka sýningarsalinn með þess- ari leigu. Salurinn yrði þá dýrari en kjallari Norræna hússins t.d. Galleri Sólon Islandus hefur verið starfrækt i rúmt ár, eða frá 4. des. 1976 eins og áður sagði. Myndlistarmennirnir sögðu, að nú fyrst hefðu byrjunarörðugleik- arnir verið horfnir að mestu, og þau sáu fram á bjartari tima i rekstrinum. Salurinn hafði verið pantaður til sýninga nær út árið 1978. I gær voru þau að taka niður ljóskastara sina og sögðust ætla að reyna að koma þeim i verð upp i skuldir. Hópurinn mun nú að öllum likindum tvistrast — Leigj- endur hafa engan rétt, sögðu þau, nú er þetta orðið frambærilegt húsnæöi og þá er hægt að fara að græða á þvi. Og það er hverju orði sannara, að leigjendur eru réttlausir i þessu landi. Ófá dæmi eru þess, að leigjendur geri upp húsnæði kauplaust, og siðan er þeim sagt upp eftir stuttan tima, þegar hús- næðið er orðið verðmeira. Réttur þeirra gagnvart óprúttnum peningamönnum er enginn. —eös Fátæklegur lokatexti BELGRAD 8. niars. t dag var samþykkt lokaályktun ráðstefnu Evrópurikja um öryggi og sant- starf sem staðið hefur i Belgrad undanfarna mánuði. Textinn er mjög almenns eðlis. Þátttökurikin 35 lýsa þvi yfir að þau telji ráðstefnuna mikils virði og að þau vilji vinna að íullri framkvæmd alls þess sem sam- komulag hefur orðið um bæði á fyrsta áfanga ráðstefnunnar i Helsinki og svo nú. Það er játað að samstaða hafi ekkináðst um ýmsar tillögur sem til meðferðar voru og mun þar m.a., átt við ágreining um mann- réttindamál. Akveðið er að næsti áfangi ráðstefnunnar verði i Madrid 1980. Sérfræðingafundir til undir- búnings henni hefjast i haust i Sviss og i sumar verður rætt um visindasamstarf Evrópurikja i Bonn i Vestur-Þýskalandi. Belgradrádstefnunnar Sómalir hörfa frá bænum Jijiga NAIROBI8. mars. Sveitir Sómala hafa hörfað frá bænum Jijiga i Eþiópiu sem er sagður hafa veru- lega hernaðarþýðingu. Eþiópar sögðust þegar á sunnudag hafa náð borg þessari á sitt vald en Sómalir hafa ekki fyrr cn nú viöurkennt að þeir hafi hörfað undan skriðdrekum og fhigvélum Eþiópa. Sómalir kenna ósigur þennan aðstoð sovéskra og kúbanskra hermanna við Eþiópa. Jijiga er stærsti sigurinn sem eþíópski herinn hefur unnið siðan hann hóf gagnsókn i austur- héruðum landsins seint i janúar. Þessi sigur getur einangrað veru- legan hluta sómalskra sveita án vista i hrjóstrugum fjalla- héruðum. Þorkell Valdimarsson, eigandi Aðalstrætis 8, er flóttalegur á svipinn er hann tekur viö iyklinum að hús- inu úr hendi Kolbrúnar. Honum virtist litið gefið um myndatöku af þessum atburði, og er það skiljan- legt. (Ljósm. -eik). Gallerí Sólon íslandus hættir starfsemi: 8. mars á Ítalíu Um tiu þúsund konur með mimósur i hárinu söfnuðust saman á Piazza Navona i Róm i gær og héldu upp á baráttudag kvenna. Var þvi m.a. mótmælt aðyfirvöld i Róm lögðu bann við að fáriö yrði i mótmælagöngu þennan dag. Allt fór friðsam- lega fram i Róm en i Bologna fann lögreglan timasprengju fyrir utan kaþólska ráðgjafar- miðstöð um fjölskylduhald. Herská kvennasamtök sögðust hafa komið sprengjunni fyrir til þess að mótmæla áróðri stofn- unarinnar sem beindist að þvi að fjötra konuna i viðjum fjöl- skyldunnar. Slys á NATO- æfingu Natóæfingar sem nú fara fram i Danmörku gengu ekki