Þjóðviljinn - 09.03.1978, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978
KR sigraði IR og
IR-ingar úr leik
KR sigraði ÍR 114:80 - lón
Eftir tapið i gærkvöldi eru IR-ingar úr leik i Bikar-
keppni KKÍ. Þeir töpuðu stórt fyrir KR i gærkvöldi og
urðu lokatölur leiksins 114:80 eftir að KR hafði haft for-
ustu í leikhléi 53:50.
iR-ingar stóðu í KR-ingum i fyrri hálfleik og voru þá
síst lakari aðili leiksins. Þeir voru af og til með forustu
og maður hafði það á tilfinningunni að gamla góða KR
ætlaði að fá smákeppni frá liði IR/ en að þessu sinni
vantaði tvoaf lykilmönnum liðsins þá Agnar Friðriksson
og Þorstein Hallgrímsson.
Jörundsson skoraði 27 stig
Þetta veikti lið 1R mikið og var sem aðrir leikmenn misstu kjarkinn
við það að þeir léku ekki með.
KR-ingar byrjuðu siðari hálfleikinn með miklum látum og gerðu nær
þvi samstundis út um leikinn og lokatölur urðu eins og áður segir
114:80.
Jón Sigurðsson var bestur KR-inga að þessu sinni og hann var einnig
stigahæstur með 24 stig. Einar Bollason kom næstur með 22 stig.
Hjá 1R var Jón Jörundsson langbestur og lék nú sinn besta leik með
ÍR i vetur. Hann var einnig stighæstur og skoraði 27 stig þrátt fyrir að
hann þyrfti að yfirgefa leikvöllinn þegar aðeins 14 min. voruliðnaraf
siðari hálfleik.
Leikinn dæmdu þeir Guðbrandur Sigurðsson og Þráinn Skúlason og
gerðu það nokkuð vel. SK.
Liverpool tapaði
Enn aukast sigurlikur
Notthingham Forest i
ensku deildarkeppninni.
Helsti keppinautur
Forest tapaði nefnilega i
gærkvöldi fyrir Derby á
útivelli með fjórum
mörkum gegn tveimur.
Það skipti sköpum fyrir
Liverpool að landsliðsmarkvörð-
urinn Ray Clemence var meiddur
á öxl og gat þvi ekki leikið.
Þeir Charlie George, Gerry
Daly og Andy Crawford skoruðu
mörk Derby en þeir Kenny
Dalglish Og David Fairclough
skoruðu mörk Liverpool.
Við tapið hrapaði Liverpool nið-
ur i 6. sæti og fara nú möguleikar
liðsins á sigri i 1. deildinni dvin-
andi með hverjum leik. Forest er
efst með 45 stig eftir aðeins 29
leiki en i öðru sæti er Man. City
með 39 stig eftir 30 leiki. Everton
er i þriðja sæti með 39 stig eftir 30
leiki og Arsenal er i fjórða sæti
með 38 stig að loknum 31 leik og
siðan kemur Leeds með 36 stig
eftir 30 leiki og loks Liverpool
með sama stigafjölda eftir jafn-
marga leiki. SK.
England vann
Englengdingar léku i gærkvöldi á sama tima og Liverpool og Derby
áttust við vináttuleik i knattspyrnu gegn Italiu. Leiknum lauk með sigri
Englands 2:1 eftir að staðan í leikhléi var 1:1.
Mörk Englands skoraði Nottingham Forest leikmaðurinn Tony
Woodcock og átti hann mjög góðan leik.
Mark ítaliu skoraði Bagni. 22 þúsund urðu vitni að þessum sæta sigri
Englands. SK.
Meistaramót
í badmmton
Meistaramót Reykjavikur i
badminton verður háð i Laugar-
dalshöllinni um næstu helgi.
Keppt verður i öllum greinum i
A-flokki, meistaraflokki og öðl-
ingaflokki.
Þátttakendur verða fjölmarg-
ir frá Reykjavikurfélögunum,
og liklega verða flestir fremstu
badmintonmenn landsins með.
Nú verður i fyrsta sinn i
Reykjavikurmóti, keppt i öllum
greinum i öðlingaflokki. t þeim
flokki taka þátt þeir sem náð
hafa 40 ára aldri.
Gróska er i badmintonstarf-
inu nú um þessar mundir, og er
þvi liklegt að um mikla og harða
keppni verði að ræða. Gaman
verður til dæmis að fylgjast með
þeim Jóhanni Kjartanssyni og
Sigurði Haraldssyni, en þeir eru
núverandi Islandsmeistarar, og
hafa sigrað i flestum mótum i
vetur. Einnig verður kepnnin i
A-flokki að öllum likindum mjög
hörð, en þar stendur keppnin
einkum milli Valsmannsins,
Hrólfs Jónssonar, K.R.-ingsins
Hjalta Helgasonar og T.B.R.-
ingsins, Guðmundar Adolfsson-
ar.