slysalaustfyrir sig i gær. Æfing- arnar sem nefnast „Brigade Frost” voru meðal annars haldnar nærri Oksboel og létu tveir danskir hermenn lifið er skriðdreki ók yfir þá þar sem þeir lágu og sváfu á viðavangi. Pólitiskt ofbeldi i Tyrklandi Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru 69 manns myrtir i illdeilum vegna stjórnmála- ágreinings. Innanríkisráðherra Tyrklands, Irfan Osaydinli, seg- ir þó að tiðni pólitiskra morða fari minnkandi. Hann bendir á að 41 hafi verið myrtur i janúar 28 i febrúar og aðeins tveir fyrstu tvær vikurnar i þessum mánuði. A siðasta ári voru 236 manns myrtir i pólitiskum of- beldisverkum. Kúba á eftir áætlun I fréttum frá Havanna segir að Kúbanir hafi sett sér það mark að framleiða meira en 7 miljón tonn af sykri á þessu ári. Bíaðið La Granma skýrði frá þvi i gær að þúsundum manna hefði verið boðið út til sykur- reyrsskurðar til viðbótar við þá sem þegareruaðstörfum. Eiga þeir að taka þátt i 100 daga her- ferð til þess að vinna það upp sem tapast hefur áður en upp- skeru lýkur i júni. Uppskeru- erfiðleikana segir blaðið eiga rætur að leysa i skipulags- og áhugaleysi svo i mikilli vætu- tið undanfarna fjóra mánuði. Framleiðni félli niður úr lág- marki um helgar og umönnun um sykurekrurnar væri ekki nægjanleg. Eldgos á Manila Fjallið Mayon, virkasta eld- fjall á Filipseyjúm, sem að jafn- aði gýs á tiu ára fresti, byrjaði að gjósa i gær og er óttast að flytja þurfi burt af umbrota- svæðinu þúsundir ibúa. Gosið er talið fremur litið að þessu sinni, en árið 1968 fórust allmargir i hrauneðjunni frá fjallinu. Eldfjallið er vinsæll ferða- mannastaður um 300 km suð- austur af Manila. Árið 1814 fór- ust 1200 manns af völdum goss i Mayon. Danir minnka drykkjuna Drykkjuvenjur Dana eru að breytast — liklega vegna versn- andi efnahagsafkomu, og er nú svo komiðað vinsalar eru farnir að kvarta hástöfum yfir þvi hve landar þeirra spara við sig hinar göróttu veigar. Stærsti framleiðandi ákavitis i Dan- mörkusagði i gær að salan hefði dregist saman um 47% á ákva- viti og sala á öðrum sterkum drykkjum hefði einnig dregist stórlega saman. Vinsalar hafa lagt til að rikisstjórnin lækkaði skatta á áfengi til þess að auka söluna, annars gætu efnahags- áætlanir hennar runnið út i sandin. Sala á sigarettum hefur einnig minnkað i Danmörku. 7 miljónir svelta A Sahel eyðimerkursvæðinu i Afriku eru átta riki. A þessu svæðierunú sjö miljónir manna sem þjást af landlægu hungri og vannæringu. Framkvæmda- stjóri FAO sagði i Róm i gær að ástandið á svæðinu væri engu betra en i þurrkunum m iklu árið 1973.. A siðustu fimm árum hafa rikin á þessu svæði aöeins fengið fjórtán sinnum lægri upphæð i þróunaraðstoð heldur en þeim hefði verið lofað af rik- ari þjóðum, og af loforðum um fæðugjafir til svæðisins i áreinn þriðji hluti ekki verið efndur. Um 180 þúsund tonn af fæðu- forða vantar enn til þess að sinna brýnustu þörfum. Sagði framkvæmdastjórinn að þetta sýndi betur en flest annað aö enn vantaði fullkomlega virkt alþjóðlegt fæðuöryggiskerfi. Rikin á svæðinu — Niger, Efri Volta, Zchad, Senegal, Mauritania, Gambia, Mali og Grænhöfðaeyjar — eru sum meðal snauðustu rikja heims. iiVN" LEIGAN HÆKKUÐ ÚR 46 í 100 ÞÚSUND

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.