Kvennakeppnin verður mjög
spennandi. Kristin Magnúsdótt-
ir hin unga badmintonstjarna
T.B.R. vann Lovisu Sigurðar-
dóttur i ,,Tropicana”-mótinu
fyrr i vetur, en Lovisa hefur
verið ósigrandi i meira en
fimmtán ár. Gaman verður að
fylgjast með leikjum þeirra nú
um helgina.
t öðlingaflokki er staðan með
svipuðu móti og i meistaraflokki
fyrir fimmtán árum siðan. Jón
Árnason, margfaldur tslands-
meistari keppir hér, og ekki má
gleyma þeim Huldu Guðmunds-
dóttur og Jóninu Nieljóhnius-
dóttur. ,
Blaðamannafundur Körfuknattleikssambandsins:
BETRI FJARHAGUR
OG GÓÐAR TERTUR
Það verður ekki annað sagt en að forustulið körfuknattleikssambandsins hafi
tekið blaðamönnum vel er þeir mættu til blaðamannafundar hjá KKI fyrir stuttu.
Kræsingar miklar voru á
borðum og var það einn stjórn-
armeðli.mur sem þær útbjó af
mikilli snilld. Það sem helst
skyggði á fund þennan var
hversu dræm þátttaka blaða-
mannanna var. Það voru aðeins
Þjóðviljinn og útvarpið sem
mættu en engu að siður kom
ýmislegt gott og ekki gott fram
á fundinum og verður nú reynt
að skýra frá þvi helsta sem rætt
var.
Polar Cup
Það kom fram að Pólar Cup
eða norðurlandamót i körfu-
knattleik er á næstu grösum og
verður það haldið hér að þessu
sinni. Mótið fer fram i Laugar-
dalshöllinni og er fyrir nokkru
búið aðekipa svokallaða Polar
Cup nefnd sem hefur með
framkvæmd mótsins að gera.
Formaður hennar Helgi Agústs-
son, sem frægari er fyrir
afskipti sin af utanrikismáium
þessarar þjóðar, mætti á fund-
inn og skýrði hann t.d. það
hvernig nefndin heföi hugsað
sér að afla fjár til keppninnar,
þvi að eins og flestir vita er allt
annað en ódýrt að halda mót
sem þessi. Helgi sagði að sótt
hefði verið um styrk til Norræna
Menningarmálasjóðsins og von-
uðust þeir til að fá þaðan um 100
þúsund danskar krónur. Þá væri
einnig treyst á innkomu af leikj-
unum og siöast en ekki sist aug-
lýsingum en þær eru sá þáttur
peninganna sem heldur öllu
iþróttalifi i landinu gangandi.
Kostnaður samfara keppninni
væri um 3. milj. króna og væri
það von þeirra i nefndinni að
ekki yrði tap á keppninni. Þá
hafði einnig verið gerður samn-
ingur við Sjónvarpið i sambandi
við myndatökur frá mótinu.
1. deild breytt
Þá var skýrt frá breytingu á
deildaskiptingunni sem ákveðin
var á siðasta ársþingi KKt.
Haldið var aukaþing KKl 9.
desember s.l. og var þar
samþykkt að fækka liðum i 1.
deild úr 8 i 6 og einnig að fækka
umferðum úr 4 i 2. Þetta
er gert til að fækka leikjum á
komandi keppnistimabili þvi
eins og komið hefur fram hér i
blaðinu er ætlunin að keppa i
svokallaðri úrvalsdeild næsta ár
og verður samfara þeirri breyt-
ingu um gifurlega fjölgun á
leikjum að ræða.
Landslið valið
Landslið það sem æfa á fyrir
Polar Cup hefur verið valið og
er það skipað 16 leikmönnum en
siðar verða 10 leikmenn valdir
til að leika i sjálfu mótinu. Þess-
ir 16 leikmenn eru: Kristinn
Jörundsson IR, Jón Sigurðsson
KR, Atli Arason Á, Kári Maris-
son UMFN, Gunnar Þorvarðar-
son UMFN, Þórir Magnússon
Val, Torfi Magnússon Val, Jón
Héðinsson tS, Bjarni Gunnar
Sveinsson tS, Simon Ölafsson
Fram, Bjarni Jóhannesson KR,
Kolbeinn Kristinsson tS, Geir
Þorsteinsson UMFN, Kristján
Agústsson Val, Þorsteinn
Bjarnason UMFN, Jónas
Jóhannesson UMFN og Pétur
Guðmundsson sem leikur með
bandariska háskólaliðinu
University of Washington. Mun
hann koma til landsins stuttu
áður en að mótið hefst og mun
hann örugglega styrkja liðið
mikið. Þjálfari verður Helgi
Jóhannsson en einnig eru sterk-
ar likur taldar á þvi að aðstoö-
arþjálfari Péturs Guðmunds-
sonar Denny Houston komi
hingað til lands og muni hann
ásamt Helga þjálfa liðið siðustu
vikuna fyrir mótið.
Batnandi
fjárhagur
Þá er rétt að geta þess hér, að
fram kom a' fundinum að tap
KKl hefur ekki aukist. Núver-
andi stjórn hefur lækkað
skuldasúpuna úr rúmum 5
milljónum i 3 miljónir og verður
það að kallast afrek út af fyrir
sig.
Þetta er nokkuð sem ekki hef-
ur frést fyrr og eru svo sannar-
lega gleðilegar fréttir þó seint
komi.
Er vonandi að stjórn KKI
haldi áfram á sömu braut og
takist að koma KKl á rétta hlið
enda er það nauðsynlegt þegar
sýnt er i hversu miklum upp-
gangi iþróttin er nú hér á landi.
Risinn Pétur Guðmundsson leikur með tslandi á Noröurlandamót-
inu og verður mikill fengur i komu hans.